Þjóðviljinn - 16.08.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Page 5
Á hvaða leið skyldi þessi fjórðungur mannkynsins vera? KINA Kínverjar á neyslubuxunum Einhverjir verða að gerast ríkirfyrst, segja ráðamenn. Framfarir með nýrri stefnu - samfara vaxandi mun á kjörumfátœkra ogþeirra sem sœmilega efnaðir eru. Kína er ekki oft í fréttum enda þótt þar búi fjórðungur mannkyns. Þó eiga þar sér stað miklar og sjálfsagt af- drifaríkar breytingar. Menn- ingarbyltingin með sinni trú á hugsun Maós formanns, kröfum um algjöran jöfnuð í kjörum, fjandskap við gamla menningarhefð og flest út- lend áhrif, er fordæmd og grafin. Þess í stað eru gerðar tilraunir með ýmiss konar markaðsbúskap í anda þeirrar kenningar að fyrst verði einhverjir að verða ríkir en svo komi hinir á eftir. Þessar tilraunir hafa aukið velmegun í landinu - en þær hafa líka aukið bilið stórlega milli ríkra og fátækra - á kín- verskan mælikvarða. Og á bak við allt stendur Kom- múnistaflokkurinn og hefur ekkert gefið frá sér af sínu valdi og gæti þess vegna gjörbreytt um stefnu á nýjan leik. Þeir sem hér á árum áður tóku upphafningu Maós formanns al- varlega eiga um sárt að binda. Það er búið að steypa honum af stalli. En það var ekki gert alveg með sama móti og þegar Krúsjef kippti Stalín út úr grafhýsi Leníns. Maó er enn í sínu grafhýsi. En myndirnar eru að mestu horfnar og ívitnanirn- ar. Það er búið að smíða nýja for- múlu um hlutverk Maós í kínver- sku bylfingunni og hún lítur ein- hverii veginn svona út: Með og móti Maó Maó var mikil byltingarmaður en á seinni árum framdi hann mikl- ar yfirsjónir. Hann hafði miklu hlutverki að gegna á fyrstu árum Konnúnistaflokksins, í baráttunni við Japani og í borgarastríðinu. Maó fær einnig sæmilega einkunn fyrir frammistöðu sína á fyrstu ár- unum eftir stofnun Alþýðulýðveld- isins 1949. En, segir þar, frá því í lok sjötta áratugarins byrjaði hann að gera sig sekan um alvarlegar yfirsjónir. „Stóra sökkið‘‘ f iðnvæð- ingu landsins var misheppnað. Menningarbyltingin var meiri hátt- ar harmleikur - og Maó er látinn bera ábyrgð á honum. Þessi formúla er reyndar ekki mikið ólík þeirri sem smám saman er verið að smíða um Stalín núna Sovétríkjunum. En í báðum löndum er að sjálfsögðu ekki farið út í að kanna rætur þess í þjóðfélag- UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Fimmtudagur 16. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.