Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 18
ÍS Lausar stöður Á skattstofu Vesturlands er laus til umsóknar ein staða fulltrúa til starfa við skattaeftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984. ÍÞRÓTTASTYRKUR SAMBANDSINS Um íþróttastyrk Sambands ísl. samvinnufé- laga fyrir árið 1985 ber að sækja fyrir júlílok 1984 • Aðildarsambönd ÍSÍ og önnur landssambönd er starfa að íþróttamálum geta hlotið styrk- inn. Umsóknir óskast vinsamlegast sendar Kjart- ani P. Kjartanssyni framkvæmdastjóra, Sam- bandshúsinu, Reykjavík. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA FAGVERK S/F Verktakafyrirtæki Sími 26098 1. Sprunguviðgerðir með bestu fáanlegum efnum. Efni þessi standast vel alkalísýrur og seltu, hefur mikla teygju og góða viðloðun. 2. Gerum við steyptar þakrennur og berum í þær þéttiefni. 3. Þök: Tökum að okkur allar viðgerðir og breytingar á þökum, þéttum bárujárn, skiptum um járn o.fl. (erum með mjög gott þéttiefni á slétt þök). 4. Gluggar: Sjáum um allar viðgerðir og breytingar á gluggum. Kíttum upp glugga, setjum opnanleg fög, gler- isetningar o.m. fleira. 5. Málning: Önnumst alla málningarvinnu utan húss sem innan. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð og viðurkennd efni, viðráðanleg kjör og góða þjónustu. Komum á staðinn, mælum út verkið, sýnum prufur og send- um skriflegt tilboð. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 26098. - Geymið auglýsinguna - Tjaldvagnar - Hjólhýsi Höfum til sýnis og sölu nýja og notaða tjaldvagna og hjólhýsi ásamt dráttarbeislum fyrir flestar tegundir bifreiða. Sýningarsalurinn Orlof Bíldshöfða 8. Sími 81944 LATÍÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. Upplýsingar í símum (91) 666709 Sprungu- og þak þétting ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferð AB á Austurlandi Alþýðubandalagiö á Austurlandi efnir til sumarferðar að Dyrfjöllum laugardaginn 21. júlí. Farið frá Egilsstöðum í rútu og einkabílum kl. 9 að morgni. Rúta fer frá Neskaupstað k. 07.30. Gengið úr Njarðvík í Stóruurð við Dyrfjöll. Komið til baka að kvöldi samdægurs. Athugið góðan skóbúnað og nesti til dagsins. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Þátttaka tilkynnist til einhvers eftirtalinna sem fyrst: Sigurjóns Bjarnasonar, Egilsstöðum, sími 1329 eða 1375. Margrétar Óskarsdóttur, Eskifirði, sími 6299. Stefaníu Stefánsdóttur, Neskaupstað, sími 7179 eða 7247. Ferðin er öllum opin. Kjördæmisráð Sumarferð ABR 1984 Sumarferð ABR verður sunnudaginn 19. ágúst. Að þessu sinni munum við fara á Þingvöll. Merkið á dagatalið við 19. ágúst. - Sumarferö ABR - Nánar auglýst síðar. - Ferðanefnd ABR. Alþýðubandalagið Vesturlandi Verslunarmannahelgin - Sumarferð Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst. Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst. Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði - svefnpokapláss - hótelherbergi, eftir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður Erlingur Sigurðarson. í hagstæðu veðri verður farið Sprengisand aðra leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna sem allra fyrst: Akranes Jóna s. 1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Ríkharð s. 7072 - Halldór 7370. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438. Grundarfjörður Ólöf 8811. Stykkishólmur Ómar s. 8327. Dalir Kristjón s. 4175. Kjördæmaráð Á Hvítárvatni. Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð á Kjöl og í Hvítárnes um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst. Sumarferðir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hafa veriö mjög vinsælar. Að þessu sinni verður farið um Kjalveg og tjaldað í Hvítárnesi um verslunarmannahelgina. Lagt verður af stað laugardaginn 4. ágúst, annars vegar frá Siglufirði og farið um Hofsós og Sauðárkrók, en hins vegar Hvammstanga um Blöndu- ós. Allur hópurinn mætist við Svartárbrú í Langadal kl. 10.30. Síðan liggur leiðin um Blönduvirkjunarsvæðið og Hveravelli suður í Hvítárnes suð- austan Langjökuls. Daginn eftir verður sérstök ferð farin í Kerlingarfjöll fyrir þá sem vilja. Kvöldvaka verður í ferðinni. Á mánudaginn verður ekið af stað heim á leið og ýmsir markverðir staðir skoðaðir. Ferðin kostar 1200 kr. en börn og unglingar undir 14 ára aldri græöa hálft gjald. Nánari upplýsingar gefa: Sverrir Hjaltason Hvammstanga (s: 1474), Elísabet Bjarnadóttir Hvammstanga (s: 1435), Eðvarð Hallgrímsson Skagaströnd (s: 4685), Guðmundur Theodórsson Blönduósi (s: 4196), Hulda Sigurbjörnsdóttir Sauðárkróki (s: 5289), Stetán Guðmundsson Sauðárkróki (s: 5428), Gísli Kristjánsson Hofsósi (s: 6341), Hannes Baldvinsson Siglufirði (s: 96- 71255) og Ragnar Arnalds Varmahlíð (s: 6128) og Reykjavík (s: 83695). ÆSKULÝÐSFYLKING ALÞÝÐUBANDALAGSINS Frá Æskulýðsfylkingunni í viðbragðsstöðu krakkar! Skaftafell!!—Skaftafell!! Krakkar mínir komiö þið sæl og verið velkomin í sumarferð ÆFAB í Skafta- fell helgina 28,-29,- júlí. Eins og venjulega verður þetta fok ódýr ferð og bráðskemmtileg. Verið í viðbraqðsstöðu eftir nánari auglýsingu hér í flokksdálknum Ferðanefndln. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júlí 1984 Tímarit Víkingurinn kominn út Sjómannablaðið Víkingur er nýútkominn. Að sögn Sigurjóns Valdemarssonar ritstjóra blaðs- ins er Víkingurinn langstærsta sjómannablaðið á íslandi um þessar mundir og fer auk þess til útgerðarmanna og fiskverkenda í landi auk auðvitað sjómanna. í 4. tölublaði 1984 kennir margra grasa og má þar nefna fjörlegt viðtal við Halldór Her- mannsson þar sem hann beinir nokkrum hressilegum orðum til stjórnmálamanna og fiskifræð- inga. Þá er ný þáttur í blaðinu um nýjungar og er Bogi Arnar Finn- bogason umsjónarmaður hans. Kristján Jóakimsson útvegsfræð- ingur skrifar um gulllaxinn, og fjölmargt annað efni er í blaðinu. Víkingurinn kemur út í 5000 eintökum og er blaðið gefið út 8 - 10 sinnum á ári. BRIDGE Það þætti skrítinn fjárhættuspilari sem legði allan sinn sjóð á eina tölu í spilavíti. I bridge gegnir öðru máli, því sumar stöður eru nánast eins og merktur teningur! (eða þannig). Frá Sumarbridge, 7. júní B-riðill (áttum breytt); Norður S AD63 H 983 T 84 L 9874 Vestur S K952 H G T 953 LD10532 Suður S 7 H ADG4 T AKG1062 L KG Hermann og Páll Vald. sátu N/S og við borðið gengu sagnir: Norður Suður Páll Hermann pass (1 hjarta) pass 1 -spaði 3 grönd Útspil hjarta gosi. Suður virti fyrir sér blindan og komst loks að þeirri niðurstöðu að spil sem þetta gæfi fyr- irtaks færi á toppi. Samgangur er þó Vægast sagt lélegur og sagnhafi virt- ist bæta gráu ofan á svart þegar hann gaf fyrsta slag...! (... og bað í hljóði að vestur fyndi ekki spaða svissið eftir sagnir). Vestur skipti í tígul, taldi að þar ætti félagi mestan styrk. Nú, tíglinum var rúllað og vel fylgst með afköstum austurs, sem voru, í þessari röð: hjarta-spaði-lauf-spaði. Ekki var röðin enn komin að spaða innkomunni, hún átti að bíða betri tíma! Lauf gosa var spilað að heiman, drottning og ás. Austur skipti, þving- að í hjarta. Með geigvænlegu sigur- glotti var dömunni spilað. Laut kóng- ur og spaða gosi kom í hjá austri. Hjarta ás og nú var stundin runnin upp. Austur var sannaður með hjarta og spaða í tveggja spila endastöðu og hann vakti í spilinu! Það var vitaskuld málið. Spaða á ásinn og ... birtist ekki hel.. tían. (Það hljóta að vera lög...). Skorin var samt góð. Næst best. Austur SG1084 H K10752 TD7 LA6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.