Þjóðviljinn - 26.06.1984, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
UÚÐVIUINN
26. júní 1984 139. tölublað 49. árgangur
Samfélagsfrœði
Hætta störfum fyrir Ragnhildi
Samstarfsörðugleikar Ragnhildar ráðherra og
höfunda námsefnis í samfélagsfrœði.
í yfirlýsingu er farið hörðum orðum um ráðherrann
skólana.
Miklar deilur spunnust um
samfélagsfræðina á síðasta vetri,
og leiðarar Morgunblaðsins voru
notaðir til hatrammra árása á
námsefni í þessari grein. Ýmsir
einstaklingar sættu líka hörðum
árásum, einkum Erla Kristjáns-
dóttir námsstjóri í samfélags-
fræði, sem eins og kunnugt er af
fréttum Þjóðviljans, var ekki
endurráðin af Ragnhildi ráðherra
í stöðu námsstjóra.
í yfirlýsingu sem höfundarnir
sendu frá sér í gær dylst ekki að
samstarfsörðugleikar við núver-
andi ráðherra menntamála,
Ragnhildi Helgadóttur, eru meg-
inorsök ákvörðunarinnar og í
yfirlýsingunni er komist harka-
lega að orði. Þar segir meðal ann-
ars að það veki „furðu að
menntamálaráðherra skuli ekki
hafa talið sér skylt að bregðast
við þeim árásum og ómaklegu á-
sökunum sem dunið hafa yfir í
fjölmiðlum mánuðum saman og
stefna að því að gera hið nýja
námsefni tortryggilegt í augum
almennings sem og þá einstak-
linga sem að því hafa unnið“.
Síðan er efnislega sagt á þá
leið, að þó höfundarnir biðjist
ekki undan gagnrýni, þá hefði
mátt vænta þess að æðstu yfir-
menn menntamálaráðuneytisins
„sinntu þeirri skyldu að verja
starfsmenn sína andspænis per-
sónulegum óhróðri vegna verka
sem unnin voru á vegum þess“.
-ÖS
Farsinn í kringum Hamarshúsið heldur áfram:Núeruauglýstaríbúðirsem Byggingamefnd Reykjavíkur hefur ekki samþykkt og em því ekki veðhæfar.Ljósm.Atli.
Hamarshúsið
r r
IBUBIRNAR AUGLYSTAR
Búið er að auglýsa íbúðirnar
í Hamarshúsinu þó þær séu ósamþykktar af borginni og því ekki veðhœfar
Lyfjamálið
Einar Birnir svarar
Eigandi lyfjafyrirtœkisins G. Ólafsson h.f.
svarar fréttum Þjóðviljans af skorti á
sérlyfjum þess og of hárri verðlagningu
Höfundar námscfnis í samfé-
lagsfræði komu saman í
Kvennaskólanum á föstudag og
samþykktu að taka ekki að sér
frekari verkefni fyrir mennta-
málaráðuneytið. í hópi höfund-
anna er margt vel þekkt skólafólk
sem hefur á undangengnum árum
tekið að sér samningu námsefnis í
samfélagsfræði fyrir grunn-
Nýjung
Létt-
saltaður
kavíar
Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins
hefur þróað nýja
vinnsluaðferð
grásleppuhrogna.
Opnar nýjar
leiðir fyrir
kavíarframleiðendur
Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins hefur með ýtarlegum rann-
sóknum þróað nýjar aðferðir við
að framleiða léttsaltaðan kavíar
án undanfarandi hraðsöltunar á
hrognum. Þessi nýja vinnsluað-
ferð opnar ýmsar nýjar leiðir
fyrir framleiðendur kavíars hér-
lendis.
Þaö var á síðustu grásleppu-
hrognavertíð sem rannsókna-
stofnunin hóf að kanna nýjar að-
ferðir við framleiðslu á grá-
sleppuhrognakavíar sem miðuðu
að því að einfalda núverandi
vinnslurás innlendra fram-
leiðenda. Hlaut verkefnið styrk
frá Þróunarsjóði lagmetis.
Tilgangur tilraunanna var að
framleiða léttsaltaðan kavíar
með mismunandi saltmagni úr
nýjum hrognum án harðsöltunar
sem tíðkast hefur. Þurrsöltun
reyndist ekki heppileg en pækil-
söltun gaf góða raun. Voru ný
hrogn lögð beint í pækil með
litar- og bragðefnum. Nánast
engin fjölgun örvera var á 8 mán-
aða geymslutíma og bragð og
gerð slíks kavíars líkuðu síst verr
en kavíars sem unninn var á hefð-
bundinn hátt að því er fram kem-
ur í skýrslu þeirra starfsmanna
Rf. sem unnu að rannsókninni.
Það voru þau Hannes Magnús-
son, Emilía Martinsdóttir, Björn
Guðmundsson og Árni Jónsson.
Benda þau á að til að tryggja
a.m.k. 6 mánaða geymsluþol í
kæli sé æskilegt að glösun í loft-
dregnar umbúðir sé gerð eins
fljótt eftir söltun og litun og kost-
ur er. Segir í niðurlagi skýrslu
fjórmenninganna að þessi nýja
framleiðsluaðferð ætti að opna
ýmsar nýjar leiðir fyrir fram-
leiðendur kavíars og það sé
þeirra að nýta þær og aðlaga að
núverandi framleiðsluháttum.
-lg-
Við höfum hér sýnt fram á stað-
leysi þeirra fullyrðinga um
vanrækslu og lagabrot sem born-
ar voru á borð fyrir lesendur
Þjóðviljans, segir Einar Birnir
stórkaupmaður, eigandi lyfja-
heildsölunnar G. Ólafsson h.f. á
bls. 19 í dag, í svari hans við frétt-
um blaðsins af skorti á sérlyfjum
sem hann flytur inn, og lyfjafræð-
ingar hafa kært undan til heil-
brigðisráðuneytisins.
Einar Birnir segir að stöðugur
vöxtur fyrirtækis síns sé dómur
um traust viðskiptavina þess og
votti jafnframt að enginn
grunnur sé fyrir þeim „árásum og
rógi“ sem hafður sé í frammi gegn
fyrirtækinu.
Um frétt Þjóðviljans af of háu
verði á vörum fyrirtækisins árið
1981, sem G. Ólafsson h.f.
endurgreiddi segir Einar Birnir:
„Það hefur aldrei verið neitt
leyndarmál að okkur hjá G. Ól-
afssyni h.f. urðu á leið verðskrán-
ingarmistök árið 1981, og það sem
verra var, þegar þau uppgötv-
uðust og leiðrétting skyldi fara
fram, fór í handaskolum svo að
seinni aðgerðin jók á vitleysuna, í
stað þess að leiðrétta hana.“
-ÖS
Sjá bls. 19.
íbúðir í hinu margfræga Ham-
arshúsi við Tryggvagötu er nú
byrjað að auglýsa til sölu, þrátt
fyrir að Ijóst sé að Byggingar-
nefnd Reykjavíkur hefur ekki
samþykkt íbúðirnar, sem þar
með eru ekki veðhæfar.
„Þetta er furðuleg ósvífni“
sagði Magnús Skúlason arkitekt
sem á sæti í nefndinni, „ekki síst
að svokallaðar stúdíóíbúðir skuli
auglýstar, því þær eru hreinlega
þannig úr garði gerðar að Bygg-
ingarnefnd getur aldrei samþykkt
þær, því þær stangast á við reglu-
gerð um byggingar“.
Eins og kunnugt er af fréttum
Þjóðviljans þá er fjármálastjóri
fyrirtækisins sem stendur að
breytingunum á Hamarshúsinu
bróðir Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins formanns Skipulags-
nefndar borgarinnar sem sam-
þykkti breytingarnar upphaflega.
-OS