Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Húsnæðiskreppa unga fólksins í viðtali við Þjóðviljann í gær greinir Stefán Ingólfsson hjá Fasteignamati ríkisins frá þeirri hrikalegu húsnæðiskreppu sem blasir við ungu fólki á íslandi. Þegar stærstu árgangar íslandssögunnar eru að koma inn á húsnæð- ismarkaðinn eru lánakjör og kaupskilmálar orðin svo óhagstæð að hæpið er að nokkur venjulegur launamaður geti ráðið við dæmið. Á sama tíma er þrengt gífurlega að þróunar- möguleikum hins félagslega húsnæðiskerfis og stjórnvöld svíkja fyrirheit sem gefin voru byggingarsamvinnufélögum ungs fólks. Stefán Ingólfsson lýsir því að þrátt fyrir minnkandi verðbólgu eru húsnæðiskjörin verri en nokkru sinni fyrr. Þegar verðbólgan var síðast á sama stigi og hún er nú var útborgun- arhlutfallið 50% og eftirstöðvar voru lánaðar til 10 ára með 8% vöxtum. Á þessu ári er ástand- ið hins vegar þannig að útborgunarhlutfallið er 75% og eftirstöðvar eru einungis lánaðar til 4 ára og vextir rúmlega tvöfalt hærri en áður. Hin hrikalega háa útborgun á íslandi er eins- dæmi sé litið til þess sem gerist í nágranna- löndum okkar. í Danmörku myndi sama út- borgun og hér er krafist vegna tveggja her- bergja íbúðar duga fyrir útborgun í þrjú einbýl- ishús. Ungt fólk sem lýkur námi á Norður- löndum getur þar keypt íbúð í góðu meðallagi. Hér á landi á hátekjufólk erfitt með að kaupa íbúð af minnstu gerð ef það hefur ekki átt húsnæði áður. Auk þessara nánast óyfirstíganlegu útborg- unarskilmála verður unga fólkið á Islandi að greiða hæstu raunverulegu vexti sem verið hafa í landinu í hálfa öld eða meir. Hin aukna vaxtabyrði er ekki létt með lengingu lánstíma. öll loforð stjórnarflokkanna beggja í síðustu kosningum um stórfellda lengingu lánstíma og aukningu á lánshlutfalli hafa verið svikin. í viðtalinu við Stefán Ingólfsson kemur einn- ig fram að veðhæfni eigna er orðin mikið vandamál og gamlar og úreltar reglur koma mjög illa við unga fólkið. Einnig skortir mikið á að stjórnvöld móti raunhæfa stefnu varðandi stærðarþróun íbúðarhúsnæðis og nýtingu á eldra húsnæði. Þessar upplýsingar sýna að húsnæðisvandi ungu kynslóðarinnar á íslandi hefur á undan- förnum misserum orðið verri en npkkru sinni fyrr. Þróunin stefnir öll aftur á bak. í stað þess að halda áfram á braut raunhæfra lausna hef- ur núverandi félagsmálaráðherra látið lof- orðaflauminn duga. Unga fólkið fær hins vegar ekki húsnæði út á svikin loforð. Það þarf fjár- magn, samræmda stefnu og framsýnar ákvarðanir. Það er svo eftir öðru í stjórn landsins að fasteignasalarnir skuli nú á einu ári taka til sín um 100 miljónir króna í þóknun fyrir að sinna pappírsvinnu vegna húsnæðiskaupa almenn- ings. Og svo komi Morgunblaðið og hirði 30 miljónir af þessari upphæð fyrir fasteigna- auglýsingar. Slíkar tölur sýna að húsnæðis- vandi unga fólksins er mikil gróðauppspretta fyrir ákveðna aðila í þessu þjóðfélagi. Á einum áratug gætu 200 fjölskyldur eignast húsnæði fyrir þann gróða sem Morgunblaðið fær fyrir fasteignaauglýsingar. Þúsundir gætu leyst húsnæðisvanda sinn ef öllum milliliðakostnaði fasteignasalakerfisins væri varið til að fjár- magna stór skref í húsnæðismálum. Markaðskreddumennirnir standa hins veg- ar vörð um þetta sölukerfi og gróðalind Morg- unblaðsins. Á meðan bíður unga fólkið eftir húsnæði. KLIPPT 0G SK0RIÐ Kjartan vonar „Að því er varðar viðhorf til svonefndrar gjaldtöku fyrir dvöl varnarliðsins hér, þá er stuðning- urinn við það sjónarmið meiri en ég hafði vænst“, sagði Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðu-i flokksins í viðtali við blaðið sitt í vikunni. Engu er líkara en hann hafi beðið hæstvirta kjósendur heitt og innilega um að fylgja sér að málum í gjaldtökumálinu. Fyrirsögn viðtalsins um skoðan- akönnunina er „I samræmi við skoðanir Alþýðuflokksins“. Ekki er þó ljóst hvort um stefnu- breytingu er að ræða hjá Alþýð- uflokknum eða einfaldlega klaufaskap. / víking vestur Alþýðublaðið lét mikinn með ferðalag Karvels Pálmasonar vestur á firði á dögunum. Karveh fór með formann flokksins, Kjartan Jóhannsson til að sýnal Vestfirðingum. Fundir voru aug- lýstir eins og um meiriháttar tí- volí væri að ræða. til að mynda á Patreksfirði og Isafirði. Heyrst hefur að Patreksfjarðarkratar hafi gert út fimm manna sendi- nefnd til að hitta þá Karvei og Kjartan á fundinum á Patró, en ísafjarðarfundurinn mun hafa fallið niður. Kjartan bar sig þó mannalega í viðtali við Alþýðu- blaðið eftir víkinginn vestur - og kvaðst hafa farið á marga vinn- ustaðafundi; hitt þrjú hundruð manns að máli. / víking austur Nýjustu tíðindi úr herbúðum Alþýðuflokksins herma, að nú ætli þeir Karl Steinar Guðnason og Kjartan Jóhannsson að leggja Austfirði undir sig - og Alþýðu- blaðið auglýsir af kappi fundi þeirra þingmanna Reykjanes- kjördæmis eystra. Gárungarnir í Alþýðuflokknum telja að þessi ferð Reykjanesþingmannanna sé meiri háttar pólitískur viðburður. Með ferðalaginu sé verið að gefa til kynna eftirfarandi: 1) Að rit- stjóri Alþýðublaðsins Guðmund- ur Árni Stefánsson verði ekki aft- ur í framboði á Austfjörðum. 2) Að Karl Steinar eða Kjartan verði í framboði eystra við næstu alþingiskosningar. 3) Að efnt verði til skoðanakönnunar á Austfjörðum um það hvor eigi að fara þangað í framboð. 4) Að Guðmundur Árni fái sæti þess sem fer austur á framboðslista krata á Reykjanesi. Engin átök í haust? Karvel Pálmason ritar grein í DV í gær: „Bjarga verkföll ríkis- stjórninni frá eigin snöru?“ Kar- vel segir að stjómarstefnan sé að dæma ríkisstjórnina sjálfa til dauða ,4n þess að aðrir þurfl að koma þar við sögu“. Síðan segir Karvel: „Spurning- in er þvi sú, t.d. fyrir verkalýðs- hreyfinguna, hvort hún telur æskilegt og eðlilegt að halda þannig á málum nú í haust, með átökum á vinnumarkaðinum, að verða við óskum ríkisstjórnar- innar og létta stjórnarstefnunni dauðastríðið og losa hana úr eigin snöru?“ Karvel Pálmason er þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn, formaður verkalýðsfélagsins í Bolungarvík og miðstjórnarmað- ur í ASÍ. í þeirri frægu Varðarræðu Þor- steins Pálssonar sem mjög hetur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vakti ýmislegt athygli, sem for- maðurinn sagði ekki. Þannig var ekki orð að finna um breytingar á ríkisstjórninni, þó svo bæði hann og Friðrik varaformaður Sophus- son hefðu áður gefið til kynna að með endurskoðun stjórnarsátt- málans ætti að verða einhver end- urnýjun á stjórninni. Væntanlega er þögn Þorsteins um þetta atriði vísbending um status quo innan ríkisstjómarinnar í haust. Þeir Þorsteinn og Friðrik fá því að dúsa á þingbekkjum með hinum „almenna þingmanni" einsog þar stendur, meðan Geir og minister Mathiesen ráða ráðum sínum við erlenda tignarmenn og baldna Framsóknarmenn. Fallandi gengi í flokknum Varðarræða Þorsteins Páls- sonar hefur mælst misjafnlega fyrir í Sjálfstæðisflokknum. Þannig skammaði Björn Þór- hallsson varaforseti ASÍ Þorstein eins og smástrák í fjölmiðlum vegna áformanna um vísitölu- bannið. Og í gær tekur Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍU við og gerir hálfgildings grín , að Þorsteini vegna ummæla hans í ræðunni um stöðugt gengi. Kristján segir: „Menn geta svo sem sett sér svona háleit markmið en þeim verða þá að fylgja að- gerðir á öðrum sviðum. Það er ekki hægt, eins og nú er að gerast, að verslun og þjónusta séu alger- lega að skera sig út úr atvinnulíf- inu og hækka sína þætti að því að manni virðist alveg hóflaust.“ Ummæli Kristjáns sýnatvennt: fallandi gengi Þorsteins meðal talsmanna flokksins, - og skömm og fyrirlitningu ýmissa flokks- manna Sjálfstæðisflokksins á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn- ar. Óttast ekki fallöxi Einn áhrifamesti maður í ís- lenskum stjórnmálum, Brement sendiherra Bandaríkjanna, er til viðtals í HP í gær. Hann er spurð- ur: „Fer ekki hrollur um banda- rískan sendiherra þegar Alþýðu- bandalagið kemst í ríkisstjórn?" Brement: „... mig hefur ekki dreymt um hestakerrur og fallöxi þótt Alþýðubandalagið hafi verið í ríkisstjórn. Persónulega myndi ég ekki velja Svavar eða Ólaf Ragnar sem forsætisráðherra, en Bandaríkin eru reiðubúin að eiga vinsamleg samskipti við hvaða lýðræðislega kjörna ríkisstjórn sem er á Islandi“. -óg DJÚÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjórar: Óskar Guðmundsson. Valþór Hlöðversson. Bla&amenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Halldóra Sigurdórs* dóttir, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Amason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphéðinsson, Víðir Siaurðs- son (íþróttir). M Llósmvndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalostur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofuatjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Sfmavarsla: Asdís Kristinsdóttir. Sigriður Kristjánsdóttir Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bíistjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.