Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 15
ÍÞRÖiriR Bikarkeppni KSÍ Afram siglir IA ÍA vann ÍBV 3-0 í Eyjum í gœrkvöldi en sá sigur var ofstór John McEnroe þarf vart að líða skort - hann þénaði 160 miljónir króna á síðasta ári. Sá tekjuhœsti með 232 miljónir! Ef þú vilt gerast atvinnumaður í íþróttum með það í huga að græða sem allra mest, skaltu ger- ast hnefaleikakappi eða tennis- stjarna. Til þess bendir listi sem nýlega var birtur yfir átta tekju- hæstu íþróttamenn í heimi á árinu 1983. Hann lítur þannig út; tölur í íslenskum krónum: Marvin Hagler, hnefal.....232 milj. Larry Holmes, hnefal......180milj. John McEnroe, tennis.......160 milj. Roberto Duran, hnefal.....120 milj. Niki Lauda, kappakstur.....64 milj. Helgar- sportið Knattspyrna Frá 1. deild karla er sagt annars staðar á síðunni en í 1. deild kvenna, B-riðli, verða tveir leikir á Akureyri ásunnu daginn og hefjast þeir báðir kl. 14. Þór og Höttur leika á Þórsvelli og KA-Súlan á Ak- ureyrarvelli. í kvöld mætast Valur og Haukar í undanúrs- litum bikarkeppni kvenna og verður leikið á Valsvellinum kl. 20. í 2. deild karla verða fjórir leikir á morgun, laugardag kl. 14. Einherji-Skallagrímur á Vopnafirði, Völsungur-Víðir á Húsavík. FH-ÍBÍ á Kapla- krikavelli og KS-ÍBV á Siglu- firði. Á sunnudag kl. 14 leika síðan Njarðvík og Tindastóll í Njarðvík. í 3. deild leika ÍK-Stjarnan og Selfoss-Fylkir í kvöld og á morgun Reynir S.-HV, Vík- ingur Ó.-Snæfell, Austri- Magni, Þróttur N.-HSÞ.b og Valur Rf.-Leiftur. í 4. deild mætast efstu lið A-riðils, Ár- mann og Augnablik, í kvöld og efstu lið B-riðils, Hildi- brandur og Léttir, á morgun. Golf Fyrirtækjakeppni GSÍ verður haldin á vegum GR í Grafarholti í dag og þá fer einnig fram Olíukeppnin, hjóna- og parakeppni, á Hólmsvelli í leiru á vegum GS. Um helgina fer fram Toyota-open á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði, á vegum Keil- is, og Golfklúbbur Akur- eyrar stendur fyrir opnu móti á Akureyrarvelli. Skráning í Toyota-open fer fram í golf- skála Keilis í dag, síma 53360, til kl. 21 í kvöld. Frjálsar íþróttir Meistaramót íslands fyrir 15 - 18 ára fer fram á Akur- ' eyrarvelli laugardag og sunnudag. Ivan Lendl, tennis...............56 milj. Martina Navratilova, ten.........48 milj. Larry Bírd, körf ubolti..........48 milj. Það er arðvænlegt að komast í hóp þeirra bestu í heimi í þessum íþróttagreinum, en hvort það er 232 miljóna króna virði að láta berja úr sér heilasellurnar í hnefaleikum skal ósagt látið. -VS í áttundu tilraun gátu loks IBV og í A leikið í 16-liða úrsiitum bik- arkeppni KSÍ í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á ágætum malarvelli - grasvellirnir voru á floti - og lauk með einum of stórum sigri Islands- og bikar- meistara Akurnesinga, 0-3, í fjör- ugum og skemmtilegum leik sem háður var í sól og blíðu. Fyrri hálfleikur var ákaflega opinn og líflegur, sóknir og færi á báða bóga, og 2. deildarlið ÍBV var sterkari aðilinn ef eitthvað var. Strax á 3. mínútu vippaði Kári Þorleifsson yfir Bjarna Sig- urðsson Skagamarkvörð en í þverslá og yfir. Á 7. mínútu náði svo f A forystunni - há sending inní vítateig Eyjamanna og Árni Sveinsson skallaði einn og óvald- aður í netið, 0-1. ÍBÍ sótti í sig veðrið - Lúðvík Bergvinsson og Hlynur Stefáns- son áttu stórhættulega skalla rétt framhjá Skagamarkinu. Á 24. mínútu þrumaði Árni beint á Eyjamarkið úr aukaspyrnu en Gunnólfur fyrrum Hildibrandur Lárusson varði glæsilega. Tveimur mínútum síðar komst Lúðvík innfyrir vörn ÍA eftir sendingu Kára en skaut framhjá. Á 37. mínútu komst Kári einn innfyrir, Bjarni kom út og varði, boltinn barst til Lúðvíks sem skaut yfir. Honum hefndist fyrir það, þegar 15 sekúndur voru til leiksloka rak Hörður Jóhannes- son endahnútinn á fallegt „innan- hússpil" ÍA í vítateig ÍBV, 0-2. Strax á 3. mínútu seinni hálf- Bikarkeppni kvenna Sögulegur sigur Sigurganga Breiðabliks í bik- arkeppni kvenna í knattspyrnu var rofin á Akranesi í gærkvöldi - ÍA vann Kópavogsliðið 4-1 í undanúrslitum keppninnar. Þetta er sögulegur sigur - Breiða- blik hafði unnið alla bikarleiki sína frá upphafi og haldið bik- arnum síðan fyrst var keppt um hann árið 1981. ÍA hafði undirtökin allan tím- ann og Steinn Helgason þjálfari liðsins sagði markvörð sinn aldrei hafa haft það svona náðugt í sum- ar. Kristín Reynisdóttir kom ÍA yfir á 5. mínútu en 10 mínútum síðar jafnaði Ásta María Reynis- dóttir. Laufey Sigurðardóttir skoraði fyrir ÍA í upphafi seinni hálfleiks og síðan aftur um hann miðjan, 3-1, og Ragnheiður Jón- asdóttir bætti fjórða markinu við undir lokin er hún fékk stungu- sendingu og skoraði örugglega. ÍA mætir Val eða Haukum í úrslitaleik keppninnar. -VS leiksins gerði Sigþór Ómarsson út um leikinn. Karl Þórðarsson tók hornspyrnu, Gunnólfur kýldi frá en hitti boltann illa og Sigþór stökk upp og skaUaði í netið, 0-3. Eftir þetta var ekki eins mikið varið í leikinn og áður. f A hafði hann nokkuð í hendi sér án þess að sýna yfirburði og nokkur harka færðist í leikinn á köflum. Bjarni Sig. missti boltann frá sér við vítateigshorn á 55. mínútu en Sigurjón Kristinsson vandaði sig einum of og skaut yfir opið mark- ið. f A fékk þrjú færi eftir þetta - Júlíus Ingólfsson skallaði yfir eftir horn á 68. mínútu, Gunnólf- ur varði mjög vel langskot Árna á 75. mín. og á 82. mínútu skallaði Sigurður Lárusson í þverslána og yfir. í A er komið í 8-liða úrslit og mætir Breiðabliki í Kópavogi eina ferðina enn, Eyjamenn eru úr leik. Árni var besti maður f A, ávallt hættulegur. Ólafur Þórðarson kom inná um miðjan seinni hálf- leik og hleypti miklu lífi í leik Skagamanna með hraða og krafti. Lúðvík var bestur hjá ÍBV og Héðinn Svavarsson, Ólafur Arnason og Gunnólfur mark- vörður komust allir mjög vel frá leiknum. -JR/Eyjum Norðurlandamót drengja á Norðurlandi Norðurlandamót drengja- landsliða í knattspyrnu, undir 15 ára, hefst á Akureyri á mánudag- inn. Leikið verður norðanlands fram á sunnudag er mótinu lýkur og eru leikstaðir Akureyri, Sauðárkrókur og Húsavík. Þátt- tökuþjóðir eru Island, Danmörk, Finnland, Færeyjar, Noregur og Svíþjóð. f íslenska liðinu eru eftirtaldir drengir: Markverðir: Eirikur Þorvarð- arson, Breiðabliki, og Svein- bjöm Allansson, ÍÁ. Aðrir leikmenn: Alexander Högnason, Bjarki Jóhannesson, Haraldur Hinriksson og Örn Gunnarsson frá ÍA, Þorsteinn Guðjónsson, Heimir Guðjóns- son, Rúnar Kristinsson og Steinar Ingimundarson frá KR, Lúðvfk Bragason og Björn Ein- arsson, Víkingi, Arnljótur Da- víðsson, Fram, Páll Guðmunds- son, Selfossi og Einar Tómasson, Val. Þjálfari drengjanna er Láms Loftsson. 5§ícS Hafþór Kolbeinsson úr KA skoraði fallegasta mark 11. um- ferðar islandsmótsins i knatt- spyrnu, að mati dómaranna. Það gerði hann í 4-2 sigrinum á ÍBK, skoraði þá fjórða markið með fall- egu skoti af löngu færi eftir góðan einleik. Alis voru gerð 25 mörk í umferðinni, mörg virkilega lagleg, þannig að sjaldan hefur valið verið erfiðara. Hafþór fær verðlaunin fyrir leik Víkings og KA á Laugar- dalsvellinum á sunnudagskvöld- ið. Knattspyrna Stórleikur í Keflavík! IBK og ÍA, tvö efstu lið 1. deildarinnar í knattspyrnu, cigast við í Keflavík kl. 14 á morgun. 2. deild kvenna Góð staða Fylkisstúlknanna Fylkir er kominn með mjög ;óða stöðu í a-riðli 2. deildar .tvenna í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Haukum í Hafnarfirði í síðustu viku. Rut og Eva Bald- ursdætur skomðu 2 mörk hvor fyrir Fylki en Helena Önnudóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir svömðu fyrir Hauka. Úrslit em þessi: A-riðill: Haukar-Fylklr...................2-4 Víðir-Fram.....................3-1 FH-Grindavfk...................1-1 FH.................6 0 4 2 Grindavfk..........6 0 3 3 5-10 4 3-9 3 Fylkir.... Vfðir.... Haukar. .6 5 1 0 21-4 16 .6 3 2 1 6-3 11 .6 2 2 2 6-6 8 B-riðill: ÍBK-Selfoss......................3-0 Afturelding-Stjarnan.............6-1 (BK.................6 5 1 0 15-5 16 Afturelding.........6 4 1 1 24-10 13 Hveragerði..........5 4 0 1 15-5 12 ÍR..................5 1 1 3 7-16 4 Selfoss.............6 0 2 4 5-17 2 Stjarnan............6 0 1 5 4-17 1 Ágústa Ásgeirsdóttir, Auður Finnbogadóttir og Guðlaug Sig- urðardóttir skomðu mörkin fyrir Víði gegn Fram. -VS Þessi leikur getur farið langt með að ráða úrslitum á íslandsmótinu í ár því fyrir hann eru Akumes- ingar efstir með 28 stig gegn 21 þjá Keflvíkingum sem eru í öðru sæti. Takist Skagamönnum að sigra, era þeir komnir með 10 stiga forystu þegar sex umferðir eru eftir og yrðu þeir vart stöðv- aðir eftir það. Þeir hafa aðeins tapað einum leik til þessa, það var einmitt gegn Keflvíkingum á Akranesi í þriðju umferð deildar- innar í sumar. Síðan þá, 26. maí, hefur ÍA ekki tapað leik. Á sama tíma mætast Reykja- víkurfélögin KR og Valur á Laugardalsvellinum. KR er í neðsta sæti með 11 stig en Valur í fjórða efsta með 13 stig og KR kæmist því uppfyrir Val með sigri. Á sunnudagskvöld kl. 20 leika Þór og Þróttur á Akureyrarvelli og Víkingur-KA á Laugardals- velli. Þór hefur 11 stig ett Þróttur 15 - Víkingar og KA eru með 13 stig hvort á miðsvæði deildarinn- ar. Loks leika Fram og Breiða- blik á LaugardalsveUinum á mánudagskvöldið kl. 20. Það er svo sannarlega fallslagur, bæði Uð eru með 11 stig og miklar líkur á að tapliðið, eða jafnvel bæði, verði f fallsæti að leik loknum. -VS 4. deild Jóhann gerði þrennu Bolvfkingar áttuekki í teljandi vand- ræðum með að sigra Reyni ftrá Hnífsdal 5:2 í C-riðli 4. deildar f knattspyrnu í fyrrakvöld. Staðan var 2:0 eftir 10 mfnútur og 3:0 í hléi. Jó- hann Ævarsson skoraði 3 mörk, eitt úr vítaspyrnu, og Jón Pálmi Péturs- son og Magnús Hansson eitt hvor. Oddur Jónsson og Sigurvin Heiðar Sigurvinsson (víti) gerðu mörk Hnífs- dælinga. ÍR og Bolungarvík eru því jöfn og efst með 21 stig hvort. ÍR á eftir fjóra leiki en Bolvíkingar þrjá. - VS Föstudagur 20. júll 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.