Þjóðviljinn - 26.06.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5 Umsjón: Árnl Bergmann Vinstristjórn á Grænlandi Lars-Emil Johanesen atvinnumálaráðherra Siumut - beitti sér fyrir Jonatan Motzfeldt er áfram forsætisráðherra. Hann mun hafa vinstristjórn. viljað semja til hægri. Arqaluk Lynge er formaður Inuit Ataqatigit og verður húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Siumut og Inuit semja. Mest hefur verið deilt um nýtingu auðlinda. Konunglega Grœnlandsverslunin í hendur Heimastjórnarinnar Siumutflokkurinn á Græn- landi hefur myndað nýja landstjórn með flokknum Inuit Ataqatigit, semer lengst til vinstri í grænlen- skumstjórnmálum. Það var IA sem bar fram van- trauststillögu á minnihluta- stjórn Siumut í mars, sem leiddi til kosninga nú í júní- byrjun. Inuit fékk þá þrjá þingmenn í stað eins, en hlutföllin milli stóru flokk- anna, Siumut og Atassut, breyttust ekki - báðir fengu ellefu þingsæti. Þessi stjórnarmyndun er talin sigur fyrir efnahagsmálaráðherra Siumut, Lars Emil Johanesen, sem hefur viljað vinstrasamstarf, og Arqaluk Lynge, formann Inu- it Ataqatigit. En formaður Siu- mut, Jontatan Motzfeldt, sem hefur verið forsætisráðherra heimastjórnarinnar, lýsti sig í kosningabaráttunni viljugan til samstarfs við Atassut sem er helst til hægri þar í landi og ýmsir í Inuit eru óánægðir með að í stjórnarsáttmálanum sé tekið nægilegt tillit til þeirra sjón armiða. Fiskur og málmar Inuit Ataqatigit er myndaður af hópi manna sem áður störfuðu í Siumut. Þessir menn voru eink- um ósáttir með það hvernig með þá málamiðlun sem Siumut gekkst inn á varðandi yfirræði yfir náttúruauðlindum Græn- lands þegar gengið var frá heimastjórnarlögunum. Siumut féllst á það, að upp væri komið „hráefnaskipan", sem gefur grænlensku landstjórninni og dönsku stjórninni sameiginlegt vald til að taka ákvarðarnir sem varða nýtingu grænlenska land- grunnsins. Siumut hafði áður krafist fullra yfirráða yfir landg- runninu Grænlendingum til handa, en gaf eftir í þessu máli og þá varð hinn nýi flokkur til. í framhaldi af þessu varð það helsta tilefnið til þess að Inuit bar fram vantraust á stjórn Siumut í vor, að hún hafði fallist á að leyfa ríkjum Efnahagsbandalagsins viss fiskveiðiréttindi við Græn- land - og var þetta reyndar hlutur samkomulags um úrsögn Græn- lands úr Efnahagsbandalaginu sem tekur gildi innan tíðar. Nýir samnmgar Stjórnarsáttmálinn bendir til þess að Inuitmenn hafi verið þeir sem meir gáfu eftir. Þar segir í fyrstu grein að sameiginleg nefnd beggja flokka eigi að vinna að því að semja um hráefnanýtingu - upp á nýtt við dönsku stjórnina, en ekki eru settar neinar tíma- ákvarðanir um það, hvenær það skuli gert. 1 annarri grein samningsins er rætt um fiskveiðisamninginn við EBE og er fallist á að hann skuli ekki endurnýjaður þegar hann rennur út að fimm árum liðnum. En um leið er það tekið fram, að forsenda þess að hægt sé að fella samninginn úr gildi sé sú að Grænlendingar geti sjálfir veitt þann fisk sem þeir nú selja EBE- skipum aðgang að. Þá er ákveðið að heimastjórnin og landsþingið ráðstafi upp á eigin spýtur þeim 216 miljónum danskra króna sem Grænlending- ar fá á ári hverju fyrir veiðileyfin til Efnahagsbandalagslandanna en danska stjórnin telur sig eiga rétt til íhlutunar um þau mál. ekki CD <Eí Gegn atvinnu- leysi í stjórnarsáttmálanum er enn- fremur fjallað um fimm ára áætl- un um þróun útflutnings- og framleiðsludeilda Hinnar kon- unglegu Grænlandsverslunar, sem heimastjórnin yfirtekur um næstu áramót. Lofað er skatt- breytingum (með stigvaxandi skattlagningu hærri tekna) og verðbótum á selskinn. Gefin eru fyrirheit um baráttu gegn atvinnuleysi og verða auknar tak- markanir settar á að ráðið sé danskt vinnuafl til landsins. Að lokum er því heitið að stofnaður verði sjúkra- og hjálparsjóður fyrir fiskimenn, veiðimenn og sauðfjárbændur. Jonatan Motzfeldt verður áfram forsætisráðherra, Moses Olsen sjávarútvegsráðherra og Lars Emil Johansen atvinnumál- aráðherra sem fyrr. Arqaluk Lynge, formaður IA verður húsnæðis- og félagsmálaráðherra og viðskiptaráðherra kemur einnig úr þeim flokki. Danir óánœgðir „Við viljum sjálf" stendur á þessari mynd: Átök í grænlenskum stjórnmálum standa fyrst og fremst um það, hvernig ber að fylgja því vígorði þjóðernisbaráttunnar eftir. Sagt er, að bæði danska stjóm- in og atvinnurekendur á Græn- landi hafi lengi óttast stjóm af þessu tagi. Ekki vegna þess fyrst og fremst að skammt sé nú í breytingar á ákvæðum um nýt- ingu auðlinda á Grænlandi, held- ur vegna þess að samstarfið við hinn róttæka flokk er talið muni sveigja Siumut í heild til vinstri. Og næsta hitamálið á dagskrá verður hugsanlega olíuvinnsla á Jameson Land á Austur- Grænlandi. Um það stendur stutt og laggott í stjómarsáttmálanum að „hagsmunir Grænlands skuli ganga fyrir“. ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.