Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.07.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663. Föstudagur 20. júlí 1984 161. tölublað 49. örgangur lUOÐVIUINN Laxá í Mývatnssveit Nóg af spikfeitum urriða Bestu flugurnar eru Pingeyingur og svo Hólmfríður sem er gul og rauð með gyllt jólaskraut í rassinum og dillar sér svo œsilega í vatninu að það vilja hana allir urriðar Uurriðaveiðin hefur gengið mjög vel á báðum urriða- svæðunum hérna í Laxá í Mý- vatnsveit. Fiskurinn er vænn og feitur og við höfum þegar veitt þúsund fiska hér á efra veiði- svæðinu, en á öllu tímabilinu í fyrra veiddum við ekki nema 1240 urriða. Á neðra svæðinu eru komnir í land um 400 fiskar sem líka er mjög gott. Þetta sagði hinn viðræðugóði veiðivörður á efra svæðinu, Hólmfríður Jónsdóttir á Arnar- vatni þegar Þjóðviljinn innti hana eftir veiðinni. En eins og kom fram í viðtali við Gísla Má Gísla- son vatnalíffræðing í blaðinu í gær, þá er bitmý, sem er höfuð- fæða urriðans, á uppleið og því von á uppgangi í stofninum. Hólmfríður sagði að 18 stangir væru á efra svæðinu en 14 á því neðra. Kvótinn væri tíu fiskar á dag, og ekki óalgengt að menn næðu honum. Ekki væru hirtur nema 35 sentímetra fiskur, sem væri yfirleitt um eitt til eitt og hálft pund. 1 ár væri fiskurinn þó í þyngra lagi sökum vaxtar í bit- mýsstofninum. Stærsti fiskurinn sem kominn er á land í sumar er 7.5 pund en í fyrra var sá vænsti rúm átta pund. „Veiðitíminn byrjaði 1. júní og lýkur í lok ágúst. Yfirleitt finnst mönnum best að veiða frá miðj- um júní og fram í byrjun ágúst þegar slýið kemur, en þá gengur ver að veiða því slýið festist á fluguna", sagði Hólmfríður en þess má geta að einungis er veitt á flugu. „Viltu ekki vita hvaða flugur eru bestar“ sagði veiðivörðurinn kampakát í lokin. „Sú besta heitir Hólmfríður og er raunar skírð í höfuðið á mér. Hún er mjög skrautleg, með gulan og rauðan búk og gylltu jólaskrauti á aftur- endanum og dillar sér svo vel í vatninu að það vilja hana allir fiskar! Svo er veitt vel á flugu sem er hnýtt hér í sveitinni og heitir Þingeyingur. En Hólmfríður hef- ur samt dugað betur í sumar“ sagði Hólmfríður Jónsdóttir sem hefur verið veiðivörður við Laxá á ellefta ár. -ÖS OL fatlaðra Átta til Englands Átta fatlaðir íþróttamenn fóru í gær til Engiands þar sem þeir taka þátt í síðari hluta Olympíu- leika fatlaðra í Stoke-Mandeville. Þeir eru Elsa Stefánsdóttir, Guðný Guðnadóttir, Viðar Guðnason, Andrés Viðarsson, Baldur Guðnason og Reynir Kristófersson. Á leikunum keppa eingöngu mænuskaðaðir sem bundnir eru við hjólastóla. „Ég efast stórlega um að okkar keppendur nái að krækja sér í verðlaun - hjóla- stólaíþróttir eru mjög þróaðar víða erlendis og keppendur verða um 1200 frá um 50 löndum,“ sagði Markús Einarsson, einn þjálfara íslensku keppendanna, í samtali við Þjóðviljann við brott- förina í gær. í Stoke-Mandeville, sem er skammt norðvestur af London, er mikið og fullkomið endurhæf- ingarsjúkrahús og allar aðstæður frábærar. Ólympíufararnir ásamt fararstjórum og þjálfurum við brottförina í gærdag. Mynd: Loftur. -VS Bókasafn Vantar fé Stœrsta hverfi borgar- innar hefur ekkert bókasafn Það vantar bókasafn í stærsta hverfi Reykjavíkurborgar, Breiðholtshverfið, en þar búa um þrjátíu þúsund manns. f samtali við Kolbrúnu Hauksdóttir hjá Borgarbóka- safninu, kom fram að bókasafnið hefði ekki fengið næga fjár- veitingu til að setja upp bókasafn í Breiðholti. Sú fjárveiting sem safnið fékk í ár nægir aðeins fyrir því að innrétta bókageymslu á neðri hæð Gerðubergs, s.s. bóka- hillur og húsgögn. Kolbrún sagði ennfremur að 40.000 bækur væri aiger lág- markskostur í safni sem yrði í Gerðubergi. I dag á safnið um 10.000 bækur fyrir Breiðholtsbúa svo upp á vantar 30.000 bækur. Kolbrún sagðist ekki vita hve- nær safnið í Gerðubergi yrði til- búið en raddir hefðu heyrst, að það væri mögulegt að opna það á næsta ári, en hún var ekki bjart- sýn á það. HS Landbúnaður Oryggisbúnaði áfátt Könnun á dráttarvélum leiddi í Ijós að yfir 70 prósent voru ekki með öryggisbúnað í lagi. Ástandið var best á Norðurlandi eystra. Oryggisbúnaður yfir 70 prósent dráttarvéla var áfátt í skoðun sem Vinnueftirlit ríkisins fram- kvæmdi í fyrra á 865 vélum frá 302 búum. Ástandið var langbest á Norðurlandi eystra þar sem ein- ungis 30 prósent véla var áfátt, en verst á Suðurlandi þar sem bún- aður meir en 82 prósent dráttar- véla var aðfinnsluverður. Brýn nauðsyn er á að öryggis- búnaður landbúnaðartækja sé sem bestur úr garði gerður en nokkur misbrestur vill stundum verða á því. Á árunum 1970 til 1982 urðu 41 dauðaslys í land- búnaði og þar af 20 sem tengdust dráttarvélum, drifbúnaði þeirra eða vélum tengdum þeim. Með- alaldur þeirra sem létust í þessum slysum var tæplega 26 ár, og innan 16 ára aldurs voru 9. Sérstaklega hefur verið brýnt fyrir bændum og öðrum sem ráða fyrir dráttarvélum að hafa örygg- isgrind eða -hús í lagi, eh 1966 voru sett lög um að allar dráttar- vélar sem eru afhentar kaupanda skuli búnar slíkum varnartækj- um. _ös Framsókn Uppsögn samninga heimiluð Verkakvennafélagið Framsókn samþykkti einróma á félagsfundi í Iðnó í gærkvöldi, að veita stjórn félagsins heimild til uppsagnar kjarasamninga fyrir 1. september n.k. Um 100 konur sátu fundinn í gærkvöld og ríkti mikill einhugur um baráttu fyrir bættum kjörum í haust. -Ig. Einstœðir foreldrar 71% með lágmarksmenntun 40% hafa áhuga á meiri menntun en fjárhagurinn leyfir það ekki Könnun sú er gerð var um kjör og stöðu einstæðra foreldra hefur vakið mikla athygli meðal almennings. í Þjóðviljanum í gær var sagt frá hrikalegri húsnæðis- aðstöðu hjá einstæðum foreldr- um, en hvernig ætli skólaganga og menntun þeirra sé? Könnunin sýnir að menntun einstæðra foreldra og skólaganga er mjög lítil.71% þeirra hafa 10 ára skólagöngu eða minna. 23% 11-13 ára skólagöngu og aðeins 6% 14 ára eða lengri. Þeir sem hafa 10 ára skólagöngu eða skemur hafa í mesta lagi lokið stysta námi fram yfir skyldu. í könnuninni er bent á að því fólki sem hefur þessa lágmarks menntun, sem fræðslulög kveða á um, eru settar þrengri skorður en hinum sem menntun hafa. Svo segir: „Þetta unga fólk er að hefja lífsbaráttuna með léttari mal, en um leið þyngri byrði, en flestir jafnaldrar þeirra.“ Þeir foreldrar sem ekki stunda nám voru spurðir hvort þeir hefðu áhuga á að ganga áfram í skóla. Um40% foreldranna svör- uðu þessu játandi, en þeir sögðu jafnframt að fjárhagsaðstæður leyfðu það ekki. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.