Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 2
 FRÉTTIR Seiðasala Ferðin til Noregs gekk vel Vilja kaupa 600 þúsund seiði nœsta ár. „Gullið til Noregs envið fáum markaði og vonandi eitthvað silfur((, segir Ólafur Skúlason. Flutningur á 135 þúsund laxa- seiðum héðan á dögunum með skipi tiJ Noregs gekk mjög vel og hafa Norðmenn iýst áhuga sínum á því að kaupa héðan á næsta ári allt að 600 þúsund laxaseiði til eldis þar ytra. „Afföllin uröu um 12-13% á leiðinni yfir hafið. Skipið lenti í vonskuveðri fyrir vestan land og við vorum á tauginni hvernig til myndi takast en þegar upp er staðið þá getum við verið mjög ánægðir því Norðmenn hafa ver- ið að flytja inn seiði frá Skotlandi og írlandi með allt að 59% afföll- um“, sagði Ólafur Skúlason fisk- ræktarmaður á Laxalóni í samtali við Þjóðviljann í gær. Þrjár fiskeldisstöðvar stóðu að þessari seiðasölu til Noregs og fylgdu tveir starfsmenn stöðv- anna seiðunum utan með tank- skipinu. „Það má segja að gullið fari til Noregs, við fáum með þessum sölum möguleika á markaði og vonandi eitthvað silfur en við fáum ekki gull út úr þessu“, sagði Ólafur. Ársframleiðsla íslenskra fisk- eldisstöðva á gönguseiðum í fyrra var rúm 700 þúsund stykki sem fór eingöngu til innanlandsnotk- unar. Norðmenn hafa lýst áhuga á að kaupa 600 þúsund seiði næsta ár eins og áður sagði. Þrátt fyrir mikla aukningu í framleiðslu gönguseiða er óvíst að sinna að takist að fullu þörfum innan- landsmarkaðar og óskum Norð- manna á næsta ári. -lg- Stangaveiðifélag Borgarness hefurtekið Langavatn í Mýrarsýslu á leigu og þar hefur verið komið fyrir tveimur veiðihúsum. Ljósm. HB Silungsveiöi í Langavatni Ifyrravor tók Stangaveiðifélag Borgarness á leigu Langavatn í Mýrarsýslu og flutti þangað tvö veiðimannahús og tvo árabáta frá Hólmavatni í Hvítársíðu, en það vatn hafði félagið haft á leigu í 12 ár. Veiðihúsin eru bæði með svefnplássi fyrir fjóra (kojur með dýnum). Einnig er í þeim eldun- araðstaða og allur borðbúnaður. 1 vor var komið upp vatnssalerni í sér húsi á staðnum og er þar einn- ig vaskur og fatahengi. Árabát- arnir eru trébátar með „Hvítár- laginu", viðurkenndir fyrir stöðugleika og rúma þeir vel 3 til 4 fullorðna. Hægt er að setja utanborðsmótor á báða bátana. Langavatn er um 5 ferkflómetrar að flatarmáli og er hæð þess yfir sjó 215 metrar. í það rennur Langavatnsá að norðan og Beilá að austan. Úr suðvesturhorni þess fellur Langá til suðurs og að- skilur Borgarhrepp og Álftanes- hrepp. í vatninu er bæði bleikja og urriði, þó er mun meira af bleikjunni. Fiskur er þar frekar smár, en til er þar mjög vænn fiskur innanum. Langavatn er í um 32 km fjarlægð frá Borgarnesi og þar af eru um 13 km frá Svignaskarði inn að vatni. Fara verður yfir Gljúfurá og Beilá á vaði til að komast inn að vatni og er þar um nokkurn farartálma að ræða fyrir fólksbfla í mikilli rign- ingartíð og vatnsvöxtum. En að öllu jöfnu er fært flestum fólksbfl- um inn að vatninu á sumrin. Mjög fallegt umhverfi er við Langavatn, er vatnið umlukið fjöllum og er þar því skjólsælt. Stangaveiðifélag Borgarness sel- ur átta stangaveiðileyfi í vatnið á dag með afnotum af veiðihúsum og bátum. Einnig eru seld að- stöðulaus leyfi og eru þau ódýr- ari. Verð á veiðileyfum er á bilinu frá kr. 150 til kr. 400. Nánari upp- lýsingar og sölu veiðileyfa annast Halldór Brynjúlfsson í síma 93- 7355. Frakkland Kommúnistar úr stjórninni Fabius lagði fram ráðherralista sinn í gœr París 19. júlí. Frá Einari Má Jónssyni Kommúnistaflokkur Frakk- lands tilkynnti í morgunn, að hann mundi ekki eiga ráðherra í hinni nýju stjórn Laurents Fabi- us, en ráðherralisti hans var lagður fram i dag. Sósíalistar hafa hreinan meirihluta á þingi og geta því stjórnað einir. Kommún- istaflokkurinn, sem galt mikið af- hroð í kosningum til Evrópuþings á dögunum, mun hafa beðið færis á því að komast úr stjórn. Atburðarásin var sú, að Ge- orges Marchais, formaður Kom- múnistaflokksins,kom skyndi- lega heim í gær úr orlofi sínu í Rúmeníu. Hann gekk á fund hins nýja forsætisráðherra, Fabius, og ræddi við hann í klukkutíma eða svo. Um ellefuleytið í gærkvöldi hófst svo miðstjórnarfundur kommúnista sem stóð til kl. 3 í nótt. Vitað var að Fabius hafði boðið kommúnistum svipuð ráð- herraembætti og þeir áður höfðu, og einnig að Fiterman samgöngu- ráðherra hefði þegar ákveðið að sitja ekki áfram í stjórninni, vegna þess að hann mun að lík- indum taka við formennsku Kommúnistaflokksins af Marc- hais nú í vetur. Vildu losna í morgunn héldu kommúnistar svo blaðamannafund sem fyrr segir og lýstu því yfir, að þeir vildu nýja pólitík sem tryggði bætt kjör og aukna atvinnu og hefðu þeir ekki fengið viðunandi tryggingu fyrir slíkri stefnu hjá Fabiusi og mundu því ekki sitja í stjórnhans. Þeirgeram.ö.o. hina ströngu aðhaldsstefnu í fjármál- um, sem fylgt hefur verið að und- anfömu, að höfuðágreinings- máli. Kommúnistar hafa leitað að tækifæri til að losna úr stjórninni, en Mitterrand hefur nú hagað því svo til, að ábyrgðin á því að vin- stra samstarfið slitnar reiknast á þá. Kommúnistar hafa verið smeykir við reynsluna frá 1979, þá slitu þeir vinstra-bandalaginu að fyrra bragði og guldu nokkuð afhroð fyrir í kosningum. Það er mál manna að Marchais hafi leikið flokkinn svo grátt með forystu sinni og kreddufestu, að hann verði senn að segja af sér. Fiterman er líklegastur eftirmað- ur hans, og hefur passað sig á því að undanfömu að taka hvorki undir við fhaldsamari menn í flokknum né heldur þá sem krefj- ast endurnýjunar - jafnvel á ítal- ska vísu. Pjóðaratkvœði Mitterrand þykir hafa bætt stöðu sína undanfarna viku. Bæði með því að fá ungan mann og hressan (Fabius er 37 ára) til að „lyfta“ andliti vinstristjórnarinn- ar og með því að boða til þjóðar- atkvæðagreiðslu nú í september. Franska stjómin hefur að und- anförnu átt í töluverðu basli út af framtíð kaþólskra skóla. Stjórn- arandstaðan hefur krafist þess að það mál verði lagt undir dóm þjóðarinnar, en stjórnarsinnar hafa svarað því til, stjómarskráin geri ekki ráð fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu um slík mál. Þetta kom sér allvel fyrir stjómarand- stöðuna, sem leggur kapp á að skapa þá hugmynd, að „komma- sósastjómin“ sé á móti frelsinu. Forsetinn hefur nú snúið þessu í hendi sér með því, að skólafrum- varpið hefur verið dregið til baka í bili - hinsvegar er nú efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort ekki eigi að víkka það svið sem þjóðaratkvæðagreiðsla nær til. Viðbrögð stjórnarandstæðinga hafa verið ruglingskennd. Sumir vilja segja já í atkvæða- greiðslunni, aðrir segja að það Laurent Fabius er yngstur þeirra sem verið hafa forsætisráöherrar Frakk- lands. verði túlkað sem stuðningur við forsetann og vilja segja nei eða sitja heima. Ráðherrar Laurent Fabius, hinn nýi for- sætisráðherra, hefur getið sér gott orð fyrir hæfileika til stjóm- sýslu. Ráðherralistinn kemur ekki mjög á óvart, en þó em þar nokkrar mikilvægar breytingar. Delors hættir í embætti fjármála- ráðherra og tekur við embætti í Briissel, en í hans stað kemur Beregovoi, fyrrum fél- agsmálaráðherra, sem er frægur fyrir að hafa rétt við fjárhag sjúkrasamlagsins. Chenement, einn helsti foringi vinstri manna í Sosíalistaflokknum, kemur nú aftur í stjórnina og verður menntamálaráðherra. emj/áb Viö höfum snjóbræðslurörin Við höfum tækniþekkinguna Við leggjum kerfið Við gefum heildartilboð í efni og lögn Við höfum lægsta verðið Opið iaugardag Pípulagnir sf. Skemmuvegur 26 (bak við Stórmarkaðinn) Kópavogur Sími 77400 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. júlf 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.