Þjóðviljinn - 29.06.1984, Síða 11
Þannó. júnísl. varýms-
umfélagasamtökum í
landinu send áskorun frá
kvenfélagi hér í bœ um að
dr. Jóhannesi Nordal
Seðlabanastjóra verði
reistur veglegur minni-
svarði á Arnarhóli.
Fremur hljótt hefur verið
um þessa áskorun og
ekki vitað um undirtektir
félagasamtakanna. Þjóð-
viljinn hefur núfest hend-
urá þessariáskorunog
birtir hana hér í heild
ásamt greinargerð frá
kvenfélaginu.
Kvenfélagið Vorhvöt
Minnisvarði
verði reistur
af dr. Jóhannesi
Nordal
„Kvenfélagið Vorhvöt
leggur hér með til að félaga-
samtök á íslandi taki höndum
saman um að reisa dr. Jó-
hannesi Nordal Seðlabanka-
stjóra veglegan minnisvarða
og verði hann staðsettur sem
næst Seðlabankabygging-
unni sem nú er að rísa.
Rökstuðningur
Senn líður að því að seðla-
bankastjóri láti af störfum fyrir
aldurs sakir. Störf hans í þágu
þjóðarinnar hafa verið einstök.
Ohætt er að fullyrða að enginn
einn maður hafi haft meiri eða
gifturíkari áhrif á þróun íslenskra
efnahags- og orkumála en dr. Jó-
hannes Nordal seðlabankastjóri.
Störf sín mun hann þó jafnan
hafa unnið fyrir tiltölulega lítið
kaup.
Seðlabankastjóri hefur öðrum
fremur verið drifkarfturinn í hin-
um stórbrotnu virkjanafram-
kvæmdum hér á landi og ætíð
reynst framsýnn og ráðhollur.
Samningalipurð hans við sölu á
orku íslenskra fallvatna er
heimskunn. Nú er í augsýn nýr
raforkusölusamningur við
Svissneska álfélagið í Zurich,
undir styrkri forystu seðlabana-
stjóra, sem marka mun tímamót í
raforkusölumálum þjóðarinnar.
íslendingar eru nú komir í 6.
sæti yfir ríkustu þjóðir heims,
þeir njóta ótakmarkaðs trausts á
erlendum lánamörkuðum, gengi
krónunnar er stöðugt, verðbólg-
an er úr sögunni, hagur atvinnu-
fyrirtækia blómstrar sem aldrei
fyrr og ísland er orðið eftirsókn-
arvert fyrir erlendan atvinnu-
rekstur vegna óvenju hagstæðra
launakjara í landinu.
Ennfremur sjást þess nú greini-
leg merki að íslenskur almenn-
ingur sé loks farinn að taka
skynsamlega afstöðu til efna-
hags- og kjaramála.
Páttur seðlabankastjóra í þess-
ari heillavænlegu þróun verður
seint þakkaður að fullu. Hann er
maður sem skagar hátt upp úr
meðalmennskunni sem því miður
er allt of ríkjandi hér í þessu landi
- að ekki sé nú talað um lágkúr-
una.
Kvenfélagið Vorhvöt telur
mjög brýnt að eyða þeim sáru
leiðindum sem orsakast hafa af
ósmekklegri umræðu um lista-
verkagjafir þær er seðlabanka-
stjóra voru færðar á sextugsaf-
mæli hans í maí s.l. - og segja má
með sanni að öll þjóðin hafi gefið
honum. Er hryggilegt til þess að
vita að meðal gefenda skuli fyrir-
finnast einstalingar sem ekki
kunna að meta allt það sem seðla-
bankastjóri hefur gert fyrir þjóð-
ina. Út yfir tekur þó að Þingey-
ingar, kjarninn úr íslenskri
bænda- og höfðingjastétt, m.a.s.
sjálfir Mývetningar, skuli telja
það eftir að einum mesta vel-
gjörðarmanni fslendinga sé sýnd-
ur nokkur sómi á merkum tíma-
mótum,
Vorhvöt telur einsýnt að nú
þegar þurfi að bregðast við á rétt-
an máta, þannig að alls ekki fari á
milli mála að þjóðin ann sínum
seðlabankastjóra og vill auðsýna
honum virðingu og þökk á varan-
legan hátt.
Um minnisvarðann
sjálfan
Kvenfélagið Vorhvöt gerir það
að tillögu sinni að reist verði á
stalli stytta af dr. Jóhannesi Nor-
dal seðlabankastjóra þar sem
hann réttir íslensku þjóðinni
skjal sem væri tákn fyrir alla þá
heilladrjúgu samninga sem hann
hefur gert fyrir hönd íslensku
þjóðarinnar.
Stærð styttunnar má gjarnan
miða við líkneskið af Einari Ben-
ediktssyni skáldi og frumhugsuði
í íslenskum orkumálum, sem nú
stendur á Miklatúni og er glæsi-
legt verk. Efni styttunnar verði
hinn bjarti og skíri málmur ál.
Leitað verði til færustu er-
lendra listamanna sem völ er á
um gerð þessa verks, eða jafnvel
efnt til alþjóðlegrar samkeppni.
Mjög vel færi á því að stytta dr.
Jóhannesar Nordals seðlabanka-
stjóra yrði flóðlýst. Mætti í því
sambandi leita samninga við
Landsvirkjun um hagkvæmt raf-
orkuverð t.d. í líkingu við orku-
verð til Alusuisse og slíkra aðila.
Pað er skoðun Vorhvatar að
enginn staður sé ákjósanlegri
fyrir þetta listaverk en sá sem
stytta Ingólfs Arnarsonar stendur
nú á. Og þar sem auðveldlega má
færa rök að því að Ingólfur sé
ekki lengur í takt við umhverfi
sitt, leggur Vorhvöt til að hann
verði fluttur í námunda við sín
upprunalegu heimkynni t.d. á
svæðið sem losnar þegar Fjalak-
ötturinn verður rifinn. Henti sá
staður ekki einhverra hluta vegna
má setja Ingólf niður þar sem
Skúli Magnússon stendur nú og
ferja síðan Skúla út í Viðey.
Lokaorð
Kvenfélagið Vorhvöt er
þeirrar skoðunar að með þessu
framtaki geti íslensk alþýða sam-
einast um verkefni sem hún muni
horfa til með stolti um alla fram-
tíð. Nú þegarþjóðin erað rétta úr
kútnum er slíkt mikilvægara en
að orku og hugviti sé eytt í það að
ala á misklíð og sundrungu, kot-
ungshætti og öfund.
Vorhvöt telur eðlilegast að fé-
lagasamtök í landinu hafi for-
göngu um þetta mál, einkum
líknarfélög, kvenfélög,
verkalýðs- og stéttarfélög og
önnur þau er vinna að almanna-
heill.
Vorhvöt biður félag yðar að
taka þessa málaleitan til umfjöll-
unar við allra fyrstu hentuleika
og væntir góðra undirtekta*'.
Kvenfélagið
Vorhvöt
Bréf þetta er sent
eftirtöldum
félagasamtökum
Alþýðusamband íslands, Banda-
lag starfsmanna ríkis- og bæja.
Bandalag háskólamanna, Sam-
band íslenskra bankamanna,
Verkamannafélagið Dagsbrún,
Starfsmannafélagið Sókn,
Verkamannafélagið Hlíf Hafnar-
firði, Verkalýðsfélag Húsavík-
urm, Starfsmannafélag Húsavík-
urbæjar, Verslunarmannafélag
Reykjavíkur, Rafiðnarsamband
íslands, Starfsmannafélag
Landsvirkjunar, Starfsmannafé-
lag Orkustofnunar, Starfs-
mannafélag RARIK, Starfs-
mannafélagið Straumsvík,
Starfsmannafélag stjórnarráðs-
ins, Kvenfélagasamband íslands,
Bandalag kvenna í Reykjavík,
Húsmæðrafélag Reykjavíkur,
Kvenfélag Mývatnssveitar,
Kvenfélag Húsavíkur, Sjálfstæð-
iskvennafélagið Hvöt, Neytend-
asamtökin, Frímúrarareglan,
Samband íslenskra samvinnufé-
laga, Vinnuveitendasamband ís-
lands, Verslunarráð fslands o.fl.
Föstudagur 29. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11