Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 7

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 7
Altaristafla í Víðimýrarkirkju. Taflan ber með sér að vera frá árinu 1616. Mynd: Hjalti Pálsson. Skagfirðingabók I bókinni er m.a. gagnmerk ritgerð eftir Hörð Agústsson um kirkjur á Víðimýri Töluverð gróska er í útgáfu rita, sem tengd eru einstök- um landshlutum. Að þeim standa ýmist heimamenn eða brottfluttir héraðsbúar nema hvorttveggja sé. Sum þessara rita hafa komið út árum saman, önnur eiga sér skemmri sögu en öll gegna þau því mikilvæga hlutverki, að forða frá glötun marghátt- uðum fróðleik um menn og málefniliðinstíma. Eðlilegt má telja, að þessara landsbyggðarrita sé að einhverju getið hér í „Landinu“, ef þau rek- ur á fjörur blaðsins. Og nú var eitt þeirra að koma hér í hús, 13. árg. Skagfirðingabókar, rits Sögufélags Skagfirðinga. Sú breyting hefur nú orðið á rit- stjórn bókarinnar, að Ögmundur Helgason hefur hætt þátttöku í henni þar sem hann hefur flutt af landi brott um sinn, en sæti Ög- mundar hefur tekið Sigurjón Páll ísaksson. Að öðru leyti er rit- stjórnin skipuð sömu mönnum og að undanförnu:. Gísla Magnús- syni, Hjalta Pálssyni og Sölva Sveinssyni. Efni Skagfirðingabókar er nú sem jafnan áður bæði fjölbreytt og fróðlegt. Viðamesta greinin - og gagnmerk - er um kirkjur á Víðimýri, eftir Hörð Ágústsson. Er þar rakin saga Víðimýrar- kirkna svo langt aftur sem til þeirra verður séð og minnst nokkuð á ýmsa þá einstaklinga, sem við sögu þeirra koma, svo sem staðarhaldara og kirkju- Kirkjan, sem Einar Stefánsson lét byggja 1834 og tekin var á þjóðminjaskrá 1936. Teikn.: Jón Haraldsson, arkitekt. Víðimýrarkirkja um 1920. Myndin er á danska þjóðminjasafninu. Mynd: Gustav Funk. presta.Trúlegtmá teljaað kirkja hafi verið reist á Víðimýri skömmu eftir kristnitöku þótt ekki sé hennar beinlínis getið fyrr en í Auðunnarskrá frá 1318. Kirkju þá, sem nú stendur á Víðimýri, lét Einar Stefánsson byggja 1834 og er hún því orðin 150 ára. Yfirsmiður var Jón Sam- sonarson bóndi og alþingismaður í Keldudal í Hegranesi. í byrjun aldarinnar var friðun fornra bygginga ekki mikið komin á dagskrá með þjóð- inni. En Hörður Ágústson bendir á að árið 1905 hafi Árni Björns- son prófastur sagt um Víðimýr- arkirkju, að hún sé að vísu „...fornt torfhús með ýmsum göllum eins og eðlilegt er og þarf endurbyggingar - en prófastur álíti æskilegt, að þá hin nýja kir- kja yrði smíðuð, gjörðist þess á einhvern hátt kostur, að hin forna torfkirkja, sem er vonum fremur stæðileg, fengi að standa órifin, sem sýnishorn kirkna frá eldri tímum, enda segir kirkju- eigandinn, að ýmsir mjög merkir útlendingar hafi látið þetta sama álit í ljósi“. „Svo mörg eru þau orð og mér vitanlega þau fyrstu, sem skjalfest eru um húsafriðun á íslandi", segir Hörður Ágústs- son. Þórhallur Bjarnason biskup tók undir orð Árna prófasts í Nýju kirkjublaði 1909: „Slíkar lifandi fornmenjar eru allsstaðar metnar þjóðargersemi“. Það varð þó ekki fyrr en 1936 að fé var veitt á fjárlögum til kaupa á kirkj- unni og hún þar með friðlýst. Átti Matthías Þórðarson fornminja- vörður þar drýgstan hlut að máli. Teikningar, sem Hörður Ágústs- son o.fl. hafa gert af Víðimýrark- irkjum og myndir af kirkjugrip- um, fylgja þessari stórgóðu grein og auka enn á gildi hennar. Þótt grein Harðar Ágústssonar sé veigamesta ritgerðin í Skag- firðingabók að þessu sinni er þar fleira góðmeti að finna. Kristján Jónsson, bóndi á Óslandi, segir frá Jóhanni Ólafssyni bónda og hagyrðingi í Miðhúsum í Ós- landshlíð, en Jóhann lést árið 1972. Með geininni birtist sýnis- hom af skáldskap Jóhanns. Björn Egilsson frá Sveinsstöðum segir frá hrakningum gangna- manna á Eyvindarstaðaheiði haustið 1929. Jón Margeirsson ritar greinina Páfabréf til Hóla- biskupa. Hannes Pétursson skáld ritar þátt um merkisklerkinn séra Hallgrím Thorlacius, en hann var prestur í Glaumbæ í 40 ár. Sölvi Sveinsson segir frá áratuga bar- áttu Sauðkrækinga við vatns- og sjávarágang, sem löngum hefur að þeim sótt á alla vegu. Birt er frumsamið æviágrip Jóns Jóns- sonar bónda á Hafsteinsstöðum, búið til prentunar af Jóni Mar- geirssyni. Sveinn Sölvason á Sauðárkróki, einn af fýrstu bíl- stjórum í Skagafirði, segir frá ýmsum atvikum, sem fyrir hann komu við aksturinn á árunum 1928-1934. Þá er grein Tómasar Tómassonar á Hvalnesi „Um fiskveiðar í Skefilsstaðahreppi1 1842“, með formála eftir Gísla' Magnússon. Er grein Tómasar svör við spurningum Jónasar Hallgrímssoanr í framhaldi af til- lögu hans á fundi Bók- menntafélagsins 25. ágúst 1838 þess efnis „að safna skyldi skýrsl- um og öðrum gögnum til ná- kvæmrar íslandslýsingar". Birt er og bréf Jónasar og spurningar. Loks eru svo nokkrar sagnir af Magnúsi okkar sálarháska . Eru þær skráðar af Árna Sveinssyni fyrrum bónda á Kálfastöðum í Hjaltadal. -mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason Þriðjudagur 26. júní 1984 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.