Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 12
LANDÐ Pandalus borealis Soðið, pillað fryst og pakkað... Rœkjuvinnslan œ viðameiriþáttur í vestfirskrifiskvinnslu, — en vitum við nóg? Þetta er rauði baerinn núna, segir farandsjómaður á ísa- firði og er ekki að tala um pó- litík. Iðnaðarmaður í Bolung- arvík: Ætli þeir klári hana ekki eins og hinar tegundirnar, mér sýnist það á djöfulgang- inum í þeim. Rækjan er vin- sælt samræðuefni á Vest- fjörðum um þessar mundir og engin furða. í síðasta mánuði var rækjuaflinn þar meiri en þorskaflinn, og á þessu ári hafa vestfirðingar veitt tæpan helming af landsafla. 5.278 tonn samkvæmt Fiskifé- laginu, 1.600 tonnum meira en í fyrra. Rækjustöðin hf. á ísafirði er ein af fimm rækjuvinnslum í bæn- um. í nágrenninu eru svo þrjár til viðbótar, á Bolungarvík, Súðavík og Hnífsdal. Rækjustöðin er nokkurn veginn af meðalstærð, var okkur sagt, starfsmenn á þriðja tug, en margar kvennanna vinna hálfan daginn. Þarna eru nú unnin milli fimm og sex tonn á dag, en ein þriggja pillunarvéla er í viðgerð. Þeir sem hafa kynnst rækjunni best í majónesi milli brauðsneiða viti þetta: Aflanum er landað ís- uðum í kössum beint í kæli rækju- vinnslustöðvarinnar. Ekki má geyma hana meira en fimm daga í ís. Vinnslan er hafin með þvotti til að ná af henni óhreinindum, síðan er rækjunni dælt uppí potta og soðin þar. Þaðan fer hún í pill- unarvél og rennur þar milli sí- valninga sem snúast í sífellu og núa burt skelinni. Þaðan á rækjan að koma alpilluð, en alltaf verður Sigurður Ólafsson við eina af pill- unarvélunum. eitthvað eftir, og næst fer hún á færiband þar sem mannshöndin (les: kvenhöndin) fullkomnar verkið. Af færibandinu rennur rækjan í saltpækil og liggur þar í fimm til tíu mínútur, - það er til bragðbætis. Loks er rækjan fryst við þrjátíu gráður, og svo pakk- að í poka sem eru settir í kassa og fluttir út til Bretlands, Þýska- lands og Danmerkur. Sigurður Ólafsson verkstjóri sýnir Þjóðviljamönnum þennan gang og segir afla undanfarið frekar tregan. Hafísinn hefur háð veiðum, lokað til dæmis Hólfinu svonefnda, og framanaf var mikil grálúða á miðunum. „Sem étur rækjuna?" er spurt, og svarið er að þekking á rækjunni og rækju- stofnum sé alltof lítil, það vanti rannsóknir, - fiskifræðingarnir fylgja þessu varla nógu vel eftir. - Matið er mjög strangt, segir Sigurður, en kröfur á markaði eru miklar og matsmenn ekki of harðir að mínu mati. Við hrúgur af rækjuskel vakna spurningar um nýtingu. Það er talið gott að unnin vara sé um fjórðungur af hráefnisþyngd. Urgangurinn nýtist ekkert að ráði. Menn hafa velt því nokkuð fyrir sér en engin góð lausn er enn fundin. Bændur hafa notað úr- ganginn sem áburð, og hann er talinn geta komi að góðu gagni við laxeldi. Og Mjölvinnslan í Hnífsdal mun nú vera að athuga hvernig gefst að vinna þetta í mjöl. Á ísafirði er nú fjöldi aðkomu- báta á rækju, en Rækjustöðin og tvær aðrar vinnslur hafa verið með togara á veiðum, fyrst Haf- þór og nú Snorra Sturluson að sunnan meðan sett eru frystitæki í Hafþór. Kynnisferð um Rækjustöðina lýkur með kaupum á einum af tveggjakílóapokunum sem þar er verið að pakka; prýðileg út- hafsrækja, og pandalus borealis veiðist vonandi ekki upp á næst- unni. Landað úr Vonlnni. Handpillað þar sem vélunum slepplr. Flugfélagið ERNIR ísafirði Áætlun frá ísafirði til: Suöureyrar Flateyrar Ingjaldssands Þingeyrar Bíldudals Patreksfjaröar Bílaleiga í Reykjavík og á ísafirði Útvegum einnig bíla á alla staöi sem flugfé- lagið hefur flugáætlun til, meö dags fyrirvara. Leigu- fragt og sjúkra- flug. Sími 94-4200 EFTIR SNORRA Hornstrandir hafa iongum vakið forvitni manna og í Hornstrend- ingabók Þórleifs Bjarnasonar er sagt frá fólkinu sem bvggði þaer. Bvggð lagðist þar alveg af uppúr 1960, én árið 1975 var hluti svæðisins lýstur friðland. Nokkru fyrr tók ferðafólk að sækja þangað til útivistar og gönguferða. Hér er sagt frá helstu almennum gönguleiðum um Hornstrandir og Jökulfjörðu, tíndir saman fróðleiksmolar úr ýmsum áttum og þetta tengt frásögnum Þórleifs. Það er gert með því að birta viðkomandi blaðsíðunúrner í Hornstrendingabók ó spássíðurn þessarar. fasniíöaa 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.