Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 13
__________________LANDIÐ______________________ Bolungarvík, „bœjarfélag einstaklingsframtaksins“ Hér vantar alla samkeppni Rœtt við Kristin H. Gunnarsson bœjarfulltrúa Minnihluti í bæjarstjórn Bol- ungarvíkur er einn maður, frá Alþýðubandalagi, Kristinn H. Gunnarsson skrifstofustjóri hjá JFE-byggingaþjónust- unni. Framsókn og kratar í stjórn með Sjálfstæðisflokki sem er auðvitað stærstur í þeim kaupstað sem að utan- verðu virðist einkaeign Einars Guðfinnssonar og fjölskyldu hans. Kristinn gekk með okkur niðrá Malir þar sem hann hef- ur komið sér upp skrifborði og blaðamanni leikur hugur á að vita meira um hagi vinstri- manna í paradís einstaklings- framtaksins. - Við vorum ekki til sem skipulagður hópur fyrren Al- þýðubandalagsfélagið var stofn- að 1979. Við náðum svo inn bæjarstjórnarfulltrúa í síðustu kosningum og það má segja að menn hafi þurft tíma til að átta sig á að við erum til. Það er ein aðal- ástæðan fyrir því að við erum skildir eftir að loknum þeim kosningum, - þeir vildu einangra okkur. Áttu erfitt með að sætta sig við að hafa okkur í bæjar- stjórninni. Strax eftir kosning- arnar vorum við útilokuð frá öllum nefndum og ráðum, - eini vettvangurinn eru bæjarstjórn- arfundirnir á þriggja vikna fresti. En það er eins og þeir séu eitthvað að átta sig núna, við fáum til dæmis áheyrnarfulltrúa í bæjarráði nú þegar bæjar- stjórnin fer í sumarfrí. Við höfum ekki haft aðgang að bæjarráðs- fundum áður, - þetta er viss vís- bending. - Það er fyrst og fremst tvennt sem ber hæst hér í bæjarstjórn- inni að mínu mati. Annarsvegar að það er búið að samþykkja að fækka mönnum í bæjarstjórninni. Þeim var fjölgað í níu fyrir tveimur árum, gegn at- kvæðum Sjálfstæðismanna, en nú hafa framsóknarmenn og H- listamenn, „jafnaðarmenn og óháðir", snúið við blaðinu og vilja fækka aftur í sjö. Þessu er auðvitað beint gegn okkur, þeir vilja losna við Alþýðubandalag- ið, - en ég held að þeir séu að losa sig við gagnrýnisraddir úr eigin röðum. Oddvitar flokkanna sitja í bæjarráði og vilja geta ráðið sín- um ráðum þar í friði. Þar hefur komið fram gagnrýni, bæði í Framsókn og hjá H-lista. Við at- kvæðagreislu um þetta fækkun- armál klofnaði meirihlutinn. Annar framsóknarmannanna og annar H-listamaðurinn voru á móti. Þetta er í fyrsta sinn sem sam- þykkt er að fækka í bæjarstjórn á Islandi og það er ekki ótvírætt í iögum að þetta megi, - er nú í afgreiðslu hjá ráðuneytinu. Útsvar lækkar - á kostnað hinna tekjulægri - Hins vegar vil ég nefna að útsvar hefur verið lækkað úr 12,1 í 11 prósent. Þetta er ákvörðun sem tekin var í ráðuneytinu og hefur í för með sér að tekjuhæstu mennirnir fá mesta lækkun. Til að vega á móti tekjumissinum hækkar bærinn afnotagjöld af op- inberri þjónustu; bókasafn, sundlaug, leikskóli. Það er inn- heimt hjá þeim sem síst á. að taka af, ungu fólki, lágtekjufólki og eldri borgurum. Þetta er mesta stefnubreytingin á þessum tíma. Þessi litlu sveitarfélög eins og okkar hafa varla bolmagn til að standa undir þessari sjálfsögðu þjónustu. Eru illa sett og vantar tekjustofna. - Baráttumál Alþýðubanda- lags í bæjarstjórn, - þar er af ýmsu að taka. Það þarf til dæmis að gera verulegt átak í málefnum aldraðra. Hér er ekkert nema sjúkraskýli fyrir utan söluíbúðir sem nú hafa verið í byggingu í sjö ár. Þær eru alltof fáar og margt gamalt fólk hefur ekki efni á að kaupa þær. Hér er líka verk að vinna í skólamálum. í Bolungarvík er bara grunnskóli, og það er afleitt að missa krakkana héðan fimmtán ára. Staðan í þessum skólamálum verður líka til þess að við missum fjölskyldur úr bænum, fólk fylgir börnunum suður í skóla. Hér þyrfti að koma upp vísi að framhaldsskóla. - Eitt af helstu verkef num er að tryggja lýðræði í stjórn bæjarins. Fulltrúar þar þurfa að vera að minnsta kosti níu, og það þarf að gera bæjarstjórnina að raunveru- legri valdastofnun í stað þess að völdin liggja nú hjá bæjarráðinu og bæjarstjórnin er aðeins af- greiðslustofnun. Minnihlutinn verður að hafa sinn rétt, hvernig sem hann er svo skipaður í hvert skipti. Örfáir ráða - En það einkennir Bolungar- vík öðru fremur að örfáir menn ráða hér nánast öllu í atvinnulífi, h'ka peningastofnuninni, Spari- sjóðnum,- þettaer ákaflegamið- stýrt vald og fámennt. Þetta er orðið þannig að hér er komin á- kveðinstöðnun.Þaðþarf að fá inn ný fyrirtæki og óháða aðila, - það er forsenda uppgangs. Bærinn gegnir engu hlutverki í atvinnu- málum í Bolungarvík, en gæti vel beitt sér beint og óbeint. - Maður verður var við að í þessu bæjarfélagi einstaklings- framtaksins vantar nánast alla samkeppni! Það er til dæmis ekk- ert kaupfélag. Samvinnuhreyf- ingin er ekki til í Bolungarvík. Menn eru að vísu að hugsa málin, en ekkert hefur verið fram- kvæmt. Leikskóli - loksins - Eitt af fáum málum þar sem við í Alþýðubandalaginu höfum haft áhrif er bygging leikskóla. Það var mikið lagt uppúr því að ná samstöðu um fjárhagsáætlun í fyrra, og ég setti það skilyrði fyrir samkomulagi að fjárveiting til leikskóla yrði hækkuð svo mikið að það dygði til að ljúka honum. Hann er núna búinn. Fullnægir ekki alveg eftirspurn. Leik- skólinn er raunar framtak fé- lagasamtaka að miklu leyti, það komst engin hreyfing á þetta mál fyrren áhugamenn buðu fram að- stöðu og vinnu, - og þá tók bæj ar- stjórnin loksins við sér. Raunhæfa lands- byggðarstefnu! - Ég hef trú á því að okkur takist að bæta við okkur fylgi hér í Bolungarvík. Við fengum 85 at- kvæði í kosningunum síðast, og menn hafa tekið eftir okkar mál- flutningi. Við eigum hljómgrunn. Ég vil hinsvegar koma því að í Þjóðviljanum sem flokksmaður að Alþýðubandalagið þarf að fara að hugsa alvarlega um að Pessi með skottið! SUÐURLANDSBRAUT 16 - SIMI 35200 Föstudagur 13. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.