Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 13

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Page 13
U-SIBAN Mmty, Alþjóðleg Ólympíu- keppni í eðlisfræði Tveirungirmenn, FinnurLár- usson og Vilhjálmur Þor- steinsson, héldu sl. sunnudag til Sigtuna í Svíþjóö þarsem þeirtaka þátt í Alþjóölegu Ólympíukeppninni í eðlis- fræði. Þetta er í fyrsta sinn sem ísland tekur þátt í þessari keppni í eðlis- fræði fyrir framhaldsskólanema yngri en tvítuga. Keppnin var fyrst haldin í Varsjá í Póllandi árið 1967, og hefur verið haldin árlega síðan, að undanskildum árunum 1973, 1978 og 1980. Dagskrá Ólympíuleikanna verður sem hér segir: Þátttökulið mæta til leiks á sunnudag 24. júní og leikarnir eru síðan settir hátíð- lega á mánudag. Keppnisdagar eru tveir. Þann fyrri, þriðjudag- inn, verða keppendur að leysa úr þrem fræðilegum verkefnum og fá til þess fimm klukkustundir. Síðari keppnisdagurinn er fimmtudagur, en þá fá keppend- ur fimm stundir til þess að leysa af hendi tvær verklegar tilraunir og fer sá þáttur fram á Konunglega tækniháskólanum í Sigtuna. Á föstudag og laugardag eru úr- lausnir metnar og leikunum síðan formlega slitið á laugardag og verða þá verðlaun og viðurkenn- ingar veittar. Eðlisfræðin fjallar um alheim- inn og náttúruna, leitað er að grundvallarlögmálum og reynt að lýsa fyrirbærum eins vel og unnt er. Innan eðlisfræðinnar er reynt að færa lögmál og fyrirbæri í not- hæfan og skiljanlegan búning og er fræðigreinin því undirstaða allra raunvísinda og tæknifram- fara. Góð grundvallarþekking á eðlisfræði er öllum nauðsynleg. Hún veitir tækni- og vísinda- mönnum heilsteyptari og breiðari kunnáttu, hinum al- menna borgara sjálfstraust og stuðlar að útrýmingu hjátrúar og hindurvitna. Iíslensku þjóðfélagi er þetta mikilvægt þar sem verk- efni af ýmsum toga eru unnin af fámennum hópi. Markmið Ólympíuleika í eðlis- fræði er fyrst og fremst að auka samband og skilning þjóða á milli á sviði eðlisfræðimenntunar, auk þess sem þeim er ætlað að efla kynni ungs skólafólks af ólíku þjóðerni. Ólympíufararnir Vilhjálmur og Finnur á milli fararstjóranna Hans og Viðars. Athugi OFresturinnrennur /_ í þessarí viku! TUR AF SKATTSKYLDUM TEKJUM AF ATVINNUREKSTRI Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs- ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar Sumarskóli Gerplu Sumarskóli Gerplu er nú að taka til starfa í annað sinn. Skólinn verður eins og áður rek- inn í formi námskeiða. Fyrirhug- uð eru vikunámskeið bæði fyrir börn og unglinga, ásamt 5 vikna trimmnámskeiði fyrir fullorðna. Á barnanámskeiðunum er lögð áhersla á grunnkennslu í fimmleikum en þó ýmislegt gert til viðbótar s.s. siglingar, hesta- mennska og ferðalag. Kennsla fer fram bæði inni og úti. Unglinganámskeiðin fara fram á kvöldin í íþróttahúsi Gerplu. Þar er boðið upp á fjölbreytilegar íþróttir s.s. leikfimi, breakdans, karate, badminton, borðtennis, siglingar, ferðalag og margt fleira. Trimmnámskeið karla og kvenna verður í júnímánuði tvisvar í viku. Þar er boðið upp á leikfimi, trimmað úti og hoppað á trampolíni. Innritun í öll þessi námskeið fer fram í Gerpluhúsi,Skemmu- vegi 6, Kópavogi, símar 74906 og samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands- bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6 mánaða reikninga. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júlí n.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir 74925. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.