Þjóðviljinn - 15.07.1984, Síða 10

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Síða 10
nokkur þjóðlegur fróðleikur komist þar að. „I want to break free“, er það síðasta sem ég heyri áður en ég sofna. Líkamsrœkt og sólbrúnka fyrlr ekkert Þegar vaknað er næsta dag er komin sól og blíða. Við tygjum okkur snemma og göngum upp stíginn vestan við tjaldstæðið uns við rekumst á hóp af fólki, sem ber grjót. Hér eru sjálfboðalið- arnir að störfum. í sumar var aug- lýst eftir sjálfboðaliðum til þess að vinna við gerð göngustíga í þjóðgarðinum. Hópur Breta er þarna að störfum og nokkrir ís- lendingar hafa unnið með þeim í grjótburði og öðrum hressandi störfum. Við tefjum þetta dug- mikla fólk stutta stund og spjöllum fyrst við Ingva Stefáns- son, verkamann frá Grindavík. „Ég hef unnið mest við fisk- verkun, bæði í saltfiski og í frysti- húsinu og ákvað að taka sumar- ffíið í þetta, þegar ég heyrði við- tal við Tryggva í útvarpinu. Ég var einu sinni á lýðháskóla í Nor- egi og þá kynntist ég umhverfis- vernd og fékk mikinn áhuga á henni. Ég sé sannarlega ekki eftir að hafa komið hingað. Hér hefur maður kynnst skemmtilegu fólki. Við eldum sameiginlega og höf- um það reglulega fínt“. „Já, svona kynnist maður þjóðinni best, með því að vinna með henni", segir Simon Zism- an, landafræðistúdent frá London, sem hér er staddur á ís- landi í annað sinn. „f fyrra ferð- aðist ég í tvær vikur um landið með ferðaskrifstofu, en nú hef ég kynnst fólkinu miklu betur“, bæt- ir Simon við. „ Já, og þú átt að elda með mér í kvöld“, segir SoffífJakobsdóttir, leikari og systir Tryggva land- varðar, en hún hefur unnið þarna í viku og ætlar að vera aðra viku. „Ég mæli með þessu fyrir stressaða Reykvíkinga. Sérstak- lega fyrir þá sem eyða offjár í að erfiða í líkamsrækt og á sólbekkj- um. Hér hefur maður þetta allt fyrir ekki neitt og gerir auk þess gagn í leiðinni," og Soffía tekur hakann og snýr sér að vinnunni. í forsvari fyrir breska hópinn er Brian Jones, landvörður í ein- um stærsta þjóðgarði í Bretlandi, Peak þjóðgarðinum á Norður Englandi, sem 20 milljónir manna heimsækja árlega. „Peak svæðið er friðað af landfræði- legum ástæðum, en alls eru 10 þjóðgarðar á Bretlandi. Við eigum mjög í vök að verjast með þessi svæði, vegna iðnaðar-, skógarhöggs- og landbúnaðar- framkvæmda. Landbúnaðar- stefna Efnahagsbandalagsins krefst aukinnar framleiðslu og það krefst stöðugrar baráttu að halda þessum svæðum frá fram- kvæmdaglöðum athafnamönnum og bændum. En unga fólkið er mjög áhugasamt og fjölmiðlar hafa stutt við bakið á okkur, ekki síst sjónvarpið sem vinnur gífur- lega þýðingarmikið starf við gerð ýmiss konar náttúrulífsþátta. Umhverfisvernd er skylduefni í Svanhildur Jóhannesdóttir landvörður við Svartafoss. skólum og því er unga fólkið oft- ast meðvitað og vel að sér í nátt- úruvernd.“ „Og hvernig er að vinna hér í Skaftafelli?“ „Það er mjög gaman. Þeir sem skipuleggja þetta og vinna hér á staðnum eru mjög hæfir og stað- urinn er einstakur. En það vantar meiri stuðning, bæði frá íslensk- um yfirvöldum og almenningi", sagði Brian. Sue Scott er starfsmaður „Conservations Volunteers" sem eru samtök náttúruverndar- manna á Bretlandseyjum er skipuleggja sjálfboðaliðastarf. Hún var ein þeirra sem voru að vinna á göngustígnum í þjóðgarð- inum í Skaftafelli. Hún sagði okkur að um 10 þúsund manns störfuðu í samtökunum í Bret- landi en í National Trust, sem eru heildarsamtök náttúruverndar- manna væru um 1 miljón manna. Hún sagði að enginn hörgull væri á sjálfboðaliðum á Bretlandi til vinnu af þessu tagi og kvaðst von- ast til að svo yrði einnig hér á íslandi, því verkefnin eru næg. íslendingar vilja tolla að gjöf frá bresku nátt- úruverndarfólki Tryggvi Jakobsson, landvörð- ur í Skaftafelli er nú mættur til að líta á göngustíginn og við tökum hann tali og spyrjum hann fyrst hvemig honum líki landvarðar- starfið: „Jú, þetta er erilsamt en skemmtilegt starf. Við erum hér fjórir landverðir í augnablikinu, en verðum fimm. Aðsóknin er mjög mikil að þessum stað og nú þegar eru 1000 fleiri gistinætur en í fyrra, sem var metsumar. Það sem helst vantar hér eru fleiri bflastæði. Það e.m uppi ýmsar hugmyndir um bætta aðstöðu hér, það vantar t.d. tilfinnanlega aðstöðu til að þurrka föt og svo vantar betri og meiri merkingar og upplýsingar á erlendum tungumálum. Annars er þetta yf- irleitt gott fólk sem kemur hing- að, mest fjölskyldufólk sem vill vera í rólegheitum. Útlending- arnir eru flestir vanir svona stöð- um þar sem þarf að hafa ákveð- inn aga og þeir hlýða vel þegar þeir vita hvaða reglur gilda. En margir íslendinganna halda að við séum hér einkum til að „passa“ útlendingana og íslend- ingarnir eru stundum dálítið „heimaríkir". En oftast gengur þetta þó allt saman vel og skipu- lega fyrir sig og langflestir koma hingað til að skoða náttúruna og umhverfið, fara í gönguferðir og slappa af“, sagði Tryggvi. „Hvernig gengur að skipu- leggja sjálfboðaliðana hér í þjóð- garðinum?“ „Það gengur mjög vel en við vildum gjaman fá fleiri íslend- inga hingað til okkar. Bretarnir eru alvanir svona störfum og þetta gengur vel og skipulega fyrir sig. Við höfum útbúið að- stöðu fyrir sjálfboðaliða hér í fjárhúsi þar sem hægt er að elda og sofa. Annars er gert ráð fyrir að fólk hafi tjald meðferðis, en kostnaður við mat er mjög lágur. Við reynum að aðstoða fólkið við þvotta og annað eftir getu. Fólk spyr mikið um þetta, en það er eins og fæstir hafí sig upp. Én þeir sem vilja koma ættu bara að drífa sig hingað austur. Bresku sjálfboðaliðarnir hafa reynst okkur mjög vel og þeir söfnuðu fyrir okkur 60 eikar- plönkum undan járnbrautatein- um, sem við ætlum að nota sem vatnshindranir í stígana. Þetta eru sérmeðhöndlaðir, geysiþung- ir bitar og ákaflega sterkir. Þetta fáum við gefins í þjóðgarðinn og Eimskip flutti plankana ókeypis. Nú vill ríkið hins vegar hirða af sjálfu sér og bitarnir eru stopp í tolli. Okkur hefur verið tilkynnt að við þurfum að borga toll af þeim. Og það ekkert smáræði, Sue og Brian landvörður í Peak þjóðgarðinum, sem heimsóttur er árlega af 20 Klettafrúin er friðuð í þjóðgarðinum í Skaftafelli ásamt svartburkna. Ljósm: Þ.S. þúsund manns. Hér eru þau í vinnugallanum í þjóðgarðinum í Skaftafelli. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.