Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 3
Verslunarmenn eru mínir menn. Seljum öll fiskiskipin úr landi og vatnsorkuna líka! Angórakanínur FRETTIR Ríkisskip Ovissa um eignarform Fjárveiting náði aðeins út júnímánuð. Ákveðið að greiða laun starfsmanna út júlí og ágúst meðan þrefað er um framtíðarskipulag strandflutninga. Allt er í óvissu um framhald á rekstri Skipaútgerðar ríkisins. Á fjárlögum þessa árs var 40 milj- ónum veitt til fyrirtækisins sem átti að duga uppí rekstrarkostnað fram á mitt þetta ár. Þá átti að liggja fyrir niðurstaða um nýtt rekstrarform og breytta eigna- raðild að fyrirtækinu en ekkert nýtt hefur gerst í þeim málum. „Þetta er allt í athugun og ég veit að reksturinn hjá okkur verður ekki stöðvaður meðan þessi mál eru skoðuð nánar“, sagði Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Ríkisskipa í gær. Fyrir tæpu ári síðan skilaði starfsnefnd á vegum Samgöngu- ráðuneytisins af sér áliti þar sem m.a. var lagt til að Eimskip og Hafskip tækju höndum saman við Ríkisskip um strandflutninga en ýmislegt var þá og er enn óljóst um hvernig slíku samstarfi yrði háttað. Halldór S. Kristjánsson skrif- stofustjóri samgönguráðuneytis- ins sagði í gær að nær ekkert væri að frétta af þessum málum. „Menn eru að ræðast við en þetta eru meira þreyfingar“. Um fjárhagsstöðu Ríkisskipa sagði Halldór að fjármálaráðu- neytið hefði samþykkt að greiða til viðbótar við fjárlög sem áttu að duga út júní, laun starfsmanna fyrirtækisins í júlí og ágúst. „Á þeim tíma ætlum við að reyna að ná einhverju saman um framtíð- arskipulag í þessum efnum“, sagði Halldór. -lg- Þrjú félög stofnuð Að undanförnu hafa þeir Jón Eiríksson, bóndi í Vorsabæ á Skeiðum og Ágúst Diðriksson, bóndi í Litlu-Hildisey í Land- eyjum verið á fundaferð um landið til þess að kynna kanínu- rækt. Með í förinni voru tveir þýskir sérfræðingar og tvær þýskar konur, en þar ytra er vinna úr kanínuullinni heimilis- iðnaður. Alls héldu þeir félagar 7 fundi. Á fundunum voru fluttir fyrir- lestrar um kanínurækt, sýning fór fram á kanínubúum og ýmsum áhöldum, sem notuð eru við bú- skapinn og síðan báru menn fram fyrirspurnir og spjölluðu saman. Hvarvetna koma fram mikill áhugi á þessari nýju búgrein. í ferðinni var gengið frá stofnun þriggja félaga áhugamanna um kanínurækt og það fjórða er í undirbúningi. Álafossverksmiðjan vinnur úr þeirri kanínuull, sem að þessa hefur verið framleidd hér á landi og er hún verðmæt útflutnings- vara. Ýmsir gera sér vonir um að hér sé í uppsiglingu álitleg auka- búgrein. -mhg Á Grímsstaðarholtinu, nánar tiltekið, við Þrastargötu, er verið að færa gömlu húsin í nýjan búning.Hann Árni Ragnar Ámason, 11 ára, hefur átt heima á Þrastargötu 8 í níu ár. Fyrir einu ári var húsið tekið í gegn. Þetta hús er sýnidæmi um það hvernig gömul hús verða skemmtileg með smá andlitslyftingu og þá sérstaklega hvað gluggarnir geta breytt miklu. Mynd: Loftur Útgerðin Færsla á milli vasa Fiskverðshœkkunin hefur lítið að segja Útgerðarfélag Akureyrar að mati framkvœmdastjó Petta gengur erfiðlega hjá okk- ur eins og öllum. Fiskverðs- hækkunin hafði lltið að segja fyrir okkur þar sem við erum bæði með útgerðina og vinnsl- una. Þetta var ekki nema færsla á milli vasa. Það er markaðsverðið sem hefur allt að segja“, sagði Gísli Konráðsson framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyrar. Gísli sagði að nú væri staðan Vínveitingaleyfi Sextán umsóknir liggja fyrir Þegar hafa tólf staðir fengið leyfi það sem Hjá Dómsmálaráðuneytinu liggja fyrir sextán umsóknir um vínveitingaleyfi. Þegar hafa tólf staðir fengið leyfi sem af er á þessu ári. Þetta kom fram í sam- tali við Ólaf Waltcr Stefánsson hjá Dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Walter sagði að nú þeg- ar hefðu tólf staðir fengið vín- af er þessu ári veitingaleyfi, þar af sex í Reykja- vík. Af þeim sex sem fengu leyfi úti á landsbyggðinni eru þrír sumarstaðir, þ.e. staðir sem að- eins hafa leyfi til að selja vín um sumartímann. Af þeim sextán sem hafa sótt um vínveitingaleyfi eru fjórir í Reykjavík og tólf utan höfuð- borgarsvæðisins, sagði Ólafur. Aðspurður sagði Olafur að það tæki mismunandi langan tíma að fá leyfi eftir að umsókn hafi verið send inn. Það þyrfti að fá ýmsar umsagnir s.s. hjá sýslunefnd, sveitarstjórn, bæjarstjórn eða hreppsnefnd, svo og umsögn áfengisvarnarnefndar, og matsnefndar vínveitingahúsa. HS fyrir ra fyrirtœkisins. erfið á öllum mörkuðum. „Verð- ið hefur ekki hækkað heldur hef- ur þetta frekar verið á hinn veg- inn. Þessa dagana hefur verið nógur þorskafli hér á öllu Norð- urlandi og allir hafa nóg að gera og jafnvel vel það. Það er verið að bjóða okkur fisk héðan og þaðan. Við höfum verið að leita að þorski hingað til en hann ekki fundist fyrr en nú að alls staðar er nóg af þorski í bili“, sagði Gísli en togarar ÚA eiga einn óveiddan meirihluta þorskveiðikvóta síns. „Við fáum ekki meira út úr þessu en söluverðið gefur og ég held að engan langi í gengisfell- ingar. Meðan við getum skrimt þá höldum við þessu gangandi. Ég sé ekki hvaðan fé á að koma til að rétta þetta af svo mér þykir erfitt að ætlast til þess af ríkis- stjórninni að hún skapi þennan rekstrargrundvöll sem við þurf- urn að hafa. Það er ekki auðvelt verk. En auðvitað þarf að gera leiðréttingar þar sem óeðlilegur gróði hefur safnast saman hjá þjónustugreinum útgerðarinn- ar“, sagði Gísli Konráðsson. -lg- Akureyri Álvers- andstæð- ingar Álversandstæðingar á Akur- eyri munu efna til „uppákomu“ í göngugötunni í dag föstudag.' Ljúka þeir þarmeð af sinni hálfu þeirri fyrstu umferð álslagsins sem staðið hefur yfir nyrðra að undanförnu. Þar verður bæði kaffisala og tónlistarflutningur. Söfnun undirskrifta er lokið, en þó mun mönnum gefast færi á því, að skrifa sig á lista þeirra á föstudaginn. -þá Húsnæðislán Vextir hækkaðir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka vexti á húsnæðisstjórnar- lánum úr 2.25% í 3.5%. Hækk- unin tekur ekki til eldri Iána. Þessi hækkun var samþykkt á ríkisstjórnarfundi nýverið og hafði áður verið samþykkt í stjórn Húsnæðismálastofnunar. Hækkunin tekur gildi fyrir lán sem tekin eru hjá stofnuninni frá 1. júlí sl. og fram til n.k. áramóta en þá á að endurskoða vaxtakjör- in. Samkvæmt þessari ákvörðun eru nú 3.5% vextir af öllum nýj- um lánum til nýbygginga, kaupa á eldra húsnæði en lán til útrým- ingar á heilsuspillandi húsnæði og endurbóta vegna sérþarfa bera 1% vexti. -Ig. Arnarflug Miklar annir Mklar annir hafa verið í vöru- flutningi til Evrópu undanfarna daga vegna verkfalls hafnar- verkamanna í Bretlandi. Er nú flogið þrisvar á dag, einkum til London og Amsterdam. Boeing 707 þota félagsins annast flutn- ingana en hún flytur 42 tonn í hverri ferð. Er cftirspurn eftir þessari þjónustu svo mikil að Arnarflug annar hvergi pönt- unum. Á fundi nýkjörinnar stjórnar Amarflugs var ákveðið að nafnverð nýrra hlutabréfa sem aðalfundur félagsins ákvað að bjóða til sölu skyldi verða 5, 10, 100,1000,10.000,100.000 ogein miljón króna. Haukur Björnsson var kjörinn formaður stjórnar- innar en Axel Gíslason varafor- maður. Föstudagur 20. júlí 1984 pJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.