Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR
Kjarnorkuvopnalaus svœði
Samninga strax!
Guðrún Helgadóttir: Brýnt að ísland verði aðili að
kjarnorkuvopnalausu svœði á Norðurlöndum.
Um helgina var haldin norræn
ráðstefna I Osló um kjarn-
orkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum, „Samninga strax“. Með-
al ræðumanna á ráðstefnunni
voru þau Guðrún Helgadóttir al-
þingismaður og Reiulf Steen
þingmaður og forystumaður
Verkamannaflokksins norska. Á
ráðstefnunni voru mynduð
samtök um þetta markmið -
„samninga strax“ - og var ákveð-
ið að standa fyrir herferð sem
standa á í eitt ár - frá Hirósíma-
deginum 6. ágúst 1984 til
Nagasaki-dagsins 9. ágúst 1985.
Þetta norræna friðarfrum-
kvæði hefur höfuðaðsetur í Osló
en auk þess eru skrifstofur þess í
Finnlandi, Danmörku og Sví-
þjóð. í hverju landanna er sam-
starfshópur og eiga fulltrúar
þeirra sæti í sameiginlegu ráði
þessara landa. ísland er ekki með
í þessari upptalningu.
í ræðu sinni á ráðstefnunni
gagnrýndi Guðrún Helgadóttir
að ísland væri ekki með í þessu
starfi - og undirstrikaði að ein-
staklingsflokkar og hópar á ís-
landi störfuðu að sama mark-
miði. Skoraði hún á friðarsinna
frá bræðraþjóðunum, að taka ís-
lendingum vel og að þeir fengju
að tengjast þessu samstarfi hið
fyrsta.
Skandinavarnir bentu á, að ís-
land væri hið eina þessara landa
sem hefði bandaríska herstöð og
þátttaka þeirra í þessu samstarfi
yrði til að flækja málið, og jafnvel
Guðrún Helgadóttir alþingismaður.
skaða það. Að hinu leytinu til
tóku menn vel í að ísland gerðist
síðar aðili að þessu samstarfi.
Guðrún Helgadóttir benti m.a.
á í ræðu sinni, að þjóðþing land-
anna ættu sinn þátt í vígbúnaðar-
kapphlaupinu og miklu skipti að
grasrótarhreyfingar settu þrýst-
ing á þingin, þannig að meirihluti
skapaðist fyrir markmiðum friða-
rsinna. Undir þetta sjónarmið
var tekið á ráðstefnunni - og var
sérstaklega bent á að í forvölum
og við kosningar væri hægt að
kjósa einlæga friðarsinna í ýms-
um flokkum og þannig hafa áhrif
á þjóðþingin í friðarmálunum.
Auk Guðrúnar voru tveir ís-
lendingar þátttakendur á ráð-
stefnunni, þau Hrafn Hallgríms-
son og Sigurlaug Jóhannesdóttir.
Ömmurnar í
friðarhreyfingu
í spjalli við Þjóðviljann í gær,
sagði Guðrún Helgadóttir að
góður andi hefði verið á ráðstefn-
unni og hér væri á ferðinni enn
ein grasrótarhreyfing friðarsinna
á Norðurlöndum. Brýnt væri að
íslendingar kæmust inní þetta
samstarf. Guðrún sagði greini-
legt að boðskapur friðarsinna
ætti mikinn hljómgrunn á Norð-
urlöndum og margvísleg starf-
semi væri í gangi á vegum friðar-
ins. Ein skemmtilegasta friðar-
hreyfíngin sem hún hefði orðið
vör við væri einmitt í Noregi.
Eldri konur hafa þar myndað
með sér félagsskap, Ömmufrið-
arhreyfinguna, sem stæði fyrir
ýmiss konar aðgerðum til að
vekja athygli á boðskap friðarins.
Þannig hefðu þær daglega verið
ekki færri en tíu konur fyrir fram-
an Stórþingshúsið norska og
dreift áróðri til vegfarenda. Þessi
framkvæmdasemi kvennanna
hefði snortið hjartað í mörgum,
sem ella væru ekki opnir fyrir hin-
um nauðsynlega friðarboðskap.
-óg
Póstkort sem Ömmufriðarhreyfingin hefur gefið út.
Kosningalagabreytingin
Skapar
valdaröskun
Háskólinn
Stærðfræðingar þinga
ing norrænna stærðfræðinga
verður haldið við Háskóla Is-
lands dagana 13. til 17. ágúst, en
slíkt þing hefur ekki verið haldið
hér á landi áður.
Meðal tíu fyrirlesara sem
munu flytja yfirlitserindi á þing-
inu verða tveir íslendingar, pró-
fessor Bjarni Jónsson frá Vand-
erbilt háskólanum í Tennesse og
dr. Jón Kr. Arason, dósent við
Háskóla íslands. Auk þess verða
fjórir íslendingar í hópi 24 stærð-
fræðinga sem munu gera grein
fyrir eigin rannsóknum. Auk
þessara erinda verða svo 40 ör-
stuttir fyrirlestrar. Þátttakendur
á þinginu verða rúmlega 120 auk
fylgdarliðs, en framkvæmdastjóri
þess er Jón Ragnar Stefánsson,
dósent.
Þingið verður sett í Hátíðasal
Háskólans á mánudeginum 13.
ágúst klukkan 9.30 árdegis, með
Eínn rigningardagurinn enn. Nú
flyt ég á Seyðisfjörð.
opnunarfyrirlestri Svends Bund-
gaard, prófessors frá Árósum.
Fyrirlestur hans nefnist Stærð-
fræðin í hugsunarhætti okkar og
hugmyndaheimi. Hann verður
fluttur á dönsku og opinn öllum
en einkum er boðið til hans kenn-
urum í stærðfræði á hinum ýmsu
skólastigum svo og öðrum sem
Vestfirðingar hafa áhuga á að
reyna að sigrast á samgöngu-
erfiðleikum heima fyrir með
jarðgangnagerð. Sýslunefnd V-
Isafjarðarsýslu fjallaði um málið
og sömuleiðis bar það á góma á
Alþingi.
Á sl. ári lét Vegagerð ríkisins
gera jarðfræðiathuganir á fjöllum
Hinum vinsælu náttúruskoðun-
arferðum Náttúruverndarfé-
lags suðvesturlands verður fram
haldið iaugardaginn 11. ágúst
þegar farið verður í ferð um
Hafnahrepp. Lagt verður upp frá
Norræna húsinu í Reykjavík
klukkan 13.30 og frá Kirkjuvogs-
kirkju í Höfnum klukkan 14.30
kenna stærðfræðilegs áhuga.
Þess má geta að íslendingar
hafa tekið virkan þátt í flestum
þingum norrænna stærðfræðinga
allt frá þinginu sem haldið var í
Kaupmannahöfn árið 1925.
Fyrstu íslensku fyrirlesararnir
voru dr. Ólafur Daníelsson og dr.
Leifur Ásgeirsson. _ös
milli Skutulsfjarðar og Önundar-
fjarðar með tilliti til hugsanlegrar
jarðgangnagerðar. Verður þess-
um athugunum haldið áfram nú í
næsta mánuði. Hér er um að ræða
frumathugun, sem þó er talin
benda til þess, sem ekki kemur
svo mjög á óvart, að lítið sé af
þykkum, samfelldum lögum í ís-
og komið aftur heim milli sjö og
átta um kvöldið.
Fargjaldið er 200 krónur en
ókeypis fyrir börn.
Leiðsögumenn verða Sigurður
G. Tómasson sem sér um hina
jarðfræðilegu hlið ferðarinnar en
Björn Gunnlaugsson og Eva Þor-
valdsdóttir líffræðingar sjá um þá
Með þeim breytingum á kosn-
ingalögum til Alþingis, sem
fyrirhugaðar eru, þykir sýnt að
valdaröskun eigi sér stað í þjóðfé-
laginu landsbyggðinni í óhag.
Af þeim sökum hefur Fjórð-
ungssamband Norðlendinga falið
framkvæmdastjóra sínum að
beita sér fyrir því á fundum fram-
kvæmdastjóra landshlutasamtak-
anna að samstaða náist um að-
gerðir til þess, að draga úr þessari
röskun og áhrifum hennar. Sam-
starfsfundur landshlutasamtak-
anna hefur óskað eftir viðræðum
við formenn stjórnmálaflokk-
anna um þetta viðfangsefni.
lensku fjöllunum. Torveldar það
mjög alla jarðgangnagerð og ger-
ir hana mun dýrari en víða er-
lendis. Með því er þó enganveg-
inn sagt að réttmætt sé að leggja á
hilluna allar áætlanir í þessum
efnum.
grösugu. Árni Waag mun hins
vegar sjá um að kynna fugla him-
insins.
Þess má geta að Hafnahreppur
er fámennasti hreppur Suðvest-
urlands og þar er margt að skoða
merkilegt, frá jarðfræðilegu, líf-
fræðilegu en þó ekki síst sögulegu
sjónarmiði. _ÖS
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. ágúst 1984
Vestfirðir
Berglög athuguð
Könnuð skilyrði fyrir jarðgangnagerð
-mhg
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands
Skoðunarferð í Hafnahrepp
Verður að ætla að þær viðræður
beri jákvæðan árangur. -mhg
Patreksfjörður
Leikskóla-
bygging
Leikskólabyggingin á Patreks-
firði er nú loksins að komast í
höfn. Að henni hefur verið unnið
sl. 4 ár. Nauðsynlegar fram-
kvæmdir eru ekki alltaf hristar
fram úr erminni. Eitt sinn stóðu
vonir til að skólinn tæki til starfa
1. maí í vor en skortur á iðnaðar-
mönnum kom í veg fyrir það. Ur
því hefur nú ræst.
Gólfflötur hússins er 264 ferm.
Gert er ráð fyrir að þar geti dvalið
35 börn í tveimur deildum. Und-
anfarin ár hefur leikskóli verið
rekinn í félagsheimilinu og hafa
komist þar fyrir um 40 börn.
Úttekt
Atvinnustaða
sveitanna
Meðal mála, sem Fjórðungs-
þing Norðlendinga hefur fjallað
um, er atvinnustaða sveitanna,
vegna samdráttar í búvörufram-
leiðslu.
Viðræður við önnur lands-
hlutasamtök sveitarfélaga hafa
leitt til samkomulags um að
Byggðadeild Framkvæmdastofn-
unar gangist fyrir almennri úttekt
og tillögugerð um atvinnumálefni
sveitanna í samstarfi við Stéttar-
samband bænda og landshluta-
samtökin. f þriggja manna nefnd,
sem fylgja á málinu eftir, eru
framkvæmdastjórar Stéttars-
ambands bænda, Fjórðungs-
sambands Norðlendinga og
Byggðadeildar. _mhg