Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 4

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 4
LEIÐARI Fiskverð og frestanir Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks var ákveðin í fyrstu og hjó ákaft niður lífs- kjör almennings til þess að stemma stigu við verð- bólgunni. Slík kjaraskerðing hefur aldrei verið talin annað en tímabundin aðgerð sem ætti að skapa rými og tóm til þess að ná tökum á stjórn efnahags- mála. Eins og títt er um nýjar ríkisstjórnir eiga þær sína hveitibrauðsdaga og njóta velvilja meðan látið er á það reyna hvernig þeim tekst upp. Þessi tími er nú liðinn að því er tekur til ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þær stjórnaraðgerðir sem nú kveður mest að eru ákvarðanir um að fresta því að taka á vandamálum í efnahagslífinu. Og aðeins er tjaldað til einnar nætur í þeim tilfellum að saman næst um aðgerðir. Það kom vel í ljós í vor að ríkisstjórn leysir engan vanda heldur frestar öllum úrlausnum. Þegar stjórnarliðar rembdust við að troða upp í fjárlagag- atið varð niðurstaðan ekki önnur en sú, að málum var velt yfir í aukinn fjárlagahalla, og erlendar lán- tökur. Sama er uppi á tengingnum við fiskverðsák- vörðun í sl. viku. Sex prósent meðaltalshækkun fiskverðs og 4% hækkun á verðuppbót úr verðjöfn- unardeild Aflatryggingasjóðs fleytir útgerð og fisk- vinnslu fram á haustið. En það mun ekki líða á löngu þar til farið verður að kalla á nýjar reddingar. Næsta „krísa“ í sjávarútvegnum verður skollin á fyrir áramótin. Og ríkisstjórnin heldur áfram að slá erlend lán. Þannig er hluti af hækkun verðuppbótarinnar greiddur með lántöku erlendis og bætast þar 100 milljónir króna í skuldasúpuna, sem þegar flóir út yfir öll ríkisfjármálin hjá stjórninni sem þóttist ætla að stöðva erlenda skuldasöfnun. Stjórnin hefur glatað trausti á síðustu mánuðum og ekkert sérstakt bendir til þess að hún hafi möguleika tii þess að öðlast sterka stöðu að nýju. im 1 etnanagsutmu. Ug aóems er - ^ **yju. Sérkennileg sölumennska í eitt ár hefur ísland verið á alþjóðlegu uppboði , sem láglaunaland sem bjóði fala ódýra orku fyrir | stóriðjufyrirtæki. Látið hefur verið fylgja í þessu útboði að íslensk stjórnvöld hafi þá stefnu eina að fá hingað erlent fjármagn og allt sé opið í samning- amálum og geti farið eftir höfði þeirra sem hér vilja fjárfesta. Það fer lítið fyrir virku íslensku frum- kvæði, sem Framsóknarflokkurinn hafði gert að sínu stefnumáli, og átti að miða að því að íslending- ar hefðu sjálfir forystu og frumkvæði í iðnþróun hérlendis. Sölumaður Sjálfstæðisflokksins Birgir ísleifur Gunnarsson hefur verið á stöðugum ferðalögum um heiminn að útvega orkukaupendur. Hingað til hefur uppskeran verið rýr og ekkert fast í hendi enn. Dæmigert um stöðuna í þessum málum er að flugvallarsamtöl um hugsanlegan áhuga Jamaica- manna á samstarfi við íslendinga þykja orðin fréttamatur. En hér á landi eru nú staddir fulltrúar Alcan „til þess að líta á Eyjafjarðardæmið", eins og Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra orðaði það er hann boðaði komu þeirra í sl. mánuði. „Lítist þeim ekki á Eyjafjarðardæmið eða vilji Eyfirðingar ekki af þeim vita þá verður Þorlákshafnardæmið tekið fyrir“. Og gangi saman með Eyfirðingum og Alcan verður að sögn iðnaðarráðherra eitthvað að verða eftir fyrir Alcan-menn í Þorlákshöfn. í útvarpsfréttum sem rekja má til iðnaðarráð- herra og sölumanna hans virðist á stundum sem hér sé allt að fyllast af nýjum álverum og landshlutum er att saman í kapphlaup um hnossið. Þar á milli koma svo tímabil sem engu er líkara en ekkert sé komið af stað hjá stóriðjumönnum íhaldsins, og sölumennska þeirra hafi verið unnin fyrir gýg. Yfir- lýsingar um orkuver í eigu erlendra fyrirtækja og iðjuver án íslenskrar eignaraðildar hefur ekki skort, en hvort þar er um að ræða bjargfasta stjórn- arstefnu eða eínkahugsanir er hreint ekki ljóst. En hætt er við að samningsstaða íslenskra stjórnvalda er orðin harla aum eftir þá tegund sölumennsku sem hefur átt sér stað. KLIPPT OG SKORIB Umburðarlyndi ráðherrans Ragnhildur Helgadóttir ráð- herra virðist ekki láta stjórnast af ýkja stórmannlegum hvötum þegar námsmenn eru annars veg- ar. Á þjóðhátíðardaginn tóku námsmenn erlendis sig til og mót- mæltu við sendiráð íslands á Norðurlöndunum sleifarlagi hennar í lánamálum. Þetta voru áberandi mótmæli sem vöktu at- hygli ytra, spjöld voru skekin framan í sjónvarpsvélar, dreifirit- um otað að vegfarendum sem náttúrlega sýndu meiri samúð með námsmönnum en Ragnhild- ur, og sendiherrum var afhent harðort mótmælaskjal. Af þessu voru drjúgar fréttir í íslenskum fjölmiðlum sem hugn- uðust illa frúnni við Arnarhól. Enda var ekki fyrr búið að segja frá aðgerðum námsmannanna en Ragnhiidur setti upp boxhansk- ana og tilkynnti að hér eftir myndi hún fella burt skylduaðild að Sambandi íslenskra náms- manna erlendis (SÍNE). En skylduaðildin ergamalt bar- áttumál SÍ.NE sem fékkst í gegn í ráðherratíð Vilhjálms Hjálm- arssonar, og er í rauninni hinn fjárhagslegi grundvöllur að starf- semi samtakanna. í þessu sam- bandi er vert að geta þess, að við Háskóla íslands verða allir náms- menn að eiga aðild að Stúdenta- ráði Háskólans, og um það hefur raunar gengið dómur. Það virðist því deginum ljósara að það sem hér er á ferðinni er ekkert annað en illa dulin hefnd gagnvart SÍNE fyrir að vilja ekki sitja aðgerðarlaust undir niður- skurði ráðherrans. Miklir menn erum við. Sextíu prósent ráðherrann Annað dæmi um óþol ráðherr- ans gagnvart skoðunum sem ekki falla eins og flís að hennar pólit- íska bakhluta er samræmd aðför hennar og Morgunblaðsins að stjórn Lánasjóðsins. En stjórn sjóðsins hefur farið afskaplega mikið í taugarnar á ráðherra fyrir það eitt að vilja fara að lögum og veita námsfólki full lán út á útreiknaða fram- færslu þess. Ráðherrann stóð sig hins vegar ekki betur en svo í að útvega sjóðnum fé, að stjórnin fann út með fremur einföldu reikningsdæmi að ekki væri hægt að veita nema sextíu prósent lán, og hluti sumarlána sem búið er að senda námsmönnum erlendis var því ekki nema 60 prósent af hinni reiknuðu fjárþörf. Af þessu tilefni hefur ráðherr- ann í hópi námsmanna stundum verið nefndur sextíu prósent ráðherrann! Mogginn œpir Með þessum þrýstingi tókst stjórn sjóðsins að knýja fram yfir- lýsingu frá Ragnhildi þar sem hún lofaði því að námslánin yrðu ekki minna en 95 prósent af reiknaðri fjárþörf. Yfirlýsingin var birt fjölmiðlum rétt fyrir helgina í greinargerð frá menntamála- ráðuneytinu, sem var undirrituð af Ragnhildi Helgadóttur. Greinargerðin kom fólki á óvart að því leytinu að þar var einnig vegið mjög harkalega að stjórn Lánasjóðsins, en meiri- hlutavald í stjórninni liggur hjá fulltrúum sem skipaðir eru af ríkisvaldinu. Þar sagði orðrétt: „Þess má geta að stjórn LIN er að mestu pólitískt skipuð og and- stæðingar ríkisstjórnarinnar sitja þar i meirihluta". Degi síðar birtist svo mjög harðorður leiðari í Mogunblað- inu. Þar sagði: „Stjórn lánasjóðsins hefur látið í veðri vaka bæði leynt og Ijóst undanfarið að næsta haust muni fjárhæðir lána miðast við 60% af framfærslukostnaði stú- denta og með það veganesti hafa stjórnarandstæðingar með Þjóð- viljann í broddi fylkingar skellt allri skuldinni á menntamálaráð- herra, ríkisstjórnina og meiri- hluta framsóknarmanna og sjálf- stæðismanna á Alþingi.“ Krafa um afsögn Þessi málflutningur er þeim mun undarlegri sem það er vitað að formaður stjórnar sjóðsins og fulltrúi menntamálaráðuneytis- ins, þeir Sigurður Skagfjörð framkvæmdastjóri NT og Árni Vilhjálmsson íögfræðingur, eru góðir og gegnir framsóknarmenn sem á sínum tíma voru skipaðir í sjóðsstjórnina af Ingvari Gísla- syni framsóknarþingmanni og forvera Ragnhildar í sæti ráð- herra menntamála. Þessir menn hafa með fulltingi Ragnars Árnasonar, sem er full- trúi fjármálaráðuneytisins, og vissulega ekki afskaplega hallur undir núverandi ríkisstjórn, meirihlutavald í stjórn Lána- sjóðsins. Og einn af þremur full- trúum námsmanna, Hrólfur Ölv- isson, er líka í Framsóknar- flokknum. En það er fleirum en Ragnhildi ráðherra í nöp við þessa ágætu framsóknarmenn. Ekki var dagur liðinn frá yfirlýs- ingu hennar, þegar Morgunblað- ið hafði um málið svofelld orð í leiðara: „Hag námsmanna er alls ekki borgið með því að LÍN-stjórnin skipi sér í stjórnarandstöðu. Raunar liggur beinast við eftir þá ádrepu sem meirihluti stjórnar- innar, stjórnarandstæðingarnir, fær frá menntamálaráðuneytinu að þeir sem hann skipa segi af sér.“ Steingrímur nœst? Þetta eru í sjálfu sér fróðleg viðbrögð hjá stærsta blaði þjóð- arinnar sem oftar en ekki leggur hina pólitísku línu Sjálfstæðis- flokksins og nú verður gaman að fylgjast með framhaldinu: Hvernig skyldi til að mynda Steingrími forsætisráðherra og öðrum liðsforingjum Framsókn- arflokksins á þingi líka það að settlegir skoðanabræður þeirra skuli kallaðir „stjórnarandstæð- ingar“ og afsagnar þeirra krafist á þeim forsendum? Eða kannski við fáum næst að sjá Moggann krefjast afsagnar Steingríms Hermannssonar á þeim rökum að hann er sannan- lega félagi í Framsóknarflokkn- um eins og þeir Árni Vilhjálms- son og Sigurður Skagfjörð. DJOÐVIUINN Málgagn aósíalisma, þjóðfrelsis og verkaJ)röshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guömundsson. Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guöjón Friöriks- son, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Ámason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphóðinsson, Víöir Sigurösson (íþróttir). Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karisson. Útlft og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Auglysingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýaingar: Margrót Guömundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guöjónsdóttir. Afgreiösiustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Sfmavarsla: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaöur: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Pökkun: Hanna B. Þrastardóttir, Jóhanna Pótursdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia, auglýsingar, ritstjórn: Sföumúla 6, Reykjavfk, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö f lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð ó mónuöi: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 26. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.