Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 1
Radarstöðvar Hernaðarmannvirki Ingvi Ingvason ráðuneytisstjóri: Greiddar af Nató og Bandaríkjamönnum enda œtlaðar fyrir Nató - Ekki rœddar í Flugráði algerlega undir varnarmáladeild segir varaflugmálastjóri Falla Ingvi Ingvason ráðuneytisstjóri í utanrfldsráðuneytinu staðfesti í viðtali við Þjóðviljann í gær að radarstöðvar sem kynnu að verða reistar á Vestfjörðum eða annars staðar á landinu væru fyrst og fremst hernaðarmannvirki, enda greiddar af Nató og Bandaríkjun- um. „Það er ljóst að ef ekki kæmi til not af þessum stöðvum fyrir Atlantshafsbandalagið þá yrðu þær varla reistar“, sagði Ingvi. Jafnframt sagði hann að sem ,Jiliðarverkefni“ fyrir radar- stöð varnar hefði verið rætt um að þær tækju þátt í stjórn flug- og skipaumferðar hér við land. Þessi ummæli ráðuneytisstjór- ans eru mjög fróðleg í ljósi þess að í fréttum sjónvarpsins fyrir skömmu var fullyrt að fyrirhuguð radarstöð á Vestfjörðum væri ekki hernaðarmannvirki, og látið liggja að því að hún yrði að veru- legu leyti notuð til að bæta flug- leiðsöguna á Vestfjörðum. Skúli Alexandersson sem sæti á í Flugráði kvað málið aldrei hafa komið til kasta ráðsins og taidi þó einsýnt að ættu væntan- legar radarstöðvar að gegna ein- hverju hlutverki í flugumferðar- stjórn þá hlyti ráðið að þurfa að fjalla um þær. Haukur Hauksson varaflug- málastjóri staðfesti líka að mál- efni radarstöðvanna hefðu ekki verið rædd af Flugráði og þegar hann var spurður að því hvort ra- darstöðvarnar yrðu settar upp meðal annars til að bæta flugleið- sögn fyrir innanlandsflug svaraði Haukur: „Meðferð málsins er alfarið á vegum varnarmáladeildar, ég get ekkert um það sagt“. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skilaboð alla þessa viku hefur Þjóðviljanum enn ekki tekist að ná í Þorgeir Pálsson prófessor og sérstakan ráðgjafa ríkisstjórnar- innar í tæknilegri hlið radarstöðv- anna, en frétt sjónvarpsins var byggð á viðtali við hann. ÖS/ór Þjóðleikhúsið Andlits- lyfting Nú er unnið af fullum krafti að viðgerðum á forhlið og aðalinn- gangi Þjóðleikhússins við Hverf- isgötu og eins og myndin sýnir hafa tröppurnar verið brotnar upp, skyggnið lagfært og byrjað er að endurnýja klæðningu á forhliðinni. Gísli Alfreðsson Þjóðleikhús- stjóri sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að alþingi hefði í vetur veitt 2.5 miljónum króna til þessa verkefnis, en tröppurnar voru orðnar hættulegar og ekki hefði verið undan því komist að endur- nýja þær. „Klæðning á húsinu öllu er raunar mjög illa farin“, sagði Gísli, „og þó nú sé aðeins unnið að forhliðinni liggur fyrir áætlun um að endurnýja hana alla. Fjárveitingin dugar hins vegar ekki til þess, og trúlega ekki til að ljúka við forhliðina“. Sjá baksíðu Forhlið Þjóðleikhússins verður endurnýjuð í sinni upprunalegu mynd og klæðn ingin verður sú sama, - sérstök blanda af hrafntinnu, silfuroergi og kvartsi, sem GuðmundurfráMiðdalogGuðjónSamúelssonhúsameistariríkisinsfunduupp á fjórða áratugnum og notuðu á Þjóðleikhúsið fyrst húsa. Ljósm. - ATLI. Þetta er hann Björn Jóhannesson sem var að leggja á þegar við litum inn í Sláturfélag Suðurlands í gær og tókum nokkra starfsmenn tali. Sjá bls. 3. Mynd ATLI. Kvótinn Afli gerður upptækur Þeir sem fara fram yfir eru iátnir borga til baka Ef menn taka það upp hjá sjálf- um sér að hundsa kvótann og fara framúr honum verður aflinn gerður upptækur og andvirðið lagt í sérstakan sjóð, sem ákveð- inn var með lögum frá 1977, sagði Þórður Eyþórsson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu í gær. Töivur Fiskifélagsins byrja að væla strax og eitthvert skip rekur sig upp undir kvótann en þar eru allar aflatölur stimplaðar inn. Fiskifélagið gerir ráðuneytinu síðan aðvart og sagði Þórður nú þegar nokkur dæmi þess að út- gerðarmönnum hefði verið skrif- að og þeim í fyrsta umgangi bent á skyldur sínar og viðurlög við brotum á kvótakerfinu. „Menn eru nú að gera ráðuneytinu grein fyrir sínum málum“, sagði hann, „og enn sem komið er höfum við ekki rekið okkur á að menn hafi brotið reglurnar, heldur hafa þeir gleymt að tilkynna um skipti milli tegunda og annað sem leyfilegt er samkvæmt reglunum. Skýring- arnar geta verið ýmsar. Þannig mega menn t.d. breyta öllu sínu þorskmagni yfir í aðrar tegundir, sama útgerð getur fært afla til milli sinna skipa og leyfilegt er að færa aflamagn innan sömu ver- stöðvar". Þórður sagði að ekki yrði hjá því komist að beita upptöku ef menn færu með saknæmum hætti fram úr kvótanum. Þetta væri hvorki refsing né sekt, heldur til þess ætlað að menn njóti ekki arðs af broti sínu svipað og gerist við landhelgisbrot. Sjóðurinn, sem andvirði upptæks afla er lagt í, fjármagnar m.a. vísindalegar fiskirannsóknir og eftirlit. - ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.