Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 8
MINNING um við Ragnar í Smára, hvort heldur var á hlýlegu og gestrisnu heimili þeirra Bjargar, í sumar- bústaðnum við Álftavatn eða í jeppanum góða á hringakstri um borgina. Hugur hans var sífersk- ur og hugmyndaauðgin með ólík- indum. Eg minnist þess að eitt sinn áttum við tal saman um pól- itíska og fjármálalega spillingu í landinu, sem mjög fór fyrir brjóstið á ungum umbótasinna, en Ragnar var einsog jafnan raunsær og lét sér fátt um finnast um vandlætingu ungmennisins. „Skilurðu ekki, góði vinur”, sagði hann með sínum sérkenni- lega og smitandi léttleika, „að spilling er nauðsynleg fyrir frjóan jarðveg listanna. Það er hjá fjós- haugum sem bestu blómin gróa“. Með þeirri sláandi líkingu sló hann vopnin úr höndum fullhug- ans, þó ég léti að vísu ekki með öllu sannfærast um frjómátt spill- ingarinnar. En hver veit nema hann hafi haft lög að mæla. Blómgun listalífs í landinu á und- anförnum áratugum gæti verið vísbending í þá átt. Samskipti okkar Ragnars voru mest á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar, og fæ ég aldrei full- þakkað þá gæfu að hafa kynnst þvílíkum eldhuga meðan starfs- orka hans og framtak stóðu í full- um blóma og engin járn bitu á hann. Ævinlega skyldi þessi önnum hlaðni atorkumaður gefa sér tíma til að hripa manni hlýlegt bréfkorn þegar honum þótti um- sögn um bók eða leiksýningu vel hafa tekist, en hann var líka ómyrkur í máli þegar honum lík- aði miður. Kannski var samt lær- dómsríkast af öllu að starfa með honum í féiagsskapnum „Ingólfi" ásamt þeim Hannesi Péturssyni, Sigurði Líndal og Þórhalli Vil- mundarsyni. Við hittumst að staðaldri um nokkurt árabil, stóðum meðal annars að hinni víðkunnu og í sumum herbúðum illræmdu áskorun 60-menn- inganna árið 1964 gegn hömlulausri útbreiðslu kanasjón- varpsins. Sú herferð bar árangur, þó sótt væri á brattann og Við- reisnarstjórnin hatröm útí þetta ósvífna framtak „hægriafla" í landinu. Árið eftir gáfum við út blaðið „Ingólf" sem vakti bæði athygli og umræðu. Sömuleiðis studdum við Sigurð Líndal með ráðum og dáð meðan hann var að semja hina sögufrægu fullveldis- ræðu 1965 sem fór einsog eldur um þjóðarsálina. Og síðast en ekki síst átti „Ingólfur" stærstan þátt í að Kristján Eldjárn gaf kost á sér til forsetakjörs 1968. Þetta voru ævintýralegir tímar, og frumkvöðull alls sem við gerðum var Ragnar í Smára sem þrotlaust lagði á ráð um skynsamlegar leiðir að markmiðum, fann raun- hæfar lausnir á vanda sem upp kom og virtist eiga innangengt hvar sem var í völundarhúsi Kerf- isins. Á engan er hallað þó því sé haldið fram að Ragnar í Smára hafi átt drýgstan þátt í sögulegum yfirburðasigri Kristjáns Eldjárns 1968 og þeim kaflaskiptum sem þá urðu í pólitískri sögu þjóðar- innar, þegar almennt var viður- kennt að á forsetastóli ætti ekki endilega að sitja pólitíkus, heldur væri við hæfi að þar sæti fulltrúi og formælandi þeirrar skapandi menningar, sem er forsenda þess að tilvist okkar á þessu útskeri eigi sér tilgang og réttlætingu. Á örskömmum tíma kveðjum við tvo af þeim vormönnum sem hið unga lýðveldi á mikla skuld að gjalda, Hjálmar Ólafsson fyrir tveim vikum og nú Ragnar Jóns- son. Þó þeir væru um margt ólíkir menn, áttu þeir sameiginlegan þann eldlega áhuga, ósérhlífni og trú á mátt og megin fámennrar þjóðar, sem hefur enn sem komið er fleytt okkur yfir mörg blind- sker og stappað í okkur stálinu í viðsjálli veröld. Kannski eru það elliglöp að mér sýnist mjög sneyðast um áþekkar eldsálir meðal yngri kynslóða, en for- dæmi slíkra manna mætti gjaman verða okkur hvöt til að láta ekki deigan síga í linnulausri viðleitni við að hlúa að og efla þá þætti þjóðmenningarinnar sem ljá öllu okkar þrasi og striti tilgang sem er æðri valdhöfn, lóðabraski, steinbáknum og bflaeign. Þarsem hjarta þitt er, þar er og fjársjóður þinn. Ég votta eftirlifandi konu Ragnars, Björgu Ellingsen, þremur börnum þeirra hjóna, dóttur hans af fyrra hjónabandi, barnabörnum og öðrum aðstand- endum, dýpstu hluttekningu við þessi vegaskil í lífi þeirra og þjóð- arinnar allrar. Minning góðs drengs mun ekki einungis lifa í hugum þeirra sem höfðu per- sónuleg kynni af honum, heldur verður æviverk hans einhver til- komumesti bautasteinn sem nokkur íslendingur hefur reist sér á þessari öld. Sigurður A. Magnússon Nú er hann fallinn þessi óvið- jafnanlegj maður sem var meðan hann naut sín óstöðvandi ímynd hreysti eldmóðs og geðrausnar; sá sem mddi úr vegi hverri hind- ran þar sem aðrir sáu torleiði eitt og vegleysur. Úr Njálu höfum við orðtakið: Engum manni var Kári líkur. Þannig hugsa þeir sem þekktu Ragnar Jónsson til hans. Um vaskleikann atgervi allt og drengskap. Ragnar sást ekki fyrir að koma því fram sem hann lagði hug á, þótt hann hefði vitsmuni til að velja leiðir eftir því sem hentaði. En geð hans var svo stórt og óþreyjufullt að stundum fór hann að vísu beint af augum þar sem hyggilegra hefði verið að taka á sig krók. Engar úrtölur hrinu á honum. Þegar aðrir voru að ráð- gast um hvað væri hyggilegt að gera og sýndist sumum fíflska að geyma ekki hendumar í skauti sér eða í vösum og bíða kannski lags, og drógu jafnvel dár að þeim sem áttu dáð til að hafast að, þá var Ragnar kannski búinn að framkvæma það sem um var rætt áður en ráðstefnan fjaraði út. Enginn athafnamaður hefur fremur Ragnari stækkað sitt um- hverfi í andlegum skilningi, eflt íslenzka menningu með dáðum, þrotlausri atorku, hugkvæmi, stórhug, hugsjón sem aldrei dvín- aði. Hvemig hefði verið umhorfs hér á menningarakri okkar ef þessi maður hefði ekki með eld- móði sínum og dug verið óþreytandi að hjálpa stóram hlutum að gerast, og hindra að smásálimar næðu að drepa í dróma, smækka með úrtölum þvælingi og vesaldómi. Hvarvetna era hans spor, brautryðjandans hugumstóra í ótöldum framföram sem era grandvöllurinn sjálfur að svo mörgu í félagslegu menningarlífi okkar, auk þess sem hann var einstaklingunum hin fómfúsa hjálparhella og örlagavaldur iðu- lega fjölmörgum listamönnum og gladdist að mega stuðla að því að þeir fengju notið sín til að skapa handa þjóðinni. Honum var það líka um flesta fram brennandi áhugamál að greiða fyrir skilningi og koma á framfæri list sem verið var að skapa á íslandi, og kynna þjóðinni hvað henni bauðst og varðaði svo allur almenningur mætti njóta, alþýðan mætti nær- ast og eflast, og aukast yndi af verkum sinna fremstu listamanna sem iðulega ef ekki oftast vora allt aðrir menn en þeir sem mis- vitrir valdhafar hömpuðu og höfðu við hirð sína sér til afþrey- ingar eða í skytningi sökum auðsveipni. Hér hefur aldrei verið rekin bókaútgáfa á borð við þá sem Ragnar rak meðan hann naut sín. Hann hugsaði aldrei um peninga peninga vegna. Honum var það leikur einn að græða fé þegar hann kærði sig um. En peningar vora honum eingöngu tæki til að láta draumana rætast, fram- kvæma hugsjónimar. Og gera öðram gott. Sjálfur lifði hann í hófsemi, hans eini munaður var list, menning, samneyti við þá sem sköpuðu andleg verðmæti. Hann gaf út þær bækur sem hon- um þóttu eiga erindi við fólk. Og reyndar fleiri, af greiðvikni eða von um að í höfundinum byggi sitthvað sem síðar mætti rætast. Þegar allt brást mátti alltaf leita til Ragnars; væri ekki byrjað á því að snúa sér til hans ef mikið lá við. Af þessu leiddi að um sinn hafði Ragnar alltof mikið á sinni könnu, og sjálfhverfir listamenn létu sér gremjast þegar ekki náð- ist í Ragnar sem var við grettistök annars staðar. Allt átti Ragnar einn að gera, og það gat gleymst á stundum hvað hann hafði um- fram aðra menn, að hann var yfir- náttúralegur; varð alls ekki dæmdur eftir þeim mælieiningum sem gilda um aðra. Hver maður sem kynntist Ragnari vel hlýtur að njóta þess ævilangt, og þakka að hafa þekkt slíkan mann. Þeir sem áttu hann að vini nutu ómetanlegra forrétt- inda. Að fá Ragnar í heimsókn var að komast í furðulegt upp- streymi, og gat minnt á frásögur þeirra sem allt er fært innan geimhylkis í þyngdarleysinu um hnattasundin, og magalenda síð- an í móanum með Mozart í eyram, og stíga svo trylltan dans um skýjaborgimar með hinum mikla byggingarmeistara þeirra. Þó ekki rættist allt sem til stóð lifir æ minningin um þessa dás- amlegu hugsjónaveizlu, og vissan um að Ragnar vann stórvirki sem munu standa, og hafa breytt h'fi okkar til hins betra. Og minning- in um mann sem var öðrum stærri; þótt hann léti að mörgu leyti lítið fyrir sér fara og hirti ekki um hægindi fyrir sjálfan sig, heldur krafðist alls handa öðram, þjóð sinni og einstaklingum, ekki sízt listamönnum. Minning um skemmtilegan mann sem átti fágæta gáfu til að geta komið vinum sínum á óvart, með svipbrigðum og hreyfingum og fasi sem maður getur séð fyrir sér Ijóslega þótt hann sé nú allur. Sagt er að maður komi í manns stað. Varla trúi ég því í þessu dæmi að verði um mína ævitíð hvað sem síðar yrði þessari þjóð til láns. Mín von er sú að margir menn komi í manns stað að því leyti að öðrum verði þessi maður fyrirmynd, marga dreymi að vinna eitthvað í anda þessa ósér- hlífna manns sem elskaði list og menningu heitri ást sem aldrei sást fyrir. Maður sem elskar lífið með slíkum ærslum hlýtur að reyna nokkuð á þá sem standa honum næst. Enginn getur metið hver gæfa það er slíkum manni að við hlið hans standi kona sem skilur hann og umber hin ólmu umsvif, og styður hann. Hugurinn hvarfl- ar til þeirrar konu sem var Ragn- ari ómetanleg stoð og hlúði að honum sem frekast varð unnt hin síðari ár þegar hann var sviftur yfirburðum af sjúkdómi og naut sín ekki lengur. Gerði honum h'fið bærilegt eftir því sem kostur var þegar fullhuginn var sár og fjötraður. Án slikrar konu sem Björg var Ragnari er óvíst að hann hefði notið sín til fulls, og við hans. Thor Vilhjálmsson Ragnar í Smára er látinn. Með honum er genginn stórbrotinn og eftirminnilegur hugsjónamaður, maður sem mjög hefur sett svip sinn á öldina og víða markað djúp spor. Ragnar varð þjóðsagna- persóna í lifanda lífi. Ragnar fæddist í Mundakoti á Eyrarbakka 7. febrúar 1904, sonur Jóns Einarssonar útvegs- bónda og hreppstjóra í Munda- koti og konu hans Guðrúnar Jó- hannsdóttur frá Mundakoti. Árið 1920 settist hann í Verslunar- skólann og að námi loknu réðist hann til Smjörlíkisgerðarinnar Smára, sem hann var jafnan kenndur við. Snemma kynntist Ragnar Erlendi í Unuhúsi og helstu straumum menningarlífs- insíhöfuðborginni. Helstu skáld, rithöfundar, tónlistarmenn og myndlistarmenn þjóðarinnar urðu honum nákomnir, og þá studdi hann til dáða af stórhug. Ragnar rak umfangsmikla bóka- útgáfu og kom á framfæri verkum yngri skálda og rithöfunda auk þess sem hann gaf út verk helstu rithöfunda þjóðarinnar. Hann var einn af helstu hvatamönnum að stofnun Tónlistarskólans, Tónlistarfélagsins og Hljóm- sveitar Reykjavíkur, sem var undanfari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Tónlistarlífið blómstraði vegna einstakrar elju og bjartsýni Ragnars. Ragnar vann mikið starf fyrir íslenska myndlist. Hann kynntist vel helstu mynd- hstarmönnum þjóðarinnar, styrkti þá með myndakaupum og kynnti þá með útgáfu fagurra listaverkabóka og listaverkaeftir- prentana og þroskaði um leið listsmekk þjóðarinnar. Ragnar var stórhuga í listaverkakaupum sem og öðra, sem hann tók sér fyrir hendur. Listaverkasafn hans óx jafnt og þétt í gegnum árin. Með gjafabréfi, sem Ragnar afhenti Alþýðusambandi íslands hinn 17. júní 1961, var grunnur- inn lagður að stofnun Listasafns ASÍ. Iupphafsorðum þess segir: „Ég hef í meira en þrjá áratugi safnað listaverkum eftir íslenska málara, og ákvað fyrir tveimur áratugum að Helgafell skyldi koma á fót vísi að alþýðulista- safni, er væri sjálfstæð stofnun líkt og Tónlistarfélagið gerði í sinni grein. Myndir þessar hef ég flestar keypt af listamönnunum sjálfum utan sýninga, fengið þær að gjöf eða sem greiðslu fýrir myndsölu. Ég hef í aldarfjórðung staðið í mjög nánu sambandi við flesta hinna eldri málara og því oft átt kost á að velja úr myndum þeirra. Myndir þessar hef ég ákveðið að gefa samtökum ís- Ienskra erfiðismanna, fyrir hönd þeirra Alþýðusambandi íslands, í minningu Erlends Guðmunds- sonar í Unuhúsi". Miðstjórn Alþýðusambands- ins samþykkti á fundi sínum 22. júní 1961 með öllum greiddum atkvæðum að þiggja þessa stór- höfðinglegu og dýrmætu gjöf Ragnars. Þann 4. júlí sama ár var svo opnuð sýning á meginhluta verkanna í Listamannaskálanum við Kirkjustræti í Reykjavík. Þar afhenti Tómas Guðmundsson skáld fyrir hönd gefanda Aiþýðu- sambandinu hina miklu gjöf, 120 úrvals listaverk eftir okkar frem- stu myndlistarmenn. En Ragnar lét ekki sitja við listaverkagjöfina eina. Hann réð Björn Th. Björnsson, list- fræðing, til að rita sögu íslenskrar myndlistar á 19. og 20. öld. Skyldi ágóðanum af sölu hennar varið til að koma upp húsi yfir safnið. Fyrra bindi þessa ein- stæða ritverks „íslensk myndlist á 19. og 20. öld“ kom út vorið 1964, en hið síðara 1973. Fyrstu árin var safnið í leigu- húsnæði, fyrst að Laugavegi 18, en síðar að Laugavegi 31, þar sem safnið var hýst til haustsins 1978, að það fékk skrifstofu- og geymsluaðstöðu að Grensásvegi 16. Þar var síðan innréttað sýn- ingarhúsnæði fyrir Listasafnið, sem var vígt á afmælisdegi Ragn- ars hin 7. febrúar að viðstöddu miklu fjölmenni. Safnið var síðan formlega opnað í hinum nýju húsakynnum 1. maí 1980 með yfirlitssýningu á verkum Gísla Jónssonar. Listaverkaeign safnsins hefur jafnt og þétt vaxið, því hafa borist margar góðar gjafir, frá mynd- listarmönnum og öðram velunn- urum, og mörgum verkum hafa þau hjón, Ragnar og Björg, bætt við framgjöfina. Listaverkaeign safnsins er nú að nálgast tvö þús- und verk. Starfsemi safnsins hefur mjög mótast af starfi Ragnars fyrir myndlistina. Auk sýninga í sal- arkynnum safnsins efnir safnið reglulega til vinnustaðasýninga um land allt, og era að j afnaði um tuttugu sýningar uppi hverju sinni. Safnið hefur ráðist í útgáfu á litskyggnuröðum til kynningar á íslenskri myndlist. Haustið 1982 hóf Listasafnið samvinnu við Lögberg-bókaforlag um út- gáfu listaverkabóka í ritröðinni „íslensk myndlist“. Það þótti sjálfsagt upphaf útgáfunnar að kynna framgjöf Ragnars til Al- þýðusambandsins, því þar eru saman komnar margar af helstu perlum íslenskrar myndlistar á fyrri hluta þessarar aldar. í þess- ari bók, „Ragnar í Smára“, skráir Ingólfur Margeirsson viðtöl við fjórtán samferðamenn Ragnars um kynni þeirra og samstarf við hann. Með bókinni var ekki gerð tilraun til að segja sögu Ragnars, fyrir eina slíka bók er Ragnar ein- faldlega of stór, en hún var til- raun til að varpa nokkra ljósi á þennan einstæða velgjörðar- mann íslenskra listamanna. Síð- an hafa Listasafnið og Lögberg- bókaforlag gefið út tvær aðrar listaverkabækur, um Eirík Smith og Jóhann Briem og fleiri eru á leiðinni. Á sjötugsafmæli Ragnars ákv- að stjórn Listasafns ASÍ og mið- stjórn ASÍ að láta stækka lista- verkið „Kríuna“, eftir Sigurjón Ólafsson, sveitunga Ragnars, sem þakklætisvott fyrir hina dýr- mætu listaverkagjöf. Þann 11. janúar 1981 var „Krían“, tákn flugs og frelsis, afhjúpuð í landi Mundakots, fæðingarstaðar Ragnars. Halldór Laxness lýsir Ragnari einkar vel í bókinni um „Ragnar í Smára“: „Ragnar hefur ein- hverja djúprætta samúð með mannlegu lífi. Hann hefur ekki getað lifað öðruvísi en styrkja það sem hann hefur verið sann- færður um að væri gott. Þetta hef- ur verið aflvélin í persónuleik hans. Þau verk sem hann hefur unnið íslenskri endurreisn hefði enginn annar getað unnið. Menn eins og Ragnar eru tilviljun; nán- ast eitthvert happ í mannlegu fé- lagi“. Björgu Ellingsen, börnum og öðram ástvinum vottum við sam- úð okkar. Minning Ragnars í Smára mun lengi lifa. F.h. Alþýðusambands íslands og Listasafns ASI, Ásmundur Stefánsson, Þorsteinn Jónsson. Þórður, frændi Ragnars, var vanur að segja við hann: Þú ert nú eini siðaði maðurinn í Sjálf- stæðisflokknum. Ragnar vildi ekki fallast á þetta, sem vonlegt var, en hafði samt gaman af. Svo skaut hann á móti: Kommúnisminn byggist á öfund, sagði hann. Það gat ég ómögulega viður- kennt og svo var farið að rífast um eignagleðina, sem Ragnar hélt nokkuð stíft fram. Þessu varð náttúrlega að mótmæla, með tilvísun til víxlaranna í must- erinu og svo margra fleiri. Og mikið var hressandi að eiga orð við Ragnar, hvort sem var um pólitík eða bók eða píanósnilling, því hugsun hans tók hinar skemmtilegustu sveiflur út af hvunndagsleiðum og þá eins víst að hún kæmi andmælanda í opna skjöldu, afvopnaði hann og skildi hann eftir skemmtilega hissa. Og sitthvað er sjáifsagt rétt í því sem Ragnar hélt fram. Það er til „kommúnismi“ sem nærist á öfund - við hliðina á þeim sem byggist á skárri hvötum. Og það er vitanlega erfitt að efast um „eignagleði" manna eins og Ragnars sjálfs, sem bar gæfu til að láta hana streyma fram í víð- frægu örlæti við list og menningu í þessu landi. Æ oftar finnst manni um fimmtugt þegar andlátsfregnir steypast yfir hann, að hann sjái á eftir manngerðum, sem aldrei verði til framar, hann sé vanmátt- ugt vitni að atburðum eins harmrænum og þegar tungumál hættir að vera til. Svo fer manni einmitt þegar hugsað er til öðl- ings eins og Ragnars. En eins og Kristján heitinn Eldjárn sagði eitt sinn í nýjársávarpi, þegar menn höfðu borið sig illa eins og endranær: Enn lifum vér. Indverskur málsháttur segir: þegar húsið er risið man enginn lengur hver byggði það. Þetta er sem betur fer rangt. Ekki síst þegar menn byggja lífshöll sína úr göfugri efnum en steini eins og Ragnar gerði Jónsson. Arni Bergmann Það var milt sumarkvöld 1936, að ég hygg, að ég og Ólafur Sig- urðsson frá Tungu vorum á ann- arri bátabryggjunni á Akranesi og sáum ókunnugan mann, sem leit í kringum sig. Vék hann sér að okkur og og spurði um báta og bæinn, en við svöraðum eins og við höfðum vit til. Loks spurðum við hann, hvað hann ynni, og sagðist hann búa til smjörlíki. Það var fyrsti fundur minn og Ragnars Jónssonar. Sumarið 1947 gekk ég á fund Ragnars Jónssonar í Helgafelli og bað hann að gefa út þýðingu á annarri af tveimur ævisögum eftir Hesketh Pearson, sem ég til- nefndi, og féllst hann á að gefa út þá um Öskar Wilde. Þýddi ég hana ásamt Jóni Óskari, (eins og hann rekur í minningabók sinni), og kom hún út tíu áram síðar, 1957. Lagði Ragnar þá inn til mín kassa með vindlum, sem margir útvegsmenn báru síðan lof á. Sumarið 1961 tók Ragnar af mér til útgáfu fáeina þýdda kafla úr Alhlítu kenningu Keynes. Haustið 1963 hitti ég Ragnar í Pósthússtræti og spurði hann þá, hvort honum litist á að gefa út greinarkorn mín um Efnahags- bandalag Evrópu. Mér til und- runar bauðst hann til þess. Vin- semd hans þakka ég með þessum orðum. Allnokkrum sinnum ræddi ég við Ragnar Jónsson á áranum 1947-1964. Á þeim tóku viðhorf hans til þjóðmála nokkram breytingum, en ekki trú hans á framförunum og brennandi áhugi hans á mannlífinu. Reykjavík, 19. júlí 1984. Haraldur Jóhannsson SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. júlí 1984 Við opnun sýningar á málverkagjöf Ragnars til Listasafns ASÍ. Bjöm Th. Bjömsson, Björg Ellingsen, Ragnar og Margrét Jónsdóttir. Útgefandinn og höfundurinn á blaðamannafundi. UM HELGINA Kjarvalsstaðir Vídeólist Á sýningu Listahátíðar á Kjar- valsstöðum hafa verið sýnd fjögur verk á myndböndum eftir Steinunni Bjarnadóttur. Hefur nú nýtt verk bæst í það safn og heitir það „Steina,“ Það er 30. mín. sjónvarpsmynd, gerð í Buffalo, New York. Þar gerir Steina úttekt á vinnu sinni, hug- myndum og afstöðu á árunum 1969-78. Sýningin er opin daglega kl 14-22, en henni lýkur sunnu- daginn 29. þ.m. Sýningar Saga skipanna framlengd Sýningin „Saga skipanna“ hófst 15. júlí s.I. Aðsókn var fremur dræm í byrjun en hefur verið vaxandi og mjög góð síðustu daga, þannig að rúmlega 5000 manns hafa séð sýninguna. Vegna fjölda þeirra er ekki hefur haft tækifæri til að sjá sýn- inguna hefur verið ákveðið að framlengja um eina viku en jafn- framt er rétt að taka fram að sýn- ingin verður ekki framlengd frek- ar. Sýningin hefur vakið óskipta athygli hinna fjölmörgu gesta og vonast aðstandendur sýningar- innar til þess að þeir sem enn hafa ekki séð sýninguna noti þetta tækifæri til þess að sjá sérstæða og óvenjulega sýningu frá atvinnulífi þjóðarinnar. Grafík Nýlistasafnið umhverfið við Vatnsstíg 3b okkar Laugardaginn 21. júlí vcrður farin fjórða ferðin í ferðaröðinni „Umhverfið okkar“, á vegum Náttúruverndarfélags Suðvestur- lands. í þetta sinn verður farin náttúruskoðunar og söguferð um Gerðahrepp (Garðinn og Leiruna). Farið verður frá Norræna hús- inu í Reykjavík kl. 13.30 og til bakamilli kl. 19.00 og20.00. Far- gjald er kr. 200 en frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir eru velkomnir. Leiðsögu- menn verða Þórdís Ólafsdóttir, jarðfræðingur sem fjalla mun um jarðfræði svæðisins. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, líffræðingur, ræðir um gróðurfarið. Áhugafólk um sögu og örnefni svæðisins mun miðla af fróðleik sínum í ferðinni. Fuglar á Torginu Dagana 21-29 júlí heldur Jón Baldvinsson listmálari sýningu í Listamiðstöðinni á Lækjartorgi sem hann nefnir „Fuglar“. Sýn- ing þessi er framhald af sýningu á , fuglafantasíum er Jón hélt s.l. i haust í Gallerí Heiðarási. Langbrækur sýna í Gallerí Langbrók stendur nú yfir sölusýning Langbróka. Á sýningunni eru grafíkmyndir, textfl, keramik, vatnslitamyndir, gler, myndir, fatnaður, skart- gripir úr postulíni og ficira. Gallerí Langbrók er opið alla virka daga frá kl. 12-18 og milli 14-18 um helgar. Langbrækur eru einnig með samsýningu í Lax- dalshúsi á Akureyri. Föstudaginn 20. júlí verður opnuð sýning á grafíkmyndum i Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b. Myndirnar eru eftir: Kees Visser, Tuma Magnússon, Krist- ján Steingrim, Harald Inga Har- aldsson, Pétur Magnússon, Ing- ólf Arnarson, Helga Þorgils Friðjónsson, Sólveigu Aðal- steinsdóttur, Árna Ingólfsson og fleiri. Sýningin stendur til og með 29. júlí. Nýlistasafnið er opið virka daga frá kl. 16.00 til 20.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 20.00. Kántríhátíð á Skagaströnd Dagana 20-22. júlí verður haid- in á Skagaströnd heilmikil Kánt- ríhátíð sem heitir „Villta vestrið“. Þar verður ýmislegt til skemmtunar og allt með Kántrí blæ. Bíósýningar verða alla dag- ana með myndir úr villtra vest- rinu í Félagsheimilinu Fellsborg. Hópreið hestamanna með Hall- björn Hjartarson í fararbroddi, ýmsar hestaíþróttir, t.d. boð- reiðar, tunnukappreiðar o.fl. Einnig verður sérameríska fyrir- brigðið Rodeo, en leikurinn er fólginn í því að snúa kálf niður á sem skemmstum tíma. Á dagskránni er einnig hæfi- leikakeppni í söng og gítarleik (og að sjálfsögðu kántrítónlist). Valinn verður fallegasti 8 gata ameríski bíllinn. ef Ýmsir skemmtikrafar koma fram, þ.á.m. Hallbjörn Hjartar- son, Johnny King og Siggi Helgi Tvær hljómsveitir leika kántrít- ónlist. Hljómsveitin Gautar frá Siglufirði leikur á föstudagsk völdið undir berum himni veður leyfir. Á laugardagskvöld ið verður aðalhátíðin haldin í Fél agsheimilinu Fellsborg á Skagast rönd. Þar leikur hljómsveitin Týrol frá Sauðárkróki. Ýmsar uppákomur verða bæði kvöldin. Á sunnudag verður úti messa og söngur. Hestaleiga verður alla dagana. Rekin verður Kántrí-útvarpsstöð næstum allan sólarhringinn með tónlist og léttu hjali. Næg tjaldstæði eru á Skaga strönd ekki langt frá Fellsborg. Brement býður á fund Marshall Brement, sendi- herra Bandaríkjanna á ís- landi, lætur ekki deigan síga fremur en Guðmundur í leikritinu og eftir sfðustu at- burði er nú fyrirferð hans og sendiráðsins í íslensku samfé- lagi orðin að almennu umræðuefni. Flestir bjuggust við að sendiherrann myndi draga sig um stund í hlé, eftir hina dæmafáu og umdeildu smekk- leysu sem hann stóð fyrir á þjóðhátíðardegi lands síns, bjórveislunni frægu sem hann bauð til í Árbæ. Því var þó ekki að heilsa. Innan skamms sté Brement aftur í kastljós athyglinnar með því að nafngreina tvo ís- lenska vinstri menn sem hann vill ekki sjá á stóli forsætisráð- herra. Svona afskipti af innan- ríkismálum sjálfstæðra þjóða era einfaldlega fáheyrð en hins vegar nokkuð í anda þess yfirgangs sem Bandaríkin hafa í áranna rás sýnt smá- þjóðum. Rétt er að benda á, að þjóð- höfðingi lands okkar, frú Vig- dís Finnbogadóttir, velur þá menn sem hún telur hæfa til að gegna embætti forsætisráð- herra, og þarf ekki ráðlegg- ingu Marshalls Brement, jafnvel þó hann sé sendiherra og „persónulegur fulltrúi* forseta sína. Ráðlegging send iherrans var því ekkert annað en afskaplega leiðinleg móð- gun við forseta íslands. Ameríska sendiráðinu var hins vegar ekki mál að linna. Á þriðjudag var boðað til blaðamannafundar í íslenska Ráðherrabústaðnum við Tiarnargötu. Tilefnið var heimsókn bandarískrar nefndar sem hingað kom útaf deilunni um Natóflutningana svokölluðu. Sá sem boðaði var blaðafulltrúi bandaríska sendiráðsins og á fundinum gekk ég úr skugga um að fund urinn var haldinn af hinum bandarísku aðilum, enda kom enginn íslenskur ráðamaður á fundinn! Þar var hins vegar staddur maður að nafni Marshall Bre ment sem tyllti sér á stól og var greinilega kominn til að leika annað aðalhlutverkið á fundinum á móti formanni sendinefndarinnar, herra Wenick. Mér er því einfaldlega spurn: Síðan hvenær hefur banda- ríski sendiherrann getað boð- að íslenska blaðamenn á fund í íslenska Ráðherrabústaðn- um til að ræða við sig og aðra bandaríkj amenn? Er ekki mál að uppákomum samkvæmisljónsins linni og Marshall Brement fari að halda sína fundi og sín partí innandyra á Laufásvegi 12? -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.