Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 9
Þing-
eyingar
fara
með
friði
„Ágústfriður“ Friðarhreyfing-
ar Þingeyinga er nú á ferð um
landið, og var tíðindamaður
blaðsins viðstaddur fyrstu
skemmtunina, sem haldin var að
Höfn Hornafirði.
Fyrri hluti dagskrárinnar felst í
nokkrum stuttum fræðsluerind-
um og vísnasöng. Að þessu sinni
flutti séra Gunnar Kristjánsson
hugvekju, Bergljót Ingvadóttir
kynnti hugmyndir um friðarupp-
eldi, og Þorsteinn Vilhjálmsson
sagði frá afleiðingum kjarnorku-
hernaðar. Eru þetta einhver
bestu fræðsluerindi sem ég hef
heyrt, - stutt, auðskilin og hnit-
miðuð. Guðrún Hólmgeirsdóttir
söng nokkur ættjarðar- og ástar-
lög með miklum ágætum.
Kamarorghestar byrjuðu
síðari hluta dagskrárinnar með
magnaðri uppákomu, en síðan
spiluðu þau fyrir dansi. Þessir ís-
lensku Kaupmannahafnarbúar
flytja kraftmikið nýrokk, og eru
kærkomin upplífgun í því tíðinda-
leysi sem nú nlcir í íslenskum
poppheimi.
Aðeins eitt er að þessari dag-
skrá að finna. Vegna mistaka við
framkvæmdastjóm komu auglýs-
ingar ekki upp í Homafirði fyrr
en seint sama dag og skemmtunin
var. Því komu aðeins um 40 full-
orðnir, auk slatta af börnum. Dró
þetta fámenni úr fjörinu, en við-
staddir luku lofsorði á Kamarorg-
hesta og samkomuna alla. gg
Austurland
Sveitar-
félögin
þinga
Átjándi aðalfundur Sambands
sveitarfélaga í Austurlandskjör-
dæmi verður haldinn á Höfn í
Hornafirði dagana 24. og 25. ág-
úst n.k.. Á fundinum fara fram
veqjuleg aðalfundarstörf en auk
þess verða eftirgreind viðfangs-
efni tekin til sérstakrar umfjöll-
unar.
1. Staða verk- og tækni-
menntunar á Austurlandi -
Framhaldsskólinn í Neskaup-
stað. Framsögumenn verða
Smári Geirsson skólameistari og
Einar Már Sigurðsson skólafull-
trúi.
2. Skýrsla nefndar, sem skipuð
var „til að gera úttekt og tillögur
um samgöngukerfi, skipulag
samgangna og flutningaþjónusta
á Austuriandi“. Framsögumaður
Ólafur Steinar Valdimarsson,
ráðuneytisstjóri.
3. Atvinnumál á Austurlandi,
- sjávarútvegur og fiskvinnsla.
Gist verður að Hótel Höfn eftir
því, sem húsrúm leyfir. Að öðru
leyti verður fundarmönnum séð
fyrir gistingu annarsstaðar. Árið-
andi er að hafa sem fyrst sam-
band við Árna Stefánsson hótels-
stjóra í síma 97-8240 eða 8265,
eða Sigurð Hjaltason í síma 97-
8700, og tilkynna þörf fyrir gistir-
ými. - mhg
UM HELGINA
Norræna húsið
Fimm ungir
tónsmiðir
íslandsdeild Ung Nordisk Mus-
ik samtakanna heldur tónleika í
Norræna húsinu næstkomandi
sunnudag, 12. ágúst, kl. 17.00.
Þar gefur að heyra tónlist fimm
ungra tónsmiða sem sækja tón-
listarhátíð UNM í Malmö 19. -
26. ágúst næstkomandi.
Höfundamir eru Mist Þorkels-
dóttir, Haukur Tómasson, Árni
Harðarson, Lárus Grímsson og
Atli Ingólfsson, en fluttur verður
einleikur á flautu, sextett, raftón-
list, og Hamrahlíðarkórinn syng-
ur.
Ágóði tónleikanna rennur til
starfsemi UNM á íslandi.
Gallery Lœkjartorg
Blýants-
teikningar
Ólafur Sveinsson myndlistar-
maður opnar sýningu 11. ágúst í
Gallery Lækjartorgi. Á sýning-
unni eru eingöngu blýants-
teikningar. Ólafur sýndi síðast í
Djúpinu allan síðastliðinn mán-
uð.
Sýningin í Gallery Lækjartorgi
er 4. sýning Ólafs á þessu ári.
Sýningin stendur til 19. ágúst og
er sölusýning.
Óperan
Þjoölegt og
alþjóðlegt
íslenska óperan hefur á föstu-
dagskvöldum í júlí og það sem af
er ágúst boðið upp á sumardag-
skrá til styrktar óperunni. Sú dag-
skrá er með íslensku og erlendu
efni, þjóðlegur bragur er yfir fyrri
hlutanum en síðari hlutinn er
samsettur af atriðum úr óperum,
óperettum og söngleikjum. Fram
koma óperusöngvarar ásamt kór
íslensku óperunnar og allir end-
urgjaldslaust. Skemmtun þessi
hefst kl. 21.00. Stjórnandi og
kynnir er Garðar Cortes og und-
irleikari er Þóra Fríða Sæmunds-
dóttir.
Þau sýna á Kjarvalsstöðum. F.v.: Svala Jónsdóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Hildigunnur Gunnardóttir, Lára Gunnars-
dóttir og Sigurbjörn Jónsson.
Kjarvalsstaðir
og teikningar
Grafík
Á morgun, laugardag, opna 5
ungír listamenn sýningu i
austursal Kjarvalsstaða og eru á
henni um 40 verk bæði grafik-
myndir og teikningar. Sýningin
er opin daglega kl. 14 - 22 en
henni lýkur 26. ágúst.
Þau sem sýna eru Aðalheiður
Valgeirsdóttir, Hildigunnur
Gunnarsdóttir, Lára Gunnars-
dóttir, Sigurbjörn Jónsson og
Svala Jónsdóttir. Þau hafa öll út-
skrifast úr grafi'kdeild Myndlista-
oghandíðaskólans sl. 3 ár og reka
nú saman verkstæði á Seltjarnar-
nesi.
- GFr
Skálholtskirkja
Enn barokk
Á laugardag og sunnudag
verða síðustu tónleikar á þessu
sumri í Skálholtskirkju. Þar
koma fram trompetleikarinn Ás-
geir Steingrímsson og orgelleikar-
inn Orthulf Prunner. Á efnis-
skránni verður barokktónlist
eftir Torelli, Vivaldi, J.S. Bach,
Hándel og Purcell auk þess sem
flutt verður stef úr Þorlákstíðum
frá því á 13. öld.
Ásgeir Steingrímsson lauk ein-
leikaraprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík árið 1979. Hann
hélt eftir það til New York og
lauk prófi frá Mannes College of
Music árið 1983. Ásgeir hefur
starfað í Reykjavík síðastliðið ár
og komð fram á fjölda tónleika,
meðal annars leikið einleik með
íslensku hljómsveitinni og Sin-
fóníuhljómsveit íslands.
Orthulf Prunner er fæddur í
Vín í Austurríki og stundaði þar
orgelnám hjá Anton Heilier.
Hann hefur haldið fjölda tón-
leika í Skandinavíu, Sviss, Þýska-
landi og Austurríki. Orthulf hef-
ur búið á ísiandi um nokkurra ára
skeið og starfar sem orgelleikari
við Háteigskirkju í Reykjavík.
Tónleikarnir hefjast klukkan
16.00 báða dagana og aðgangur
er ókeypis.
Hveragerði
Gult og blátt
Ólafs Th.
Ólafssonar
Gult og blátt eru áberandi litir
á málverkasýningu Ólafs Th. Ól-
afssonar sem opnuð verður í Fé-
lagsheimili Ölfusinga í Hvera-
gerði á morgun kl. 2.
Ólafur útskrifaðist úr málunar-
deild Myndlista- og handíðaskóla
íslands vorið 1979.
Þetta er 5. einkasýning Ólafs.
Áður hefur hann sýnt í Safnahús-
inu á Selfossi, Gallerí Langbrók,
í Fossnesti á Selfossi og í Þrastar-
lundi við Sog. Auk þess tekið þátt
í nokkrum samsýningum.
Á sýningunni eru 40 myndir,
unnar með olíulitum og bland-
aðri tækni. Myndimar eru allar til
sölu.
Sýningin er opin kl. 14 - 22 um
Ský og buxur, eitt málverka Ólafs
helgar og kl. 16-22 virka daga og Félagsheimili Ólfusinga er við
stendur til 19. ágúst. hliðina á Eden í Hveragerði.
Föstudagur 10. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9