Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 19
SKAK 2. umferð mánudagur 25. júní 1. Karpov - Anderson V2-V2 2. Kasparov - Timman V2-V2 3. Polugajevsky - Kortsnoj 0-1 4. Tukmakov - Ljubojevic 1-0 5. Waganjan - Ribli V2-V2 6. Beljavsky - Serawan 1-0 7. Romanischin - Nunn V2-V2 8. Razuw iyev - Hubner V2-V2 9. Jusupov - Miles V2-V2 10. Sokolow - Torre 1-0 Eins og sjá má af úrslitum þess- arar umferðar voru Sovétmenn í miklum ham og tókst að knýja fram tveggja vinninga forskot með 6-4 sigri sínum. Heimsliðið mætti óbreytt en tvær skiptingar voru gerðar í herbúðum Sovét- manna, á fjórða borð kom Tuk- makov í stað Smyslov og á sjö- unda Romanischin í stað Tal. Mikil barátta var í mönnum og aðeins þrjár af skákunum enduðu fljótt með jafntefli. f>að verður að teljast nokkuð gott þegar svo sterkir skákmenn eru samank- omnir. Heimsmeistarinn Karpov tók sér „frí“ enda ánægður með úrslit 1. umferðar. Anderson hafði ekkert á móti slíkum tilburðum og uppskeran varð 17 leikja teor- ískt jafntefli í drottningarindver- skrivöm þar sem Karpov varði svörtu stöðuna. Sama friðsemin varð uppi á teningnum hjá Kasp- arov og Timman þó skákin entist aðeins lengur. Timman brá sér í gervi heimsmeistarans og beitti Tartakoverafbrigði drottningar- bragðs en það notar Karpov mjög Sovétríkin-Heimurinn 2. hluti gjaman. Skiljanlega vildi Kasp- arov ekki ljóstra upp neinum leyndarmálum fyrir einvígið í haust og tók því mjög veiklulega á móti. Vegna þess mikla áhuga sem skákir þessara kappa vöktu mun ég láta skákina fara hér á eftir án skýringa. Dxb4 21. Rd4 Da4 22. Rxc6 Dxc6 23. Hcl Re5. 24. De7 jafntefli. Gamla kempan Kortsnoj hélt uppi heiðri heimsiiðsins með því að yfirspila Polugajevsky á öllum sviðum. Það var ljóst þegar í upp- hafi skákarinnar að Kortsnoj var í vígahug, hann setti Polu í mik- Tukmakov (hvítur) sá sér leik á borði: 29. Rxc6! vinnur peð og þar með skákina, riddarinn er friðhelgur t.d. 29.-Bxc6 30. He6 Hac8 31. axb5 og hvítur vinnur. Ljubo tókst að koma skákinni í bið en ákvað að gefast upp án frekari taflmennsku. 1P w w n XKJLSX * Xfllil Wm m ■ ■ mx mm í aí i i Á Pá* mm m m n \Wf km mmmm mbi^m ■ P g. A m ÍlÉ H P B B B . fé ■ flij&JÉ láÉ UH !U mf H!l A imm <] ö' aoti mám tma as p ö p Á & : S 2 1É MÉM * r wéii- Stöðumynd númer 1 Hvítt: Kasparov Svart: Timman Drottningarbragð, a la Tarta- kover. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bg5 0-0 6. e3 h6 7. Bh4 b6 8. Hcl Bb7 9. cxd5 10. Rxd5 Bxd5 11. Bxe7 Dxe7 12. Be2. Hc8 13. 0-0 c5 14. dxc5 Hxc5 15. Hxc5 Dxc5 16. Da4 Bc6 17. Df4 Rd7 18. b4 Df8 19. Dc7 Hc8 20. Dxa7 Stöðumynd 2 inn vanda með frumlegri tafl- mennsku. Polu sem þekktur er fyrir þekkingu sína á hefðbundn- um leiðum vissi ekki sitt rjúkandi ráð og féll á tíma í 40. leik með gjörtapað tafl. Ljubojevic tefldi full glæfra- lega gegn Tukmakov og eftir 28 leiki kom þessi staða upp. Sjá stöðumynd 1 LESENDUR Um fjölskylduharmleiki á síðum blaðanna 1720-0022 hringdi: Ég vil þakka Pjóðviljanum fyrir að velta sér ekki upp úr stór- slysum og fjölskylduharm- leikjum. Umfjöllun blaðsins í gær, þriðjudag, um hvort síðdeg- isblaðamennskan hér eigi rétt á sér finnst mér tímabær og vil taka undir hana. Ein af ástæðum þess að ég les Þjóðviljann er einmitt sú að þar þarf ég ekki að flýta mér að fletta yfir slysamyndir og flenni- stórar fyrirsagnir af harm- leikjum. Mér líður verulega illa þegar ég sé slíkt í blöðunum og reyni að fletta hratt fram hjá. Ég hef sjálf orðið fyrir því að lenda í erfiðieikum sem þóttu blaðamatur fyrir nokkrum árum síðan. Ég fékk ekki taugaáfall fyrr en nokkrum dögum eftir at- burðinn þegar ég sá hvernig fjall- að var um málið í blöðum. I einu þeirra var því sem hefði getað gerst slegið upp í 5 dálka fyrir- sögn. Það er hrikalegt að blöðin leyfi sér að gera fólki slíkt. Ennþá kemur fyrir að mig dreymir þessa fyrirsögn. Með þökk fyrir birtinguna og von um frekari umræðu á síðum blaðanna um blaðamennsku og fréttamat. MINNING Þorlákur V. Guðgeirsson /. 23. janúar 1921 d. 7. júíí 1984 Látinn er föðurbróðir okkar, Þorlákur Guðgeirsson bóistrari, Ásgarði 59, Reykjavík. Hann lést í Landspítalanum 7. júlí s.l. eftir ellefu vikna sjúkrahúsvist. Lalli frændi, eins og við köll- uðum hann iðulega, var í þennan heim borinn 23. janúar 1921, sonur hjónanna Guðrúnar Sig- urðardóttur og Guðgeirs Jóns- sonar bókbindara, sem lifa son sinn. Lalli giftist Kristínu Jóhannes- dóttur árið 1945 og eignuðust þau fimm börn, Valgeir f. 1945, Guð- geir f. 1947, Ásgeir f. 1948, Sig- valdi Geir f. 1953 og Kolbrún f. 1956. Lalli og Stína hófu fyrst búskap hjá afa og ömmu á Hofsvalla- götunni, en fluttu síðar inn að Bústaðavegi og 1957 í Ásgarðinn, þar sem Lalli bjó alla tíð síðan. En Kristín lést síðla árs 1966. Lalli hóf nám og störf sextán ára að aldri hjá móðurbróður sín- um Helga Sigurðssyni húsgagna- bólstrara. Síðar starfaði hann hjá Herði Péturssyni húsgagnabólstr- ara og síðast starfaði hann hjá Gunnari Helgasyni, en við verk- stæði hans var Lalli allt fram að veikindum sínum. Árið 1969 byrjaði Lalli öku- kennslu samhliða störfum sínum hjá Gunnari. Við yngri bræðumir nutum þeirra ánægju að hafa hann sem læriföður við ökunám okkar. Við kennsluna komu vel fram helstu persónueinkenni hans, kímni og yfirvegun. Mistök lærlingsins voru leiðrétt þannig, að yfirsjónin var gerð honum ljós, rólega en ákveðið, og gjaman klykkt út með gaman- yrði. Og eftir sat nemandinn nokkuð ánægður með sinn hlut, enda sama vitleysan sjaldnast gerð tvisvar. Þannig er háttur góðra fræðara. Heimsóknir Lalla í Háagerðið em stór hluti æskuminninga okk- ar. Enda var kímnigáfa föður okkar og Lalla sem ein, og oft- lega ógleymanlegar þær uppá- komur þegar þeir lögðu saman. Með þessum fáu orðum viljum við þakka Lalla hans góðu fylgd, er við munum ætíð minnast með þakklæti. Við sendum afa og ömmu, sem nú hafa misst tvo syni á einu ári, dýpstu samúðarkveðjur. Börnum Lalla, tengdabömum, barnabörnum, systkinum og öðr- um ættingjum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng verða okkur öllum nokkur hugg- un. Einar Már, Rúnar Gcir og Sigurður Örn. Stöðumynd 3 Hin mikli baráttuskákmaður Waganjan lét sér fátt um finnast og samdi átakaiaust jafntefli við Ribli í 19 leikjum. Aðra sögu er að segja af landa hans Beljavsky. Þó að hann hafi fari illa með Seirawan í fyrstu umferð voru hörmungar Bandaríkjamannsins ekki á enda: Hvítt: Beljavsky Svart: Seirawan Móttekið drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 c5 5. d5 e6 6. e4! exd5 7. e5! Rfd7 (7.-d4 8. exf6 dxc3 9. Dxd8+ Kxd8 10. Bxc4 lýtur ekki vel út fyrir svartan. 7.-Re4 er heldur ekki nein endurbót 8. Dxd5 Rxc3 9. Dxd8+ Kxd8 10. bxc3 Bec3 Be6 11. Rg5 Rd7 12. Rxe6 fxeó 13. f4! og hvítur stóð betur í skákinni Gligoric-P. Nic- olic Niksic 1983.) 8. Bg5! Be7 9. Bxe7 Dxe7 10. Rxd5 Dd8 11. Bxc4 ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng (Allt er þetta samkvæmt með- mæltum Petrosjans sem er mikill sérfræðingur í þessari byrjun.) ll.-O-O 12. Dc2 He8 13. 0-0-0 Rxe5 14. Hhel Rbc6 15. Rxe5 Rxe5 16. Bb5! , ! Sjá stöðununynd 2 (Þegar ég leit á þessa skák fyrst fannst mér eins og ég kannaðist eitthvað við þessa stöðu. Ég fór að gramsa í hirslum mínum og viti menn! hún kom upp í skáirinni Salow - Radulov á Minningar- móti Kotov fyrr á þessu ári. Eitthvað hefur Seirawan verið latur við að lesa því staðan er vitavonlaus á svartan.) 16.-He6 (Radulov reyndi 16.-Bg4 en tap- aði fljótt eftir 17. Bxe8 Bxdl 18. Hxdl c4 19. Df5! Dxe8 20. Rc7 g6 21. Df6 Rd3+ 22. Hxd3 Dc8 23. He! 1-0 23.-Dxc7 24. He7.) 17. Rf4! Df6 18. Dd2 g6 19. Dd8+ Kg7 20. Rxe6+ Bxe6 21. Dxa8 og með slíka liðsyfirburði varð Belj- avsky ekki skotaskuld úr að inn- byrða vinninginn, ódýr punktur. Skákirnar á 7. og 8. borði að vísu spennandi en hvorugum tókst að þvinga neitt sér í hag og skipting vinningsins óumflýjan- leg. Sjá stöðumynd 3 Eftir 18. leik Miles gegn Jusup- ov sá Sovétmaðurinn athygli- sverðan möguleika í stöðunni. 18.-Bxe3? 19. fxe3 Bb5+ 20. Kgl Dxe3+ 21. Kh2 (21. Df2?? Dxcl+) Hc5 (Því miður strandar 21.-Rg4+ 22. Kh3 Rf2+ 23. Kh2 Rxhl á 24. Dh7+ Kf8 25. Dh8+ 26. Rd5!!+ exd5 27. Hxc8 Hxc8 28. Dxc8 og svarti riddarinn á hl fellur!) 22. Rh4! Rg4+ 23. Kh3 Rf2+ 24. Kh2 Bd3 25. Da4! Hc4 26. Hhel! og Jusupov tók þann kost vænstan að þráskáka, hárná- kvæm vörn hjá Miles. Sokolow, hinn ungi, fékk upp- reisn æru eftir tapið í fyrstu um- ferð, tefldi eins og Sovétmeistara sæmir og Torre sá ekki til sólar er hann varðist gegn Spánska leiknum eins og svo oft áður. Sem sagt staðan eftir tvær um- ferðir Sovétríkin 11-Heimsliðið 9. .seW^ .sWP1 Dúlíci Snorrabraut 22 Svo skal böl boeta MEGAS TOLU BEGGI KOMMI BRAGI gramm Lauð^vegur17 Simi 12040 n?) Allt á sínum staö meö ihRHHOH skjalaskáp Föstudagur 13. júli 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 19 Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö viökomandi góöfúslega aö hafa samband viö oKKur sem allra fyrst og munum viö fúslega sýna fram á hvernig IhHHHOH sKjalasKápur hefur ,,allt á sínum staö". Otsölustaðir: ÍSAFJÖRÐUR, Bókaverslun Jónasar Tómassonar. BORGARNES, Kaupfélag Borgfírðlnga. SAUÐÁRKRÓKUR, Bókaverslun Kr. Blöndal, SIGLUFJÖRÐUR, Aðalbúðin, bókaverslun Hannesar Jónassonar. AKUREYRI, Bókval, bóka- og ritfangaverslun. HÚSAVÍK, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. ESKIFJÖRÐUR, Elís Guðnason, verslun. HÖFN HORNAFIRÐI, Kaupfélag A-Skaftfellinga. VESTMANNAEYJAR, Bókabúðín. EGILSSTAÐIR, Bókabúðin Hlöðum. REYKJAVÍK, Penninn Hallarmúla. KEFLAVÍK, Bókabuð Keflavikur. OlAfUR GlSlASOM & CO. ilf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 JJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.