Þjóðviljinn - 20.07.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 20.07.1984, Page 5
Oft hefur harf verið slegist í kolanámuverkfallinu og handtökur eru orðnar um 5000. Hafnarverkfall tengist verkfalli kolanámumanna. Thatcher hikar enn við að koma á neyðarástandi. Dómur gekk gegn stjórn Thatcher Bann á aðild að verkalýðsfélagi dœmt ógilt Fleira er mótdrægt Margar- et Thatcher um þessar mund- ir en verkföll: stjórn hennar beiö nú í vikunni mikinn ósigur þegar hæstiréttur kvað upp þann úrskurð, að bann járn- frúarinnar við því að starfs- menn einnar helstu hlerun- armiðstöðvar landsins væru í verkalýðssamtökum stríddi gégn lögum og væri því dautt og ómerkt. Miklar deilur höfðu staðið um það, að stjórnin leyfði ekki starfs- mönnum njósnamiðstöðvarinnar í Cheltenham að vera í verka- lýðsfélagi - með tilvísun til örygg- isþarfa landsins. Þetta bann átti svo að ná til þeirra líka, sem unnu hliðstæð störf annarsstaðar á veg- um breska ríkisins. Þegar bannið tók gildi tilkynnti ríkisstjórnin að 85-90% þeirra sem unnu við Cheltenham hefðu tekið á móti tilboði ríkisstjórnar- innar um eitt þúsund punda greiðslu gegn því að þeir segðu sig úr viðkomandi verkalýðsfé- lögum. Verkalýðshreyfingin mótmælti ákaft, en fáir í þeirra röðum munu hafa verið svo bjartsýnir að ætla að dómur í málinu yrði þeim í hag. En nú hefur fengist sá úr- skurður, sem fyrr segir, að bann íhaldsstjórnarinnar hafi verið „ógilt" og hefði hún átt að ráð- færa sig við verkalýðsfélögin og starfsfólk áður en grundvallar- mannréttindi voru frá þeim tekin. Stjórnin hefur ákveðið að áfrýja málinu enn og segist munu hlíta þeim úrskurði sem þá fæst. Hverjir skyldu vera að fara í verkfall núna? Verkföll kolanámumanna, sem nú hafa staðið hátt á fimmta mánuð, og svo nú síð- ast hafnarverkamanna, hafa þjarmað meira að íhaldsstjórn Margaret Thatcher en nokkuð það sem annað hefur gerst á valdaferli hennar. En á mánu- dag kom það í Ijós, að stjórnin var enn ekki reiðubúin til að reyna að kveða niður verkföll með því að lýsa yfir neyðar- ástandi og láta herinn um að halda atvinnulífinu gangandi ef ekki vildi betur. Kolanámuverkfallið hefur staðið mánuðum saman, eins og fyrr var nefnt, en það hefur ekki haft jafn víðtæk áhrif eins og hafnarverkfallið sem hófst í byrj- un síðustu viku. Hafnarverka- menn höfðu stöðvað vinnu í sex- tíu höfnum og skipti þó mestu að hafnarverkamenn í stærstu ferju- höfn landsins, í Dover, ákváðu að stöðva alla vöruflutninga um höfnina, en um hana fer mjög stór hluti af útflutningi Breta til landa Efnahagsbandalagsins. Ríkisstjómin sat á neyðarfundi á mánudaginn en ástæðan fyrir því að hún lét ekki til skarar skríða er sú að á þriðjudag áttu hafnarverkamenn og viðmælend- ur þeirra að koma saman til við- ræðna. Sporin hræða Margaret Thatcher hafði áður lýst því yfir „að þjóðin verði ekki tekin í gíslingu af Iitlum minni- hluta - í mesta lagi 200 þúsund manna, sem reyna að þvinga vilja sinn upp á 55 miljónir manna“. Þessi og önnur hreystiyrði þóttu benda til þess að Margaret Thatc- her væri reiðubúin til að lýsa yfir neyðarástandi í landinu og láta herinn reka hafnirnar. En forsæt- isráðherrann hefur líka fyllstu ástæðu til þess að óttast slíka ákvörðun. Síðasti forsætis- ráðherrann sem lýsti yfir neyðar- ástandi var flokksbróðir Margar- et Thatcher, Edward Heath. Það gerðist árið 1974. Heath átti þá við kolanámumannaverkfall að glíma eins og Thatcher nú. En neyðarástandið varð reyndar upphafið að falli íhaldsstjórnar- innar 1974 - og ýmsir eru að spá því að hið sama gæti gerst nú. Hart er barist Verkfall hafnarverkamanna er nátengt verkfalli kolanámu- manna og með því hefur Scargill, foringja kolanámumanna, loks- ins tekist að ná þeim samstöðu- tengslum við önnur öfl í verka- lýðshreyfingunni sem um munar. Verkfall hafnarverkamanna hófst á því í fyrri viku, að þeir mótmæltu því að ófélagsbundnir menn væru notaðir til þess að af- ferma járn í stáliðjuver, eftir að félagsbundnir hafnarverkamenn höfðu neitað að beita sér gegn verkfallsvörslu kolanámumanna. Þessi tengsli geta orðið afdrifa- rík fyrir kolanámumenn, sem hafa reyndar mátt reyna það í sínu erfiða verkfalli að „án er ills gengis nema heiman hafi“ - m.ö.o. - þeir hafa sjálfir ekki ver- ið samtaka í verkfallinu. Hluta námanna er haldið opnum af þeim kolanámumönnum sem síst óttast um sína framtíð, en verk- fallið er, eins og menn muna, háð til að mótmæla lokun um 20 náma, sem ekki teljast arðvæn- legar lengur. Verkfallsverðir hafa og sætt mikilli hörku af hálfu lögreglu, sem hefur til þessa handtekið um 5000 manns fyrir verkfallsvörslu við þær námur sem enn eru reknar eða tilraunir til að stöðva kolaflutninga til stál- iðjuvera. Kinnock meö Scargill Það kann og að bera vitni um breytta stöðu í málunum, að for- maður Verkamannaflokksins, Neil Kinnock, sýndi sig um síð- ustu helgi í fylgd með Arthur Scargill, foringja kolanámu- manna, í fyrsta sinn eftir að verk- fallið hófst. En Kinnock hefur til þessa hikað við að lýsa verkfall kolanámumanna flokksmál. Þetta gerðist á fundi í Durnham. Þar komst Kinnock m.a. svo að orði að „ekki má leyfa Margaret Thatcher að vinna enn einn sigur á breskri alþýðu“. Kinnock líkti Thatcher við „keisarafrú sem er að veslast upp, umkringd aumri hirð og gefur frá sér skipanir sem enginn hlýðir og ráðskast með efnahagsöfl sem hafa stungið hana af“. Scargill notaði tækifærið til að tala um hafnarverkfallið sem „sögulegan sigur“ kolanámu- manna, en hann hefur leynt og ljóst stefnt að því, að upp úr verk- falli þeirra þróaðist meiriháttar uppgjör við íhaldsstjórnina. Scargill átti að byrja nú í miðri viku enn eina viðræðuumferð við Kolaráðið breska, sem til þessa hefur harðneitað að endurskoða ákvörðun sína um að loka nám- unum tuttugu. áb. UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Fðtudaflur 20. júll 1984 t>JÓÐVIUINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.