Þjóðviljinn - 13.07.1984, Síða 21

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Síða 21
U-SIÐAN Aðalkrafan var launahækkun Unglingar í Vinnuskólanum í Kópavogi stóðu sjálfir fyrir því að fá kjör sín bœtt. Víða á landinu eru starfræktir vinnuskólar fyrir unglinga, en ekki eru störf unglinganna alls staðar metin að sömu verð- leikum. Það er æði misjafnt hversu há launin eru fyrir þá vinnu sem krakkar undir 16 ára aldri skila. T.d. reiknast okkur hér á U-síðunni til að í Reykjavík sé tímakaupið hjá þeim sem voru s.l. vetur í 8. bekk 40.98 kr. og hjá þeim sem voru í 7. bekk 36.42 kr. Til samanburðar leituðum við í næsta bæjarfélag við Reykjavík og heimsóttum Vinnuskólann í Kópavogi. Þar hafa fjórir ár- gangar möguleika á vinnu og kaupgreiðsla fer eftir fæðingarári en ekki eftir því í hvaða bekk krakkarnir hafa verið. Og kaupið? Það er dálítið mikið hærra. Þau sem fædd eru 1968 fá 56.98 kr. á tímann, 1969 (voru í 8. bekk) fá 50.29 kr. fædd 1970 (voru í 7. bekk) fá 44.70 kr. og 1971 fá 33.53 krónur. í bækistöð Vinnuskólans í Kópavogi hittum við þá Martein Sigurgeirsson og Þórð Gunnars- son, yfirverkstjóra og Sigurð Þor- steinsson forstöðumann og spurðum þá hvernig stæði á því að munurinn á tímakaupi hjá þessum árgöngum væri svona mikill: „í fyrra tókum við upp nýja stefnu, þ.e. að reyna að láta krakkana skilja að þau eru í fyrsta sinn að selja sína vinnu. Það þýðir að farið er að gera kröf- ur til þeirra á vissum sviðum og þau öðlast viss réttindi. Mark- miðið var að gera þau ábyrg gagnvart vinnufélögunum og því voru skipaðir trúnaðarmenn í hverjum hóp, sem voru tengiliðir milli vinnuhópsins og skólans. Þessir trúnaðarmenn fengu hjá okkur bæklinga um kaup og kjör, réttindi og skyldur og áttu síðan Oháði vinsælda- listinn LP-plötur 1. ÍKARUS: Rás 5-20/ 2. SIOUXIE &THE BANSHEES:Hy- ane/ 3. BRUCE SPRINGSTEEN: Born in U.S.A./ 4. BOB MARLEY: Legend/ 5. THE SMITHS: The Smiths/ 6. CURE: The Top/ 7. STEVE RAY VANGHAN: Couldn't Stand the Rain/ 8. ÝMSIR: Breakin’/ 9. ÞORLÁKUR KRISTINSSON: The Boys From Chicago/ 10. SIOUXSIE & THE BANSHEES: Nocturne/ 45 snúninga 1. NOIA: Do you wanna Dance? 2. FORCE M.D's: Let me iove you/ 3. NEW ORDER: Thieves iike us/ 4. FRANKIE GOES TO HOLLY- WOOD: Reflections/ 5. NEW ORDER: Blue Monday/ 6. THE FALL: Oh Brother/ 7. SIOUXSIE & THE BANSHEES: Dazzle/ 8. MALCOLM X: No Sell Out/ 9. THE SMITHS: What difference does it make?/ 10. SOFT CELL: Down in the Annað er að við útvegum þeim alvöruvinnu. Ekki eins og víðast hvar annars staðar við endalausa hreinsun. Hér er verkstæði á staðnum og þar vinnur 5 manna hópur við að halda verkfærunum við, síðan eru þau í öliu mögu- legu, sjá um garðrækt og þá er ekki verið að tala um lóða- hreinsun, heldur taka þau heilu garðana í gegn. Við erum t.d. með einn hóp sem við köllum Monthóp skólans því þau eru svo dugleg að vinna og svo vel að það líður varla sá dagur að ekki hringi einhver til að láta í ljós ánægju sína. Síðan erum við alltaf að prófa eitthvað nýtt. Núna er verið að gera tilraun með skemmtigarð- inn. Við látum krakkana sjá um hann sjálf. Síðan höfum við opið þegar gott er veður. Þá setjum við upp götuskilti um allan bæ og auglýsum í útvarpi. Við vorum líka síðast með eina sjónvarps- auglýsingu, hún var máluð á skerm... að sjá um að dreifa þeim upplýs- ingum til sinna hópa. Nú, næsta skrefið var það að við fengum tvo fulltrúa frá MFA á fund og fluttu þeir fvrirlestur, og krakkarnir áttu að skila því sem fram fór á fundinum út í hóp- ana. Við höfum líka verið með vinnuskólasjónvarp og fundurinn var tekinn upp, svo þau gátu sjálf séð það sem fram fór á honum. Eftir fundinn vöknuðu svo upp margar spurningar hjá þeim og ekki var hægt að svara þeim öllum jafnóðum. Þeim var bent á að taka saman einskonar bæna- skrá sem trúnaðarráð úr þessum hóp kom svo til okkar. Við send- um þessa bænaskrá síðan áfram með ársskýrslunni til þeirra sem stjórna bænum. Það er gaman að geta sagt frá því að aðalkrafan sem þau gerðu var hærra kaup. Sú krafa náði fram að ganga nú í vor og við erum með hæstu vinnuskólalaun á landinu. En fundurinn var ekki bara haldinn til þess að athuga hvað þau vildu, heldur einnig til að upplýsa þau um hvað það var sem við vildum fá frá þeim. Það er mjög áríðandi að láta krakkana skilja það strax þegar þau eru að koma út á vinnumarkaðinn að þau eru ábyrg gagnvart fleirum en sjálfum sér. Þetta er aldrei nógsamlega brýnt fyrir þeim. Hjá okkur starfa 320 krakkar og er þeim skipt í 23 í hópa og hver hópur hefur sinn trúnaðar- mann. Við fylgjum öllum reglum mjög strangt eftir, reynum að láta þau skilja að korter er korter og hálftími er hálftími, og þegar þau hafa samið um vissan vinnutíma verða þau að passa upp á að láta ekki kaffi- og matartíma dragast álanginn. T.d. hafaþau ekki leyfi til að fara út í sjoppu í matar- og Marteinn og Þórður, yfirverkstjórar ásamt Sigurði forstöðumanni Vinnuskólans í Kópavogi. Ljósm. Loftur. Síðan vinnuskólinn var endur- skipulagður árið 1977, hefur orð- ið alger bylting á vali verkefna og öllum reglum hefur verið strangt fylgt eftir og árangurinn lætur ekki á sér standa.“ ss. „Það líður varla sá dagur að ekki hringi einhver til að lýsa ánægju sinni." Jóhanna Kristjana, Þórir, Arnar, Sighvatur, Guðrún Björk Árnadóttir, hópstjóri, meðlimir „Monthóps" Vinnuskólans. Ljósm. Loftur. kaffitímum. Með því að halda vinnusemviðkaupumafþeimog fast í stundvísi fáum við nokk þá höfum því efni á að borga þeim. Þetta höfum við verið að útskýra fyrir þeim. Subway/ Föstudagur 13. júli 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.