Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 6
Þetta hefur verið fallegt sumar. Grasið gær, bóndinn slær og sólin glampar á firðin- um, sem ég hef dvalið við um hríð. Fyrir tæpum tvö hundruð árum bjuggu um það bil 20 mannverur á lítilli eyju undir hárri brekki innst við Eyja- fjörðinn. Það vará hinni eigin- legu Akureyri. í brekkunni voru ræktaðar kartöflur, á eyr- inni var verslað. Þar komst danskur kaupmaður yfir lóð og lét byggja á henni nokkur hús í kringum verslun sína. Kaupmaður þessi hét Kyhn og í Sögu Akureyrar eftir Kle- mens Jónsson er fátt um hann að finna annað en að hann hafi verið „einna illræmdastur allra danskra kaupmanna um það leyti. Húsin, sem hann lét reisa voru 1. krambúð, byggð 1793, 2. sláturhús, byggt 1795, 3. íbúðarhús byggt 1795, 23 x 10 álnir. í því voru 2 stofur í norðurenda til faktorsíbúðar, eitt herbergi handa verslunar- þjóni, og eitt handa beyki, búr og eldhús. 4. Mörbúð, 5. Sauðarétt og 6. Kamar.“ íbúðarhúsið stendur enn þann dag í dag, og í hundrað ár hefur það verið kennt við annan mann en Kyhn og betur ræmdan hér í bænum, Eggert Laxda! verslun- arstjóra og kallað Laxdals-hús. Hann var eínna atkvæðamestur borgari á Akureyri á síðari hluta 19. aldar og fram á þá tuttugustu, sat í bæjarstjórn í sautján ár og átti hlut að mörgum framfaram- álum. Hann er sagður hafa verið gestrisinn maður og veitinga- samur og í fyrrnefndri Sögu Ak- ureyrar er ljósmynd úr Lax- dalsgarði frá 1876 þar sem saman eru komnir nokkrir fyrirmenn á jakkafötum og sumir með hatt. (Eggert Laxdal var móðurbróðii Jóns Laxdal tónskálds). Þessii kallar skemmtu sér mest við drykkju og spil í heimahúsum, spiluðu l’hombre (lomber) upp á peninga og stundum tarok og ekki er ósennilegt að einhvern tíma hafi verið slegið í slag í Lax- dalshúsi. Öðru hverju var kvartað um að sukksamt væri í bænum og laus- læti mikið, stúlkur voru bendlað- ar við notkun fóstureyðingar- meðala og samræðissjúkdómar skutu upp kollinum, sem ætíð tókst þó að vinna bug á, en ýms- um þótt tími til kominn að sporna við fótum í þessum litla bæ, sem hlaut kaupstaðarréttindi 1862 með 286 íbúa, en 1884 eru þeir orðnir 639 og þá var ekki seinna vænna að stofna stúku til að vinna á móti syndinni. Goodtemplara- reglan er stofnuð á Akureyri 10. jan. 1884- Félagi Eggerts Laxdal í Laxdalsgarði kringum 1786. Nokkrir mektarmenn samankomnir í garðinum. Laxdalshúsi Steinunn Jóhannesdóttír rœðir við Örn Inga og Sverri Hermannsson ó Akureyri bæjarstjórninni, Friðbjörn Steinsson bókbindari og bóksali var einn aðalhvatamaðurinn í því máli og í húsi hans Friðbjarnar- húsi sem einnig er viðgert og friðað nú og stendur aðeins sunn- ar í bænum en Laxdalshús, var stúkan stofnuð. Og hundrað árum síðar ganga nýjir Laxdælir á fund Friðbjarn- armanna og sækja um leyfi til að veita rauð- og hvítvín í gamla hús- inu Laxdals því í sumar eru aftur komnir gestir í garðinn. Laxdals- hús, sem átti sitt blómaskeið og hrömunarskeið og sofnaði að lokum alveg í nokkur ár hefur nú verið vakið til lífsins á ný. Að því er nokkur aðdragandi. Gísli Jónsson menntaskóla- kennari mun hafa átt frumkvæði að því, að húsfriðunamefnd var sett á íaggirnar á Akureyri fyrir nokkmm árum eða 1977. Það varð hlutverk nefndarinnar að meta, hvaða hús skyldi vernda fyrir niðurrifi og endurbyggja og halda við á ábyrgð bæjarins. Friðuð hús munu nú vera fimmtán að tölu. Eitt þeirra er Laxdalshús. í sex ár hefur verið unnið að endurbyggingu þess undir verkstjórn Sverris Her- mannssonar trésmíðameistara og listasmiðs. Fyrir hverja fúaspýtu, hefur komið valinn viður á ný og nú er verkinu brátt lokið. Örn Ingi Þá víkur sögunni til sveinbarns, sem fæddist í Norðurgötunni á Oddeyri í stríðslok 1945. Strákur sparkaði bolta og gerðist Þórsari eins og aðrir Eyrarpúkar, seinna fór hann í handboita og borðtennis og fluttist á Brekkuna og tekur þannig til orða að hann hafi aldrei hreyfihamlaður verið. Ömmu hans dreymi til nafns og hann var skýrður Örn Ingi. Örn Ingi er þekktur maður hér í bæjarlífinu, einkum á sviði myndlistar, en aðrir íslendingar, þeir, sem enn opna fýrir útvarp kannast einnig við manninn eftir að Ríkisútvarpið tók sér fastan bólstað á Akureyri fyrir tveim árum. í fyrrasumar var hann ásamt Ólafi H. Torfasyni með fróðleiks og mannlífsþátt síðdeg- is á sunnudögum, sem hét Spor- brautin, í vetur gerði hann grein fyrir listalífi á Norðurlandi í laugardagsþætti Sigmars B. Haukssonar. Örn Ingi er maður, sem hugsar hratt og framkvæmir í sama takti, ef ekki enn hraðar. Um páskana var hann að skoða gamla bama- skólann, eitt friðuðu húsanna, sem eru í endurbyggingu, í fylgd byggingarfulltrúa bæjarins Jóns Geirs Agústssonar, því hann var haldinn þeirri hugmynd, að þar ætti að verða myndlistarhús og sýningarsalir, sem mikill skortur er á í bænum. Hann sá að nokkuð langt væri í land með gamla barnaskólann en frétti, hvert megnið af peningunum færi sem nota skyldi til endurbyggingar gamalla húsa, nefnilega í Lax- dalshús. Þeir þangað. Það var byggingarfulltrúinn, sem opnaði fyrir honum, þegar hann skutlaðist þar inn fyrir dyr í fyrsta sinn. Og þá fékk hann köllun. Hann fann að í þetta hús vantaði ekkert nema fólk, hér var staðurinn, þar sem það átti að koma saman, hér átti það að eta og drekka og vera glatt. Nú væri komið hið gullna tækifæri til að breyta bæjarbragnum, þetta hús vildi hann opna og reka í því skjólstæði fyrir mannleg sam- skipti, hingað skyldu menn koma til að sýna sig og sjá aðra, tjá sig, troða upp, syngja, spila á hljóð- færi, gleðjast, örvast, hneykslast. 0' Eggert Laxdal verslunarstjórí (1846- 1923). Hann gekk rakleiðis á fund bæjarstjórnar og á þrem dögum var málið afgreitt af henni, bæjar- ráði og húsfriðunarnefnd. Hann fengi húsið til leigu í eitt ár og gæti orðið forstöðumaður slíkrar stofnunar. Næst var að slá lán fyrir húsgögnum og borðbúnaði og hefja svo rekstur að loknum lágmarks undirbúningi en leika framhaldið dálítið af fingrum fram því ekki skorti hann hug- myndir. Tveim mánuðum síðar, 9. júní s.l. var svo Laxdalshús opnað með pompi og prakt. í Laxdalsgarði Undirrituð sat við borð í garð- inum í hópi annarra gesta daginn fyrir Jónsmessu, þegar sólin sest ekki, allra síst á Norðurlandi. Og þennan dag skein hún sem oftar í sumar brennandi heit og gerði sitt til að bræða hjörtun, ef þau voru ekki bráðin fyrir. Við innganginn stóðu hestar og hestvagn, gamall sveitavagn frá Jótlandi, og ekill bauð fólki að vippa sér upp í og koma í ökuferð norður að Sam- komuhúsinu og inn Fjöruna gegn vægu gjaldi. Inni í húsinu var Hringur Jóhannesson að opna sýningu á nýjum myndum beint úr vinnustofunni í Aðaldalnum. í eldhúsinu stóðu tveir listamenn í kokkaklæðum og bökuðu pönnu- kökur á glænýrri gaseldavél. Annar var Öm Ingi sjálfur, hinn Gulaugur Arason rithöfundur. Þegar hæfilegt þótti, steig Þráinn Karlsson leikari upp á hvítmálað leiksvið undir svörtum vegg og hóf upp raust sína. Hann las nokkur ljóð eftir Heiðrek Guð- mundsson. Síðan tók gamla skáldið sjálft til máls og flutti áður óbirt ljóð. Næst fengu þjón- arnir hvíld frá framreiðslustörf- um og stigu upp á pallinn með hljóðfæri sín. „Hvað em baka- rakonurnar að fara að gera?“, spurði litla dóttir mín og renndi sér á rassinum niður grasbrekk- una. í því lögðu þær fiðlurnar undir vangann og hófu að leika Mozart. Þær voru á svörtum kjól- um með rauðri bryddingu og hvítar svuntur og heita Magnea Guðmundsdóttir kennari við Tónlistarskóla Akureyrar og Halldóra Arnardóttir nemandi við skólann og þriðji meðlimur í þjónatríóinu er Oliver Kentish cellóleikari og tónlistar kennari, enskur að þjóðerni en búsettur hér. Að lokum tróðu upp 5 gell- ur, þar af ein karlkyns undir kjólnum og sungu nokkrar gam- anvísur um þekkta borgara bæjarins. Þær voru tilheyrandi áhugaleikhópi Laxdalshúss sem kallast Svartfugl og heita Margrét Blöndal Björnsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Hólmfríður Bjarna- dóttir, Eva Albertsdóttir og Her- mann Arason. Allt var þetta hin notalegasta skemmtun með kaffinu og lysti- legum pönsunum og á heimleið upp Gilið og Brekkuna hugsaði ég með mér, að fáir veitingastaðir gætu státað af jafn listamanns- lega vöxnu starfsliði. Ég ákvað að reyna að ná tali af pottinum og pönnunni í fyrirtækinu næst, þeg- ar ég kæmi til bæjarins. Það gerði ég svo 10 dögum síð- ar. Viðrœður um nótt Örn Ingi, sem vinnur myrkr- anna á milli, og myrkur er ekkert um þessar mundir, bauð mér að velja, hvort ég ræddi við hann fyrir allar aldir eða eftir lokun undir miðnætti. Ég valdi síðari kostinn, og þegar ég mætti upp úr ellefu stóð hann við vaskinn og þvoði upp, en ég tók viskustykki og þurrkaði. Þannig hófst viðtalið og okkar fyrstu kynni. Talið barst umsvifalaust að bollunum, glösunum og hnífa- pörunum, sem við vorum að þvo og þurrka, af því uppþvottavélin hafði varla undan. Formið á þess- um hversdagslegum hlutum er stundum ákaflega fagurt og það er það í Laxdalshúsi enda valið af kostgæfni og í samráði við einn frægasta atvinnusælkera lands- ins. Þegar síðustu gestirnir höfðu litið við hjá okkur og boðið góða nótt, settumst við með kaffi í þessum fallegu bollum við borð, þaðan sem við sáum út á spegils- skyggndan fjörðinn. Á borðun- um voru vasar með fífu. Örn Ingi hafði sjálfur rennt vasana úr furu, því hann hefur rennibekk undir höndum og hefur gaman af að handleika tólið. Hann prófar allt, rennir vasa og engir tveir eru eins, hann eldar matinn, hefur búið til óteljandi pottrétti, síðan hann var einu sinni með sýningu í Reykjavík og komst að raun um að þar voru karlmennirnir í lista- mannakredsunum allir að hræra í pottunum. Eftir það stúderaði hann kokkabækur í hálfan mán- uð og hófst svo handa. Nú er hann kokkur í Laxdalshúsi og heyrt hef ég að ekki séu allir at- vinnukokkar í stéttinni jafn hrifn- ir af því. En maturinn ku smakk- ast. Ég reyni að átta mig á þessum lágvaxna kvika manni, sem virð- ist hafa óþrjótandi hugmyndaflug og ótrúlega orku, sem varla er beisluð nema til hálfs. Enda seg- ist hann hafa meiri áhuga fyrir því að virkja mannsandann en stór- ár, hann sér meiri ástæðu til að reisa mannver en álver við Eyjafjörð. Hann segist hafa verið með í öllu í myndlistinni hér á Akureyri á seinni árum. Myndlistarfélagi Akureyrar, sem dó, Myndhópn- um, félagsskap áhugamálara, Menningarsamtökum Norður- lands, sem voru stofnuð til að dreifa listinni, miðla upplýsing- um og tækifærum, en gerir ekki meira en að tóra og hann kallar þetta allt hálfgerð líkkistumál og það leynir sér ekki að fram- kvæmdaleysið er ekki við hans skap. „Mér finnst ömurlegt að gera ekki hlutina strax“, segir hann. Ég spyr hann um Rauða húsið og félagsskapinn, sem stóð að því. Nei, þar var hann ekki með. „Það voru yngri krakkar, en þau eru sniðug.“ Hann segist líka hafa reynt gjörninga, sem enginn kollega utan einn kom að sjá. Og hann hefur reynt fleira til að auðga sýningar sínar, stundum hefur hann verið með músik á þeim. Hann dreymir um breiða menningarstarfsemi, þannig ætl- ar hann að hafa það í Laxdals- húsi. Píanóið er komið, fram- reiðslufólkið hefur hljóðfærin meðferðis, á borðunum eru ljóð, borðljóð, eitt nýtt ljóð í hverri 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.