Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 10
Fjósameistari óskast Bændaskólinn á Hólum óskar eftir fjósa- manni frá og meö 1. sept. n.k. Búfræðimenntun áskilin. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist Bændaskólanum Hólum fyrir 12. ágúst n.k. Upplýsingar um starfiö gefur Grétar Geirs- son ráösmaöur í síma 95-5111 og Jón Bjarnason skólastjóri í síma 95-5962. Skólastjóri. Laus staða Staða ritara hjá Vita- og hafnarmálaskritstofunni er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til stofnunarinnar fyrir 23. júlí. Vita- og hafnarmálaskrifstofan Seljavegi 32 s. 27733. Svo skal böl boefa MEGAS TOLLI ramm: 17 Simi 12040 Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður Jóns Sigurðssonar, fv. formanns Sjómannasambands íslands. Sérstakar þakkir færum við Sjómannasambandi (slands og Alþýðusambandi íslands, sem heiðruðu minningu hans með því að annast útförina. Jóhanna Guðmundsdóttir Guðbjörg Snót Jónsdóttir, Einar Jónsson Sigríður Arinbjarnardóttir, Aðalheiður Jónsdóttir Guðmundur Dagbjartsson, Sigurður Jónsson. ALÞÝDUBANDALAGIÐ Sumarferö AB á Austurlandi Alþýðubandalagið á Austurlandi efnir til sumarferðar að Dyrfjöllum laugardaginn 21. júlí. Farið frá Egilsstöðum í rútu og einkabílum kl. 9 að morgni. Rúta fer frá Neskaupstað k. 07.30. Gengið úr Njarðvík í Stóruurð við Dyrfjöll. Komið til baka að kvöldi samdægurs. Athugið góðan skóbúnað og nesti til dagsins. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Þátttaka tilkynnist til einhvers eftirtalinna sem fyrst: Sigurjóns Bjarnasonar, Egilsstöðum, sími 1329 eða 1375. Margrétar Oskarsdóttur, Eskifirði, sími 6299. Stefaníu Stefánsdóttur, Neskaupstað, sími 7179 eða 7247. Ferðin er öllum opin. Kjördæmisráð Sumarferö ABR 1984 Sumarferð ABR verður sunnudaginn 19. ágúst. Að þessu sinni munum við fara á Þingvöll. Merkið á dagatalið við 19. ágúst. - Sumarferö ABR - Nánar auglýst síðar. - Ferðanefnd ABR. Alþýðubandalagið Vesturlandi Verslunarmannahelgin - Sumarferð Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst. Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst. Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði svefnpokapláss - hótelherbergi, eftir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður Erlingur Sigurðarson. í hagstæðu veðri verður farið Sprengisand aðra leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinr.a sem allra fyrst: Akranes Jóna s. 1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Ríkharð s. 7072 - Halldór 7355. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438. GrundarfjörðurÓlöf 8811. StykkishólmurÓmars. 8327. Dalir Kristjón s. 4175. Kjördæmaráð Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð á Kjöl og í Hvítárnes um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst. Sumarferðir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hafa verið mjög vinsælar. Að þessu sinni verður farið um Kjalveg og tjaldað í Hvítárnesi um verslunarmannahelgina. Lagt verður af stað laugardaginn 4. ágúst, annars vegar frá Siglufirði og farið um Hofsós og Sauðárkrók, en hins vegar Hvammstanga um Blöndu- ós. Allur hópurinn mætist við Svartárbrú í Langadal kl. 10.30. Síðan liggur leiðin um Blönduvirkjunarsvæðið og Hveravelli suður í Hvítárnes suð- austan Langjökuls. Daginn eftir verður sérstök ferð farin í Kerlingarfjöll fyrir þá sem vilja. Kvöldvaka verður í ferðinni. Á mánudaginn verður ekið af stað heim á leið og ýmsir markverðir staðir skoðaðir. Ferðin kostar 1200 kr. en börn og unglingar undir 14 ára aldri græða hálft gjald. Nánari upplýsingar gefa: Sverrir Hjaltason Hvammstanga (s: 1474), Elísabet Bjarnadóttir Hvammstanga (s: 1435), Eðvarð Hallgrímsson Skagaströnd (s: 4685), Guðmundur Theodórsson Blönduósi (s: 4196), Hulda Sigurbjörnsdóttir Sauðárkróki (s: 5289), Stefán Guðmundsson Sauðárkróki (s: 5428), Gísli Kristjánsson Hofsósi (s: 6341), Hannes Baldvinsson Siglufirði (s: 96- 71255) og Ragnar Arnalds Varmahlíð (s: 6128) og Reykjavík (s: 83695). ÆSKULÝÐSFYLKING ALÞÝÐUBANDALAGSINS Æskulýðsfylkingin Allir í Skaftafell! Takið helgina 28. - 29. júlí frá til að fara í hina bráðskemmtilegu ferð Æskulýðsfylkingarinnar í Skaftafell. Farið verður frá Hverfisgötu 105, föstudaginn 27. júlí kl. 8.30 stundvíslega. Á laugardaginn verður farið í skoðunarferðir og einn- ig lagðir nokkrir göngustígar í Þjóðgarðinum, „allt fyrir náttúru- vemd“. Brottför sunnudag. Matur verður á staðnum og frábærar kvöldvökur með ótal skemmtiatriðum. „Ótrúlega lágtverð". Látið skráykkurstraxísíma 17500 eða að Hverfisgötu 105 fyrir miðvikudaginn 25. júlí. Síáumst! Skemmtihópurlnn. Auglýsið í Þjóðviljanum BRIDGE Hér er skemmtilegt spil frá síð- asta spilakvöldi Brídgefélags Breiðholts. Báðir varnarspilararn- ir fengu góð færi á að hnekkja dobluðum samning, en hvorugur gegndi kallinu: Norður S A83 H KD2 TG1092 L A83 Vestur Austur S KDG742 S 1096 H G764 H10963 T D T AK84 L K6 Suður S 5 H A8 T 7653 L D4 LG109752 Tvímenningur, gjafari V, N/S á hættu. Sagnir gengu: V N A S 1-S dobl 2-S 3-L pass pass 3-S 4-L pass pass dobl. Vestur fann rétta útspilið fyrir vömina, þegar hann hóf árásina með tígul dömu. Hann átti slaginn og skifti í spaða-K. Ás og spaði trompaður. Smátt tromp á ás, lítið frá A og V. Spaði enn trompaður. Nú var bara að taka hjartas- lagina, kasta tígli af höndinni og spila trompi. Það lá eins og sagn- hafi sá að það yröi að liggja til að 10 slagir fengjust. Inni á lauf (tromp) kóng gat vestur valið milli hálitanna en hvað sem hann gerði myndi sagnhafi trompa í borði og fá annað niðurkast fyrir tígul að heiman. Rökrétt spilamennska. Ef vest- ur á t.d. KD6 í trompi er spili vitan- lega óvinnandi, því þá er innkastið á tromp úr sögunni. Vörnin brást hjá austri í fyrsta slag. Tígul drottning er mjög lík- lega einspil og þá kostar ekkert að yfirtaka og hirða þar tvo slagi og þann þriðja með stungunni. Tromp siagurínn bíður síðan. Vestur fékk einnig tækifæri, sem þú hefur líklega séð, en sú þrautin er þyngri. Það er auðvitað að húrra tromp kóng í þegar sagnhafi spilar trompi að heiman í 3. slag. Það er „klassi" eins og við segj- um (... alltof sjaldan) og ill finnan- lega vöm, nema fyrir þessa sem alltaf eru með klærnar úti. Þú veist. SKÁK Þessi staða kom upp í fjórðu umferð keppninnar Sovétríkin- Heimsliðið, í skák milli Chandler og Tal. Chaldler sem hafði hvítt lék nú 31. Dxa6 og eftir 31.- Rxd4 32. Rxd4 Dxd4 33. Dxe6+ Kh8 (Ekki gengur að reyna að halda í manninn með 33.-Kf8 vegna Dxe7!! 33. Dxe7 Dal 34. Kh2 Dxa4 var hann að vísu peði yfir en Tal varð ekki skotaskuld úr því að halda jöfnu. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.