Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 8
LANDÐ
LANDtÐ
j|gf
Auðvitað skín sólin hjá þeim Héraðsbúum. Hér má sjá forstöðumann útimarkaðarins, Sigurlaugu Jónsdóttur,
dreypa á kaffi með gestum á útimarkaðnum. Myndirnar tók Magnús.
r ' ^ • M Æm % ; slj ■■ ■::;V -
■< mifi&Bk ÆSks.
í ¥t* lÆtMm
I ^IIS i# §§ **'j;t a » jfl
■fbfjjjM-. W ■ ■■
wM i .>vkkf$É
Útimarkaðurinn er á flötinni vestan við Valaskjálf.
Aðeins handunnar vörur, flestar framleiddar í tómstundum, eru seldar á
útimarkaðnum. Hér má sjá sýnishorn af því sem er innan dyra.
Séð yfir „gamla bæinn“ á Sauðárkróki. Höfnin og byggingarnar á Eyrinni í baksýn.
Sauðárkrókur
Egilsstaðakauptúh
Tómstundaframleiðsla á útimarkaði
Munir úr tré, ull, hreindýrakorn o.m.fl.
Sæluvika á sumri
Hefst 30. júní - lýkur 8. júlí
Þeir ættu ekki að þurfa að hafa
áhyggjur af veðrinu á Egilsstöð-
um, forráðamenn nýja útimark-
aðarins þar. Eftir því sem við
heyrum hér syðra skín sól þar
eystra flesta daga. Fréttaritari
Þjóðviljans á Egilsstöðum,
Magnús Magnússon, sendi okkur
þessar myndir ásamt meðfylgj-
andi pistli.
Nýlega var opnaður útimark-
aður hér á Egilsstöðum, á vegum
Egilsstaðahrepps. Hugmyndina
má rekj a til fundar í atvinnumála-
nefnd sl. vetur að kosin var nefnd
í málið, sem stöðugt hefur unnið
að þessu síðan. Tilgangurinn með
útimarkaðinum er m.a. sá, að
þeir fjölmörgu, sem fást við
hverskonar framleiðslu í tóm-
stundum, fái aðstöðu til að selja
þá vöru, gegn vægri leigu. Einnig
er áformað að fyrirtæki leigi
þarna aðstöðu til að selja.
Útimarkaðurinn er á góðum
stað, á flötínni vestan við félags-
heimilið Valaskjálf.
Opnunartími verður á mið-
vikudögum milli kl. 15.00 og
20.00, flmmtudögum kl. 11.00 til
17.00 og á sunnudögum kl. 16.00
til 21.00.
Einn fastur starfsmaður er í
hlutastarfi, en hugmyndin er að
framleiðendur komi sjálfir og sjái
um sölu muna sinna, en ef starfs-
maður annast söluna fær markað-
urinn 15% af henni.
Þeir, sem vilja koma á framfæri
munum til sölu, eru beðnir að
hafa samband við Sigurlaugu
Jónsdóttur í síma 1326, með svo
sem dags fyrirvara.
Þegar undirritaður leit þarna
við var úr ýmsu að velja: hlutir úr
tré, ull, hreindýrahorn og- krón-
ur, svo eitthvað sé nefnt.
í stuttu spjalli yfir rjúkandi
kaffi og dýrindis pönnukökum
ríkti greinilega mikil eftirvænting
- hvernig til muni takast - allir
voru þó bjartsýnir. Þetta er nýtt
hér fyrir austan, að því er undir-
ritaður best veit, en ýmsar hug-
myndir voru viðraðar, t.d. kaffi-
sala einstakra félaga eða „uppá-
Eyjafjörður
Vantar ekki möguleika
Verkalýðsfélög, sveitarfélög og Akureyrarbœr eiga
Iðnþróunarfélag fyrir norðan sem ýtir nýjum
framleiðslufyrirtœkjum úr vör
- Starfið hefur gengið mjög vel
og enginn skortur á verkefnum.
Það er fyrst og fremst skortur á
tíma og pcningum. Það vantar
ekki möguleikana, sagði Finnbogi
Jónsson framkvæmdastjóri Iðn-
þróunarfélags Eyjafjarðar í við-
tali við Þjóðviljann. Iðnþróun-
arfélagið er hlutafélag þar sem
Akureyrarbær á 40%, KEA
20%, önnur sveitarfélög á Eyja-
fjarðarsvæðinuog verkalýðsfélög
eiga afganginn.
Félagið hefur ýmisleg verkefni
í takinu bæði vegna eigin frum-
kvæðis og eins vegna ábendinga
frá öðrum. Flest eru þess eðlis að
ekki er rétt að fjalla um þau opin-
berlega á þessu stigi málsins.
Iðnþróunarfélagið gerir hag-
kvæmniathuganir á ýmsum hug-
myndum um nýja atvinnukosti og
tekur þátt í stofnun fyrirtækja
með því að leggja fram nokkurn
hlut í byrjun. Þannig á það nú
hlut í þremur fyrirtækjum nú þeg-
ar.
Laxafóðurverksmiðja
Fyrir skömmu sendi Iðnþróun-
Finnbogi Jónsson: Fyrirtæklð á
þegar hlut í þremur fyrirtækjum og
er með mörg verkefni á takteinum.
arfélagið frá sér fréttatilkynningu
þess efnis að það hafi eftir beiðni
komur“ einhverskonar.
Undirritaður vill hvetja ferða-
fólk og ekki síður heimamenn til
að líta þarna við, um leið og
þeim, er að þessu standi, er óskað
til hamingju með lofsvert fram-
tak til að lífga upp á bæjarlífið og
tilveruna. MM
Hin góðræmda Sæluvika Skag-
firðinga er orðin áratugagömul.
Framanaf árum var hún haldin í
sambandi við sýslufundinn. En
eftir að tímasetning sýslufundar-
ins tók að verða á reiki - hann gat
jafnvel færst fram á vor - þóttu
þessi tengsl ekki lengur henta.
Einboðið sýndist að hafa Sælu-
vikuna að vetrinum og, hin seinni
árin, síðla vetrar.
En nú þykir orðið ástæða til að
atvinnumálanefndar Akureyrar
athugað hagkvæmni þess að
koma á fót Laxafóðurverksmiðju
á Akureyri. Gert er ráð fyrir að
fyrirtækið verði eign norska fyrir-
tækisins T. Skretting a/s,
Krossness og KEA. Þar munu
vinna 5-10 manns. Talið er að
endanleg niðurstaða samninga
milli aðila fáist innan tveggja
mánaða. Finnbogi sagði að mark-
aðurinn í dag væri ekki nema 3-
400 tonn á ári, en lágmarksstærð
á verksmiðju af þessu tagi er 2000
tonn. En markaðurinn mun vaxa
og eftir 2-3 ár verður hann orðinn
mun stærri. En þó er ljóst að um
verulegan útflutning verður að
ræða í byrjun og munu Norð-
menn sjá um það.
Lífefnaiðnaður?
- Lífefnaiðnaðurinn á langt í
land, margra ára rannsóknir.
Þarna er spurningin ekki fyrst og
fremst um hráefni, heldur þekk-
ingu. Þess vegna verður að byrja
strax, sagði Finnbogi að lokum.
-þá
Álafosskórinn
Söngför til Sovétríkjanna
Aður hefur kórinn sungið í Finnlandi
Álafosskórinn er nú heldur betur að
leggja land undir fót á næstunni. Ætlar
í 12 daga söngför til Sovétríkjanna
hvorki meira né minna.
Kórinn, sem myndaður er af starfs-
mönnum Álafoss, á sér ekki ýkja langa
sögu. Hann var stofnaður haustið
1980. Tildrögin voru þau, að skemmti-
nefnd, sem annaðist undirbúning árs-
hátíðar, fann upp á því að kalla saman
nokkra starfsmenn fyrirtækisins og fá
þá til að syngja á árshátíðinni. Þóttu
þeir standa sig með þeim ágætum, að
ákveðið var að stofna kór. Þegar í upp-
hafi reyndust 25 til í tuskið. Hefur sú
tala síðan meira en tvöfaldast og eru
kórfélagar nú 56, að meðtöldum
hlj ómsveitarmönnum.
Kórinn hefur að sjálfsögðu sungið á
innbyrðis gleðimótum starfsmannafé-
lagsins. Við þá fjöl eina hefur hann þó
síður en svo verið felldur. Hann hefur
sungið í sjúkrahúsum, elliheimilum,
kosningaskemmtunum, við hátíða-
höld 17. júní og 1. maí. Hann hefur
brugðið sér til Akureyrar, þar sem
hann söng fjórum sinnum á þremur
dögum. Og ekki er væntanleg Rúss-
landsför fyrsta utanför kórsins, því
hann hefur tekið þátt í 10 þús. manna
samnorrænu kóramóti í Pori í Finn-
Iandi og gat sér þar hið besta orð. Á
síðasta ári kom kórinn fram 19 sinnum
og æfingar urðu 55.
Stjórnandi Álafosskórsins er Akur-
eyringurinn Páll Helgason, sem nú er
innkaupastjóri Álafoss. Hefur hann
stjórnað kórnum frá byrjun og átt
ómældan þátt í að ýta honum úr vör.
Einsöngvarar með kórnum eru Helgi
R. Einarsson, kennari við Gagnfræða-
skólann í Mosfellssveit og söngstjóri
hjá Karlakórnum Stefni, og Dóra
Reyndal, söngkennari við Söng-
skólann í Reykjavík og Kennarahá-
skóla íslands. Hún hefur og annast
raddþjálfun Álafosskórsins. Hljóð-
færaleikarar með kórnum eru Páll
Helgason, píanó, Kristján Finnsson,
trommur, Jens Hansson, tenorsaxó-
fónn, Hans Jensson, altsaxófónn, og
Árni Scheving bassi. Stjórn Álafoss-
kórsins skipa: Þuríður Helgadóttir,
formaður, Hrafnhildur Pálmadóttir,
varaformaður, Kolbrún Jónsdóttir,
ritari, Guðni Runólfsson, gjaldkeri,
Jörgen M. Berndsen, meðstjórnandi.
Varamenn: Sigvaldi Haraldsson og
Erna Ágústsdóttir.
Og svo er þá bara að kveðja og óska
kórnum góðrar ferðar til Rússíá og
gleðilegrar heimkomu.
- mhg
efna til sumarsæluviku á Sauðár-
króki. Var svo gert í fyrra og
verður aftur nú. Hefst hún 30.
júní nk. og stendur til 8. júlí. Að
því er stefnt að hafa þar á boð-
stólum eitthvað fyrir alla. Fjöl-
breyttar skemmtanir verða í
veitingahúsum bæjarins öll kvöld
vikunnar. Einsöng og tvísöng
syngja þeir bræður Jóhann Már
og Svavar Jóhannssynir og Örn
Birgisson, Kirkjukór Sauðár-
króks flytur skemmtidagskrá,
ljóðakvöld verður í Sælkerahús-
inu, Alþýðuleikhúsið sýnir Undir
teppinu hennar önnu eftir Nínu
Björk, Leikfélag Sauðárkróks
verður með sumarsælukvöld. Þá
verða útitónleikar, útileikhús,
útidansleikir, veiðikeppni, golf-
mót o.fl.
Alla daga vikunnar verða ferð-
ir til Drangeyjar og hringferð um
Skagafjörð í fylgd leiðsögu-
manna, hestar fást leigðir vilji
menn skreppa á bak og silungs-
veiði í fjörunni er öllum heimil
endurgjaldslaust. Dansleikir
verða báðir helgamar með
hljómsveitum Ingimars Eydals
og Geirmundar Valtýssonar.
Gistiaðstaða er mjög góð og
tjaldstæði við sundlaugina, þar
sem fyrir hendi er ágæt hreinlæt-
isaðstaða og þvottaþjónusta,
gufubað og ljósabekkur. Sumar-
hótel er rekið í hinni nýju heima-
vist Fjölbrautaskólans og gisting í
2ja og 3ja manna herbergjum.
Enn er ótal margt ónefnt.
- Verið velkomin á Sumar-
sæluvikuna á Sauðárkróki, segja
staðarbúar. mhg
Menntaskólinn
á Laugarvatni
Utskrifar
32 stúdenta
Að þessu sinni útskrifaði Mennta-
skólinn á Laugarvatni 32 stúdenta.
Vom 13úrmáladeild, 12 úr náttúm-
fræðideild og 7 úr eðlisfræðideild.
í haust hófu 159 nemendur nám
við skólann í 8 bekkjardeildum. Fastir
kennarar, auk skólameistara, em 9.
Þrir kennarar, sam annars starfa við
aðra skóla á Laugarvatni, kenndu
einnig við Menntaskólann.
-mhg
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. júní 1984
Þriðjudagur 26. júní 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13
ORKUBÚ VESTFJARÐA
ÚTBOÐ
Orkubú Vestfjaröa óskar eftir tilboöum í eftir-
farandi: steyptar undirstööur undir stálgrind-
arvirki, tækjagrindur og spenni. Reisingu
burðarvirkja úrstáli, uppsetningu rafbúnaðar
og tengingu hans háspennumegin í aö-
veitustöðvum á Keldneyri við Tálknafjörð og
við Mjólkárvirkjun.
Útboðsgögn: tengivirki Keldneyri-Mjólká.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu orkubús-
ins á ísafirði frá og með miðvikudeginum 27.
jún í 1984 og kosta kr. 600. Tilboð verða
opnuð þriðjudaginn 17. júlí 1984 kl. 13.00 á
skrifstofu orkubúsins á Isafirði að viðstödd-
um þeim bjóðendum er þess óska og skulu
tilboð hafa borist tæknideild orkubúsins fyrir
þann tíma.
Tjaldvagnar -
Hjólhýsi
Höfum til sýnis og sölu nýja og notaða tjaldvagna
og hjólhýsi ásamt dráttarbeislum fyrir flestar
tegundir bifreiða.
Sýningarsalurinn Orlof
Bíldshöfða 8. Sími 81944_______________
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í „kyndistöð í Árbæ, stækkun - pípu-
lögn“, fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru af-
hent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn
1500.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á
sama stað miðvikudaginn 11. júlí nk. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
ARNARFLUG HF.
Aðalfundur
ARNARFLUG H/F verður haldinn að Hótel
Sögu 2. hæð miðvikudaginn 11. júlí nk. og
hefst hann kl. 15.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 15 gr. sam-
þykkta félagsins.
2. Tillaga stjórnar félagsins um hækkun hlut-
afjár með áskrift nýrra hluta.
Tillaga stjórnar um hlutafjárhækkun, en þar
er lagt til að hluthafar eigi til 15. ágúst nk. rétt
á að skrá sig fyrir nýjum hlutum í réttu hlutfalli
við hlutaeign sína, liggur frammi á skrifstofu
félagsins, Lágmúla 7, Reykjavík, til athugun-
ar fyrir hluthafa.
Stjórnin.
ísafjarðarkaupstaður atvinna
Byggingarfulltrúi
Staða byggingarfulltrúa Isafjarðarkaupstaðar er auglýst
laus til umsóknar. Um menntun og störf er vísaö í gildandi
byggingarlög og byggingarreglugerðir, en auk þess er um
að ræða störf á tæknideild kaupstaðarins. Upplýsingar um
starfið veitir bæjarstjóri og forstöðumaður tæknideildar í
síma 94-3722 eða á skrifstofum bæjarsjóðs. Umsóknum er
greina frá menntun og starfsreynslu umsækjenda skal
skilað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 9. júlí nk.
Bæjarstjórinn á Isafirði.