Þjóðviljinn - 26.06.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR
Breiðholt
Söluskáli
á opnu
svæði
íbúar í
nœrliggjandi hverfi
finna staðsetningu
nýs söluskála
flest til foráttu
en borgaryfirvöld
eru á öðru máli
íbúar í Breiðholti I hafa að
undanförnu látið í sér heyra varð-
andi nýjan söluskála, sem er að
risa á gatnamótum Reykjanes-
brautar og Stekkjarbakka. Telja
íbúarnir að söluskálinn sé reistur
á landi, sem ætlað sé opið svæði.
Þá hafa þeir einnig bent á, að
skólagarðar liggi alveg að sölu-
skálanum og börn muni því sækja
í sjoppuna auk þess sem umferð-
arhætta geti stafað af hennar
völdum þar sem hún er á gatna-
mótum með mikinn umferðar-
þunga.
Umferðamefnd Reykjavíkur,
umhverfismálaráð Reykjavíkur,
skipulagsnefnd Reykjavíkur og
borgarráð hafa öll lagt blessun
sína yfir söluskálann, sem heitir
„Akið-Takið“ og eru eigendur
Anders Hansen og Þórarinn
Ragnarsson. Gatnamálastjóri
taldi þó í umsögn sinni fyrir hönd
umferðarnefndar, að söluskálinn
þyrfti að vera fjær gatnamótum
Reykjanesbrautar, og Borgar-
skipulag taldi í umsögn sinni, að
taka bæri tillit til óska íbúa næsta
nágrennis eftir því sem fært þyki.
Hvort leitað var eftir óskum íbú-
anna vitum við ekki, en allavega
hafa sumir íbúanna mótmælt
þessum söluskála, sem nú er að
rísa ofan í görðum barnanna al-
veg við gatnamót Reykjanes-
brautar og Stekkjarbakka.
ast
Söluskálinn umdeildi: „Akiö-Takið“. Eigendur eru Anders Hansen og Þórarinn Ragnarsson. Sumir íbúar í Breiðholti eru
heldir óhressir með staðsetningu skálans. (Ljósm. —eik—)
Islensk
fyrirtæki
selja vel
íslensk fyrirtæki tóku þátt í
sjávarútvegssýningu sem lauk í
London um helgina og gerðu þar
stóra sölusamninga.
J. Hinriksson h.f. seldi yfir 20
pör af toghlerum fyrir um 2.4
miljónir króna en fyrirtækið hef-
ur á síðustu 3 árum lagt sig fram
um að kynna framleiðslu sína á
erlendum mörkuðum. Plast-
einangrun sýndi fiskkassa,
trollkúlur og netahringi svo og
plastkör frá Sæplasti h.f. Seldust
100 plastkör fyrir um eina miljón
króna til aðila í Skotlandi.
Stefnuumrœða AB
Beðið eftir spurningalistum
íundirbúningiervíðtœk umrœða íflokksdeildum um stefnubandalagsins
Verður niðurstaðan úrumrœðulotunni lögð fyrir flokksráðsfund í vetur
Spurningalistinn sem sendur
var út í apríllok til allra fé-
lagsmanna Alþýðubandalagsins
er fyrsta skreflð í þá átt að auka
virkni félaganna í stefnuumræðu
flokksins og ég vil hvetja alla, sem
hafa fengið listann að gera skil
hið allra fyrsta þannig að við get-
um farið að vinna úr þeim.
Kristín Ólafsdóttir á sæti í
samráðsnefnd Alþýðubandalags-
ins um stefnuumræðu, en sú
nefnd á að hafa yfirumsjón með
stefnuumræðunni, safna hug-
myndum og fylgja eftir umræð-
um. Og það er Kristín sem mælti
orðin hér að framan, en eins og
allir félagar AB hafa væntanlega
tekið eftir hafa komið í pósthólfin
þeirra listi með spurningum um
Fóstra
óskast að leikskólanum Lönguhólum, Höfn,
Hornafirði frá 20. ágúst 1984.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 97-
8315.
ÓDÝRARI
barnaföt
bleyjur
leikföng
u\
<3»
/“'Új.iy.
Þegar komið er af vegum með
bundnu slitlagi tekur tíma
að venjast breyttum aðstæðum
FÖRUM VARLEGA!
UUMFERÐAR
RÁD
LATIÐ FAGMENIM VINIMA VERKIÐ
Gerum föst verðtilboð yður
að kostnaðarlausu án skuldbindinga
af yðar hálfu.
Upplýsingar í símum (91) 666709
Sprungu-
og þak-
þétting
nokkur grundvallaratriði til
undirbúnings stefnuumræðunni.
„Ég vil endilega hvetja fólk til
að nota tækifærið og koma á
framfæri skoðunum sínum með
því að svara listanum og senda
okkur hann hið allra fyrsta,"
sagði Kristín. „Þannig geta fé-
lagar á virkan hátt tekið þátt í
þessu starfi, sem flokkurinn á-
kvað á síðasta landsfundi að
vinna. Markmið stefnuumræð-
unnar er m.a. „að skýra mikil-
vægustu þættina í stefnumótun ís-
lenskra sósíalista á næstu ára-
tugum og opna sýn til viðfang-
sefna nýrrar aldar,“ eins og segir
svo hátíðlega í samþykkt fram-
kvæmdastjórnar.
Við lítum á þetta sem viðleitni
til að ástunda grasrótarstarf í
hreyfingunni - ýta undir það að
allir flokksmenn taki þátt í stefn-
umótuninni. Við höfum heyrt
margar raddir um það, að um-
ræðuefni innan flokksins væru
um of bundin málefnum Iíðandi
stundar, en hins vegar skorti ýtar-
lega skoðun og greiningu á
„Hvetjum fólk til að nota tækifær-
ið og koma á framfæri skoðunum
sínum," segir Kristín Ólafsdóttir,
er sæti á í samráðsnefnd um
stefnuumræðuna í Alþýðu-
bandalaginu.
þjóðfélaginu og að skýra þá fram-
tíðarsýn sem sósíalistar hafa nú í
ljósi þjóðfélagsbreytinga. Því er
farið af stað með þetta starf.“
Næsta mál á dagskrá stefnuum-
ræðunnar er hvatning til allra fé-
laga Alþýðubandalagsins að
hefja umræðu um þá málaflokka,
sem hópar innan þeirra vilja helst
taka fyrir. Samráðsnefndin hefur
í því tilefni sent út tillögur um
málaflokka til allra félaga og eru
félögin hér með eindregið hvött
til þess að hefja þessa umræðu
hið allra fyrsta og í síðasta lagi um
mánaðamótin ágúst/september.
„Niðurstaðan úr þessari um-
ræðulotu haustsins verður lögð
fram á flokksráðsfundinum í vet-
ur“, sagði Kristín, „og þá lítum
við svo á, að fyrsti áfangi stefnu-
umræðunnar sé aðbaki. Stefnu-
umræðan er vinna, sem getur
tekið langan tíma, jafnvel ein-
hver ár, en nú hafa fyrstu sporin
verið stigin og félagar eru hvattir
til að leggja sitt af mörkum í þess-
ari umræðu.“
Stóri bróðir
Aðferðir Hagstofunnar
koma fólki ekki við
Fyrirspurnir póstmanna eru
upphaf kœrumála vegna aðsetursskipta
Að sögn Ingimars Jónssonar er
rangt með orð hans farið í
helgarblaði Þjóðviljans. Ingimar
er þar sagður hafa sagt Hagstof-
una hafa leyfi ríkisskattstjóra til
að nota gjaldheimtuseðla í
óskilum til að kæra þá sem taldir
eru hafa flutt án þess að tilkynna
það réttum yfirvöldum. Hið rétta
er að Hagstofan hefur lagaheim-
ild til ýmissa eftirgrennslana og
þar á meðal er aðgangur að
plöggum ríkisskattstjóra.
Ingimar Jónsson sagði við
Þjóðviljann í gær að póstmenn
hefðu fyrirmæli um að afhenda
gjaldheimtuseðla réttum viðtak-
anda og væru þeir seðlar sem ekki
kæmust til skila sendir gjald-
heimtunni. Hafi póstmaðurinn
komist á snoðir um brottflutning
úr húsinu skrifar hann nýtt
heimilisfang á seðilinn. Hagstof-
an skrifar síðan kæru og sendir
lögreglustjóra sem sendir hinum
brottflutta svipað bréf og Eiríkur
Brynjólfsson fékk og skýrt var frá
í fimmtudagsblaði Þjóðviljans.
Er hinum ákærða boðin dómssátt
með greiðslu 770 króna en lög-
sókn ella.
Undanþegnir Iögheimilisskipt-
um eru námsmenn og þeir sem
stunda árstíðabundin störf fjarri
heimili. Ingimar sagði blaðinu að
aldrei hefði tíðkast að senda hin-
um grunaða fyrirspurn eða á-
minningu. Málið færitil lögregl-
unnar nema í sérstökum tilvik-
um.
Ingimar sagði að þessi leið væri
ein af mörgum sem Hagstofan
færi til að hafa upp á brottflutt-
um. Ingimar var beðinn að skýra
lesendum Þjóðviljans frá öðrum
eftirgrennslunarleiðum Hagstof-
unnar og svaraði: „Ég sé enga
ástæðu til að birta það í blöðum.
Þetta er okkar mál. Ég sé ekki að
það komi fólki yfirleitt nokkurn
skapaðan hlut við.“
Akureyri
Alfundur í
. kl. 20.30 verður haldinn almennur opinn fundur um álver í
Eyjafirði í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Til fundarins er boðað af
starfshópi álversandstæðinga í Eyjafirði og er reiknað með miklum
fjölda og fjörugum umræðum á fundinum.
-þá
2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 26. júní 1984