Þjóðviljinn - 15.07.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Page 9
Við göngustígagerð í góðum félagsskap Þjóðgarðurinn í Skaftafelli heimsóttur Þegar ekið er í hlað í Skafta- felli er súld og komið undir kvöld. Mig hálfhryllir við að fara að tjalda, sem ég hef ekki gertsíðan hvítasunnuhelgina 1962, þegarég vartáningur og hélt að lífið væri að mestu fólgið í helgarútilegum. Þessa umræddu hvítasunnu rigndi stanslaust og tjaldið fauk af okkurstelpunum. Síðan hef ég haft megnustu óbeit á öllum vistarverum með stöng- um og stögum. Þar að auki hefur móðir mín, sem á tjaldið að þessu sinni, lýst því yfir að hún hafi aldrei tjaldað þessu nýja tjaldi og viti eiginlega ekkert hvernig eigi að fara að því. Ég er þar að auki búin að aka samfleytt í 7 klukkustund- ir og býsna þreytt í handleggj- unum. Þegar við höfum heilsað upp á landverðina í þjónustumiðstöðinni í Skafta- felli og fengið allar nauðsyn- legar upplýsingar, berum við draslið upp í hornið á tjald- svæðinu, þarsem okkur lang- araðtjalda. í Ijós kemurað framfarir hafa verið miklar í tjaldagerð á þessum rúmlega tuttugu árum sem ég hef ekki fylgstmeð. Viðtjöldum „eftir eyranu“ og komum upp myndarlegu hýsi áörfáum mínútum. Áður en farið er að sofafáum við okkur göngu- ferð inn í þjóðgarðinn og skoðum hinaótrúlegu náttúru í Skaftafelli. Talið er að um 210 tegundir blómplantna og byrkinga vaxi villtar í Skafta- felli og eru suðlægartegundir hér meira áberandi en í flest- um öðrum landshlutum. Við finnum tvær plöntur sem hér eru alfriðaðar, svartburkni, sem vex hvergi nema hér (fannst áður einnig á Búðum á Snæfells- nesi) og klettafrú, sem líkist kín- verskri postulínsstyttu, þar sem hún teygir sig fíngerð og beinvax- in beint út úr klettunum. Blóm- skrúðið í þjóðgarðinum er ólýsanlegt. Við reynum að átta okkur á því hversu margar teg- undir við þekkjum, en stöndum æ ofan í æ á gati. Við erum býsna þreyttar þegar farið er að sofa, en Unnur móðir mín reynir að fræða Unni dóttur- dóttur sína um staðinn upp úr Ár- bók Ferðafélagsins, en sú stutta er með vasadiskóið á fullu og heyrnartólin koma í veg fyrir að Sunnudagur 15. júli 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.