Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 7
HEIMURINN Honduras „Þeir láta sem þeir eigi landiö“ Óvinir Sandinistafara sínufram í Honduras. - Stjórnin þarþiggur mút urfrá Bandaríkjunum og ástand mannréttindamálafer þar aftur versnandi Særöir málaliðar gagnbyltingarsveitanna á spítala sem ríkir útlagar á Florida reka fyrir þá. Stjórnvöld í Honduras leyfa þeim að ráðskast með heil héruð, en almenningur hatar þá. Gagnbyltingarsveitir frá Nicar- agua, sem herja á fyrra föðurland sitt frá Honduras með banda- rískri aðstoð, ráða í raun yfir all- stórum svæðum í Honduras og leika íbúa landsins oft grátt. Stjórn Honduras hefur látið þetta gott heita, enda bundin i báða skó af mikilli fjárhags- og hernað- araðstoð Bandaríkjanna, auk þess sem hún óttast sjálf baráttu alþýðu manna gegn forréttindum eignastéttanna í landinu. Það er í Honduras sem gagn- byltingasamtökin FDN hafa að- setur sitt og bækistöðvar fyrir um það bil 10-15 þúsund manna her. Fyrir þessu liði er undarleg blanda - þar eru bæði mjög áber- andi fyrrum liðsforingjar í hinu illræmda Þjóðvarðliði einræðis- herrans Somoza og svo borgara- leg öfl, sem hafa síðan Somoza var steypt komist upp á kant við stjórn Sandinista. FDN reynir að gera sem minnst úr þátttöku Þjóðvarðliða í hreyfingunni, enda var það lið illræmt mjög fyrir hrottaskap og morð meðan Somoza var og hét. Nógir peningar Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur þjálfað þetta lið og séð því fyrir vopnum og vistum. En bandaríska þingið hefur deilt töluvert um þann stuðning og í bili hefur verið tekið fyrir hann - að minnsta kosti stendur nú á því, að þingið samþykki 21 miljón dollara fjárveitingu til FDN. Þegar danskir blaðamenn fóru um garð fyrir skömmu töluðu talsmenn FDN mannalega um að það væri vitanlega leiðinlegt að fá ekki þessa dollara, en þeir hefðu ýmis önnur ráð. Þeir sögðu að mikið fé bærist frá útlögum frá Nicaragua og Kúbu sem nú hafa búið um sig á Florida og New York, eða þá í Guatemala eða Kólumbíu. Það má líka nærri. geta, að hægt er að láta ýmsa pen- inga úr sjóðum leyniþjónustu renna til gagnbyltingarsveita í Honduras í formi slíkra „frjálsra framlaga“þeirra sem í tíð Somoza drógu nóg fé saman á reikningum í Bandaríkjunum eða Sviss til að geta átt náðuga daga það sem eftir er í hinum rómönsk-amrísku „nýlendum“ á Florida. Yfirgangur og mannrán En þótt gagnbyltingarsam- tökin hafi tryggt sér peninga nóga verður ekki hið sama sagt um vel- vild fólks í Honduras. Sem er ekki nema von. Þess eru dæmi að Hondurasbúar í þeim héruðum, þar sem FDN hefur sig mest í frammi, hafi orð- ið að gerast flóttamenn undan þeim í eigin landi. Málaliðar FDN hafa nóga peninga og hleypa upp verðlagi á stórum svæðum, með blendnum afleið- ingum fyrir íbúana. Ungur bóndi frá Danli segir á þessa leið í við- tali við blaðamenn: „Við erum hræddir við þá. Þeir fara með okkur eins og við værum skítur, þeir misþyrma fólki og ræna sumum. Þeir láta eins og þeir eigi landið og hvorki herinn né lög- reglan skipta sér af þeim“. Bændaforingi, sem ekki lætur nafns síns getið, segir á þessa leið um „Contras": „Þeir eru slæmir með að taka fólk til fanga og ásaka það um að styðja Sandin- ista. Þeir hafa neytt marga til að ganga í hersveitir sínar. Maður veit aldrei upp á hverju þeir taka. Þeir fá hjálp frá Amríkönum og Amríkanamir em allstaðar". Mörgum heimildum ber saman um að þetta gagnbyltingarlið beri ábyrgð á mörgum pólitískum morðum í Honduras. Þekktasta dæmið er Cesar Dávila, formað- ur héraðsnefndar kennarasam- bandsins í Honduras, sem myrtur var í fyrra. Tvöfeldni yfirvalda Meira að segja yfirvöld í Hond- uras em orðin tvístígandi í af- stöðu sinni til hinna freku gesta. Ónefndur herforingi segir á þessa leið: „Okkar vandi er sá, að Banda- ríkin styðja baráttu FDN gegn Sandinistum í Nicaragua og Bandaríkjamenn vilja að Hond- uras sé með í þeirri baráttu. En við viljum ekki stríð við Nicarag- ua, við viljum ekki láta draga okkur inn í stríð sem er ekki okk- ar mál“. Meira að segja Barnica utan- ríkisráðherra hefur áhyggjur af gagnbyltingarmönnum. „Við erum húsbændur í okkar landi og getum ekki leyft að utanaðkom- andi fari sínu fram í trássi við okkar lög“, segir hann. í ummælum af þessu tagi birtist viss tvöfeldni: yfirvöldum í Honduras líður hálf illa í nábýl- inu við gagnbyltingarherinn - en þeir vilja um leið græða á honum. Bandaríkin hafa, samkvæmt op- inberum tölum, um 700 hernað- arráðgjafa í landinu, sem vinna að því að þjálfa her E1 Salva- dorstjórnar, her Honduras og skæruliða FDN. Reaganstjórnin hefur um skeið keppt að því að gera einmitt Honduras að lykil- landi að því er varðar hernaðar- áform í Mið-Ameríku. Og í stað- inn hefur efnahagsaðstoð og hernaðaraðstoð við Honduras verið stóraukin. En sú stjórn, tiltölulega lýð- ræðislega kosin, sem nú situr í Honduras, vill endurskoða samn- ing þann um hernaðarsamvinnu við Bandaríkin, sem nú er í gildi. Annarsvegar er í endurskoðunar- kröfunum að finna vissa tilburði til aukins sjálfræðis: þess er kraf- ist að yfirvöld í Honduras fái að vita meira um það sem gerist í þjálfunarbúðum þeim sem bandarískir hernaðarráðgjafar stýra. En í þarnæstu kröfu er svo betlað fé: Honduras vill fá meiri lpeninga fyrir snúð sinn. Það er mörg aronskan. Harðnandi átök Sem fyrr segir voru þær kosn- ingar í Honduras, sem gerðu Su- azo Cordova að forseta, tiltölu- lega lýðræðislegar á Mið- Ameríkumælikvarða. Hitt er svo víst, að mannréttindi í landinu standa mjög veikum fótum. Eins og í svo mörgum öðrum löndum álfunnar ráðskast fámenn yfir- stétt, sem hefur sölsað undir sig mestallt jarðnæði í landinu, með þjóðarauð og mannfólk. Það er gífurlegt djúp staðfest milli ríkra og fátækra og spilling er gegndar- laus. Við þessar aðstæður óttast hinir betur settu mjög um sig, og ef einhverjir forystumenn verka- manna eða bænda gerast at- kvæðamiklir, þá munu þeir hinir sömu í lífsháska. Mannréttindanefndir í landinu telja sig hafa sannar fregnir af því, að herinn eða sérsveitir úr honum hafi rænt mönnum, pínt þá og myrt. Þessi dæmi eru mar- gfalt færri en þau sem talin eru t.d. í grannríkinu E1 Salvador, en nógu mörg samt til að eitra allt andrúmsloft í landinu. Atvinnuleysi í landinu hefur stóraukist og nemur nú 21% skv. opinberum skýrslum. Nær 60% fjölskyldna eru taldar vera undir fátæktarmörkum sem svo eru nefnd. Stjórn Cordova, sem er fyrsta borgaralega stjórnin eftir tíu ára herstjórn, hefur haft uppi ýmis loforð um umbætur, en vilj- inn er heldur daufur og fátt ger- ist. Það hefur gerst æ algengara á seinni misserum, að landlausir sveitamenn hafa ekki séð annan kost til að reyna að komast út úr vonleysi og eymd en að gera upp- tækt eitthvað af ónotuðu landi stórbýlanna. Þessi hreyfing hefur mjög dregið úr „frjálslyndi“ hinnar borgaralegu stjómar: hún svarar með „lögum gegn herm- darverkum“ og eiga þeir sem taka þátt í upptöku lands á hættu að verða dæmdir í allt að 15-20 ára fangelsisvist. Menn skulu hafa það í huga, að það var ein- mitt ágreiningur milli land- eigandavaldsins og umbótasinna um úthlutun jarðnæðis til alls- leysingja sveitanna, sem varð upphaf þess stríðs sem háð er fyrir vestan Honduras - í E1 Sal- vador. áb Landlitlir bændur og allsleysingjar sveitanna hafa reynt að bjarga sér frá neyð með því að fara margir saman og gera hluta af landi stórbýlanna upptækt. Honduras er litlu stærra land en ísland og litlu minna en Nicar- agua, nágranninn í suðri. Það er 112 þúsund ferkílómetrar og íbú- ar eru um það bil þrjár miljónir. Um það bil níu af hverjum tíu íbúum landsins eru mestisar, kynblendingar hvítra manna og rauðra, um sex prósent eru Ind- jánar og halda margir sínum tungumálum, tvö prósent eru blökkumenn og aðeins einn af hundrað telst hvítur - en þessir afkomendur spænskra landvinn- inga eru vitanlega fyrirferðamikl- ir í yfirstéttum landsins. Höfuðborgin er Fegucigalpa, íbúar hennar eru um 300 þúsund. Honduras er landbúnaðarland. Kaffi hefur um skeið verið helsta útflutningsvaran (um þriðjungur útflutningsverðmætis),þá koma bananar, síðan timbur og hrað- fryst kjöt af hinum stóru búgörð- um, sem landleysingjar vildu helst skipta upp. Sambúðin við Nicaragua hefur lengst af verið góð, aftur á móti hefur verið grunnt á því góða milli Honduras og El Salvador. Þegar Honduras tapaði fyrir E1 Salvador í undanrásum heimsmeistarakeppni í knatt- spymu árið 1969 braust út stríð milli ríkjanna - en raunveruleg ástæða þess að upp úr sauð var sú að innflytjendur frá hinu þéttbýla E1 Salvador höfðu í vaxandi mæli leitað yfir landamærin. J Föstudagur 10. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.