Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Nokkrir hressir félagar í Leikfélagi Hafnarfjarðar undirbúa fjölskylduhátíðina sem hefst í kvöld. Mynd - eik. Skemmtanir Gaflaragleði Landsmótið Kjal- nesingar komu fyrstir Mikið um dýrðir í Keflavík og Njarðvík á 18. lands- móti UMFÍ um helgina „Fyrsta stóra tjaldið var sett upp hér á svæðinu í morgun. Þar voru að verki þátttakendur frá Ungmennasambandi Kjalarness- þings og fólk er að byrja að streyma á svæðið“, sagði Sigur- björn Gunnarsson starfsmaður Landsmótanefndar UMFI í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Átjánda Landsmót UMFÍ verður sett kl. 20 í kvöld en það verður haldið í Keflavík og Njarðvík. Keppni í körfuknatt- leik hófst reyndar í gærkvöldi og nú í morgun var byrjað kl. 8.30.1 dag verður keppt í körfuknatt- leik, blaki, íþróttum fatlaðra, handknatleik, knattspyrnu, júdó, sundi, skák, jurtagrein- ingu, hestadómum, línubeitingu ogfrjálsumíþróttum. Kl. 19 safn- ast þátttakendur saman til skrúð- göngu á íþróttavellinum í Njarð- vík og þaðan verður gengið til íþróttavallarins í Keflavík þar sem mótið verður formlega sett kl. 20. Þar verður mikið um dýrð- ir, sýndir fimleikar, keppt í hlaupum, og flutt ávörp en heiðursgestur mótsins er forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. „Rigningin og bleytan hafa vissulega sett strik í reikninginn en veðurspáin er hagstæð og allt ætti að geta farið fram samkvæmt áætlun. Hér er unnið í hverju horni og allt kapp lagt á að mótið geti farið fram á sem allra bestan hátt“, sagði Sigurbjörn. Mótið stendur yfir alian laug- ardag og sunnudag en mótsslit verða kl. 18 á sunnudaginn. Skráðir keppendur eru 1244 en með sýningahópnum eru þátttak- endur alls á fimmtánda hundrað- ið. Reiknað er með að mörg þús- und manns fylgist með íþrótta- viðburðunum og öðru skemmtiefni - nú liggja allra leiðir til Keflavíkur og Njarðvík- ur. - VS TORGIÐ Ikvöld kl. 18.00 hefst svonefnd Gaflaragleði sem Leikfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir á Víðistaðatúni í Gaflarabæ. Úti- hátíðin mun standa með smá hléum fram á sunnudagskvöld. Ýmislegt skemmtilegt verður um að vera á útihátíðinni. Þar m.a. útimarkaður, tombóla, trú- arsprell, grettukeppni, hæfileika- keppni, útsýnisferðir á hjól- börum, spákona verður á staðn- um auk fjölda margskonar ann- Urskurði Hæstiréttar til stað festingar á dómi undirréttar um ólögmæti allra stöðvarleyfa hjá Bifreiðastöðinni Steindór verður fylgt eftir í hvívetna og óljóst er hvort og þá hvenær þessi 45 stöðvarleyfi koma aftur til út- hlutunar. Forsaga málsins er sú að fyrrum eigendur bifreiðastöðvar- innar Steindór seldu starfsmönn- um stöðvarinnar stöðina og akst- ursleyfi hennar. Félag leigubifr- eiðastjóra vefengdi lögmæti þess- arar sölu og sömuleiðis samgöng- Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær hafa einstök verkalýðsfé- lög á Suðurnesjum nýlega gert samninga við stærstu atvinnurek- endur á svæðinu um allt að 20% kauphækkun fyrir einstaka hópa. Karl G. Magnússon formaður Iðnaðarmannafélags Suðurnesja sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann kannaðist ekki við slíka sérsamninga hjá iðnaðar- arra skemmtiatriða frá hressu fólki. í kvöld og annað kvöld verður dansleikur á túninu á Víðistöðum og það eru að sjálfsögðu félagar úr Leikfélaginu sem sjá um tón- listina. Selt verður sérstaklega inn á dansleikina en 40 kr. kostar inn á skemmtisvæðið hvern dag. Leikfélagið hyggst verja ágóðan- um af þessari fjölskylduskemmt- uráðuneytið sem kærði söluna til dómstóla. Matthías Bjarnason sam- gönguráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að forráða- menn Steindórs hefðu óskað eftir viðræðum við sig um hvað við tæki. „Vitaskuld kemur dómur- inn til með að gilda en hins vegar vil ég hlusta á hvað þeir hafa fram að færa og athuga þá jafnvel með einhverja tímabundna lausn.“ Hvort þessum 45 ógildu bif- reiðaleyfum yrði úthlutað aftur sagði ráðherra að það lægi ekki mönnum en hann vildi gjaman að slíkir samningar lægju á borðinu. „Við skulum átta okkur á því að hér er um alerfiðustu viðsemj- endur að ræða sem fylgja VSÍ lín- unni í einu og öllu“, sagði Karl. Um samningaviðræður þær sem nú standa yfir við ístak vegna framkvæmda við Flugstöðvar- bygginguna, sagði Karl að boðið hefði verið upp á ákvæðisvinnu- un til endurbóta á Bæjarbíó en fyrr f sumar tók félagið yfir rekst- ur bíósins sem í framtíðinni verð- ur miðstöð félagsins fyrir leiksýn- ingar. Að sögn forráðamanna leikfélagsins er ætlunin að brydda upp á ýmsum nýjungum í rekstri bíósins, m.a. með tónleikahaldi, skemmtunum og fjölbreyttu kvikmyndavali þar sem lögð verður áhersla á hinar gömlu góðu sígildu myndir. -•g- fyrir. „Þetta verður allt að hafa sinn ganga og það verður ekki gert neitt í skyndi", sagði Matthí- as. Bifreiðastjórarnir hjá Stein- dóri munu á sínum tíma hafa fengið niðurfellingu tolla af bifr- eiðum sínum hjá fjármálaráðu- neyti með fyrirvara um úrskurð dómstóla. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar má því búast við því að ráðuneytið krefji bílstjórana um fullar tollgreiðslur af bifr- eiðunum. kerfí það sem notað er við virkj - anavinnu en verkalýðsfélögin hefðu enga afstöðu tekið til þessa tilboðs ennþá! Einnig væri verið að ræða um forgangsrétt til vinnu og skipulag vinnutíma. „Aðrar samningaviðræður könnumst við ekki við, heldur eru menn að skoða hvaða afstöðu eigi að taka fyrir haustið", sagði Karl G. Magnússon. -lg- Steindórsmálið Ráðherra athugar tímabundna lausn Dómurinn kemur til með að gilda Óvíst um endurúthlutun hinna 45 ógildu bifreiðaleyfa -ig- Iðnaðamannafélag Suðurnesja Engir sérkjarasamningar Rœtt við Istak um fyrirkomulag vinnutíma og hugsanlegt ákvœðisatriði við Flugstöðvarbyggingu Ólafsfjörður Fólks- flótti 46 hafa flutt frá Ólafsfirði síðan 1. desember á sl. ári, samkvæmt frétt í Akureyrarblaðinu Degi. í viðtali við blaðið segir Valtýr Sig- urbjarnarson bæjarstjóri, að atvinnuleysið sl. vetur eigi vafa- laust hlut að máli, því hugsanlega óttist fólk að slíkt gerist aftur næsta vetur. Valtýr segir í viðtal- inu við Dag, að von sé á tveimur nýjum iðnfyrirtækjum í bæinn. -óg Raforkuvinnsla 11.5% aukning Raforkuvinnsla í janúar - mars 1984 í raforkuverum landsins varð alls 1.046 GWh. Það var aukning um 11.5% frá fyrra ári. 975 GWh (93.3%) voru unnar í vatnsaflsstöðvum. 70 GWh (6.7%) í jarðvarmastöðvum og 1 GWh (0.1%) í olíurafstöðvum. 554 GWh (53.0%) raforkunnar fóru í stórnotkun, þar af var Ál- verið með 352GWh og Járnb- lendið með 142 GWh. Stórnotk- un óx um 17.9% á árinu, mest var aukningin hjá Járnblendinu eða yfír 70%. Almenn notkun tók til sín 492 GWh (47.0%) sem sam- svaraði 5.1% í aukningu frá fyrra ári. HS Ragnar í Smára látinn Ragnar Jónsson í Smára lést í gær, áttræður að aldri. Ragnar var fæddur 7. febrúar 1904 í Mundakoti á Eyrarbakka. Hann var forstjóri smjörlíkisgerðarinn- ar Smára, en þekktastur er hann sem menningarfrömuður og lista- vinur. Ragnar var forstjóri og stofnandi bókaútgáfunnar Helg- afells og Víkingsútgáfunnar. Þá var hann lengi formaður Tónlist- arfélagsins í Reykjavík og mikill velunnari tónlistarmanna ís- lenskra sem og rithöfunda og myndlistarmanna. Ragnar gaf Alþýðusambandinu mikla lista- verkagjöf fyrir nokkrum árum, sem leiddi til stofnunar Listasafns alþýðu. Eftirlifandi kona Ragn- ars Jónssonar er Björg Ellingsen. Föstudagur 13. júlí 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.