Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 1
Verslunarráðið Heimtar meíri hörku! Vill þrengja enn meira að sjávarútvegi og landbúnaði Leggja skipunum, fella niður niðurgreiðslur á landbúnaðarvöru Heimta raforkusölu til fleiri auðhringa Sér Verslunarráðið um endurskoðun stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar? stendur fyrir dyrum endur- skoðun á stjórnarsáttmála Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Hinar nýju tillögur Verslunarráðsins eru mjög í sama dúr og þær sem áður hafa komið frá röðum markaðskreddu- manna hér á landi. Fiskiskip verði seld úr landi, aflakvótar fari á almennan braskmarkað, nýjir auðhringar verði fengnir til að kaupa raforku og feildar verði niður niðurgreiðslur á landbún- aðarafurðum sem og útflutnings- bætur. Eins og áður leggur Verslunar- ráðið til ákveðnar tímasetningar til aðgerðanna. Sumarið 1984 í fyrsta „skrefi“ segir ma. svo: „Vanskilaskuldum við Fiskveiði- sjóð og aðra opinbera sjóði verði komið í skil. Að því marki sem nauðsynlegt er til að svo verði, taki Fiskveiðisjóður skip upp í skuldir. Ný hagkvæm skip verði endurseld, þeim lagt eða þau seld úr Iandi“. í>á er einnig sagt að á fyrsta skrefi í skrefatalningu Verslunarráðsins eigi að leita „samnings við nýja stórkaupend- ur á raforku, en það er forsenda virkjana á næstu árum“. Á öðru skrefi, haustið 1984 vill Verslunarráð frjálsa vexti, frjálsa gjaldeyrisverslun og „fyrirtæki fái rúmar heimildir til erlendrar lántöku án ríkisábyrgðar". „Við nýtingu fiskimiðanna verði frjáls sala á aflakvótum heimiluð og undirbúið að koma á sölu veiðileyfa í þeirra stað“. Þá mælir Verslunarráðið strax í haust með „niðurfellingu útflutn- ingsbóta og niðurgreiðslna á landbúnaðinum“. 1 útlistun ráðs- ins á þessu atriði segir að fram- leiðsluna eigi að miða við að aldrei komi til útflutnings, „held- ur verði sveiflur í árferði jafnaðar með innflutningi þegar svo árar“. Verslunarráðið kvartar undan hiki við að „útvega stórkaupend- ur á raforku“. Ymislegt fleira á svipaða lund er í þessu plaggi Verslunarráðsins. Formaður þess er Ragnar Halldórsson for- stjóri ísal, dótturfyrirtækis Alus- uisse á íslandi. Voldugustu fyrir- tækjaeigendur og valdamenn landsins eru í ráðinu. -óg Verslunarráð íslands hefur sent frá sér fyrirskipanir til ríkis- stjórnarinnar um „Næstu skref í efnahagsmálum“, um leið og ráðið minnir á að ríkisstjórnin hafl í stórum dráttum fram- kvæmt stefnu Verslunarráðsins „Frá orðum til athafna“, sem kom út fyrir kosningarnar 1983. Verslunarráðið sendir frá sér til- lögur I þremur „skrefum“, en nú 40 gríðarþungir járnbrautar- bitar úr eik eru væntanlegir í dag aust'ur í Skaftafell, þar sem þeir eiga að notast í göngustíga í þjóð- garðinum. Frá þessum bitum var sagt í viðtali við Tryggva Jakobs- son landvörð í Skaftafelli í síðasta helgarblaði, en bitunum söfnuðu breskir náttúruverndarmenn og gáfu hingað til lands, en Eimskip flutti bitana endurgjaldslaust frá Bretlandi. Hins vegar kom fram í viðtalinu að bitana átti að tolla eftir þyngd og hefði þá líklega lítið orðið úr notkun þeirra, þar sem þeir vógu samtals um 2 tonn. Nú hefur hins vegar brugðið svo við að yfirvöld hafa ákveðið að fella niður alla tolla af þessari gjöf bresku náttúruverndar- mannanna og bitarnir voru því leystir út úr geymslu í Sundahöfn og eru á leið austur í þjóðgarð- inn. Bitarnir eru héðan og þaðan af Bretlandseyjum og hafa verið þar undir járnbrautarteinum í marga áratugi. Þeir eru sérstak- lega varðir og mjög þungir og eiga að endast um ókomna fram- tíð. Verður væntanlega hafist handa innan skamms að koma þessari góðu gjöf bretanna fyrir í göngustígunum, þar sem þeir eiga að notast til að hindra vatns- söfnun. þs Dagsbrúnarfundur Virka andstöðu vantar Ríkisstjórnin fordœmd og láglaunasamböndin hvött til verkfallsaðgerða í haust. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hef- ur tekist á undanförnum 12 mán- uðum að skerða laun og félagsleg réttindi almennings í landinu, án þess að mæta virkri andstöðu verkalýðssamtakanna. Talsmenn atvinnurekenda og flokka þeirra ganga nú á lagið og boða frekari árásir á lífskjörin. Það er ekkcrt sem getur hindrað frekari kjar- askerðingar nema virk barátta verkalýðshreyfingarinnar. Þannig hljóðar ályktun sem samþykkt var á félagsfundi í Verkamannafélaginu Dagsbrún í fyrrakvöld þar sem kaupliðum kjarasamninganna var sagt upp frá og með 1. september. Allnokkur gagnrýni kom fram á fundinum á viðbrögð verkalýðs- hreyfingarinnar við kjaraskerð- ingu ríkisvaldsins. Segir enn- fremur í ályktun fundarins að þeir kjarasamningar sem ASÍ gerði í febrúar sl. sýni hve skammt sé hægt að sækja án þess að virkum aðgerðum sé beitt af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Þeir kjarasamningar hafi staðfest kjararánið. Hins vegar hafi árangurinn af andstöðu Dags- brúnar og sérkjarasamningar hafnarverkamanna nýverið, sýnt að mögulegt sé að berjast fyrir kjarabótum. Hafnarverka- mönnum hafi verið veittar kjara- bætur vegna ótta við að harðsnú- inn hópur verkamanna gripi til aðgerða. Síðar segir: „Reynsla undanfarinna 12 mánaða hefur sýnt að aðgerðar- leysi og samstöðuleysi verkalýðs- hreyfingarinnar hefur fært af sér meiri kostnað fyrir verkafólk heldur en virk barátta hefði gert. Ríkisstjóm fésýslu- og gróðaafl- anna hefur hingað til fengið allri stefnu sinni framgengt, einmitt vegna aðgerðarleysis verkalýðs- hreyfingarinnar“. í lok ályktunar Dagsbrúnar- fundarins segir: „Félagsfundur Dagsbrúnar felur stjórn félagsins að undirbúa og skipuleggja Dagsbrúnarverkamenn til átaka í kjarabaráttunni á komandi hausti. Að beita sér fyrir sam- stöðu um verkfallsaðgerðir innan Verkamannasambands íslands. Að vinna að samstöðu milli Verkamannasambandsins, Landssambands iðnverkafólks og annarra láglaunafélaga í kom- andi baráttu“. -v. Miklar endurbœtur er nú verið að gera á Glerárgötu á Akureyri. Gatan hefur verið breikkuð til austurs að hluta og lagnir endurnýjaðar. Glerárgatan er aðalum- ferðaræðin (gegnum Akureyri. (Ljósmynd Guðmundur Svans.) Skaftafell Eikar- bitarnir á leiðinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.