Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 1

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 1
LANDIÐ HEIMURINN ÍÞRÓTTIR Stigahlíðarlóðirnar Fasteignasalar keyptu í skjóli þagnar Borgarstjóri œtlar ekki að gefa upp kaupverð einstakra lóða á borgarráðsfundi í dag Ljóst að nú fyrst er lóðabraskið að byrja. Braskið Indriði Pálsson forstjóri Skelj- ungs segir í samtali við DV í gær að þau hjón sem fengu keypta sitthvora lóðina, ætli hvorki að byggja tvö hús á lóðunum né eitt stórt á þeim báðum. Eina lóð er þegar búið að auglýsa til sölu á frjálsum markaði. Sú staðreynd að stór hluti þeirra sem buðu hæst í Stigahlíð- arlóðirnar fæst við fasteigna- og lóðasölu ýtir undir þá trú margra að nú fyrst fari lóðasölur í Stiga- hlíðinni að hefjast fyrir alvöru. -lg- Jón kadett í hernum með hirðskáldi sínu, Jónasi Árnasyni. (Eik- tók myndina í Hafnarstræti í gær). Syndin Kadettinn og Jónas að koma út aftur? Sáust báðir í Hafnarstrœti í gœr En syndin er lævís og lipur - og lætur ei standa á sér, segir í kvæði Steins Steinars umJónKristófer kadettí hernum. Samtalsbók Jónasar og kadettsins, Syndin er lævís og lipur, er löngu uppseld orðin og hefur eftirspurn löngu keyrt yfir framboðið á þeim vinunum. Frómar tungur, lágmæltar, herma að endurút- gáfa bókarinnar standi fyrir dyrum í haust. Þeir vildu hvorki játa né neita við tíðindamann Pjóðviljans í Hafnarstræti í gær. Hins vegar leyndi sér ekki sögulegur aðdragandi í strætinu í gær, þarsem þeir gúðuðu á frægan kjallara- glugga og sprönguðu um strætið einsog mikið stæði til. Ný kynslóð á því bókarævintýri að heilsa í haust, -,,Og svo verður sungið og spilað - á sítar og mandólín tvö. - Ó komdu og höndl- aðu Herrann, - það hefst klukkan rúmlega sjö“, segir þar. -óg Davíð Oddsson borgarstjóri mun á borgarráðsfundi í dag kynna formlega úrslit uppboðsins á hinum umtöluðu miljónalóðum í Stigahlíðinni. Hann mun þó á- kveðinn í því að upplýsa borgar- ráðsmenn og aðra borgarbúa ekki um kaupverð einstakra lóða sem margóskað hefur verið eftir. Vísar borgarstjóri til samþykktar íhaldsmeirihlutans I borgarráði um algera þögn í þeim efnum. Þessi samþykkt var gerð fyrir lóð- auppboðið. „I þessu tilfelli er Reykjavíkur- borg að gera samning við einstak- linga og að það megi ekki skýra frá því hvað felst í þessum samn- ingum er aiveg fráleitt. Það á ekki að vera neitt leyndarmál á hvaða verði borgin selur einhverjum einstaklingi ákveðna lóð“, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir borgar-l fulltrúi í gær. Einlitur hópur Þjóðviljinn óskaði í gær eftir upplýsingum hjá borgarverk- fræðingi um heimilisföng og störf lóðarkaupenda í Stigahlíðinni. Þeirri ósk var synjað á þeiri for- sendu að borgarstjóri ætti eftir að kynna málið í borgarráði. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér um lóðar- hafa og maka þeirra, þá starfa flestir þeirra sem lögfræðingar og fasteignasalar. Einnig eru kaup- menn, forstjórar og endurskoð- endur áberandi í hópi lóðarhafa. Það mun sjálfsagt vera eins- dæmi að hjón eða sami einstak- lingur fái úthlutað á sama tíma tveimur lóðum á einum besta stað í borginni. En allt getur gerst þar sem máttur Mammons ræður ríkjum eins og í borg Davíðs. Hvalveiðikvótinn Hagstæð niðurstaða fyrir hvalfangara Óverulegur niður- skurður var gerður á veiðikvóta íslendinga fyrir nœsta ár. Öílum hvalveiðum mun hins vegar Ijúka 1986. Furðu lítill niðurskurður var samþykktur á hvalveiðikvóta ís- lendinga á þingi Alþjóðahval- veiðiráðsins í Argentínu fyrir helgi, þrátt fyrir 40 prósent niðurskurð að öðru leyti á hval- veiðum i heiminum. Jón B. Jón- asson í sjávarútvegsráðuneytinu taldi þetta stafa af því að friðun- arþjóðum og verndarsamtökum þættu íslendingar hafa staðið sig vel í friðunaraðgerðum. Samþykkt var að minnka kvót- ann á hrefnuveiðum í suður- höfum úr 6.655 dýrum í ár niður í 4.225 dýr á næsta ári. Þrátt fyrir Íiennan mikla niðurskurð munu slendingar á næsta ári geta veitt 177 dýr eða einungis 23 dýrum minna en á þessu ári. Hrefnuveiðar eru nú stundað- ar frá þremur ströndum á landinu, Brjánslæk á Barða- strönd, Blönduósi og Árskógs- strönd, og alls munu um níu bátar taka þátt í veiðinni. Hins vegar munu veiðarnar leggjast niður þegar öllum hvalveiðum lýkur hér á landi árið 1986, í samræmi við samþykktir Alþjóðahval- veiðiráðsins frá 1982, sem Al- þingi samþykkti á sínum tíma að Íandinn myndi gangast undir. Kvótinn fyrir veiðar á lang- reyði var samþykktur 161 dýr fyrir æsta ár en í ár mega íslend- ingar veiða 167 dýr. Sandreyðar- kvótinn er óbreyttur, en á.fyrri þingi var búið að ákveða að í ár og næsta ár mætti alls taka 133 dýr samtals, þó ekki meira en 100 dýr á ári. Ráðið samþykkti að leyfa alls veiðar á 6000 hvölum í heiminum í ár, en í fyrra var þetta 9.600 dýr. Þetta er 40 prósent niðurskurður einsog áður segir. _q$

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.