Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 15
IÞROTTIR OL-punkíar Skyggnið kílómetri... Marokkóstúlkan gladdi íslenskt hjarta — Líberíumaðurinn hljóp á héraðsmótstíma - mengun gífurleg en umferð gengur greitt í Los Angeles Frá Guðmundi skagstrend- ingi Sigurðssyni, ferða- manni og fréttaritara Pjóð- viljans í Los Angeles: Hitinn hér í Los Angeies er þetta 30 - 35 gráður í forsælu. Það fer ekki hjá því að íslendingi sem ekki þekkir annað en íslenska veðráttu þyki nóg um þegar brennheit sólin skín hér á hvítan búkinn. Ekki er loftslagið heldur of gott, yfir öllu hvflir grá móða sem heimamenn kalla „smog“. Þessi móða er sambland af meng- un frá bflum og verksmiðjum, og er með allra mesta móti þessa dagana. Vart sést í dagsbirtu lengra en einn til tvo kflómetra. Ekki fer hjá því að þetta óheil- næma loftslag hlýtur að hafa slæm áhrif á keppendur og gesti leikanna. Að ógleymdum þeim sem hér búa að lifa við þetta árið um kring. Umferð hér í LA er mjög mikil en gengur ótrúlega vel fyrir sig. Athygli mína hefur vakið hvað bílastæðin nálægt keppnissvæð- unum eru illa nýtt. Líklega stafar þessi bflafæð af því að gjaldtaka er á öllum bflastæðum. Mér hefur sýnst að gjaldtakan yfir daginn sé 10 - 20 dollarar, 300 - 600 fsl. krónur. Nálægt keppnissvæðun- um virðist vera góð tekjulind að eiga bflastæði í LA þessa dagana. Þessi háa gjaldtaka hefur líklega orðið til þess að fleiri ferðast með sérstökum Ólympíuvögnum sem í leiðinni veldur þvf að umferðar- þunginn er ekki jafn mikill. Stemmningin hér á leikunum er mjög sérstök. Ég hef eingöngu fylgst með frjálsum íþróttum og sé því leikana frá því sjónarhorni. Betra er að vera tímanlega í því þegar farið er á frjálsíþrótta- keppnina. Það tekur nefnilega drjúgan tíma fyrir þau 90 þúsund sem daglega horfa á keppnina í Colosseum að komast á sinn stað og myndast því langar biðraðir. Allt gengur þetta þó tiltölulega fljótt fyrir sig, því fjöldi vel þjálf- aðs starfsfólks sér um að vísa öllum á sinn bás. Öryggisverðir gæta þess að fólk beri ekki með sér óæskilega hluti inná svæðið, svosem matar- og drykkjarföng að ógleymdum hættulegri hlutum. Ef ég tek sem dæmi daginn í gær, þá var margt eftirminnilegt sem gerðist. Til dæmis var áhrifa- mikil verðlaunaafhending fyrir 200 metra hlaup karla, þarsem Bandaríkjamenn unnu þrefaldan sigur. Fagnaðarlætin voru gífur- leg og óteljandi amrískum fánum var veifað og blossar frá ljós- myndavélum glitruðu hvarvetna. Að lokum tók fjöldi fólks undir þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Meira gladdi samt mitt íslenska hjarta þegar marokkóostúlka vann óvæntan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna á nýju Ól- ympíumeti, - og að sjá gleði hennar þegar hún hljóp kringum völlinn með þjóðfána sinn á lofti. Eftirminnilegastur verður mér þó sjálfsagt líberíski hlauparinn Nimley Gwembe sem kom í mark nær þremur hringum og fjórum mínútum eftir fyrsta manni í undanrásum í 5000 metra hlaupi karla - við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda - á tíma sem ekki hefði þótt nema miðlungi góður á hér- aðsmóti heima á Fróni. Þrátt fyrir þetta ætlar þessi tvítugi hlaupari að taka þátt í maraþonhlaupinu á sunnudaginn. Þórdís í 18. sæti Þórdís Gísladóttir lenti í 18. komust áfram í úrslit. íslandsmet sæti í undankeppni í hástökki á Þórdísar er 1,88. OL í gær. Hún stökk 1,80. Tólf 1. deild kvenna-A ÍAeðaValur íúrslit í gær fór fram einn af úrslitalcikj- um A-riðils í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu. Breiðablik og Valur léku á Kópavogsvelli við erfiðar aðstæður eftir undanfarna rigningardaga. Jafntefli varð, 1-1, og voru bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Margrét Sigurðardóttir skoraði fyr- ir Blikana beint úr aukaspyrnu en Sig- rún Cora Barker jafnaði stuttu síðar með fallegu skoti frá vítateigslínu. Fyrri hálfleikur var jafn og ekki mikið um færi. í seinni hálfleik byrjuðu Valsarar heldur betur en seinnipart hálfleiksins sóttu Blikar meira. Nokkrum mínútum fyrir leiksiok var stiginn mikill darraðadans í vítateig Vals og voru þær heppnar að fá ekki á sig mark. En í heildina sanngjörn úr- slit í baráttuleik. KR-ingar kepptu í gærkvöldi við Skagamenn á Skaganum og töpuðu 1-2. KR komst í 1-0 en áður en fyrri hálfleikur var úti höfðu Ásta Bene- diktsdóttir og Laufey Sigurðardóttir skorað fyrir IA sem voru betri allan Ieikinn. Leikur Vals og ÍA næsta fimmtu- dag sker því úr um hvort liðið kemst í úrslitalcikinn við Þór úr B-riðlinum. Dalglish og Rush af henda verðlaunin Úrslitakeppni í „poIlamóti“ 6. flokks hefst í dag á grasvellinum sunnan Laugardalsvallar. Mótinu lýkur á morgun en verðlaun verða af- hent fyrir leik KR og Liverpool á sunnudaginn, - og það gera Ian Rush og Kenny Dalglish! Af A-liðum leika í úrslitunum: ÍR, Tindastóll, Þór V., KR, Afturelding, ÍA, Fram, Bolungarvík, FH, KA, Stjarnan, ÍBK. B-lið í úrslitunum: Þróttur, Bolungarvík, UBK, ÍA, Tindastóll, KA, Þór V., FH, Fram, Víkingur, Grindavík. Q8P OL-verðlaun Gull til Marokkó Bravó Navala!-Lewis þrígylltur - silfur á Fílabeinsströndina Verðlaun eftir þjóðerni að loknum ellefta degi Ólympíu- leikanna: G S B alls Bandaríkin 54 49 21 124 Rúmenía 16 12 9 37 Kína 14 7 6 27 V-Þýskal. 10 13 15 38 Ítalía 10 3 7 20 Kanada 7 9 9 25 Japan 7 4 10 21 Ástralía 4 8 11 23 Finniand 4 3 4 11 Frakkland 4 2 11 17 Nýja-Sjál. 4 - 2 6 Bretiand 3 6 16 25 Holland 3 2 4 9 S-Kórea 2 3 1 6 Brasilía 1 2 2 5 Mexíkó 1 2 1 4 Belgía 1 1 2 4 Júgóslavía 1 1 2 4 Austurríki 1 1 1 3 Spánn 1 1 - 2 Marokkó 1 - - 1 Svíþjóð - 5 5 10 Sviss - 2 2 4 Danmörk - 1 2 3 Noregur - I 2 3 Grikkland - 1 2 3 Fílab.str. - 1 - 1 Kólombía - 1 - 1 Perú - 1 1 Jamaica - - 1 1 Portúgal - - 1 1 Tævan - - 1 1 Venesúela - - 1 1 Eftir álfum: N-Ameríka 61 58 30 149 Evrópa 55 58 87 200 Asía 23 14 18 55 Eyjaálfa 8 8 13 29 M/S-Ameríka 2 6 5 13 Afríka 1 1 o 2 Vérðlaunakeppni á OL í fyrradag: 400 m grindahlaup kvenna 1. Nawal el Moutawakcl, Marokkó (54,61 sek) 2. Judie Brown, Bandar. (5,65) 3. Christina Cojocaru, Rúm. (55,41) Gríðarleg fagnaðarlæti þegar ar- abískra stúlkan hafði sigrað á OL- meti. í fjórða sæti var Usha frá Ind- landi og þaráeftir vonarpeningur Svía, Ann Skoglund. 200 m hlaup karla 1. Carl Lewis, Bandr. (19,80 sek) 2. Kirk Baptiste, Bandar. (19,96) 3. Thomas Jefferson, Bandar. (20,26) Þrefaldur bandarískur sigur gladdi heimamenn. Þriðja gull Lewis á OL nú og nýtt OL-met. Hann ætlar sér hið fjórða í 4x100 metrunum. Fjórði í hlaupinu varð Silva frá Brasilíu á 20,30. Heimsmethafinn Mennea varð sjöundi, ítalinn orðinn 32 ára. Met hans, 19,71 var sett í metaborginni Mexíkó í Mexíkó. 400 m hlaup karla 1. Alonzo Babers, Bandar. (44,27 sek) 2. 8F3Gabriel Tiacoh, Fflab.str. (44,54) 3. Antonio McKay, Bandar. (44,71) Dagur Afríku í Los Angeles. Hinn arabíski hluti álfunnar náði gulli og svarta Afríka silfri. Bert Cameron heimsmeistari meiddist í undanrásum og var ekki með í úrslitunum. Stangarstökk (karlar) 1. Pierre Quinon, Frakklandi (5,75) 2. Mike Tully, Bandar. (5,65) 3. -4. Earl Bell Bandar. (5,60) 3.-4. Thierry Vignon, Frakkl. (5,60) Fransk-bandarísk styrjöld í stöng- inni, - en slakur árangur. Dýfingar karla, fjaðurbretti 1. Greg Louganis, Bandar. 2. Liangde Tan, Kína 3. Ronald Merriott, Bandr. Júdó, 86 kg-flokkur 1. Peter Seisenbacher, Austurríki 2. Robert Berland, Bandar. 3. -4. Seiki Nose, Japan 3.-4. Walter Carmona, Brasilíu Fyrsta gull Austurríkismanna. Lyftingar, 100 kg-flokkur 1. Dean Luhin, Ástralíu (412,5 kg) 2. Mario Martinez, Banadr. (410) 3. Manfred Nerlinger, V-Þýskal. (397,5). Siglingar, „470“-flokkur 1. Spánn (Dorsete, Molina) 2 Bandaríkin (Benjamin, Steinfeld) 3. Frakkland (Peponnet, Pillop) Spánverjarnir fengu 33,7 refsistig, Kanarnir 43, Frakkar 49,4. fslending- arnir Jón og Gunnlaugur urðu í 23. sæti af 28 keppendum, 147 refsistig. Siglingar, „Soling"-flokkur 1. Bandaríkin (Haines, Trevelian, Davis) 2. Brasilía (Grael, Alder, Senfft) 3. Kanada (Fogh, Kerr, Calder) Norðmennirnir kræktu í silfrið og hefði ekki veitt af til að hressa uppá verðlaunatöluna, - en voru svo dæmdir úr leik. Siglingar, „Yornendo“-flokkur 1. Nýja-Sjáland (Sellers, Pinns) 2. Bandar. (Smyth, Glaser) 3. Ástralía (Cairns, Anderson) Siglingar, „Star“-flokkur 1. Bandar. (Buchan, Ericson) 2. V-Þýskal. (Griese, Mercour) 3. Ítalía (Gorla.Poraboni) Siglingar, „Finn“-flokkur 1. Russcl Coutts, Nýja-Sjálandi 2. John Bertrand, Bandar. 3. Perry Naulson, Kanada Siglingar, >fljúgandi hollendingur“ 1. Bandar. (McKee, Dushan) 2. Kanada (McLaughlin, Bastet) 3. Bretland (Richards, Allen) Siglingar, seglbretti 1. Stephan van der Berg, Hollandi 2. Scott Steelie, Bandar. 3. Bruce Kendall, Nýja-Sjálandi Verölaun sem veitt voru um síöustu helgi og ekki hefur verið sagt frá í blaðinu: Skylmingar kvenna ,fleuret“ 1. Jujic Luan, Kina Föstudagur 10. ágúst 1984 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 2. Cornelia Kanisch, V-Þýskal. 3. Borena Vaccaroni, ítalau Skylmingar kvenna, ,fleuret“, sveitir 1. V-Þýskaland 2. Rúmenía 3. Frakkland Hestamennska, þríkeppni einstakl. 1. Mark Podd, Nýja-Sjál. 2. Karen Stives, Bandar. 3. Virginia Holgate, Bretl. Grískrómversk glíma, 57 kg-flokkur 1. Masaki Eto, Japan 2. Pasquale Passarelli, V-Þýskal. 3. Haralam Bos Holidis, Grikkl. Grískrómversk glíma, 68 kg-flokkur 1. Vlado Lisjak, Júgóslavíu 2. Papio Sipla, Finnlandi 3. Stefan Megrisam, Rúmeníu Grískrómversk glíma, 82 kg-flokkur 1. Ion Draica, Rúmcníu 2. Dimitros Thanopoulos, Grikkl. 3. Sören Claesson, SvíþjóS Grískrómversk glíma, 100 kg-flokkur 1. Vasili Andrei, Rúmeníu 2. Greg Gibson, Bandar. 3. Georg Pikiliips, Grikkl. OL-handbolti Svíar í dag Svíar urðu í þriðja sæti i B-riðlinum í OL-handbolta og mæta í dag ís- lenska liðinu; fimmta sætið í boði. Leikurinn verður framinn klukkan níu að íslenskum tíma. Júgóslavar unnu rúmena óvænt í gær og keppa um gull við þjóðverja. Danir og rúm- enar um bronsið. Urslit í lokaumferð riðlakeppninnar: fsland-Sviss 23-16, Júgóslavía-Rúmenía 19-18, Japan- Alsír 17-16, V-Þýskaland-Danmörk 20-18, Svíþjóð-Spánn 26-25, Bandaríkin-S-Kórea 22-22.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.