Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 6

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 6
FAGVERK S/F Verktakafy ri rtæki Sími 26098 1. Sprunguviðgerðir með bestu fáanlegum efnum. Efni þessi standast vel alkalísýrur og seltu, hefur mikla teygju og góða viðloðun. 2. Gerum við steyptar þakrennur og berum í þær þéttiefni. 3. Þök: Tökum að okkur allar viðgerðir og breytingar á þökum, þéttum bárujárn, skiptum um járn o.fl. (erum með mjög gott þéttiefni á slétt þök). 4. Gluggar: Sjáum um allar viðgerðir og breytingar á gluggum. Kíttum upp glugga, setjum opnanleg fög, gler- ísetningar o.m. fleira. 5. Málning: Önnumst alla málningarvinnu utan húss sem innan. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð og viðurkennd efni, viðráðanleg kjör og góða þjónustu. Komum á staðinn, mæium út verkið, sýnum prufur og send- um skriflegt tilboð. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 26098. - Geymið auglýsinguna - Auglýsing um upp- boð í Dalasýslu Eftir kröfu Ólafs Axelssonar hrl. ferfram opin- bert uppboð á húseigninni Bakkahvammi 6, Búðardal, Dalasýslu, þinglýstri eign Jóns Hauks Ólafssonar. Uppboðið fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. júní 1984 kl. 14.00. Frumvarp að uppboðsskilmálum, veðbókar- vottorð og önnur skjöl er varða sölu eignar- innar eru til sýnis á skrifstofu embættisins og skulu athugasemdir komnartil uppboðshald- ara eigi síðar en viku fyrir uppboðið, ella mega aðilar búast við að þeim verði ekki sinnt. Sýslumaður Dalasýslu 13. júní 1984. Tilboð óskast í viðgerð á þaki og rennum á húseigninni Rauðarárstíg 7 Reykjavík. Upplýsingar í síma 12197. Góðorð ^ duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli ^ m| umferðar A RÁD LAUS STAÐA Staða ritara í sjávarútvegsráðuneytinu er laus til umsóknar. Um framtíðarstarf er að ræða. Góð vélritunarkunnátta er nauðsynleg svo og einhver tungumálakunnátta. Skriflegar umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist ráðuneytinu að Lindar- götu 9,101 Reykjavík, eigi síðar en 6. júlí nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 22. júní 1984. Svo skal böl bœta n?) MEGAS TOLLI BEGGI KOMMI BRAGI gramm *’" ■ Laugavegur17 Slmi 12040 Pooroseq étið á Aasivik. Sá réttur verður þannig til, að innyfli, selshreifar, spik, skerpikjöt og fleira er lagt í skinnsekk, sem er saumaður saman og grafinn í jörð. Ári síðar er matur þessi grafinn upp og er þá „soðinn“... AASIVIK Grœnlensk sumarhátíð sem byggir á gamalli hefð Aasivik er mjög sérstætt þinghald í Grænlandi. Þing þessi eru haldin ásumrin, þar er reynt að stef na sam- an fólki á öllum aldri sem hefur hinar ólíkustu skoð- anir á hlutunum til umræðu um vandamál Grænlands, þjóðernisbaráttu og menn- ingu. Aasivik þýðir „sumarbústað- ur“ og er gömul hefð sem þekkist um allan Norðurhjarann þar sem Inúítar búa. Áður fyrr komu menn saman í „aasivik" til að safna vetrarforða við bestu veiðiplássin. Nú á dögum er Aas- ivik menningarhátíð og pólitískur fundur um leið, þar sem þúsundir Grænlendinga koma saman til að ræða nútíð og framtíð. Það voru ungir Grænlendingar tengdir hinni róttæku sjálfstæðis- hreyfinu Inuit Ataqatigit (sem nú hefur myndað stjórn með Siu- mut), sem árið 1976 höfðu frum- kvæðið að því að „sumarbústaða- hefðin“ var aftur upp tekin í nýju formi. En áhersla hefur verið lögð á það, að Aasivik standi öllum opin og þeirri stefnu hefur verið fylgt. En grundvöllur þessa Konubátar eru enn notaðir, m.a. til að flytja föng til og frá Aasivik í fyrra. þinghalds er sá, að berjast fyrir frjálsu Grænlandi, fyrir viður- kenningu á því að Grænlendingar eigi rétt til síns lands. Aasivik er haldið á nýjum stað hvert ár. í fyrrasumar komu menn í fyrsta sinn saman á Austur-Grænlandi, við gamlan „sumarbústað" í Tasiilardiq, og myndirnar eru þaðan. í sumar er Aasivik haldið í eyðibyggðinni Akullit í Disko- flóa. Aðalefni Aasivik í ár er „endurreisum byggðirnar" - bar- átta fyrir því að endurreisa hinar dreifðu byggðir og þá á móti mið- stýringu sem byggist á vexti fárra hinna stærstu byggða. En á sjö- unda og áttunda áratugnum var beinlínis að stefnt að leggja niður byggðir og flytja fólk, bæði nauðugt og viljugt, saman á færri staði, sem síðan áttu að hafa betri möguleika til að þróast á nútíma- vísu. Nú eru margir á því, að hér hafi verið um ein alvarlegustu mistök danskrar Grænlands- stefnu að ræða. Margt fólk missti fótfestu, fjölskyldubönd slitnuðu og félagsleg vandamál hrönnuð- ust upp. áb endursagði Frá Héraðsskólanum á Reykjanesi Héraðsskólinn á Reykjanesi starfrækir skólaárið 1984-85: 1. Menntadeild: Almenna bóknámsbraut. - Grunnnám. Þar er nemendum engin nauðsyn að sinni að velja sér endanlega námsbraut til frambúðar. 2. Fornám: Þar gefst nemendum sem eigi náðu tilskildu lágmarki í einstökum greinum á grunn- skólaprófi kostur á að ávinna sér framhalds- réttindi samhliða framhaldsnámi í öðrum greinum innan menntadeildar. 3. 7.-9. bekk grunnskóla. HEIMAVIST Upplýsingar gefur skólastjóri. Sími um ísafjörð. Umsóknir sendist skólanum (401 ísafjörður) fyrir 30. júní nk. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.