Þjóðviljinn - 20.07.1984, Page 4
LEIÐARI
Ríkisstjórnin er á tali
Á sama tíma og undirstöðuatvinnuvegir íslend-
inga eru á heljarþröm, er ríkisstjórn landsins að
byggja skýjaborgir með erlendum auðhringum
um framtíð atvinnulífs í landinu. Á sama tíma og
útgerðarmenn, bæjarstjórnir og stéttarsamtök á
landsbyggðinni krefjast tafarlausra úrbóta í máí-
efnum sjávarútvegsins, þar sem allt sé að sigla í
strand, eru ráðherrarnir á tali. Ríkisstjórnin og
spekúlantar hennar í atvinnumálum mega ekki
vera að því að tala við fulltrúa landsbyggðarinnar.
Ekki vegna þess að þeir séu lagstir undir feld til
að leita úrræða fyrir undirstöðuatvinnuveginn,
nei, heldur vegna þess, að þeir eru að tala við
fulltrúa ýmissa auðhringa um væntanlegar at-
hafnir þeirra hér á landi.
Ríkisstjórnin hefurekki áhyggjuraf atvinnuvegi
sem skapar 75% útflutningstekna íslendinga.
Ríkisstjórnin er upptekin við að taka á móti fulltrú-
um Alcan-álhringsins til að ræða álver í Eyjafirði.
Svo tekur tíma að fara með forstjórunum í lax og
skála í glitrandi kampavíni fyrir framtíð atvinnu-
lífsins í landinu; álver í hverjum fjórðungi. Svo
þarf að taka á móti einkaþotu Alcan, því þá langar
að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn. Morgunblaðið
segir að þessum mönnum öllum lítist vel á allar
aðstæður. Ronald Johnson aðstoðarforstjóri
Dow Corning segir að sér lítist vel á aðstæður í |
Reyðarfirði. Það er verið að ræða hugsanlega
þátttöku fyrirtækisins í rekstri kísilmálmvinnsl-
unnar eystra.
Á meðan þessu öllu fer fram, rignir ályktunum
frá bæjarstjórnum á landsbyggðinni yfir ríkis-
stjórnina. Hún lætur sem ekkert sé. Hún má ekki
vera að því að sinna vandamálum landsbyggðar-
innar eða undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar.
Særðir riddarar
Morgunblaöiö segir í gær, aö þaö sé erfitt að skilja
hvers vegna Bandaríkjamenn hafi sent hingað fjöl-
menna sendinefnd til að ræöa siglingar fyrir herinn í
Keflavík. Sendinefndin hafi ekkert nýtt haft á boðstól-
um fyrir íslendinga. Morgunblaðið segir meira að
segja að um sýndarmennsku hafi verið að ræða.
NT tekur enn dýpra í árinni og kveður Schulz utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna og Weinberger varnar-
málaráðherra hafa móðgað Geir Hallgrímsson, sem
hafi lagt allan sinn metnað í þetta mál.
Hagsmunasnap íslenska utanríkisráðherrans fyrir
þetta fyrirtæki í hermangi á erlendum vettvangi hafa
verið einkar ósmekkleg. Afskipti ráðherrans hafa
einnig verið í mótsögn við þá stefnu hans flokks og
annarra stjórnmálaflokka í landinu að blanda ekki á-
góðasjónarmiðum saman við setu hins erlenda hers í
landinu. Hins vegar er ekki nema eðlilegt að utanríkis-
ráðherrann eins og allir hinir ráðherrarnir í ríkisstjórn-
inni sé upptekinn við að tala við útlendinga um at-
vinnumál Islendinga.
Dagblað Framsóknarflokksins er svo ósvífið í þessu
máli, að kalla hermangið í kringum siglingarnar „mikil-
vægan þátt íslenskrar sjálfstæðisbaráttu". Þannig
hefur ríkisstjórnarliðið allt kiknað í hnjáliðunum ands-
pænis betlidalastefnu siðspilltustu afla Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Það var og táknrænn endir á frægðarför hinnar
fjölmennu sendinefndar Reagans Bandaríkjaforseta,
að bandaríska sendiráðið á íslandi er látið efna til
blaðamannafundar í íslenska ráðherrabústaðnum. Yf-
irgangur, smekkleysa og niðurlæging fyrir ríkisstjórn
íslands.
Eftir síðasta þátt Rainbow-farsa Hafskips og
Eimskips, sem ríkisstjórnin kallar „sjálfstæðisbaráttu"
er aumlegt um að litast. Riddarar ríkisstjórnarinnar
liggja í valnum særðir og móðgaðir útí Bandaríkja-
stjórn.
KLIPPT OG SKORIÐ
Ógnarfriður
í gær kom hingað til lands hinn
nýi aðalritari Nató, Englending-
urinn Pétur Alexander Rúpert
Carrington, sem líka gegnir nafn-
inu Carrington lávarður. Hann
var áður utanríkisráðherra í
stjórn Margrétar Thatcher, en
hvarf með nokkuð snöggum hætti
úr stjórn hennar eftir að átökin
við Falkland hófust og var í raun-
inni gerður að blóraböggli stjórn-
arinnar fyrir mistök hennar við
vörn eyjanna sem gerðu innrás
Argentínumanna mögulega.
Carrington tók við af hinum
herskáa Hollending, Jósepii
Lúns, sem taldi vænlegast að
tjónka við Rússa með því að
halda byssuhlaupinu heitu að
kverk þeirra. Lúns var með öðr-
um orðum talsmaður hins svo-
kallaða ógnarfriðar, sem fólst í
því að einungis með því að skaka
vopnum og láta ófriðlega mætti
halda Rauða hernum innan eigin
landamæra.
Það er því mæta fróðlegt að
kynnast viðhorfum sporgengils
hans, lávarðarins af Englandi.
Skortir jákvœða
stefnu
Fyrir meir en ári hélt Carring-
ton ræðu í Lundúnum, þar sem
hann sagði meðal annars:
„Okkur skortir hvorki vopn né
vilja til að fæla andstæðing á brott
eða verjast ef nauðsyn krefur.
Við ættum ekki heldur að efast
um framtíð hinna vestrænu lýð-
ræðisþjóða. En okkur skortir já-
kvæða stjórnmálastefnu sem
segir til um hvernig við eigum að
takast á við Sovétríkin. Það er
þetta sem veldur okkur vand-
ræðum. Takist ekki að sameinast
um slíka stefnu geta jafnvel auka-
atriði leitt til vandræða innan
bandalagsins“.
Á öðrum stað ræddi hann
stöðu Nató nú og ntíðinni og
talaði um nauðsyn þess að
„viðurkenna af hreinskilni það
sem aflaga hefur farið“.
Vegurinn til vítis
Gagnvart þessum orðum Pét-
urs Alexander Rupert Carring-
ton er rétt að stilla upp stefnu
hins herskáa Jóseps Lúns. Þegar
hann lét af embættinu í júní hélt
hann stríðyrta ræðu þar sem ein-
dregið var varað við því að slakað
yrði um of gagnvart Sovét-
mönnum. Margir litu raunar svo
á, að hann væri að gefa Carring-
ton eftirmanni sínum ofanígjöf
fýrir óhóflegt umburðarlyndi í
garð hins gerska risa og koma í
hendur eftirmanni sínum hinni
einu, sönnu línu.
í ræðu Jóseps sagði meðal ann-
ars:
„Af öllu þessu hefi ég lært að
einlægar óskir Vesturlandabúa
um raunhæfar viðræður og
„sannkallaða slökun“ duga ekki
einar til að þoka málum til betri
vegar. Hitt er þó enn mikilvægara
að ákafi af þessu tagi andspænis
aðila sem alltaf bregst illa við get-
ur verið verri en gagnslaus - hann
getur verið mjög hættulegur".
Lúns telur með öðrum orðum
að vegur til vítis sé markaður
áformum um slökun!
Skipbrot Lúns
í þessu sambandi er vert að
minna á hverju Lúns kom til
leiðar með harðlínustefnu sinni.
Hann var einna ákafastur tals-
maður fyrir því að amerískum
stýriflaugum með kjarnavopnum
yrði komið fyrir á evrópskri
grundu. Þetta mál olli þvílíkum
deilum, að heil þjóðþing tóku af-
stöðu gegn staðsetningu
flauganna, og flokkar, sem að
öðru jöfnu eru hallir undir Nató,
klofnuðu í afstöðu sinni.
Þess utan sundraði afstaðan til
stýriflauganna heilum þjóðum og
skildi Nató eftir miklu veikara en
áður. Þetta er í rauninni því hlá-
legra sem stýriflaugunum hefði
auðveldlega mátt koma fyrir á
kafbátum án þess að notagildi
þeirra fyrir Nató minnkaði hið
minnsta. Á þetta bentu margir
herfróðir höfðingjar innan Nató
og aðildarríkja þess, - en án ár-
angurs. Hinn herskái Lúns vildi
ekki hörfa, stefna hans var að
kúska almenning til hlýðni og
sýna honum svart á hvítu að það
tjóaði ekki að andæfa Nató.
Hann uppskar eins og hann
sáði: við brottför hans úr stóli
framkvæmdastjóra er Nató -
góðu heilli - mun sundraðra og
óstöðugra en þegar hann tók við.
Það er alls ekki ólíklegt að ein-
mitt skipbrot hinnar herskáu
stefnu sem Lúns lét vísa sér leið
sé orsök þess að Carrington, tals-
maður skynsamlegrar viðræðu og
„jákvæðrar stefnu“, er af foringj-
um aðildarþjóða Nató valinn til
forystu bandalaginu.
Við getum búist við því að
meiri tilburðir til raunverulegrar
afvopnunar fylgi í kjölfarið, og
það er að sjálfsögðu rétt af okkur
sem andæfum ógnarfriði stór-
veldanna að notfæra okkur það
lag, ef það gefst. Vilji hinn nýji
foringi Nató raunverulega nýja
stefnu, vilji hann jákvæða við-
ræðu hlýtur hann til dæmis að
vera til viðtals um frystingu
kjarnorkuvopna, kröfuna sem
miljónir manna um allan heim
hafa fylgt sér um.
Kaldhœðni
sögunnar
Kaldhæðni sögunnar er
grimmust hluta og fer lítt í mann-
greinarálit. Þannig hlýtur það að
vera nokkru galli blandið fyrir yf-
irmenn Natóríkja að velta vöng-
um yfir þeirri staðreynd að sá
maður sem nú er orðinn aðalrit-
ari Varnarbandalags Vestrænna
Ríkja þurfti fyrir örfáum árum að
segja af sér ráðherradómi sökum
varnarmistaka!
En kannski er það tímanna
tákn.
Útksyrsla, afgrei&sla, auglýslngar, rltstjórn;
Sí&umúla 6, Reykjavík, sími B1333.
Umbrot og setning; Prentsmi&ja Þjódviljans hf.
Prentun: Bla&aprent hf.
Verft (lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverft: 25 kr.
Askriftarverft á mánu&i: 275 kr.
uömnuiNN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar .
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviijans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Kar) Haraldsson.
Fréttastjórar: öskar Guömundsson. Vaiþór Hlööversson.
Bla&amenn: Álfhei&ur Ingadóttir, Guöjón Friöriksson, Halldóra Sigurdórs-
dóttir, Jóna Pálsdóttir, Lúövfk Geirsson, Magnús H. Gísiaaon, Möröur
Ámason, Súsanna Svavarsdóttir.Víöir Sigurösson (íþróttiO.'össurSkarp-
héöinsson-
Uóamyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útlft og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur HarakJsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjóri: GuÖrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofuatjóri. Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir.
Auglýaingaatjórl: Öiafur Þ. Jónsson.
Auglýsingar: Margrét Guömundsdóttir, Ragnheiöur Óladóttir, Anna
Guojónsdóttir.
Afgrei&slustjóri: Baidur Jónasson.
Afgrel&sla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Sknavarala: Ásdis Kristinsdóttir. Sigriöur Kristjánsdóttir.
Húsmó&lr: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjórf: Óiöf Siguröardóttir.
Innheimtuma&ur: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Bjömsson.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fö*tudagur 20. ]ÚII 1984