Þjóðviljinn - 03.07.1984, Síða 9
__________________________HEIMURINN
Teikningin segir frá því, að höll bankakerfisins sé að hrynja og valdi þar mestu lán þau
sem ríki þriðja heimsins hafa tekið - mest vinsamlegar hægristjórnir reyndar.
Peningarnir fóru
í sukk og óráðsíu
Ríki Rómönsku Ameríku eru að sligast
undan skuldabyrðinni -
Fjármálavitringar Bandaríkj-
anna og annarra auðugra ríkja
hafa á undanförnum árum mjög
beitt visku sinni og fjármagni til
þess að fjárfesta í ríkjum Róm-
önsku Ameríku. Þau ríki skulda
nú um 350 miljarði dollara - og
geta ekki borgað. Og fjármagn
þetta hefur ekki einu sinni verið
sett í framkvæmdir sem líklegar
eru til að koma einhverjum til
góða í framtíðinni: lygilega miklu
hefur verið stolið samkvæmt því
gamla og góða markaðslögmáli,
að hver sé sjálfum sér næstur.
Öfug aðstoð
Skuldamál þessi eru orðin svo
hrikaleg að sumir fréttaskýrend-
ur eru farnir að tala um það, að
lausn þeirra ráði úrslitum um það
hvort friður helst í heiminum eða
ekki. Markaðstrúarmenn hafa
dælt peningum í herforingjaklík-
ur og aðrar umboðslitlar stjórnir
- en þeirra gróðadæmi hefur ekki
gengið upp. Þaðan af síður er það
talið líklegt, að hið pólitíska
dæmi gangi upp nú, þegar pen-
ingastofnanir setja hinum fátæku
skuldunautum sínum harða skil-
mála um endurgreiðslur. Stofn-
anir þessar heimta, að skert laun
og félagsleg þjónusta í ríkjum,
sem eru fátæk fyrir, annars fæst
engin fyrirgreiðsla í framtíðinni.
Og dæmið er orðið svo fáránlegt,
að lönd Rómönsku Ameríku eru
farin að greiða Bandaríkjunum
og öðrum auðugum ríkjum um
þrjátíu miljarði dollara á ári í
vexti og afborganir og hefur
þessu ástandi verið líkt við það,
jafnvel í íhaldssömu tímariti eins
og Time, að þróunaraðstoð sé
snúið við. Hinir fátæku gefi hin-
um ríku!
Ekki bætir það úr skák að
stjórn Reagans heldur áfram að
hækka vexti heima hjá sér af
innanríkispólitískum ástæðum -
nú síðast um hálft prósent. En
hver hækkun útlánsvaxta í
Bandaríkjunum um eitt prósent
eykur greiðslubyrði hinna fátæku
granna í suðri um hvorki meira né
minna en 2,5 miljarði dollara.
Leiðtogar Evrópuríkja og svo
oddvitar skuldunautanna í suðri
hafa hvað eftir annað varað Re-
agan forseta við því, að hin sér-
stæða viðureign hans við verð-
bólgu heima fyrir, sem meðal
annars gerir ráð fyrir geysilegum
halla á fjárlögum, sé hin háska-
legasta fyrir afganginn af heimin-
um. Reagan lofar stundum bót og
betrun í hálfkveðnum vísum, en
það er minna um efndir.
En sem fyrr segir: ríku löndin
hafa lánað stjórnum, sem flestar
höfðu næsta vesælt umboð frá
sínu fólki - og ferðalag pening-
anna hefur verið mjög eftir því. í
samantekt um málið í fyrrnefnu
Time er talið, að um það bil þriðj-
ungur af þeim gífurlegu lánum
sem lönd Rómönsku Ameríku
stynja nú undir, hafi lent á leyni-
reikningum í New York, Zúrich,
London og Miami.
Þau lán sem skynsamlegast
þóttu, áttu að kosta stíflugerð,
stóriðju og vegalagningar. En
margar þær áætlanir hafa reynst á
sandi byggðar. Til dæmis að taka
bundust Brasilía og Paraguay
samtökum um miklar fjárfesting-
ar í Itaipu, sem verða skyldi
mesta vatnsorkustöð í heiminum.
Stíflan ein er næstum því átta
kílómetra löng. Níu ár eru síðan
framkvæmdir hófust og hafa þær
kostað alls um átján miljarði doll-
ara. Brasilía hefur enn ekki feng-
ið eitt cinasta kflóvatt út úr virkj-
un þessari og Paraguay aðeins
lítið eitt af orku. Slík dæmi eru
ótal mörg. Algengt er að virkjan-
ir og verksmiðjur kosta miklu
meira en áætlað var, og ef þær
komast í gangið eru ekki til mark-
aðir fyrir afurðirnar.
Reikningslistir
kapítalismans
hafa brugðist
En annað bregst aldrei: hæfi-
leiki vafasamra valdamanna til að
færa sér í nyt peningaflóðið. í
Mexíkó streymdu peningar til
olíufirmans Pemex, enda talið
víst að ekki yrði peningum betur
varið en að auka framleiðslu á
olíu svo skammt frá bandarískum
mörkuðum. En spillingin í því
fyrirtæki er gegndarlaus og fyrr-
verandi forstjóri fyrirtækisins,
Jorge Dias Serrano, er nú í fang-
elsi, sakaður um fjárdrátt sem
nemur hvorki meira né minna en
34 milljónum dollara!
✓
I þágu
hinna ríku
Einatt hafa erlend lán verið
notuð til þess að halda uppi gengi
gjaldmiðils einstakra ríkja. Þar
með eru þeir, sem peninga eiga í
landinu, hvattir til að flytja inn
ýmislegan dýran neysluvarning.
Herforingjastjórnin í Chile, sem
hafði sér til aðstoðar lærisveina
Miltons Friedmans í efna-
hagsmálum, hefur stjórnað
landinu á þann veg, að þriðji hver
maður í landinu er atvinnulaus.
Samt sem áður er ekki langt síðan
að yfirstéttin í Chile sá til þess að
landið varð meiriháttar innflytj-
andi sjónvarpstækja, kæliskápa
og bíla.
Það eru líka gengiskúnstir sem
leiða til þess, að það verður hag-
kvæmt fyrir þá braskara í löndum
Rómönsku Ameríku sem yfir
peninga komast, að kaupa eignir
erlendis og leggja fé sitt í banda-
ríska banka eða hliðastæðar pen-
ingastofnanir. Um leið og lánin
streymdu inn í Rómönsku Amer-
íku, fjárfestu hinir ríku í sömu
löndum í Bandaríkjunum og Evr-
ópu. Það er talið, að fjárflóttinn
frá Rómönsku Ameríku nemi um
70 miljörðum dollara frá 1979,
sem er um það bil þriðjungur af
erlendum skuldum þessara ríkja.
Illur fengur
Ekki má heldur gleyma hern-
aðarævintýrum allskonar. Til
dæmis eyddi sú herforingja-
stjórn, sem fór langt með að setja
Argentínu á hausinn, um það bil
fjórtán miljörðum dollara í vopn-
akaup, þegar hún var að búa sig
undir Falklandseyjastríðið við
Breta. Og svo eru sérstakir vinir
eins og Duvalierklíkan á Haiti,
sem hefur lengi haldið uppi ein-
hverju spilltasta stjórnarfari í
heimi. Þar gerist það kannski, að
svo sem tuttugu miljónir dollara,
sem Alþjóðlegi gjaldeyrissjóður-
inn veitti til að bæta upp greiðslu-
halla á tilteknu ári hurfu - og hef-
ur enginn séð þá peninga síðan.
Líklega eru þeir á leynireikning í
Sviss eins og svo margt annað illa
fengið fé, sem bíður eftir því að
eigendunum verði velgt undir
uggum.
AB tók saman.
Símasamfarir færast í vöxt
Braskið með kynhvötina finnur sér æ nýjar leiðir
Til eru ótal leiðir til að
græða á kynhvötinni bless-
aðri. Ein er sú að selja ein-
mana mönnum aðgang að
stúlkum um síma. Þeir borga
visst gjald og fá að tala í á-
kveðinn mínútufjölda við
stúlkur sem fara í ástaleik við
þá í orðum vafasömum og
fylgja einatt með stunur og
hróp og annað sem ætti að
gerast ef hold mætti holdi í
raun og veru.
Eins og margt fleira af þessu
tagi er símasexið fundið upp í
Bandaríkjunum og hefur breiðst
þaðan út til Evrópulanda. Til
dæmis var á dögunum verið að
opna fyrstu „símaástaþjónust-
una“ á Ítalíu, það er í borginni
Torino.
Þegar menn hafa lagt fram um-
sókn með nokkrum skilmálum fá
þeir fyrir 20 þúsund lírur (um 350
krónur) að klæmast eins og þá
lystir í 10 mínútur við ungar stúlk-
ur sem hafa reynt að æfa sig í því
að vera freistandi og uppörvandi í
röddinni.
er ég að færa þig úr buxunum, og
svona nú strýk ég þér, grísinn
minn, og það hverfur af þér allt
hik...
- Sjáðu til, ég er ekki ungur
lengur og svo er ég dálítið feim-
inn...
- Feiminn elskan, maður á
ekki að vera feiminn, finndu
hvað þetta er gott og ljúft, sjáðu
nú færi ég þig alveg úr buxunum
og sjáðu nú er ég að fara úr rauðu
nærbuxunum mínum, núna er ég
næstum því allsber, sjáðu nú fer
ég líka úr brjóstahaldaranum svo
þú sjáir fallegustu bobbinga í
heimi...
- Satt að segja, ég sé ekki sem
best héðan..."
Og svo framvegis. Þetta samtal
endaði reyndar á því að blaða-
maðurinn sprakk, fór að hlæja sá
hundur.
En er það annars ekki furðu-
legt að ótti manna við aðrar
manneskjur skuli vera orðinn svo
magnaður að meira að segja
keypt kynlíf fer fram í síma?
(áb cndursagði.)
Blaðamaður við ítalska viku-
blaðið í I’Espresso prófaði þessa
þjónustu á sjálfum sér á dögun-
um og skráði vitanlega niður það
sem fram fór. Meðal annars
þetta:
„Ég er ekkert að hika, en...
(segir blaðamaðurinn)
-Nei, ekkert að hika, sjáðu, nú
Og nú færi ég þig úr buxunum, feimni strákur...
Þriðjudagur 3. júlf 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13