Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 7
HEIMURINN Bankakerfi án vaxta í Iran Klerkaveldið reynir að samrœma kröfur Kóransins og þarfir nútíma peningakerfis. Vextirnir heita bara öðru nafni, segja gagnrýnendur. Konur hylji andlit sin, bankar lúti Kóraninum... Klerkaveldið í Iran hefur ekki aðeins skipað konum að bera blæju, látið handhöggva þjófa og berja áfengisneyt- endur til óbóta. Þar er verið að gera mjög sérstæða tilraun í bankamálum. Hið íslamska bankakerfi, sem verið er að taka upp, fylgir fyrirmælum Kóransins, sem bannar að taka vexti af lánum og inn- eignum. Þess í stað er tekið upp kerfi sem felst í „þjón- ustugjaldi fyrir lán, eða því að lánveitandi fær vissan hluta af hagnaði lántakanda. Allt frá því keisaranum var steypt af stóli í byltingunni 1979 hefur verið unnið að því að sam- ræma bankakerfið fyrirmælum spámannsins. Það hefur gengið upp og ofan - að sönnu eru fleiri sagðir eiga bankareikninga en áður, en heildarinnistæður hafa mjög skroppið saman og kann það að stafa af efnahagslegri óár- an í landinu, miklum herkostnaði og fleiru. En nú í mars hófst um- þóttunartímabil sem á að standa í 14 mánuði og að því loknu á ís- lam að hafa eignast sitt banka- kerfi í íran. Breytt staða Viðskiptavinir banka í íran munu eiga tveggja kosta völ. Annarsvegar fá þeir ávísana- reikning og aðra skylda þjónustu til skamms tíma - og fá hvorki vexti né greiða. Ellegar þeir fá sér innistæðureikning eða fjárfest- ingarreikning til lengri tíma og fá síðan vissa hlutdeild í gróða bankans af lánastarfsemi í heild. Seðlabanki landsins mun kveða á um lágmarkshagnað af innistæð- um, en ekki er enn vitað um hvaða prósentu verður að ræða. Staða lántakanda breytist mjög. Þeir munu ekki fá lán til ákveðins tíma gegn ákveðnum vöxtum. Þeir munu fá vaxtalaus lán, en verða síðan að greiða þjónustugjald svonefnd til bank- ans eða láta bankann fá hlutdeild í arði síns fyrirtækis. Þetta getur svo annarsvegar þýtt það, að bankarnir fái meiri rétt til af- skipta um rekstur lántakandans en áður þekktist'- en hinsvegar munu einstaklingar eða fyrirtæki sem tapa fé eftir að hafa gert lánasamning við banka um skipt- ingu hagnaðar ekki verða skuld- bundin til að endurgreiða skuld- ina. Þetta getur þá þýtt aukna þátttöku bankans í áhættu. Klerkarnir sem íran stjórna vona að þetta nýja kerfi muni fá sanntrúaða Múslíma til að nota banka í vaxandi mæli. En fyrst verða þeir að ná niður verðbólg- unni (sem nú er um 20%) - ann- ars hefur fólk lítinn áhuga á að spara og þeir sem peninga hafa aflögu munu, eins og nú er siður, flýta sér að koma þeim í einhver áþreifanleg verðmæti. Engar reglur Eins og að líkum lætur líst ekki öllum á þessar fjármálablikur, þótt gagnrýni fari ekki hátt í íran ajatollanna. Haft er eftir bisness- mönnum, að það sé að vísu hægt að fá núna vaxtalaus lán - en það þýði bara að bankinn taki sér rétt til að vera með sína fingur í rekstrinum. Auk þess segja menn, eins og vonlegt er, að vex- tir verði áfram við lýði í hinu ís- lamska bankakerfi - þótt þeir séu dulbúnir sem þjónustugjald eða lágmarkstrygging fyrir hlutdeild í hagnaði. Þeir minna á það, að þegar Múhammeð var og hét á sjöundu öld, þá hafi eyðimerkur- búar Arabíuskaga hvorki þurft að glíma við banka né heldur verðbólgu, og því sé það út í hött á tuttugustu öld að reyna að taka bókstaflega fyrirmæli Kóransins sem bannar að taka vexti af dauðu fé. (Kaþólska kirkjan hafði líka mikið á móti vöxtum og annarri „okurstarfsemi" fyrr á öldum - en nú er svo komið að Vatikanið rekur meiriháttar bankastarfsemi, sem stundum hefur illræmd orðið). Þeir sem gagnrýna hið nýja kerfi segja einnig sem svo, að með því séu afnumdar allar skynsamlegar reglur um það hver skuli fá lán. Þess f stað komi upp allskonar klíkuskapur og þar með spilling sem sé verri en hin fyrri, því það verði fyrst og fremst geð- þóttaákvörðun bankastjóranna hver situr að hinum „vaxtalausu" lánum íslams. ÁB byggði á South. Einn af fyrrverandi vinum ajatolla Khomeinis, alvalds í íran, ajatolla Tehrani, heldur því fram, að Khomeini sjálfur stjórni stríðinu gegn írak og að helsta markmið hans sé að skapa stórveldi áttatíu miljóna sanntrúaðra, sem væri stær- sti olíuframleiðandi heims og hefði gífurleg tök á efnahags- lífi heimsins. Tehrani er nú í útlegð hjá erkiféndum Khom- einis í Bagdad. Tehrani segir í viðtali sem fyrir nokkru birtist í vesturþýska viku- ritinu Spiegel, að Khomeini ák- veði sjálfur hvenær áhlaup skuli gerð á vígstöðvunum og tefli síð- an liði sínu fram með svipaðri grimmd og áður gerðu Mongólar og Tatarar. Hann hefur það eftir nánum trúnaðarvini Khomeinis, Rafansjani þingforseta, að ef fran geti lagt undir sig írak, þá muni klerkabyltingin upp frá því stjórna fjölmennu olíurisaveldi sem hefði „gífurlegt vald yfir heimsbúskapnum“. Saudi- Arabía væri sem lömuð og litlu ríkin við Persaflóa munu „falla oss sem dúfur í skaut“. Trú barna misnotuð Tehrani gerir minna úr trúar- ákefð íranskra hermanna. Hann segir að annarsvegar misnoti Khomeini trú bama og unglinga sem eru send í stríðið með fyrir- heit um skjóta Paradísarvist. Hinsvegar séu hermennirnir reknir áfram af byltingarvörðun- um svonefndu - sá sem ekki vill berjast er skotinn. Byltingar- verðirnir eru svo hvattir til dáða, segir Tehrani, með því að þeir fá betra húsnæði og ýmiskonar aukagreiðslur fyrir sína iðju. Tehrani heldur því einnig fram, að Khomeini viti vel af þeim pyntingum og morðum sem Khomeini ætlar að koma á fót olíurisaveldi íranskur ajatolla í útlegð fordœmir klerkaveldið. Khomeini leggur blessun Kóransins yfir pyntingar og morð Ajatolla Khomeini og sonur hans Ahmed: „sá svarti Satan“ ræður æ meiru...“ byltingarverðir hans hafa framið í stómm stíl á raunverulegum og ímynduðum andstæðingum. Hafi Khomeini réttlætt pyntingarnar með tilvísun til nauðsynjar Islam- strúar og til múhameðskra laga. Tehrani segir að hér sé um fölsun á fyrirmælum Kóransins að ræða, þar sé kveðið á um vissar refsing- ar fyrir tiltekin afbrot, en þar sé ekkert um refsingu áður en sekt er fundin og ekkert um pynting- ar. Samsæri Tehrani hefur það eftir Khom- eini, að útsendarar hans séu að verki í Líbanon og víðar og hafi þeir staðið fyrir sjálfsmorðsárás- unum á franska og bandaríska hermenn í Beirút. Hann heldur því líka fram, að í íraríséu starf- andi þrjár búðir sem þjálfa stuðn- ingsmenn Ajatollans úr hinum ýmsu löndum. Hann heldur því einnig fram að hertaka banda- ríska sendiráðsins í Teheran og gíslatakan hafi gerst að fyrirmæl- um Khomeinis og sonar hans Ahmeds. Tehrani liggur sérlega illt orð til Ahmeds, sem hann segir að taki æ meira að sér að stýra ríkinu - enda sé faðir hans gamall orðinn og mjög lasburða. Tehrani kallar Ahmed reyndar „þann stóra Satan“ - en það er nafngift sem Khomeini og hans menn hafa haft um Bandaríkin - og nú um hríð um Sovétríkin einnig... Tehrani heldur því einnig fram að um allnáið samstarf hafi verið að ræða milli Khomeinis og So- vétríkjanna bæði þegar keisaran- um var steypt af stóli og fyrst eftir það. En þegar styrjöldin milli ír- aks og írans var komin á það stig, að írakar voru hraktir frá írönsku landi og engu líklegra en að þeir mundu tapa stríðinu, þá hafi So- vétmenn seð sig tilneydda til að taka aftur upp vopnasendingar til íraka, sem höfðu í mörgum greinum verið bandamenn þeirra. Það hafi Khomeini ekki getað fyrirgefið og tekið til við að uppræta hinn Moskvuholla kom- múnistaflokk írans, Tudeh... Það var leiðinlegt, segir þessi fyrrverandi vinur og samherji Khomeinis að lokum, að keisar- anum tókst ekki að myrða hann. Þá hefði hann alltaf haldið sínum vinsældum... Ajatollah Tehrani átti áður náið samstarf við Khomeini þeg- ar þeir báðir voru í andstöðu við keisarann. Khomeini bauð hon- um ýmis metorð eftir byltinguna, en Tehrani var einn þeirra sem leist ekki á höfuðklerka í ráð- herrastólum, ættu þeir að sinna öðrum verkefnum. Tehrani var 1981 settur í fangelsi og síðar stofufangelsi fyrir andóf sitt. í mars flúði hann til höfuðfénd- anna í írak og eys þaðan eldi og brennisteini yfir „falsspámann- inn“ Khomeini. -ÁB endursagði. Föstudagur 13. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.