Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.08.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur 10. ágúst 1984 178. tölublað 49. örgangur DJÓÐVIUINN BHM-ályktun Mótmæla vaxandi skattbyrði Grafið undan eðlilegri starfsemi ríkisins. Stórskaði fyrir allt þjóðarbúið. Stjórn Launamálaráðs ríkis- starfsmanna í BHM mótmælir þeim aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar sem skert hafa samningsrétt launafólks í landinu og leitt hafa af sér tvöfalt meiri skerðingu kaupmáttar kauptaxta launafólks en nemur rýrnun þjóðartekna á mann á ríkistíma ríkisstjórnar- innar. Þar sem launaskriðs gætir ekki meðal starfsmanna ríkisins hafa laun þeirra dregist langt aft- ur úr öðrum launþegum. Stjórn Launamálaráðs mót- mælir ennfremur vaxandi skatt- byrði einstaklinga. Ríkisstjórnin hefur aukið hlutdeild skatta af tekjum alls þorra háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna og veru- legrar aukningar skattbyrðar hafa heimilin í vaxandi mæli þurft að fjármagna stærri hlut húsnæð- iskostnaðar og framfærslu með lánum. Nú er velt yfir á þau stór- felldum kostnaðarauka og gróði þeirra sem geta sparað aukinn. Stjórn Launamálaráðs bendir sérstaklega á að greiðslubyrði háskólagenginna manna hefur hækkað langt umfram aðra vegna aukins námskostnaðar á undan- förnum árum. Stjóm Launamálaráðs vill að lokum vara stjórnvöld við að- gerðarleysi í mótun fram- leiðslustefnu, er við stöndum frammi fyrir minnkandi fiskafla. Vaxtahækkanir og stefnan í pen- ingamálum leiða einungis til verðbólgu og samdráttar þegar til langs tíma er litið. Sparnaður í ríkisútgjöldum með lækkun launagreiðslna til ríkisstarfs- manna grefur undan eðlilegri starfsemi ríkisins og leiðir til stór- skaða fyrir allt þjóðarbúið. Arnarflug Þjóðleikhúsið: Grjóthrun Fatlaðir bíða áfram Engin fjárveiting í lyftu eða sérstaka aðkomu 18 þúsund pílagrímar Arnarflug hefur tekið á leigu tvær farþegaþotur af gerðinni Boeing 707 til að annast pílagrím- aflutninga milli Líbíu og Sádi- Arabíu á næstu vikum. Pflagrím- aflutningamir hefjast 18. ágúst nk. Fluttir verða um 18 þúsund pflagrímar og um 40 starfsmenn Arnarflugs annast þetta verkefni, flestir íslenskir. - óg Ásgarður 15 miljónir Hreppsnefnd Grímsneshrepps keypti í gær jörðina Ásgarð í Grímsneshreppi fyrir 15.136.500 krónur. Kaupverð jarðarinnar var fjármagnað með leigu á veiðirétti, bankalánum og lánum frá velunnurum sveitarfélagsins, segir í fréttatilkynningu frá hreppsnefndinni. - óg Nýju tröppurnar við Þjóðleik- húsinu munu í engu breyta möguleikum fatlaðra til að kom- ast mn í þetta musteri leikmennta á íslandi. Tröppurnar verða endurgerðar nákvæmlega eins og þær voru, - ókleyfar fyrir hjóla- stóla og illa fatlað fólk. „Það hafa lengi legið fyrír teikningar af sérstakri aðkomu fyrir fatlað fólk við hliðardyr austan megin við aðalinngang", sagði Gísli Alfreðsson Þjóð- leikhússtjóri í gær. „Þar er einnig gert ráð fyrir lyftu, svo þeir eigi greiðan umgang um húsið. Til þess verkefnis hefur því miður engin fjárveiting fengist, þrátt fyrir beiðni þar um“. Gísli sagði ástæðuna fyrir því að ekki er settur rampi fyrir hjól- astóla í tröppurnar þá að sú að- koma væri alls ekki hin ákjósan- legasta fyrir fatlað fólk. Aðkom- r Iseptember kemur út í norskri þýðingu önnur bókin um þá bræður Jón Odd og Jón Bjarna hjá Cappelen forlaginu í Osló. Þetta er þriðja bók Guðrúnar Helgadóttur sem kemur út á nor- sku. Auk bókanna tveggja um an yrði að vera i beinum tengslum við bílastæðið að mati þeirra sem til þekktu og því hefði austur- inngangurinn verið valinn. -ÁI Jónana hefur Ástarsaga úr Fjöll- unum komið út á norsku. Allar bækurnar eru þýddar af Gunnhild Stefánsson háskóla- kennara, en hún er gift íslending- num Magnúsi Stefánssyni lektor í Bergen. - óg Tvær konur slösuðust í fjallgöngu Tvær þýskar konur hröpuðu í hlíðum Herðubreiðar laust eftir hádegi í gær er grjóthrun fór af stað í fjallinu og hlaut önnur mikla höfuðáverka en hin slasað- ist minna. Björgunarsveitir frá Húsavík voru kallaðar á vettvang og f gærkvöldi tókst þyrlu frá hernum á Keflavíkurflugvelli að ná konunum um borð þar sem þær höfðu legið á klettabelti. Sú sem minna var slösuð var flutt í sjúkrahús á Húsavík en hin, sem var stóslösuð, var fyrst flutt með þyrlunni til Akureyrar og þaðan með Herkúlesvél til Reykjavíkur. - GFr Bækur Jónarnir á norsku Arnarstapi Frá Skaga r a Stapa „Við erum frá Akranesi, fimm saman, og gerum út 3 báta. Hér hefurverið ágætisfiskerí. Þeir koma frá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkurog sækja þorskinn. Fórum hingað vegna þess að hætt var að taka á móti heima", sögðu „trillarar" sem Þjóðviljinn hitti niður við bryggju á Arnarstapa. Þeir buðu okkur upp á kaff i í Eiríksbúð þar sem flestir þeirra hafa aðsetur. Bræla var þennan daginn og því tími til að setjast niður. „Þær yrðu ekki hrifnar af bú- skapnum konurnar. Við sjóðum ýsu í matinn og höfum skrínukost með okkur út, brauð og pakka- graut.“ Þeir sögðust fara út kl. 6-7 á morgnana og kom heim undir kvöld en stundum taka tvær tarn- ir og vera þá alveg til miðnættis. -jp „Trillararnir“ fimm frá Akranesi yfir kaffibolla í Eiríksbúð á Arnarstapa. Þeir heita frá vinstri: Marteinn Einars- son, Kristján Kristjánsson, Jón Sig- urðarson, Valentínus Ólafsson og Einar Haraldsson, sem ávallt var í sveit á Eyri við Arnarstapa. Mynd - eik. Bræla og bátar því í höfninni á Arnar- stapa. - Mynd - eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.