Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 16
ÍSAFIRÐI Hótelið er nýreist, með öllum þæg- indum og er í miðjum ísafjarðarkaup- stað í tilkomumiklu og fögru umhverfi. Dvöl á hótelinu býður upp á marga kosti, svo sem skoðunarferðir til Bol- ungarvíkur, Suðureyri og firðina inn með Djúpi, eða þá bátsferð inn í Djúp eða út í Jökulfirði. Um þetta geta menn fræðst nánar á Ferðaskrifstofu Vestfjarða. Þess má geta að hótelið starfrækir einnig gistingu í heimavist Menntaskólans. Vegalengd frá Reykjavík er um 550 km. Reiðhjóla- viðgerðir Tökum reiðhjól til viðgerða. Höfum talsvert úrval varahluta. • • • Hinir sívinsælu bamastólar á reiðhjól eru nú komnir. fll 1 H11 H11 n11 8 1 I mmi nri 8 11 111 ff 11 cn ■ cd II n 11 n 11 b 11 h 11 8 11 n 11 W VELSMIÐJAN ÞOR HF. 400 ísafjörður Símnefni: Vélar Sími 3711 og 3041 Pósthólf 69 Nnr. 9355-0609 REDRING rafmagnsgrill | Nú verður auðvelt að grilla. Bara stinga í samband og kveikja á. Það tekur rafmagnsgrillið aðeins 10 mín. að hitna. Mismunandi hitastillingar og griIIbragðið er ósvikið. Rafmagnsgrillið hitar vikur, sem gefur hið ósvikna grillbragð. KJOLUR SF. Hverfisgötu 37 símar 21490 - 21846 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júlí 1984 LANDIÐ Á setlofti. Djúp Ketill með þann hinn stóra kirkju- lykilinn. Ögurkirkja söðulbökuð Á slóðum Magnúsar prúða, aðalsmiðar Pontusrímna, dvelur nú Ketill Guðfinnsson og fæst einnig við handverk: gamla kirkjan í Ögri hefur sigið um miðjuna og þarf við- gerðar. „Fótstykkið er ónýtt af fúa“ segir Ketill og bendir fávísum blaðamanni á neðsta burðartréð í suðurveggnum. „Það þarf að lyfta kirkjunni með tjökkum og ARNARFLUG BÍLDUDALUR Fljúgðu með Arnarflugi til Bíldudals og þaðan liggur leiðin á sögufræga staði eins og t.d. Hrafnseyri og Selárdal við Arnarfjörð eða á vit náttúrufyrirbæra á borð við Fjallfoss og Látrabjarg. Flogið til Bíldudals þrisvar í viku. Gisti- og veitingastaður í landi Beru- fjarðar, sem Barðstrendingafólagið í Reykjavík lét reisa á árunum 1945- 1947 og hefur verið starfræktur síðan á sumrum. Þaðan er um það bil 1 1/2 klukkustundar ganga á Vaðalfjöll. Suður frá Bjarkarlundi er Berufjarðar- vatn. I það rennur Alifiskalækur. Segir í Þorskfirðinga sögu að fiskar hafi verið fluttir til eldis í lækinn og er það elsta sögn um fiskirækt á Islandi. Úr vatninu rennur Kinnarstaðaá til Þorskafjarðar. BJARKARLUNDI reyna þannig að rétta hana, steypa síðan undirstöður". Ketill hófst handa á mánudag í síðustu viku og var enn niðurrifs- maður þegar Þjóðviljinn kom að honum, hafði tekið ytra byrðið af suðurveggnum og breitt plast yfir. Það er bara suðurhliðin sem þarf að laga, sagði hann okkur. Sunnanveðrin eru blaut í Ögri og að auki er sólin sterkust þeim megin. Kirkjusmiðurinn hristir hausinn þegar við spurjum um verkalok og segist verða mánuð að minnsta kosti. Við göngum inní kirkjuna og störum uppí stjömumprýtt loftið. Ögurkirkja sem nú stendur var vígð 1859, en síðan hefur bæst við turn, hvelfing inní kirkjunni og setloft; sennilega framkvæmdir frá sama tíma og gamla stóra íbúðarhúsið var reist. Panellinn er eins, segir Ketill, og aðbúnað- ur á glugga turnsins samur og í húsinu. Turn og aðrar viðbætur eru þá frá um 1885 þegar Jakob Rósinkarsson frá Æðey byggir stóra timburhúsið. Það hús er nú væntanlegt sumaraðsetur ráðu- neytisstjóra og sendiherra, - ef hægt er að gera við það. Sem Katli líst illa á og getur trútt um talað, var við það verk í fyrra- sumar. Kirkjan í Ögri er bændaeign frá fornu fari, prestur situr ann- arsstaðar, - þingabrauð, og varð til illinda á þeim dögum að frið- semi kirkjunnar manna voru tak- mörk sett. Nú þjónar kirkjunni Baldur prestur Vilhelmsson í Vatnsfirði. Uppá setloftinu eru skemlar undir bekkjum, sumir taldir aft- anúr pápísku. Kannski hefur Ari sýslumaður kropið hér á skemli og beðið guð sinn launa sér Spán- verjavígin? Allt til bygginga á einum stað Trésmidja, Plastverksmiðja, fíafbúð, Málningaþjónusta, Byggingaverktakar, Byggingavöruverslun. Jón Friðgeir Einarsson Byggingaþjónusta Bolungarvík. Síml á skrifstofu 94-7351 í verslun 94-7353.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.