Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 11
VIÐHORF Styður Alþýðubandalagið útgerðarauðvaldið? eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur Svona afdráttarlaus auðvaldsáróður rennur ekki alveg fyrirstöðulaust niður með morgunkaffinu enda þótt maður sé orðinn ýmsu vanur af síðum Þjóðviljans. Og nú spyr ég: Hver ritaði þennan leiðara? Má líta svo á að hann lýsi afstöðuforystu- manna Alþýðubandalagsins í þessum efnum? f Þjóðviljanum 24. júlí s.l. birt- ist leiðari undir fyrirsögninni „Einkaframtak í sjávarútvegi ís- lendinga". Leiðari þessi var einn samfelldur ástaróður til útgerðar- auðvaldsins í landinu, og mun fleirum en mér hafa blöskrað að sjá þar svart á hvítu hversu langt forsvarsmenn Alþýðubandalags- ins eru komnir frá upphaflegum málstað og hugsjónum sósíalism- ans. Ég vitna í þennan stórfurðu- lega leiðara „Þegar litið er yfir sögu margra byggðarlaga kemur í ljós að oft hefur atvinnumálum verið bjargað með því að sjó- menn og forsvarsmenn launa- fólks (!) í fiskvinnslu hafa orðið að taka reksturinn í sínar hendur. Síðan hafa fyrirtækin stækkað og orðið myndarleg einkafyrirtæki. Þá vill stundum gleymast hvernig þau urðu til og eignamyndun þessara einstaklinga verður aðal- umræðuefnið.“ Og síðar í sömu grein: „Það getur haft fjölmargar hættur í för með sér að útrýma einkafyrirtækjum á þessum vett- vangi. Einkaframtakið veitir að- hald og skapar farveg fyrir nýj- ungar sem ella kynnu að eiga er- fitt uppdráttar.“ (Undirstr. mín- ar) Þetta hefðu einhvern tíma þótt undarleg vísindi af vörum sósía- lista, þó nú á tímum flokkist svona bull vafalaust undir póli- tíska „taktík", sem hefur verið notuð til að afsaka margt hliðar- sporið hjá forystumönnum Al- þýðubandalagsins hin síðustu ár. En svona afdráttarlaus auðvalds- áróður rennur ekki alveg fyrir- stöðulaust niður með morgun - kaffinuenda þótt maður sé orðinn Athugasemd ritstj. Leiðarar Þjóðviljans túlka af- stöðu blaðsins. Það eru oft fleiri en einn sem leggja hönd á plóg við gerð þeirra þótt ritverkið sjálftsé á einni hendi í hvert sinn. Stjórn- endur blaðsins og stundum blaða- menn rœða yfirleitt efni leiðara áður en frá honum er endanlega gengið. Það er í sjálfu sér ekkert leyndarmál innan blaðsins hverjir eigi aðallega hlut að tilteknum leiðara. Það skapar hins vegar fordœmi sem aðrir kynnu að mis- nota efhaldið yrði út á braut nafn- birtingar þegar einhverjum les- enda blaðsins mislíkar efni leiðar- ans. Það er venja sem Þjóðviljinn vill nú festa í sessi að leiðarinn sé blaðsins í almennum skilningi þeirra orða. Það er hins vegar misskilningur hjá Olgu Guðrúnu Árnadóttur að leiðarinn 24. júlí sem bar heitið „Einkaframtak í sjávarútvegi ís- lendinga“ sé í ósamrœmi við stefnu Alþýðubandalagsins og hafi verið skrifaður af „taktísk- um“ ástæðum. í stefnuskrá Al- þýðubandalagsins sem samþykkt var á landsfundi 1974 segir svo á bls. 115-116 (útg. 1975): „Á íslandi er nú talsverður einkarekstur í atvinnulífinu sem ekki þarf að rekast á sósíalíska búskaparháttu. Útgerð smábáta, opinna og þilfarsbáta, er vel borgið í hönd- um einstaklinga, og hin fjölbreyti- legu eignarform, önnur en hreinkapitalísk, á stœrri fiski- skipum eru sprottin af nauðsyn á hverjum útgerðarstað, og ber að sýna því fyllsta skilning. Stað- bundin félagsleg viðhorf þurfa að ráða framtíð slíkra rekstrar- forma. Svipað er að segja um sambœrilega aðila í fiskverkun. “ ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11 ýmsu vanur af síðum Þjóðviljans. Og nú spyr ég: Hver ritaði þenn- an leiðara? Má líta svo á að hann lýsi afstöðu forystumanna Al- þýðubandalagsins í þessum efn- um? Er þá svo komið fyrir eina sósíalistaflokknum í landinu að hann telji sínum kröftum best varið í baráttu fyrir þá riddara einkaframtaksins sem sölsað hafa undir sig öll helstu atvinnufyrir- tæki heilu byggðarlaganna, með tilheyrandi auði og völdum? Eða síðan hvenær er það sósíalísk hugmyndafræði að hagur útgerð- arauðvaldsins og verkalýðsins sé einn og hinn sami? Er taktíkin endanlega búin að reka stéttabaráttuna út í kuld- ann? Sú sama taktík og krafðist þess að verkalýðsforystan sæti aðgerðalaus á meðan Alþýðu- bandalagið var í stjórn, - og upp sker nú á þann veg að láglauna- fólk í landinu á sér engan nothæf- an málsvara þegar atvinnurek- endahyskið í ríkisstjórninni er í þann veginn að murka úr því líf- tóruna. Ég skora á höfund umrædds leiðara að ganga fram á ritvöllinn og skýra lesendum Þjóðviljans frá því hvaða taktískar ástæður hafi nú rekið Alþýðubandalagið út á braut einkaframtaks og auðvaldshyggju. Forysta Al- þýðubandalagsins ætti kannski að fara að ákveða hvorum megin í verkalýðsbaráttunni hún hyggst endanlega standa. 3. ág. 1984, Olga Guðrún Árnadóttir rithöf. Úr Borgarfirði eystri. Úr einu í annað Sr. Sverrir Haraldsson rœðir umþjóðhátíðina í Arbœjarsafni, Þjóðviljann, íslenska presta o.fl. Sá fáheyrði atburður gerðist ekki fyrir löngu (og hefur þó margt fáheyrt gerst á síðari árum milli ameríska „varnarliðsins“ og íslenskra stjórnvalda, svo að okk- ur ætti nú ekki að bregða), að hinir fyrrnefndu herrar fengu Ár- bæjarsafnið lánað til hátíðahalda vegna þjóðhátíðardags Banda- rtkjanna og vitna ég þar til ágætr- ar greinar G.Fr. í Þjóðviljanum þann 6. júlí sl. Nægði nú „varnarliðinu" ekki að halda sitt húllumhæ á þeim landskika, sem íslenskir valdhaf- ar hafa léð því til umráða og af- nota? Mikið að ekki skyldi vera beðið um Þingvöll eða álfka helga jörð íslendinga. Sennilega hefði ekki staðið á leyfi og hefði þá skömm okkar íslendinga full- komnast og hún þó ærin fyrir. Ekki efa ég að þarna hafi mætt forráðamenn borgar og lands- stjórnar á vinafundi og trúlega með þann þýlyndissvip á ásjónu og í augum, sem svo mjög ein- kennir eitt trygglynt húsdýr, sem dinglar rófunni þegar herra þess og húsbóndi klappar því á kollinn og einhvernveginn minnir mig að umræddri grein hafi fylgt mynd af hæstvirtum forsætisráðherra, hampandi miði þeim, sem venju- legum íslendingum er bannvara. Undarlega hljótt hefur verið um þennan atburð uns Ö.S. ræðst fram á ritvöllinn 11. júlí og ræðir málin. Þar segir m.a.: „Fyrirmenn íslenskir voru mættir á staðinn og makar þeirra, meira að segja sjálfur vígslubisk- upinn, Ólafur Skúlason. Væntan- lega sem fulltrúi hinnar geistlegu stéttar“. Össur Skarphéðinsson verður aldrei marktækur blaðamaður vegna stóryrða og sleggjudóma, sem um flest einkenna skrif hans. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem Þjóðviljinn reynir að sverta íslenska prestastétt, og ég fullyrði að okícar ágæti vígslu- biskup, Ólafur Skúlason, sá mæti maður og góði drengur, var þarna vegna eigin skoðana, en ekki sem fulltrúi stéttar sinnar. Vill Össur kannski fullyrða, að Þórarinn Þórarinsson, „nestor“ íslenskra blaðamanna, hafi mætt þarna sem fulltrúi íslensku blaða- mannastéttarinnar? Ég veit, að allsstaðar eru til svartir sauðir, en ég fullyrði, að upp til hópa eru íslensku prest- arnir síst óþjóðhollari en sjálfur Ö.S. og hans nótarognúskora ég á hann að taka þessar dylgjur aft- Sverrir Haraldsson ur ella falla orð hans ómerk og ég skora á stéttarbræður mína og -systur að una ekki þessum áburði og ærumeiðingum og mót- mæla opinberlega. Ég fæ ekki séð að við prestamir getum notað Þjóðviljann sem málgagn okkar meðan stefna blaðamanna þess og í það minnsta annars ritstjór- ans er okkur svo fjandsamleg sem raun ber vitni, jafnvel þótt skoð- anir okkar fari saman í mörgum stórmálum. Annars held ég að ekki veiti af að margir hverjir, sem telja sig Alþýðubandalagsmenn, a.m.k. hér á Austurlandi, færu að endur- skoða hug sinn. Fyrir nokkru efndi friðarhreyfing kvenna á Þórshöfn til mótmælagöngu gegn auknum hernaðarumsvifum og vígbúnaði og hvatti til þátttöku. Mér er tjáð, að af Austurlandi hafi aðeins tvær manneskjur far- ið, en sjálfur gat ég það ekki af heilsufarsástæðum. Jafnvel mun enginn hafa farið frá Neskaup- stað. Svona var nú áhuginn þá. Nokkm síðar auglýsti Alþýðu- bandalagið hópferð (göngu) um austfirsk fjöll og þá stóð eícki á þátttöku. Þar mættu báðir þing- menn AB á Austurlandi og meira að segja Norðfirðingar. En við hverju er að búast þegar skoðanakönnun sýnir að þó- nokkur fjöldi „Alþýðubanda- lagsmanna" kýs að hafa erlendan her í landinu og vera í Nató? Sverrir Haraldsson, Borgarfirði eystri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.