Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 5
Gagnbyltingarsveitir reyna að draga úr baráttuþreki með skemmdarverkum sem lengst í landi. Hér hafa þeir eyðilagt
matvælaskemmur í borginni Ocotal.
Gagnbyltingarflokkar ráðast
œ lengra inn í landið -
Efnahagslífið mótast allt
afþörfum landvarna -
Gagnbyltingarsveitir hafa sig í
vaxandi mæli í frammi í Nicarag-
ua og reyna að komast sem
lengst inn í landið og eyðileggja
þar bæði mannvirki og matvæla-
birgðir með það fyrir augum að
draga úr siðferðisþreki lands-
manna. Það hefur sem betur fer
ekki tekist, en talsmenn Sandin-
ista viðurkenna, að ástandið sé
víða mjög alvarlegt. Og þegar til
lengdar lætur getur það orðið
einna erfiðast byltingarstjórninni
hve veikum fótum efnahagur í
landinu stendur.
Petta eru helstu niðurstöður af
nýlegu ferðalagi sendimanna
danska blaðsins Information um
Nicaragua. Þeir komu m.a. til
bæjarins Ocotal, sem er um 20
km frá landamærum Honduras -
þar höfðu gagnbyltingarskæru-
liðar nýlega gert áhlaup og þeim
tekist að eyðileggja verulegan
hluta af matvælabirgðum og upp-
skeru síðasta árs. Var þó mann-
lega tekið á móti árásarmönnum
og féllu flestir þeirra í viður-
eigninni við heimamenn.
Hrœða fólkið
Þetta áhlaup er eitt af mörgum
sem gagnbyltingarsamtökin FDN
efna til með það fyrir augum að
hræða almenning og draga úr sið-
ferðisþreki hans. En ekki er víst
að þeir hafi erindi sem erfiði.
Sandinistar geta, að sögn hinna
dönsku gesta og fleiri reyndar
sem um landið fara að undan-
förnu, reitt sig á mjög verulegán
stuðning almennings, þótt ekki sé
fyrir það að synja að gagnbylting-
armenn eigi hér og þar von á
stuðningi.
Viðbrögð stjórnar Sandinista
við skemmdarverkum og öðrum
illum verkum hafa ekki aðeins
Stjórnarandstaðan
neitar að taka
þátt í kosningum
Telursig ekki hafa nóga tryggingufyrir málfrelsi í
kosningabaráttunni
Stjórnarandstaðan í Nicarag-
ua hefur lýst því yfir að hún muni
ekki taka þátt í forseta- og þing-
kosningum í landinu þann fjórða
nóvember næstkomandi og ber
það fyrir sig, að neyðarlög þau
sem gilda í landinu til 20. október
komi í veg fyrir frjálsa kosninga-
baráttu. Þetta mun auka mjög á
pólitískan vanda Sandinista og
Reagan Bandaríkjaforseti mun
vafalítið nota sér þessa þróun
mála til að réttlæta aukinn stuðn-
ing við þær vopnuðu sveitir gagn-
byltingarmanna sem gera áhlaup
inn í landið frá Costa Rica og
Honduras.
Það var væntanlegt forsetaefni
„Samstarfsnefndar lýðræðis-
sinna“, Arturo Cruz, sem lýsti
því yfir fyrir skömmu, að ekki
væru raunverulegar forsendur í
landinu fyrir frjálsum kosning-
um. Öflugasta stjórnarandstaðan
í Nicaragua hefur þótt nokkuð
heppin í vali á sínum frambjóð-
anda. Arturo Cruz var andstæð-
ingur einræðisstjórnar Somoza
og sat um tíma (1980-1981) í
þeirri samsteypustjórn Sandin-
ista og annarra lýðræðisafla sem
við tók eftir byltinguna. Arturo
Cruz sagði síðan skilið við Sand-
inista og hefur um tveggja ára
skeið verið í útlegð í Bandaríkj-
unum. En hann hefur jafnan neit-
að því að styðja hinar vopnuðu
sveitir gagnbyltingarmanna, sem
bandaríska leyniþjónustan gerir
út.
Óútfyllt ávísun
Cruz kom til Nicaragua fyrir
nokkru til að ræða um væntan-
lega þátttöku sína í kosningun-
um. Hann sagði þá sem svo, að
hann væri ekki reiðubúinn til þess
að „skrifa upp á óútfyllta ávísun
fyrir Sandinista“. Hann bætti því
við, að Sandinistum bæri að vera í
takt við almenningsálitið í
heiminum „til að geta keypt af
því almenningsáliti vottorð um
lögmæti síns stjórnarfars. Verðið
fyrir slíkt vottorð eru frjálsar
kosningar og það er stjórnarand-
staðan sem verður að skrifa undir
ávísunina á þær“.
Það var í desember í fyrra að
Samræmingarnefnd lýðræðis-
sinna (flest miðflokkamenn) setti
fram skilyrði sín fyrir þátttöku í
kosningunum. Mest fór fyrir
kröfunni um afnám neyðará-
standslaga og ritskoðunar, einnig
að byrjað væri á „viðræðum um
þjóðarsátt“, andstæðingum
Sandinista yrðu gefnar upp sakir
og Sandinistahreyfingin aðskilin
frá her landsins. Ekki gat þetta
allt gengið eftir, en mestu skipti
þó, að Sandinistar lofuðu því að
neyðarástandi yrði aflétt þrem
mánuðum fyrir kosningar. En
eins og rakið var hér í blaðinu
fyrir skömmu afturkallaði Daniel
Ortega, oddviti Sandinistastjórn-
arinnar, það loforð fyrir
skemmstu með tilvísun til hins al-
varlega ástands í landinu. Og
stjórnarandstaðan segir að það sé
ómögulegt að heyja frjálsa kosn-
ingabaráttu við þær aðstæður, að
Kosningaáróður Sandinista: FSLN er flokkur verkamanna, stendur þar. Þótt
almenningur sé óánægður með margt eru þeir taldir eiga víst yfirgnæfandi fylgi
- en neyðarástandslögin setja strik í kosningabaráttuna.
málfrelsi verði tryggt aðeins í
tvær vikur fyrir kosningarnar
sjálfar eins og nú horfir.
Tilboð Pastora
Arturo Cruz kom til Managua
með tilboð frá öðrum fyrrverandi
bandamanni Sandinista, Eden
Pastora, sem hefur rekið skæru-
hernað gegn Sandinistum syðst í
landinu. Hann kvaðst leggja nið-
ur vopn ef að tryggðar væru
frjálsar kosningar. Daniel Ortega
brást reiður við þessu tilboði og
kvaðst ekki semja við þá „sem
eru að myrða okkar fólk“. Hann
lagði það til við Arturo Cruz, að
hann heimsækti landamærahér-
uðin til að „kynnast af eigin raun
þeim skelfingum sem málaliðar
CIA leiða yfir fólkið“.
Afleiðingar
Þess sjást víða merki, að frétta-
skýrendur, sem eru hliðhollir
byltingunni í Nicaragua, telja það
misráðið að sú „harða“ stefna
varð ofan á hjá Sandinistum að
framlengja neyðarástandið og
gefa þeirri stjórnarandstöðu sem
helst hafði möguleika á að ná ár-
angri möguleika til að stórspilla
fyrir kosningunum. Að sönnu
hafa ein sex forsetaefni skráð sig
til kosninga við hlið Sandinista.
En ef að fylgi þeirra verður hverf-
andi við þær aðstæður sem nú eru
í landinu og Sandinistar sýnast
einir um hituna upp úr neyðar-
lögum, þá mun vafalaust draga úr
stuðningi við þá meðal sósíalista
og sósíaldemókrata í Vestur-
Evrópu og meðal ýmissa hinna
sæmilegri ríkisstjórna í Rómön-
sku Ameríku. Auk þess munu
„skertar“ kosningar gefa
Reagan-stjórninni áróðursvopn í
hendur þegar hún reynir að rétt-
læta aukinn stuðning við gagn-
byltingarsveitir - eða þá við
undirbúning grímulausrar innrás-
ar, sem sumir telja að gæti orðið
strax í haust.
-(ÁB byggði á Liberation)
UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Föstudagur 10. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5