Þjóðviljinn - 15.07.1984, Page 19

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Page 19
MINNING Með Jóni Sigurðssyni er fallinn í valinn einn þeirra sem helguðu mestan hluta starfsævi sinnar bar- áttunni fyrir bættum kjörum launamanna, ekki síst sjómanna. Samtök erfiðismanna á íslandi sjá því á bak einum sinna ötulustu baráttumanna. Jón Sigurðsson fæddist 12. maí 1902 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, kall- aður lóðs, og Guðrún Ágústa Gísladóttir. Hann byrjaði ungur að vinna, eins og þá tíðkaðist. Gætti kúa að Setbergi níu ára að aldri og var síðan í sveit austur í Holtum fjögur sumur. Pegar hann var 14 ára byrjaði hann í fiskvinnu og var ári síðar orðinn yfirmaður í saltfiskþurrkunar- húsi. En sjómennskan var draumur- inn og 16 ára byrjaði hann á sjó. Fyrsta skipið var 20 tonna mótor- bátur sem hét Freyja, gerður út frá Hafnarfirði á línu. Jón var ráðinn kokkur um borð og sagði sjálfur svo frá síðar, að hann hafi reyndar ósköp lítið kunnað fyrir sér í matargerðarlist, en allt hafi þetta slampast einhvem veginn, enda algengt á þessum ámm að unglingsstrákar vom ráðnir sem kokkar. Á sjó var Jón til ársins 1931, á mótorbátum, skútum og togur- um. Þá kom hann alfarinn í land og vann í fyrstu við fiskaðgerð. Þetta var á kreppuámnum og hann varð að vinna frá 6 - 7 á -morgnana til miðnættis fyrir lið- lega 300 krónur á mánuði, án til- lits til lengdar vinnutíma. Það var árið 1924 að Jón gekk í Sjómannafélag Reykjavíkur, er hann réði sig í fyrsta sinn á tog- ara. Hann varð snemma trúnað- armaður félagsins á þeim skipum sem hann starfaði á. Það starf var einkum fólgið í að innheimta fé- lagsgjöld um borð og sjá til þess að menn gengju í félagið. Vetur- inn eftir að hann kom í land var hann síðan kjörinn ritari Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Það vom, að hans eigin sögn, fyrstu kynnin af verkalýðsmálum. Þau fyrstu kynni hafa augljós- lega leitt til frekari áhuga, því árið 1934 er Jón ráðinn erindreki Alþýðusambands íslands og gegndi því starfi til ársins 1940, þegar skilið var milli Alþýðu- flokksins og Alþýðusambands- ins. Síðan varð hann fram- kvæmdastjóri ASÍ á árunum 1941 til 1944 og átti sæti í miðstjóm þess um áratugaskeið. Stofnun Sjómannasambands íslands er sú skuld sem sjómenn eiga mesta að gjalda Jóni Sig- urðssyni. Hann beitti sér mjög fyrir stofnun þess árið 1957 og átti þar við ramman reip að draga. Má sem dæmi um það nefna, að þegar stofnþing SSÍ var haldið síðari hluta októbermánaðar það ár, hafði Alþýðusamband íslands sent ekki færri en þrjú bréf til þeirra félaga sem aðild gátu átt að Sjómannsambandinu, þar sem þau vom hvött til að gerast ekki félagar í SSÍ. En stofnun Sjómannasam- bands íslands varð að veruleika þrátt fyrir þessa erfiðleika, og það hefur sannast í tímanna rás að full þörf var fyrir heildar- samtök íslenskra sjómanna. Sameinuðum innan þeirra hefur sjómönnum tekist að vinna sigra sem þeir hefðu ekki unnið tvístr- aðir og þar hefur þeim einnig tek- ist að verjast betur en ella hefði verið unnt þeim árásum sem gerðar hafa verið á kjör þeirra. Jón var kjörinn fyrsti formaður Sjómannasambands íslands á stofnþinginu í október 1957. Því starfi gegndi hann til ársins 1976, þegar hann dró sig í hlé frá öllum félagsstörfum. Hann gat því eytt ævikvöldi sínu í kyrrð og ró eftir annasama starfsævi og virt fyrir sér vöxt og eflingu þeirra sam- taka sem hann átti svo ríkan þátt í að stofna. Sjómannasamband íslands vill að leiðarlokum þakka Jóni Sig- urðssyni þann mikla þátt sem Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Sjómannasambands íslands Fœddur 12. 5. 1902-Ddinn ó. 7. 1984 hann átti í eflingu samtakanna. Eftirlifandi eiginkonu hans og bömum sendir sambandið inni- legar hluttekningarkveðjur. F.h. Sjómannasambands íslands Óskar Vigfússon Vilmundur heitinn Gylfason sagði oft bæði við mig og aðra, að sá tími kæmi jafnan á ferli jafnað- armannaflokka og verkalýðssam- taka, að þau breyttust úr róttækri og framsækinni fjöldahreyfingu í stofnanir; varðhunda ríkjandi kerfis sem ekkert óttuðust jafn mikið og breytingar. Slíkum tímamótum fylgdu samsvarandi breytingar á manngerð þess fólks, sem fylkingunum réði. í stað tilfinningaríkra ákafamanna með heilbrigða skynsemi og hjartað á réttum stað kæmi nátt- úrulaus og kaldlynd sérfræðin með tölur og rök. • • • Jón Sigurðsson, sem til moldar er borinn í dag, tilheyrir þeim kapítula í sögu verkalýðshreyf- ingar og jafnaðarstefnu á íslandi þegar tvímælalaust var um að ræða róttækt umbótaafl, sem krafðist gerbreytinga. Sem ein- staklingur var hann óefað í hópi þeirra, sem fara eiga með forystu í shkum samtökum. Hann var víkingur til verka og harðsækinn, hlífði sér aldrei og gekk meira en fús undir sérhvert högg, sem hátt var til reitt, ef á þurfti að halda. Ætla mætti, að slíkur maður hlyti að vera harðlyndur að eðlisfari og með þykkan skráp. Þannig var því þó ekki varið um Jón. Þvert á móti var hann tilfinningaríkur maður með hjartað á réttum stað eins og sæmir jafnaðarmanni. Þótt slíkir menn gangi fúslega undir þyngstu högg fyrir þann málstað, sem þeir trúa á og bregði sér hvergi frammi fyrir augliti almennings, þá er ekki þar með sagt, að þeir hafi ósárir á brott gengið - og jafnvel gömul sár svíða. Jón Sigurðsson fékk það hlutverk á sínum tíma að ganga svo til einn fram fyrir skjaldborg samherja sinna í þeim tilgangi að berjast fyrir einingu íslenskrar verkalýðshreyfingar í einum samtökum í átökum við vopnfima og harðvítuga andstæð- inga líkt og einmana hólmgöngu- maður. Var honum þá haslaður völlur í hartnær sérhverju sjávar- þorpi hringinn í kringum landið. Á þeirri tíð tíðkuðust þau hin breiðu spjótin og helst var með þeim leitað lags þar sem haldið var, að stakkurinn væri þynnstur og kvika undir. Mörg slík lög fékk Jón Sigurðsson og sum þeirra geiguðu ekki þótt svo virt- ist sem honum brygði hvergi. Það vissu þeir vinir hans, sem skutu skjólshúsi yfir hinn lúna víga- mann á vegferð hans milli hasl- aðra valla: Þeir fáu, sem við- staddir voru þegar hann í skjóli á bak við lága veggi alþýðuheimila lagði frá sér vopn sín að lokinni viðureign, dró af sér stakk sinn og hugaði að sárunum, sem gátu verið bæði mörg og stór. Svo vill til, að einn þeirra griðastaða þar sem Jón Sigurðsson átti skjól á þessum árum var lítið heimili vestur á fjörðum, sem ég þekkti en er nú ekki lengur til. Þar var hann tíður gestur á ýmsum tímum og við ýmsar aðstæður. Allir, bæði andstæðingar og samherjar, sem kynntust baráttu Jóns Sig- urðssonar á þessum umbrota- tímum, báru virðingu fyrir hon- um æ síðan. Þeir fáu, sem jafn- framt kynntust manninum sjálf- um, jafnt veikleika hans sem styrk, báru auk þess til hans ein- læga væntumþykju og djúpa um- hyggju upp frá því. Mannlega hliðin á Jóni Sigurðssyni skerti á engan hátt virðinguna, sem menn báru fyrir ímynd hans, heldur jók væntumþykjunni við. Þessa varð ég ekki aðeins var á heimili afa míns og ömmu vestur á Patreks- firði, þar sem aldrei mátti öfugt orð mæla í garð Jóns Sigurðs- sonar, heldur síðar einnig hjá því fólki í Reykjavík eins og t.d. Jónu Guðjónsdóttur, sem mesta og nánasta samvinnu hafði átt við Jón. Þetta fólk virti Jón en þótti fyrst og fremst vænt um hann vegna þess manns, sem hann hafði að geyma. • • • Barátta Jóns Sigurðssonar á þessum árum var ströng. Sú lífsreynsla hafði mikil áhrif á hann og ógnaði án efa hamingju hans og heilbrigði á tímabili. En Jón vann líka sigur í þeirri bar- áttu. Hann vann sigur fyrir mál- stað sinn og fyrir sjálfan sig. Per- sónuleg heiftrækni setti svipmót á pólitíska baráttu þessara ára. Markmiðið virtist oft vera mann- orðsmorð. Að engum einstakl- ingi mun hafa harðar verið sótt á þessari tíð en að Jóni. Samt var hann einn af fáum mönnum sem stóðu þau gjömingaveður alveg af sér. Það eitt út af fyrir sig var afrek, því margir féllu saklausir á báða bóga fyrir systkinunum rógi og illmælgi. Sú var líklega einnig hin eina umbun, sem Jón hlaut fyrir baráttu sína, ef umbun skal kalla að saklaust fólk fái sakleysi sitt viðurkennt. Ég kynntist ekki Jóni Sigurðs- syni persónulega fyrr en eftir 1960 þegar þessi umbrotaár vom löngu að baki og Jón var virtur og óumdeildur verkalýðsleiðtogi og forystumaður. Á næsta röska áratug eða þar til hann dró sig í hlé frá opinberum störfum áttum við nána samvinnu. Hann var for- maður Verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokksins meðan sú nefnd var og hét og réði mig þangað til starfa um skeið. Hann var einnig formaður Sjómannasambands ís- lands og starfaði ég einnig fyrir hann á þeim vettvangi. Á þessum ámm kom ég oft á heimili hans við Kvisthaga og fylgdi honum nokkmm sinnum til Þingvalla þar sem hann var að reisa sumarbú- stað fyrir sig og fjölskyldu sína. Síðustu árin dró hins vegar úr samskiptum okkar enda Jón orð- inn heilsulítill. Ávallt tókum við þó tal saman ef við mættumst og ævinlega sýndi Jón mér sömu hlýju í öllum okkar samskiptum. Jón Sigurðsson er mér minnis- stæður um margt. Hann var mér góður og hollráður og kenndi mér ýmislegt, sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Einna minn- isstæðastur er hann mér sem verkalýðsleiðtogi á viðreisnarár- unum þegar flokkur okkar var í ríkisstjórn. Aldrei fékk flokks- skírteinið að blinda hann í mál- efnum verkalýðsins þótt hann væri einlægur Álþýðuflokksmað- ur. „Alþýðuflokksmenn í verka- lýðshreyfingunni eiga að gera meiri kröfur til ríkisstjórnar, sem flokkur þeirra situr í, en annarra ríkisstjóma, en ekki minni kröf- ur“, sagði hann. í samræmi við þessa afstöðu sína lá Jón aldrei á skoðun sinni ef viðreisnarstjóm- in aðhafðist eitthvað sem hann taldi andstætt hagsmunum verka- fólks. Þá dró hann ekki seiminn væri hann spurður álits né tók sér umhugsunarfresti til andsvara. Þá réðist hann opinberlega gegn aðgerðunum án hiks og hálfvel- gju. Sumir flokksbræður okkar kunnu honum litia þökk fyrir, en Jón glotti og spurði hvort menn væm búnir að gleyma til hvers flokkur og hreyfing voru stofnuð. Aðeins er liðinn röskur áratug- ur síðan þetta var. Síðan hefur mikið breyst. Nú skiptast ríkis- vald og verkalýðshreyfing ekki lengur á skoðunum. Nú talast menn við með tölum. Stofnanir ræða saman. Voldug kerfi til varðveislu á því, sem er. • • • Menn á mínum aldri standa nú meira en á krossgötum. Við stöndum á brú á milli tveggja heima: Heims Jóns Sigurðssonar þar sem jafnaðarstefna og verka- lýðshugsjón vom róttækar bylt- ingarkröfur fjöldans um fagra, nýja veröld og þess heims þar sem sagt er að hvorttveggja; stefna og hugsjón; hafi ummynd- ast í skynsemiskaldar, ópersónu- legar og steinrunnar stofnanir; Kínamúra utan um óbreytt ástand. Vissulega er heimur Jóns Sig- urðssonar smátt og smátt að hverfa í næturhúmið á meðan dagur rennur á ströndinni hinum megin. Vissulega geta þeir einnig orðið úti, sem dvelst of lengi á brúnni við að kveðja þá veröld, sem var, en ástæðulaust er þó að hlaupa svo hratt yfir að málgagn flokksins, sem Jón Sigurðsson helgaði starfskrafta sína, láti þess að engu getið þegar fmmherjar falla. Þá hafa menn ekki aðeins tekið land á annarlegri strönd heldur virðast einnig hafa gleymt því að „gamla landið“ var til þar sem fólk bjó með reisn og hafði mannlegar tilfinningar í farangr- inum. Vissulega em það nú orðin forréttindi að hafa fengið að um- gangast og starfa með sumu því fólki, sem bar fmmbýlingsanda jafnaðarstefnu og verkalýðsbar- áttu í brjóstinu; var lifandi saga. Sú rót stendur djúpt í mold. Ég þakka Jóni Sigurðssyni samfylgd- ina um leið og ég kveð hann. Ef Jón Sigurðsson á vegferð þeirri, sem nú er hafin, skyldi eiga leið um löngu týndan gististað frá liðnum áratugum, þá bið ég fyrir kveðju í bæinn. Sighvatur Björgvinsson Nú er gamla kempan Jón Sig- urðsson fyrrverandi forseti Sjó- mannasambands íslands, fallinn. Jón var í hálfa öld í forystusveit íslenskrar verkalýðshreyfingar og aldrei með hálfum hug heldur jafnan skeleggur og dugandi í baráttunni fyrir bættum kjörum fólksins í landinu. Hann var þó sérstakiega forystumaður okkar sjómanna, og eftir að stofnað var Sjómannasamband íslands var hann forseti þess frá byrjun og í yfir 20 ár. Jón vinur minn var léttur í lund, og á ég margar góðar minn- ingar frá löngum samningafund- um, sem ekki urðu langir og leiðinlegir, því við héldum uppi allskonar skemmtilegheitum og góðum húmor, þegar ekkert var að gera, nema bíða og þrauka. Átti Jón ekki minnstan þátt í því að stytta tímann með sínu létta skapi og skemmtilegu tilsvörum. Útgerðarmenn voru oft hissa á því hvað við vorum í góðu skapi eftir langa bið og aðgerðarleysi, oft sólarhring eftir sólarhring, þegar snillingurinn Torfi var að þreyta okkur og útvegsmenn eins og lax á færi og fá okkur til að semja. Síðast þegar ég kom til Jóns sat hann í rólegheitum við lítið borð í stofunni heima hjá sér og reykti sinn Camel. Enn fylgdist hann með öllu sem varðaði íslenska verkalýðshreyfingu, en var ekki lengur þátttakandi. Mér fannst hann eins og skip sem bundið hef- ur landfestar í síðasta sinn. Skip sem átti langa og farsæla sögu. Skip sem allir þekktu og allir báru virðingu fyrir og allir áttu hlut í. Dóttur þeirra hjóna og konu Jóns, Jóhönnu Guðmundsdótt- ur, sem var hans hægri hönd og aðalstyrkur á lífsleiðinni vottum við Sirrý okkar dýpstu samúð. Erlingur Viggósson. Jón Sigurðsson, forseti Sjó- mannasambands íslands, var einn þeirra manna sem ruddi ís- lenskri verkalýðshreyfingu braut og átti ríkan þátt í að móta stefnu mið hennar og starfshætti. Hann var helsti forustumaður sjó- mannasamtakanna í meira en mannsaldur og jafnframt einn á- hrifamesti forustumaður Al- þýðusambandsins og starfsmaður þess í nærri tvo áratugi, þar af framkvæmdastjóri þess í rúman áratug. Jón Sigurðsson vann af atorku og lagni að uppbyggingu verka- lýðsfélaga vítt og breitt um landið, stóð að stofnun nýrra, endurreisti fallin félög og lagði á ráðin um eflingu starfsins. Sem erindreki Alþýðusambandsins rak hann málin af festu og kom þeim í höfn. Innan verkalýðshreyfingarinn ar og úti í þjóðfélaginu naut Jón ótvíræðs trausts. Þó óhjákvæmi- legt væri að ýmislegt sem hann gerði ylli deilum, leiddu þær sjaldan til persónulegra illdeilna og Jón var virtur jafnt af p>ólitísk- um stuðningsmönnum sem and- stæðingum. Ég kynntist Jóni Sigurðssyni fyrst þegar ég hóf störf hjá A1 þýðusambandinu 1974 en þá var hann kominn á áttræðisaldur. Þá var hann enn í fullu starfi, ern og kraftmikill. Hörð og illvíg barátta hafði ekki fyllt hann beiskju og hörku. Þvert á móti var sá Jón sem ég kynntist yfirvegaður og mildur, fjarri því að vera eins stressaður og yngri mennimir. Spor Jóns Sigurðssonar sjást víða í sögu íslenskrar verkalýðs hreyfingar. Ég ætla ekki að rekja feril hans hér en ég vil fyrir hönd Alþýðusambands íslands þakka ómetanlegt framlag hans til ís lenskrar verkalýðsbaráttu. Fóm fýsi hans og dugnaður skilaði ár angri sem við búum öll að í dag Um leið þakka ég þær góðu minningar sem ég á um persónu leg samskipti okkar þann áratug sem við þekktumst. Eftirlifandi konu Jóns, Jó hönnu Guðmundsdóttur flyt ég samúðarkveðjur. Ásmundur Stefánsson Sunnudagur 15. júlí 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.