Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 6
HEIMURINN FAGVERK S/F Verktakafyrirtæki Sími 26098 | 1. Sprunguviðgerðir meö bestu fáanlegum efnum. Efni þessi standast vel alkalísýrur og seltu, hefur mikla teygju og góða viðloðun. 2. Gerum við steyptar þakrennur og berum í þær þéttiefni. 3. Þök: Tökum að okkur allar viðgerðir og breytingar á þökum, þéttum bárujárn, skiptum um járn o.fl. (erum með mjög gott þéttiefni á slétt þök). 4. Gluggar: Sjáum um allar viðgerðir og breytingar á gluggum. Kíttum upp glugga, setjum opnanleg fög, gler- ísetningar o.m. fleira. 5. Málningt Önnumst alla málningarvinnu utan húss sem innan. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð og viðurkennd efni, viðráðanleg kjör og góða þjónustu. Komum á staðinn, mælum út verkið, sýnum prufur og send- um skriflegt tilboð. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 26098. - Geymið auglýsinguna - ÚTBOÐ Tilboð óskast í plastpípur, þvermál (utanmál) 0 630, í 110 m. langa skólpútrás í sjó, fyrir gatnamálastjórann í Reykjavík. Útboðsgöng eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 16. ágúst n.k. kl. k11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Lokað í dag veqna jarðarfarar Ragnars Jónssonar for- stjóra. Bókaútgáfan Helgafell Víkingsprent h/f MUNIÐ FERÐ/1 VASA BOKINl Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnumumallt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sími 91-81290 Verkamannaflokkurinn á Nýja-Sjálandi vann mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi um helgina. Hann steypti íhaldsstjórn Roberts Maldoons, fékk hreinan meiri- hluta á þingi, 56 þingmenn, hinn íhaldssami Þjóðarflokkur, sem lengi hefur farið með völd, fékk 37 þingsæti og frjálslyndur smá- flokkur tvö. Bandaríkin hafa miklar áhyggjur af þessum úr- slitum vegna þess, að David Lange, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hefur heitið því, að Nýja-Sjáland skuli laust við kjarnorkuvopn og þar með munu herskip í Kyrrahafsflota Banda- ríkjanna ekki hafa sama aðgang og áður að höfnum í landinu. David Lange gengur með fjölskyldu sinni á kjörstað: Er hernaðarbandalagið ANZUS úr sögunni? íhaldið féll á Nýja-Sjálandi Verkamannaflokkurinn tekur við mikilli skuldasúpu Bandarísk kjarnorkuvopn brottrœkfrá landinu? Georg Schulz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, flýtti sér til Nýja-Sjálands þegar ljóst var að Verkamannaflokkurinn hafði fengið 17 þingsæta meirihluta. Schulz var reyndar á leið til lands- ins hvort sem var, því þar átti að halda utanríkisráðherrafund ANZUS, sem er sérstakt hemað- arbandalag Bandaríkjanna, Ástralíu og Nýja-Sjálands. En það var eitt af höfuðmálum kosn- ingabaráttunnar á Nýja-Sjálandi, í hvaða mæli bandarísk herskip hefðu rétt til að nota nýsjálenskar hafnir samkvæmt stofnsáttmála ANZUS, og því flýtti Schulz för sinni. Burt með herskipin Verkamannaflokkurinn hét því í kosningaslagnum, að banna öllum herskipum sem færu með kjarnorkuvopn að nota hafnir landsins: skyldi komið á 200 mílna kjarnorkuvopnalausu svæði allt umhverfis landið. En slík ákvörðun mundi útiloka um það bil 40% af Kyrrahafsflota Bandaríkjanna frá því að leita hafna á Nýja-Sjálandi, Verka- mannaflokkurinn lýsti því einnig yfir, að ef Bandaríkin neituðu að gefa upplýsingar um það, hvaða skip fara með atómvopn og hver ekki, þá væri flokkurinn reiðubú- inn til að nota vald sitt í ríkis- stjórn til að banna öllum banda- rískum skipum aðgang að Nýja- Sjálandi. Stjórnvöld í Washington munu hinsvegar hafa láti að því liggja, að ef Nýsjálendingar takmarka Nýja-Sjáland er um 270 þúsundir ferkílómetrar að stærð. íbúarnir eru á fjórðu miljón, langflestir afkomendur enskra, skoskra og írskra landnema. Maoríar byggðu einir þetta land áður, og eru nú um 300 þúsund - meðal þeirra hefur á seinni árum orðið mikil þjóðernisvakning. Höfuðborgin er Wellington, en Auck- land, norðarlega á nyrðri eyju ríkisins, er langstærsta borgin. Sauðfjárbúskapur hefur verið höfuðatvinnuvegur á Nýja-Sjálandi og skammt síðan að kjöt og ull stóðu undir um það bil helmingi útflutningsverðmætis. En eftir að helsti við- skiptavinurinn, Bretland, gekk í Efnahagsbandalagið, hefur nýsjálenskur land- búnaður átt í vaxandi söluerfiðleikum og átti fyrir gífurlega langt til markaða að sækja. hafnarrétt bandarískra herskipa, þá jafngildi það því að samningur íandanna um varnarmál sé úr sögunni. Gífurlegar skuldir Það eru þessi utanríkismál sem vekja sérstaka athygli á kosning- um á Nýja-Sjálandi, sem er reyndar eitt þeirra landa sem afar sjaldan er í fréttum. En í annan stað hafa menn veitt því athygli, að hægristjórn Roberts Muldo- ons hefur tekist að safna gífur- legum erlendum skuldum á stjórnarferli sínum, eða um ellefu miljörðum dollara. Hafi menn, það í huga að Nýsjálendingar eru ekki nema þrjár miljónir, þá er hér um að ræða einhverja mestu skuidasúpu í hvert gin sem um getur. íhaldsstjórnin hefur að undanförnu háð dýrkeypta bar- áttu fyrir því að halda uppi gengi nýsjálenska dollarans, en ástand- ið var orðið svo tvísýnt, að rétt eftir að kosningum lauk ákvað sú íhaldsstjórn sem nú fer frá að stöðva alla verslun með erlendan gjaldmiðil. Sigurvegarinn Sigurvegari kosninganna, Da- vid Lange, oddviti Verkamanna- flokksins lofaði því í kosninga- baráttunni að sameina verka- lýðsfélögin og forystumenn at- vinnulífsins um átak til að leysa efnahagsvandamál ríkisins. Og það er vitað, að verkalýðshreyf- ingin er tilbúin til að gefa honum frið til aðgerða. Hinsvegar hefur Lange til þessa fátt eitt sagt um það, hvernig hann vilji gera allt í senn: draga úr atvinnuleysi, skera niður útgjöld hins opin- bera, og draga úr skuldasúpunni - en allt hefur þetta verið á dag- skrá hjá honum að undanförnu. David Lange er 41 árs að aldri og yngstur forsætisráðherra Nýja-Sjálands til þessa. Hann er lögfræðingur að mennt og áhuga- samur um trúmál - hann er t.d. leikpredikari í kirkju meþódista. Sumir spá því, að þegar fram í sækir muni hann eiga í erfið- leikum með vinstriarm flokks síns, en sjálfur telur hann sig „vinstrisinnaðan íhaldsmann“, hvað sem það nú kann að merkja. Lange heftir oft verið gagnrýndur fýrir það, að hann hafi meiri mætur á að fjalla um hinar ýmsu hliðar mála en taka skýra afstöðu til þeirra. i 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. Júlf 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.