Þjóðviljinn - 03.07.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 03.07.1984, Page 2
KarnivaI á Akureyri örn Ingi og samstarfsfólk hans í Laxdalshúsi á Akureyri efndu til skemmtilegrar „karnival" uppákomu sl. föstudag meö aðstoð danska leikhópsins Ragnarrök. Fengu menn þar smjörþefinn af því sem ef til vill koma skal, nefnilega sannkallaðri „karnival“-sumarhátíð á Akureyri. (Ljósmynd Kristján). FRÉTTIR Sovéskir bankamenn heimsækja Landsbank- ann í gær kom sendinefnd frá So- vétríkjunum í heimsókn til Landsbankans og í boði hans. Sendinefndarmenn eru frá Ríkis- banka Sovétríkjanna, sem fer með um 90% lánastarfsemi í landinu, og Utanríksviðskipta- banka Sovétríkjanna. !TORGIÐ! Það hefðu einhvern tíma þótt tíðindi að Jón Baldvin og Svavar Gestsson væru sömu skoðunar um samstöðu. Schliiter í opinberri heimsókn hér Poul Schliiter forsætisráðherra Danmerkur og kona hans hafa verið í opinberri heimsókn á Is- landi sem lýkur í dag. Á laugar- dag var farið til Þingvalla, á sunnudag fóru fram pólitískar viðræður við íslenska ráðamenn og í gær var farið til Mývatns. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hélt gestunum veislu á laugardagskvöld. Forsæt- isráðherramir fóru góðum orð- um um hin sérstæðu og miklu samskipti þjóðanna fyrr og síðar og vildu hlúa að þeim sem best. Schluter vitnaði töluvert í Háva- mál og var hrifinn af hlutverki sem Island gegndi í Nató. Steingrímur sagði á þá leið að „Við erum að vísu eins og heimurinn allur, háðir því hvern- ig risaveldunum tveimur semst, en við teljum þó ekki alls kostar rétt að sitja hjá sem aðgerða- lausir áhorfendur“. Ættarmót í Skagafirði Ættarmót niðja Soffíu Zop- haníasdóttur, sem bjó á Brekku í Svarfaðardal og síð- ar á Sauðárkróki, verður haldið um næstu helgi. Ættar- mótið verður haldið í Steinstaðaskóla Skagafirði I dagana 5. til 8. júlí. Kalskemmdir Mikið kal í Mývatnssveit Vonir bundnar við Beringspuntinn Veruleg brögð eru að kali sums- staðar á Norð-austurlandi, einkum í hásveitum. Fréttir hafa borist um það frá Hólsfjallabæj- unum og er útlitið ekki glæsilegt þar. Svipaða sögu er að segja úr Mývatnssveit og frá sumum bæj- um í Bárðardal. Spretta í Mý- vatnssveit er mun skemmra á veg komin en í lágsveitum Þingeyjar- sýslu og er talið að þar muni jafnvel allt að þremur vikum. Þegar á heildina er litið eru þó heyskaparhorfur í héraðinu eng- an veginn slæmar og margir búa að fyrningum. Búnaðarsamband- ið hyggst taka á leigu eyfirska kögglavél til þess að köggla fyrn- ingar svo að hlöðurými aukist. Trúlega grípa margir bændur til þess ráðs að brjóta upp kalsvæðin og sá í þau grænfóðri. Ug svo binda menn vonir við Berings- puntinn, harðgerða jurt frá Kan- ada. Hann hefur reynst hér með afbrigðum vel en verið torfeng- inn til þessa. Talið er að úr því muni rætast að vori. Vonandi fá bændur þá þann „bandamann“ í baráttunni við kalið, sem um munar. -mhg Borgarspítalinn Öldruð ræstingakona beitt harðræði s A Borgarspítalanum var 75 ára konu sagt upp og síðan niðurlœgð þegar hún véfengdi uppsögnina. Hún hefur unnið yfir 30 ár hjá Reykjavíkurborg Eg er búin að vinna hér í sextán ár og var sagt upp vafalaust bara af því ég verð 75 ára á þessu ári. En ég er hress og hefði gjarnan viljað vera áfram og í samningum Sóknar er ekkert aldurstakmark. Þar er líka sagt að einungis sé hægt að segja mann- eskju upp ef starfið er lagt niður. En ég var sú eina sem rekin var úr mínu holli, og mér var líka sagt að það yrði stúlka ráðin í minn stað“. Þetta er frásögn ræstingakonunnar á Borgarspítalanum, sem, eins og sagt er frá á forsíðu Þjóðviljans í dag, lenti í heldur óskemmtilegri viðureign við framkvæmda- stjóra Borgarspítalans. Spott Forsaga málsins er sú, að fyrir fáum mán- uðum var konunni afhent bréf af tveimur verkstjórum með þeim ummælum, að þar færi „ástarbréf frá fbrstjóranum“. Konan kvaðst ekki taka slíkum sendingum og henti bréfinu í ruslið. Hið raunverulega efni bréfsins mun hafa verið uppsögn. í lok apríl kallar svo ræstingastjórinn á konuna, og segir að búið sé að segja henni upp. Sóknarkonan segir sem er, að eina bréfið sem hún hafí fengið frá yfirstjórn spítalans hafí verið það sem verkstjórarnir báru henni með flimti, og engri manneskju sé skylt að þola slíkt að ósekju. Hún liti því svo á að sér hefði ekki borist nein uppsögn, og myndi vinna að minnsta kosti út maí, eftir það færi hún í sumarfrí en myndi að líkindum ekki koma aftur. í samtali við Þjóðviljann í gær sagði hún að sér hefði skilist að ræstingastjórinn hefði gengið að því. Hendur skiptu Þegar hin aldraða ræstingakona kom svo í vinnu í maíbyrjun kom ræstingastjórinn og heimtaði af henni lyklana að skáp, þar sem vinnuföt og áhöld voru geymd. Hún féllst ekki á það en fylgdi henni hins vegar á fund framkvæmdastjóra Borgarspítalans. Þeim fundi lyktaði svo með því að for- stjórinn reif af henni barmmerki sem nafn hennar stóð á með þeim ummælum að það væri eign spítalans. Síðan flaug hann á kon- una og hélt höndum hennar og skipaði ræstingastjóranum, sem var áhorfandi að þessu, að taka skáplyklana úr vösum kon- unnar. Þvínæst krafðist hann þess að hún færi úr kjólnum því hann vaéri eign spítal- ans. Eins og fyrr er sagt er ræstingakonan búin að vinna í næstum 16 ár hjá Borgarspítalan- um og yfir þrjátíu ár samtals hjá Reykjavík- urborg. Skýringar á uppsögninni og hinum hörkulegu aðförum fékk hún að eigin sögn engar. -ÖS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.