Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 11
VIÐHORF „Þeir sem báru eitt sinn borða og spjöld brosa nú fyrir yfirvöld” Að morgni þjóðhátíðardagsins 17. júní s.l. voru misjafnlega drukknir íslendingar að tínast út úr húsakynnum bandaríska sendiherrans við Laufásveg eftir veglegt hóf. Þessi prúðbúna sveit hafði kosið að eyða aðfaranótt þjóðhátíðardagsins í félagsskap æðsta umboðsmanns amerískra stjórnvalda hérlendis, við glasa- glaum og erlendar góðgerðir í veislusölum herraþjóðarinnar. Nú heyrir það vitaskuld ekki til tíðinda að íslendingar flaðri upp um útlenda höfðingja. Og amer- íska sendiráðið hefur löngum haft sérstakt aðdráttarafl fyrir á- kveðna tegund landa vorra, sem á máli sósíalista hafa gjarnan gengið undir samnefninu „kana- sleikjur" og verið feðraðir íhald- inu. En það var reyndar ekki Mogga-hyskið sem þarna reikaði út í þjóðhátíðarmorguninn með kanakokkteil í æðum, heldur al- veg ný tegund í bransanum, - sem sé einvala lið ílenskra sósíalista! Það er nefnilega komið í tísku hjá hinum stoltu framvörðum þjóðfrelsis, sósíalisma og verka- lýðsbaráttu að drekka sig fulla í ameríska sendiráðinu sem oftast. Innan vinstri yfirstéttarinnar þykir enginn lengur maður með mönnum sem ekki getur talið sendiherrahjónin til a.m.k. góðra kunningja, helst náinna vina sinna. „Marshall og Pamela“ eru umsvermuð af vinstri sinnuðum listamönnum, menningarvitum, eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur og stjómmálafrömuðum, flokks- bundnum Alþýðubandalags- mönnum og herstöðvaandstæð- inum. Þegar sendiherrann réð sér erkióvinar fsdensks sjálfstæðis? Eða er Mr. Brement máske bara meinlaus listelskur piltur, sem nýtur þess að umgangast afkomendur Snorra úr fimm- auraharkinu hér á klakanum yfir á milljónamarkaðinn? Mikið mættum við þá vera þakklát. Það er ömurleg staðreynd að í hópi sósíalista á íslandi skuli vera aðfinnafólk sem álítur það upphefð að vera ívinfengi við útsendara amerí- skra stjórnvalda hérlendis. Fólksem hefur skemmtun afað tipla ísparifötum innan um vopn- aða lífverði og CIA menn. íslenskukennara varð virkur Al- þýðubandalagsmaður og fyrrver- andi borgarfulltrúi þess fyrir val- inu. A.m.k. annar ritstjóri Þjóð- viljans er tíður gestur á heimili sendiherrahjónanna. Það er dálítið sérkennilegt frá mínum bæjardymm séð. Hvað getur hugsanlega legið að baki þessum brennandi kommúnistaá- huga sendiherrans? Er hann kannski sjálfur laumukommi,1 sendur hingað fyrir handvömm amerískra stjórnvalda? Er hann að hjálpa vinstri mönnum að finna leið til að koma hernum úr landi? Er verið að undirbúa sósí- alíska byltingu í höfuðstöðvum leiftrandi gáfumenn og snillinga? Og horfir af listrænu umburðar- lyndi framhjá þeirri staðreynd að snillingalandsliðið hefur um ára- bil verið í fylkingarbrjósti í bar- áttunni gegn bandarískum áhrif- um á íslandi? Er það af hugsjón og einlægri samúð með íslenskri menningu sem Mr. Brement sendir íslensk leikskáld og fleiri listamenn úr hópi herstöðvaand- stæðinga í langar reisur til Gvuðs eigins lands á kostnað ameríska ríkisins? Er Mr. Brement e.t.v. bjartasta von róttækra íslenskra iistamanna nú um stundir, eins- konar amerískur Ragnar í Smára, sem á eftir að lóðsa hina hrjáðu Bæði Marshall vini okkar og am- erísku stjórnvöldunum. Þakklát, undirgefin og prúð. Því vitaskuld vill kerling hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Og hefur hún ekki þegar borið töluvert úr býtum? Marshall Brement er ekki fyrsti bandaríski sendi- herrann sem gefur innfæddum á- hrifamönnum undir fótinn, en hann er sá fyrsti sem hefur tekist að fá framámenn úr Alþýðu- bandalaginu og hatramma her- stöðvaandstæðinga svo rækilega til við sig að þeir leggja frá sér borða og spjöld og flykkjast inn í veisluglauminn. Kannski hefur bara engum fyrirrennara hans hugkvæmst að nota mætti á ís- lenska sósíalista sama bragð og hefur dugað til að brjóta niður mótstöðu indíána, eskimóa og fleiri frumstæra þjóða gegnum tíðina: að hella þá fulla af brenni- víni og múta þeim með glingri. Bravó fyrir Mr. Brement og læri- feðrum hans í C.I.A.! Það er ömurleg staðreynd að í hópi sósíalista á Islandi skuli vera að finna fólk sem álítur það upp- hefð að vera í vinfengi við útsend- ara amerískra stjórnvalda hér- lendis. Fólk sem hefur skemmtun af að tipla í sparifötunum innan um vopnaða lífverði og C.I.A.- menn og láta taka drykkjurausið úr sjálfu sér upp á falin segul- bönd. Þetta fólk niðurlægir ekki bara sjálft sig. Það setur smán- arblett á baráttu þeirra tugþús- unda íslendinga sem um langt árabil hafa lagst gegn bandarísk- um ítökum í íslensku þjóðlífi. íslensk stjórnvöld undirbúa nú jarðveginn fyrir stóraukin umsvif ameríska herveldisins hérlendis. í þeim átökum sem framundan eru verður okkur lítið lið í snobb- uðum samkvæmishetjum og sið- lausum eiginhagsmunaseggjum. Auðmýktarbros og hugguleg handabönd leiða okkur ekki til sigurs í þeirri baráttu. Veisluhirð ameríska sendi- herrans ætti að íhuga það. 12. júlí 1984 Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur. FISKIMÁL Föstudagur 20. |úlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11 Sóknartilhögun ræður gæðum Gœðaaukningin á vertíðarþorski eðlileg með tilliti til kvótaskiptinga og lokunar á Nígeríumarkaði. Frá því hefur verið skýrt í fjöl- miðlum að gæða netafisks hafi á s.l. vetrarvertíð aukist um 6% í þorskafla. í útvarpi hefur þetta verið marg endurtekið enda um góða frétt að ræða. En þegar þetta er skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem fyrir liggja þá vex mér þessi gæðaaukning ekkert í augum og mun ég nú rekja or- sakir sem ég tel helstar og að gæð- aaukningu hafa stuðlað í ár. í fyrsta lagi: Sjávarútvegsráðu- neytið ákvað fyrirfram með kvótakerfinu og mjög naumt skömmtuðum afla hvað mikið hver bátur mátti veiða. í öðru lagi: Fyrirfram var vitað að skreiðarmarkaður Nígeríu var lokaður, en í verkun fyrir þann markað hefur farið mikið af dauðblóðguðum fiski úr netum. Þetta hvorttveggja leiddi til þess að margir notuðu færri net í sjó og sóttu fastar að draga netin en áður, svo að hinn naumt skammtaði kvóti aflans nýttist þeim sem best þannig, að hvert uppfiskað tonn yrði verðmætara við ferskmat. í þriðja lagi hefur sá sterki orð- rómur ekki verið kveðinn niður að eitthvert magn af versta fisk- inum úr netum eftir landlegur hafi ekki komið á land, heldur hafi menn verið tilneyddir til að kasta honum fyrir borð til að rýra ekki að verðgildi hinn naumt skammtaða aflakvóta. Sé þetta rétt, þá hefur það að sjálfsögðu aukið heildargæði þess netafisks sem kom á land og metinn var í netafiski og þá á þeim tíma á meðan sóknin var algjörlega óheft og markaður fyrir skreið til Nígeríu opinn. í októberhefti Fréttabréfs Fiskmats ríkisins 1974 er gefið yfirlit um gæðaþróun á nýjum fiski frá 1972-1974, veiddum með þorsknetum á vetrarvertíðum og eru allar veiðistöðvar landsins teknar með í dæminu. Þar kemur það fram að á fyrrgreindu tíma- bili þá óx þorskafli úr netum sem fór í 1. gæðaflokk um 6.7%, ufsi um 7.4% og langa um 3.2%. í skýrslu Njáls Þórðarsonar deildarstjóra í þessu sama hefti er skýrt frá því að á vetrarvertíðinni 1974 voru heildargæði alls neta- þorsks sem veiddur var þessi. í 1. gæðaflokk 57.1% í 2. gæðaflokk 26.9% ogí 3. gæðaflokk 15.9%. f úrgang fór 0.1 %. Þess má geta að þetta ár voru fiskgæði hinna ýmsu netabáta mjög misjöfn einsog bæði áður og síðar. ' Yfirleitt voru mestu aflaskip- stjórarnir einnig með mestu fisk- gæðin. Þeir voru með afkasta- mestu skipshafnirnar og sóttu fastar en aðrir netadráttinn. Sem dæmi vil ég nefna að Sigurður Kristjánsson skipstjóri á Skarðs- vík SH 205 fiskaði á vetrarvertíð 1974 til 15. maí í þorskanet 1253 lestir og voru fiskgæðin þessi: í 1. gæðaflokk fóru 77.6% aflans, í 2. flokk 11.9% og í 3. flokk 10.5%. Þessi miklu gæði þóttu ótrúleg og því rannsökuð gaumgæfilega, en stóðust fullkomlega. J.J.E.KúId. gæðaflokka af ferskfiskmatinu. En þó að það væri skröksaga að lélegum netafiski hafi aftur verið kastað í hafið einsog orðrómur- inn fullyrðir þá hlutu þær sam- dráttarráðstafanir í afla sem ákveðnar voru fyrir vertíðina að koma fram í auknum fiskgæðum þarsem um svo lítinn afla var að ræða á vetrarvertíð einsog dæmin sanna. Þegar aukning á þorski í 1. gæðaflokk um 6% og á ufsa um 8% er skoðuð í ljósi þeirra stað- reynda sem fyrir liggja þá getur þessi gæðaaukning ekki talist óeðlileg eða neitt sérstakt afrek. Gæðaaukning í afla á vetrar- vertíð hefur áður átt sér stað í Gaeðaaukning netafisks kemur Jóhanni J.E. Kúld ekki spánskt fyrir sjónir af nokkrum ástæðum sem hann rekur hér í greininni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.