Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 11
VIÐHORF Hvað skal vor bið lengi standa? Halldór Pjetursson skrifar Eigum við þegjandi að bera hver annan í gálgann? Til hvers er verið að rövla um tölur og prósentur? Fái ein- hver 2% eru 6 tekin í staðinn og þykir vel sloppið. Eigum við ekki að kyrja þjóðsönginn þegar sjúklingum spítalanna verður hleypt út á götuna í sitt lögboðna sumarleyfi í nær- klæðum úr mokkalérefti? Eigum við ekki að hneigja okk- ur í kross þegar grautarhausarnir flýja land og skilja okkur eftir það sem áður var kallaður hunda- grautur? Auðvitað borgar ríkið fyrir þá út og bílar þeirra - gjöf frá þjóðinni - bíða þeirra á strönd- inni. Þá verður sungið í Sviss og Sameinuðu þjóðirnar kollheimta sína haustgeldinga. Sér almenn- ingur virkilega ekki hvernig þessi þöngulhöfuð eru búin að stilla upp á taflborðið og hvernig öllu skal háttað til leiks? Ennþá virð- ast þeir vissir um dáðleysi okkar og dauðasvefn. Hið mikla hlutverk - Hvað mun innar? sagði karl- inn þegar hann fann lúsina á tanngarðinum? Já - hvað, þegar best kynjaða þjóðin á Norður- löndum virðist ætla með gleði- bragði að þola húðstrýkingu sálar og líkama, dauðastunurnar eiga víst að nægja sem eftirmæli? En mér er spurn: Hverju þjóna slík eftirmæli? Börn okkar taka þau ekki til greina. Allir hljóta að skilja að hlutverk mannsins er að taka þátt í sköpunarverkinu, bæta það og fegra en ekki eyða því með atómglingri og mann- drápum. Öll sköpunin höfðar til réttlætis og nafnið réttarríki er kórónan. Annars væri sköpunin þrælakista líkt og ráðherrastjórn vor. Haldið þið, lesendur góðir, að guð hafi skapað nýja heiminn til þeirra örlaga sem hann hefur hlotið af þeim mönnum, sem snúa menningu og tækni upp á djöfulinn? Margir hafa gægst út fyrir þennan hnött í fortíð og nú- tíð og það mun framtíðin ekki síður gera. Það er að kvikna í hugum margra að auka þekkingu á tilgangi lífsins þó að við reynum að ljúga okkur út úr því. Allt bendir til, og á að gera, að grunnur sköpunarinnar sé rétt- læti. Við höfum og eigum margar sagnir um framhald lífsins og hvað við taki. Það eru heimtuð vísindaleg sannindi og engum skal það láð. En gáum í söguna, þau koma ekki á sama hátt og bráðabirgðalög. Brunó mátti bíða 300-400 ár eftir sinni sýkn- un. Ekki tóku þó hugir manna mikið stökk. „Nú, karlinn hafði þá rétt fyrir sér“. Nokkru seinna rakst þetta fólk á nýja hugsun, sem fram hafði komið. Eflum sjálf- stœða hugsun Nú er enn byrjuð sama lyga- þvælan, að telja fólki trú um þetta og hitt, sem hvorki er hægt að mæla né meta. Nú er hætt að brenna og þá var næsta aðferð að þegja í hel. Þetta iðkum við dag- Íega og þurfum ekki grunnskóla til. Enginn veit hvað mörgu er hvíslað utan úr geimnum af þeim sem lengra eru komnir. Við eigum ekki að gleypa allt og vera auðtrúa en því, sem er viturlegt og höfðar til hins góða, sem kall- að er, megum við ekki henda í öskutunnuna, heldur hugsa sjálf- ir og meta. Sjálfinu megum við aldrei gleyma. Það getur enginn bannað öðrum að telja þetta og hitt vitleysu, ef þeim er það ein- hver huggun. Hjá okkur Nýals- sinnum í Kópavogi hafa komið í samband fjölmargir af okkar stórbrotnustu mönnum, sem dánir teljast. Slíkt skal ekki rætt hér en margt sýnist þeim koma öðruvísi fyrir sjónir en meðan þeir voru hér. Einn, sem kannski bar af hvað vit snerti, sagði svo frá: Mér gekk ekki vel að átta mig fyrst í stað en gæfa nn'n var sú, að vinir og vandamenn voru þar til staðar og veittu mér þá aðstoð, sem bjargaði. - Ekki leist honum vel á bjargræði okkar, sagði undir lokin, að kannski hefðu ráða- menn okkar gott af því að lesa Nýal. Þetta er ekki sagt sem vísindi af minni hálfu. En því megum við aldrei gleyma, að menn með okk- ar þroska, bera ábyrgð á verkum sínum og fyrirgefning í raun er ekki til. Fyrirgefningarþvælan hefur brotið mörg skörð í mennsku okkar. Menn bera ábyrgð á eigin verkum Ég las fyrir skömmu frásögn handan að. Þar var sýning á því hvaða gjald verstu böðlar verða að greiða áður en hægt er að hjálpa þeim á réttar leiðir. Sýning þessi var í sambandi við einn versta djöful Rannsóknarréttarins. Hér var það ekki eins og hjá Seðlabank- anum, rentur á rentur ofan. Nei, þessi maður, sem brenndi Brunó, auk margra annarra ódæðis- verka, varð bara að taka út allar þessar píslir öðrum bakaðar, og það fyrir hvern einn sérstaklega, sem hann hafði látið pína til dauða. Kæmu fram vísindalegar sannanir fyrir því, að menn bæru ábyrgð verka sinna og yrðu að ganga í spor píslarvottanna, myndu kannski hinir verstu djö- flar, sem nú vaða uppi um heim allan með dráp og pyntingar draga hægra augað í pung, ef þeir hugsuðu til launanna. Allur þessi heimur varðar okk- ur, ef að er gætt. En ýmislegt breytist. Jafnvel aldraðir Sjálf- stæðismenn láta í það skína, að áttin, sem hið sameinaða íhald stýrir eftir, sé ólík stefnu Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Hafstein. Þótti okkur þeir þó oft svalir nokkuð. Engin orðtök man ég slík af þeirra munni, sem höfuðsmaður hinna nýju frelsara hafði um þann, sem er í svelti vegna sinna hugsjóna. Þann rnann varðar engu hvernig fólk hagar sínum matarvenjum. Frjálshyggjan er frelsari þessara mannvina. Látum þá kalla á Keflavíkurdátana Sporin bæði blæða og hræða. Þeir lækkuðu vísitöluna með lygð. Þetta gat hver hálfviti: að rýja hinn snauða inn að skinni. Vísitölu verður ekki slátrað á þennan veg enda hækkar hún nú og hossast í sæti. Hún er líka sterkasta haldreipi húðflettingar- manna og verður staðsett þar í kerfinu, sem þeirn kemur best. En við hvað eru menn hrædd- ir? Allir vilja lifa en líf byggist ekki á því að hræðast borðsend- ann. Látum þá kalla á Keflavík- urdátana. Það er mikið betra að falla fyrir gömlum „leikföngum“, marghleypum og riflum, en kjarnafýlu. Ameríkanar geta drepið og mega kallast forkólfar þess, að þetta hnattkríli sé gert að allsherjar sláturhúsi. Munið vel að Bandaríkjaforseti vildi koma á takmörkuðu kjarnorkustríði í Evrópu ef ske kynni að einhver yrði þá eftir vestra til þess að halda uppi altarisgöngunni í E1 Salvador. Svona spámenn fæðir atómöld ein. Eitt geta þeir þó aldrei drepið: Sálina. Við förum öll til himins- hnatta þó að dráp sé stimplað á skrokkinn. Kannski á maður eftir að sjá eða frétta af hinum nýja Neró þegar hann fer að fylkja hinum megin sínum Salva- dor-svarabræðrum og þeirra lík- um með brauki og bramli? Eftir engu að bíða Hér er samt ekki eftir neinu að bíða. Það er ekki hægt að „tryggja eftir á“. Nú verða allir að sameinast sem hafa einhverja sæmdartilfinningu. Þar skipta stjórnmála ekki öllu. Sæmdin verður að ráða ferðinni. Við höfum ekki efni á að fara í slag, segja sumir. Kannski hafa þeir efni á slíku þegar síðasti bit- inn og sopinn hefur verið af þeim tekinn? Það mun enginn okkar ístru safna undir veldi hinna stóru lánleysingja. „Ef sverð þitt er stutt“, sagði spartversks konan við son sinn, „gakktu þá feti frarnar". Ég býst ekki við mikilli vörn af ræningja hendi og við sigrum án víga. Vilji foringjar okkar ekki vera með þá förum við samt. Foringjarnir eru jú sverðin eða hvað, en með því er ekki allt sagt. Það er liðið, sem að baki stendur, sem tryggir sigur- inn, vilji fólkið ná fram einhverju því, sem gefur lífi þess reisn og gildi, þá fæst með aldrei með því að rétta bara upp höndina. Það er bara ráð til rassskellingar. Maður verður að leggja sjálfan sig að veði fyrir því, sem barist er fyrir. Hönd verður að fylgja hendi, fót- ur fæti og hugur og hjarta að slá í takt. Fram til sigurs, látum ræflana róa með sinn dóm í skutnum. Halldór Pjetursson er fræðaþulur úr Kópavogi; hefur skrifað mikið í Þjóð- viljann á liðnum árum. Eigum við ekki að hneigja okkur í kross þegar grautarhausarnirflýja land, og skilja okkur eftir það sem áður var kallað hundagrautur? Auðvitað borgar ríkiðfyrirþá út og bílarþeirra - gjöffráþjóðinni- bíða á ströndinni. LESENDUR Framsókn í heiðnabergi íhaldsins Kynslóðaskiptin í Sjálfstæðis- flokknum hafa valdið ugg og ótta hjá þeim valdaseigu og gömlu mönnum, sem ráðið hafa ferðinni til þessa á hinni brösóttu leið flokksins. Nú vilja hinir yngri spámenn fara að láta eitthvað að sér kveða samanber síðasta flokksþing, er þeir voru kosnir, Þorsteinn Páls- son og Friðrik Sófusson. Héldu þá flestir að þessir ungu fullhugar myndu taka völdin, en það var nú eitthvað annað. Þeir gömlu og rótgrónu jaxlar gáfu ekkert eftir og sitja ennþá sem fastast. Yngri kynslóðin í flokknum er að sjálf- sögðu æf út af þessu og má varla vatni halda. Éinn hinna von- sviknu, Ellert B. Schram, hefur t.d. ekki tekið sæti á þingi og margir hafa haft það á orði að raunverulega væri stjórnin buxnalaus og réði ekki við neitt. Verstu afturhaldsstjórnir er hafa verið á íslandi eru sam- stjórnir íhalds og Framsóknar. Þar hafa jafnan verið samankom- in verstu gróðaöflin er hafa ein- skis svífst til að kúga landslýðinn með alls konar brögðum og prettum. Það ömurlegasta við þetta er að flokkur bænda sem kallar sig svo og kennir sig við samhjálp og samvinnu hefur með nokkrum misvitrum foringjum gengið inn í heiðnaberg íhaldsins til að tryggja SÍS sinn hlut af púkkinu. Þetta er nöturleg stað- reynd, en báða klæjar og svíður. Þorsteinn Pálsson Nú gerðist það nýverið á aðal- fundi Sambandsins sem haldinn var í Bifröst í Borgarfirði með pompi og prakt, að vinstri væng- urinn virtist nokkuð stór, svo að hrollur mun hafa farið um for- ingjaliðið. Eitt mál sem kom þar eins og sprengja kom blóðinu heldur betur á hreyfingu. Þetta var hið svokallaða Isfilmmál sem allir þekkja og var þarna til um- ræðu. Þetta mál er þannig til komið að afturhaldsöflin í báðum þessum flokkum hafa rottað sig saman til að ná stekri stöðu í sambandí við fjölmiðla landsins. Auðvitað til að geta klekkt á öllu vinstra fólki sem ekki vill hleypa þessum myrkraöflum til að ná alfariðund- Steingrimur Mermannsson irtökumogsölsaundir sig menn- ingarlíf þjóðarinnar. í þetta sinn drógu þeir inn klærnar vegna þess að upp risu nokkrir forystumenn kaupfélaganna í landinu og mót- mæltu þessu samkrulli við íhaldið harðlega og báru upp tillögu um málið er var á þá leið að sam- vinnumenn ættu að leita annað en til verstu óvina bænda. Var málið samþykkt með miklum at- kvæðamun. Það verður að segjast eftir þennan fund í Bifröst að talsverð for hefur skolast burt. Foringjar Framsóknar hafa leikið þann leik á undanförnum árum að láta íhaldið nota sig sem sambýlis- konu í hinni pólitísku refskák, jafnvel þegar þeir voru í stjórn með vinstri flokkunum. Er þá nokkur furða þótt sannir vinstri- menn rísi upp og segi hingað og ekki lengra? Það verður því að segjast að þetta eru mikil og góð tíðindi vinstrikantinum, svo ekkr sé meira sagt. Mikið má vera ef Davíð Oddsson situr ekki uppi með sárt ennið, því auðvitað hef- ur þetta átt að vera trappa fyrir hann í framapotinu, komast í ráð- herrasæti eins og Albert. Þá hafa borist góð tíðindi norðan úr Eyjafirði, en þar var haldinn fundur um atvinnu- og menningarmál. Þjóðhollir menn og konur kröfðust þess að at- vinnumálin yrðu ekki sveigð undir álbrennslu heldur annan þann atvinnuveg er hentaði betur í viðkvæmu landbúnaðarhéraði en eiturspúandi stóriðjugums. Fiskirækt og smáiðnað var talað um, enda skilyrði þar góð eins og kunnugt er. Þá voru fjölmiðlamál rædd og gerð samþykkt um þau á þann hátt, að kaupfélögin og Sarnbandið ákveði þessi mál í samráði við verkalýðshreyfing- una. Það þýðir að íhaldinu verði haldið utan við þessi viðkvæmu mál. En sláum á léttari tóna. Ég sló á þráðinn til hans Jóns málvinar míns: Sæll Jón minn, hvað er að frétta? Máttu ekki vera að því að tala við mig? Hvað er að? Ertu ennþá reiður við mig? Jæja, það var gott. Ég verð að fara strax. Hún á afmæli í dag hún Lucy. Jæja Nonni minn, það var gaman að heyra. Bið að heilsa Albert. Ég sé Jón minn í anda uppveðr- aðan og glansandi af ákafa að komast í samkvæmið á réttum tíma, og fá klapp á bakið hjá goð- inu fyrir trausta og trygga þjón- ustulund. Nú kannski að þeir vin- irnir ræði svona saman í leiðinni um það að ríkisstjórnin ætti að fá sér nýjar brækur. Páll Hildiþórs Grundarfjörður Á öðru máli Elínbog Elbergsdóttir Grundar- firði hringdi: - Ég vil taka það fram í tilefni af yfirlýsingum Inga Hans Jóns- sonar og Lárusar Guðmundsson- ar um hneykslun á orðuveitingu til Jóns Sveinssonar, að ekki eru allir Grundfirðingar á sama máli og þeir. Eins er farið með sóða- skapinn hjá Látravík. Þessir menn geta ekki alhæft svona fyrir alla Grundfirðinga eins og þeir gerðu. Þriðjudagur 26. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.