Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Haustlán Námsmenn háðir bankastjórum Aðstoðarmaður menntamálaráðherra: Þeirverðieinsog aðrir viðskiptamenn Lánasjóður íslenskra náms- manna mun ekki geta veitt fyrsta árs nemum haustlán á sama hátt og gert hefur verið síð- ustu ár. Menntamálaráðherra gaf á sínum tíma loforð um að námsmenn fengju fyrirgreiðslu um haustlán í bönkum landsins úr því að LIN gæti ekki mætt þörf- um þeirra. Þjóðviljinn spurðist í gær fyrir um samning menntamálaráðuneytisins við bankakerfíð. „Við erum að ræða við sam- starfsnefnd bankanna til að kom- ast að samkomulagi um hvernig að þessum lánum verði staðið“, sagði Inga Jóna Þórðardóttir að- stoðarmaður Ragnhildar Helga- dóttur menntamálaráðherra við Þjóðviljann. „Ég held að eðli- legast sé að námsmenn gangi inn í bankana eins og hverjir aðrir við- skiptamenn og geri bankastjóra grein fyrir sínum fjármálum. Við erum að ræða við bankana um hvemig fyrirkomulag sé æskilegt á þessum málum. Hver náms- maður verður að hafa sína ábyrgðarmenn eins og þegar þeir fá lán hjá LÍN. Síðan er spurning hvort bankarnir vilja frekari tryggingu fyrir greiðslu í gegnum LIN“. Inga Jóna sagði að niður- stöður samningaviðræðna við bankana muni væntanlega liggja fyrir í næstu viku. -jP Lífið Tilveran í Pylsugerðinni Þjóðviljinn leit við í kjötvinnslu SS í Reykjavík í gœr og tók nokkra eldhressa starfsmenn tali: Hálf öld hjá SS Iafgreiðslunni hittum við fyrir Vigfús Tómasson, sölustjóra SS. Hann hefur unnið í 49 ár hjá Sláturfélaginu og hann hefur unnið á flestum stöðum, eða eins og hann sagði: „ég hef unnið allt sem svona fyrirtæki hefur upp á að bjóða“. Vigfús sagði að vinnutíminn væri frá 7.20-4.20 en það vildi oft dragast lengur. Mannaskipti væru tíð í afgreiðslunni og nú sem stendur vantar mannskap. Hann sagði að frá því að fyrirtækið var stofnað 1907 og fram til 1950 hefði sama fólkið unnið þar í fjölda ára. En það hefði breyst í seinni tíð. Vigfús sagðist ekki vera ánægðurmeð skattana. Af hverri krónu sem hann ynni sér inn þá væru teknir 60 aurar í skatt. Þetta fannst honum lítil umbun eftir langan starfsferil, að vera að strita fyrir ríkið fram á seinasta snúning. í afgreiðslunni vinnur engin stúlka í sumar og það fannst hon- um miður. „Þó að skömm sé frá að segja fyrir kynbræður mína, þá vanda stúlkurnar sig miklu betur“. Eftir að hafa unnið hjá SS í tæp 50 ár þá sagði Vigfús að hann myndi gjarnan vilja lifa það að komast í nýja húsið sem fyrirtæk- ið er byrjað að byggja í Laugar- nesinu. HS ( pylsugerðinni hjá Sláturfélagi Suðurlands hittum við Kristínu Hrafntjörð. Hún var ekkert til í að tala við blaðamenn og vildi helst ekki láta taka af sér mynd. En það tókst að smella einni af henni. Hún sagðist hafa unnið í pylsugerðinni á níunda ár og líkaði mjög vel en með það var hún rokin en benti á Sigríði Ragnars að tala við og það gerðum við. Mynd Atli. HS Guðleif Magnúsdóttir. Mynd Atli. Kaupið ekki hátt Trúnaðarmaður staðarins er Guðleif Magnúsdóttir. Hennar starf felst í því að úrbeina kjöt og taka úr sviðum í sultu. Guðleif sagðist hafa unnið hjá SS í níu ár. Hún sagði að það væri gott að vinna þarna, það væri ekki mikið álag en kaupið væri ekki hátt. Á sumrin væri mikil yfirvinna og oft unnið á laugar- dögum. Síðan hún byrjaði að vinna í þessari deild þá hefði fólki fækkað mikið og þá hefði það hætt vegna aldurs, og ekki verið ráðið nýtt. Hún sagði að það væri mikið sama fólkið sem ynni í hennar deild. Ef eldra fólkið tollir í byrj- un þá er eins og það haldi áfram ár eftir ár. Yngra fólkið helst ekki eins vel en þó er nokkuð um það að það komi aftur eftir eitthvert hlé. Um það að lifa af laununum, sagði Guðleif, að þau yrðu að duga en hún treysti sér ekki til þess að lifa af þeim einum, það yrði annað að koma til. Hún sagðist ekki vera óánægð með skattana, hún hefði búist við meiru. Henni fannst það viss ábyrgð að vera trúnaðarmaður og í raun ætlaði hún að vera hætt en var beðin að vera aðeins lengur þang- að til annar fyndist. Guðleif sagði að það væri eng- in kona verkstjóri hjá þeim á Skúlagötunni og enga skýringu kunni hún á því. HS Borða ekki pylsur Hún Sigríður Ragnars var að hengja upp pylsur þegar við ruk- um á hana og báðum um smá spjall sem var auðfengið. Sigríður sagði að þetta væri þriðja sumarið sem hún ynni í pylsugerð SS og líkaði það vel. Mórallinn á vinnustaðnum væri góður sem skiptir auðvitað miklu máli. Hún sagði að vinnan væri ekk- ert sérlega erfið, þ.e. að búa til pylsur en kaupið værilélegt.Þó er einhver eftirvinna og svo bónus. Þau fá fastan bónus eftir því í hvaða launaflokki þau eru. Hjá henni er það 460 krónur á viku. Að lokum, getur þú borðað pylsur? Nei. HS Sigríður Ragnars. Mynd Atli. Vigfús Tómasson. Mynd Atli. Föstudagur 10. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.