Þjóðviljinn - 26.06.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Blaðsíða 3
Fálkaeggin Afplánun ytra? Þjóðverjinn slapp heim um helgina en íslensk yfirvöld munu að felldum Hœstaréttardómi fara diplómatískar leiðir. Lög banna framsal. Fædd í Tékkó, þýskir ríkis- borgarar, dæmd af íslenskum undirrrétti í maí fyrir fálkaeggja- þjófnað, bæði komin heim: Mir- oslav Peter Baly og Gabriele Uth- Baly. - Þetta er ágætt, sagði fálk- avinur hér á blaðinu, - málið snýst um náttúruvernd, ekki dómstóla, og fær ef til vill aukna athygli á þennan hátt. Hæstirétt- ur tekur málið fyrir á föstudag og dómur fellur sennilega fljótlega þar sem vaninn er að Ijúka flutt- um málum fyrir réttarhlé í byrjun júlí. Jón Thors í dómsmálaráðu- neyti segir sennilegt að íslensk yfirvöld fari fram á að væntan- legum dómi verði fullnægt í Þýskalandi. Þýsk lög banna framsal þýskra ríkisborgara á sama hátt og ís- lensk íslenskra og er Miroslav Peter nú frjáls ferða sinna í Þýskalandi eftir komuna til Hamborgar í gærmorgun með flutningaskipinu Eliza Heeren. Þjóðverjinn tók sér far með skipinu á þriðjudag þrátt fyrir úr- skurð um farbann. Þetta komst ekki upp fyrren á fimmtudag þeg- ar mannsins var vant í skrifstofu útlendingaeftirlits þar sem hann átti að mæta tvisvar í viku. Hér- lend yfirvöld báðu á sunnu- dagsmorgun Hafskip að beina skipinu til Danmerkur en þegar þangað kom neitaði skipstjórinn að hleypa lögreglu um borð og fór sína leið til Hamborgar. Lög- reglan þar komst að því að beiðni íslendinga að farþeginn er sá sem haldið var, sleppa honum síðan og var Miroslav á leið til Kölnar þegar síðast fréttist. Alls er óvíst að þýskir ansi beiðni héðan um dómsfullnæg- ingu ytra að sögn Jóns Thors í ráðuneytinu. Fordæmi eru engin og íslendingar ekki aðilar að Evr- ópusáttmála um slíkt. f undirrétti var dómur karlsins 300.000 króna sekt og fjórir mánuðir skilorðs- bundnir, konunnar 200.000 og tveir mánuðir. _m FLOKKUR mannsins Forystumenn Flokks mannsins, formaðurinn fyrir miðju. Ljósm. Attila. Laugardagslokunin Gekk vel Nú um helgina hófst tíu vikna samningsbundið laugardagsfrí hjá verslunarmönnum og tókst vel að sögn Elísar Adolphssonar hjá VR. „Það var opið í stöku smáverslun þar sem kaupmenn stóðu sjálfir. Þessir menn eru ekki í samtökum kaupmanna, viðsemjenda okkar, og því ekk- ert hægt að segja við þessu. Nei, ég vil ekki nefna nein nöfn, vil ekki auglýsa þessar búðir upp, enda er þetta ekkert til að tala um. Það er auðvitað ákveðin hætta á að aðrir fylgi í kjölfarið, en við verðum ekki með neinar aðgerðir. Þeir menn sem brjóta samninga á þennan hátt auglýsa sig bara sjálfir." ■TORGIÐi Gegn flokkum kerfisins Samhygð stofnar stjórnmálaflokk og stefnir að meirihluta strax. Júlíus Valdimarssonformaður bráðabirgðastjórnar. Frjálst val manngildi á öllum sviðum, ofar auðgildi, raunveruleg samvinna í efnahags- lífínu, virkt andofbeldi, gegn ein- okun. Um þessi stefnumið var í gær stofnaður stjórnmálaflokk- urinn „Flokkur mannsins" og Samhygðarfélagar óskuðu hver öðrum og öllum landslýð til ham- ingju á blaðamannafundi um málið. Flokkurinn stefnir „beint áfram“ og hvorki til hægri né vinstri. Stefnt er að framboði í öllum kjördæmum í næstu sveitar- stjórnarkosningum. Landsþing verður haldið í haust og á þar að samþykkja stefnuskrá og velja forystu. Samhygð starfar í 45 löndum og hefur á þessu ári stofnað flokka í mörgum þeirra og er röðin nú komin að fslandi eins og Þjóðviljinn sagði frá í helgarblaði. Flokkurinn rúmar að sögn stofnenda allskyns nreyfingar og samtök, friðar-, kvenna-, verka- lýðssamtök, - og öðrum stjórn- málaflokkum („flokkum kerfis- ins“) er velkomið að ganga í Flokk mannsins og yrðu þá deildir sem fengju að halda sér- kennum sínum ef þeir vildu. Framsóknarflokknum var til dæmis boðið í þennan nýja sam- vinnuflokk á blaðamannafundin- um. í bráðabirgðastjórn flokksins eru Júlíus Valdimarsson formaó- ur, Áshildur Jónsdóttir varafor- maður, Hrannar Jónsson ritari, Sigrún Þorsteinsdóttir gjaldkeri og fjórir meðstjómendur. Rit- stjóri málgagnsins er Jón frá Pálmholti og heitir það Rödd mannsins. Aðsetur í samskipta- miðstöð Samhygðar, Grundar- stíg 2, Reykjavík. -m Helvíti gerði ég það gott. Ég keypti eina lóð fyrir mig, aðra fyrir kellinguna og þá þriðju fyrir strákinn. - Það er fínt nýja kerfið hans Davíðs! Bœkur Aukin sölu- skattsinnheimta Bókaverðir telja vegið að bóka- söfnunum því innheimta söluskatts dragi verulega úr bókakaupum Frá og með 15. apríl 1984 eru bókasendingar erlendis frá til stjórnarráðsins, Alþingis, Há- skólabókasafns og Landsbóka- safns undanþegnar söluskatti, en áður gilti þessi undanþága einnig fyrir velflest bókasöfn iandsins. Bókaverðir eru að vonum óhress- ir með þessa breyttu stefnu fjár- málaráðuneytisins og telja, að hér sé vegið að bókakosti lands- manna. Þórdís Þorvaldsdóttir, bóka- safnsfræðingur Norræna hússins, sagði í samtali við blaðið, að þessi nýja tilhögun myndi koma sér ákaflega illa fyrir safnið. „Þetta er ekki aðeins útgjaldaaukning vegna söluskattsins heldur mun fylgja þessu óhemju skriffinnska, sem kostar sitt,“ sagði Þórdís. „Þá má einnig geta þess, að helm- ingur bóka sem við kaupum em keyptar að beiðni Háskólans, sem hefur ekki efni á því að kaupa margar bækur sjálfur, en fær áfram niðurfellingu sölu- skatts en við ekki. Þetta er svo- lítið rangsnúið.“ Elfa Björk Gunnarsdóttir, borgarbókavörður, og Andrea Jóhannsdóttir, aðstoðarbóka- fulltrúi, tóku í sama streng og Þórdís og kváðu þessa breyttu til- högun áreiðanlega koma illa við bókasöfn landsins. „Það væri mikil bót að ef söluskattur yrði felldur niður af bókum til bóka- safna, einnig innlendra, því það er jafnréttismál að hafa sem flest- ar bækur á boðstólum á almenn- ingsbókasöfnum landsins," sagði Elfa Björk. ast Samvinnubankinn á Grundarfirði mun frá og með miðvikudeginum 27. júní nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERLEND VIÐS ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 ivinnubankinn Grundarfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.