Þjóðviljinn - 16.08.1984, Page 7

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Page 7
HEIMURINN Þeir bændur sem sérhæfa sig í alifuglum, grísum eöa svepparækt geta einatt lagt í banka sem svarar þrem árslaunum verkamanns. Tíu glötuð ár Menningarbyltingin var samfellt stórslys, segja kínverskir talsmenn Menningarbyltingin var samfellt stórslys, segja Kín- verjar nú um stundir og spýta langt. Kvöldnámskeið og full- orðinnafræðsla eru skipulögð ■um allt land til að gefa mönnum færi á að vinna það upp sem þeir töpuðu ungir í Menningarbyltingunni, þegar engu máli skipti hvað menn kunnu, heldur það eitt, að menn hugsuðu rétt og helst eins og Maó formaður. Sá sem vill gæti vel hugsað til Sannleiksráðuneytisins hjá Ge- orge Orwell. Hve oft skyldi andlit endurskoðunarsinnans skelfilega og nú helsta stefnumótara lands- ins, Dengs Xiaopings, hafa verið þurrkað út af sögulegum ljós- myndum í Byltingarsafninu í Beijing - og hve oft hefur það ekki birst aftur? Og það þýðir ekkert núna að leita að myndum af Maó og Lin Biao (herstjóra sem mun hafa verið skotinn niður á flótta þegar menningarbylting- in hrundi) - þar sem þeir kappar ganga saman Gönguna löngu. Enn síður má finna spor um ekkju Maós og „trúfastan nem- anda“ - Jiang Qing, sem nú er í tukthúsi. Engu að síður mun það til- brigði við sannleikann sem nú er haft á lofti í Kína vera öllu nær þeim sama sannleika en það sem haft var fyrir satt í Menningar- byltingunni sjálfri. Ringulreiðin mikla Nú um stundir er Menningar- byltingunni svo lýst sem hafi hún verið samfellt meiriháttar slys. Það var einmitt þekkingin sem varð einna verst úti í þessari sér- Grísabændur verða ríkir fyrst Abyrgðarkerfið í kínverskum landbúnaði veitir bændum afnotarétt til lands, sem eftil vill mun ganga íarf. Grísarækt hefur gert Zhou Zhi-xian, bónda í Hongai, að „miljónamæringi" á kínversk- an mælikvarða. Hann býr í þriggja hæða húsi með fjöl- skyldu sinni, á sjónvarp, veggklukku, nokkur útvarps- tæki, rafmagnsviftu. í fyrra lagði fjölskyldan til hliðar 3000 júan sem munu vera um 3-4 árslauniðnaðarverkamanns. Fjölskyldan stundar þann „sér- hæfða búskap'* sem Deng Xiao- ing vonar að muni tryggja kínver- skum sveitum velmegun sem sínu góða fordæmi. Hinir sérhæfðu stunda ekki almenn landbúnað- arstörf, heldur kjósa sér hand- verk, kjúklingarækt, sveppa- rækt, grísarækt eða fiskirækt. Margir þeirra þéna vel. Ekki alls Fjórmenningaklíkan barin í rot og klessu - plakat frá Kanton stæðu hreyfingu - háskólanám og vísindastörf féllu niður að mestu og nú verður að skipuleggja alls- konar námskeið og fullorðinna- fræðslu til að menn geti bætt sér upp „þau tíu ár sem við misstum fyrir löngu var sagt frá fyrsta kín- verska bóndanum sem keypti sér einkabíl. Þetta var reyndar kona og ræktaði kjúklinga. Zhou hefur samning við ríkið um að framleiða fimmtíu grísi á ári á föstu verði, en þar að auki getur hann selt grisi á frjálsum markaði. Sonur hans rekur smíðaverkstæði og selur allt sem þar verður til á frjálsum markaði. Auk þess ræktar fjölskyldan 15 mú lands og upsker af því hrís- grjón og hveiti sem selt er á næsta bæ samkvæmt ábyrgðarkerfinu svonefnda. Ábyrgðarkerfið er meginatrið- ið í landbúnaðarstefnu kínver- skra ráðamanna nú. Landið er áfram í sameign, en framleiðslan sjálf byggir á því, að hver fjöl- úr“, eins og einatt er sagt. Á dögum Menningarbyltingarinnar var gífurlegur fjöldi fólks, eink- um skólafólk, sent út um sveitir landsins til að „læra af fjöldan- um“ í allskonar erfiðisstöðum. Þetta uppátæki sem vakti mikla hrifningu meðal æskufólks á Vesturlöndum sem sögulegur áfangi í að „þurrka út mun á sveit og borg“, leiddi hinsvegar til þess, að framleiðslukerfið allt varð fyrir verulegum skakkaföll- um og mikill skortur matvæla og annarra brýnustu nauðsynja geisaði víða um landið. Og víða kom til mikilla átaka með mikl- um blóðsúthellingum. Fjórmenningaklíkan svo- nefnda, ekkja Maós og helstu ráðgjafar hennar, fá nú á sig alla ábyrgð á ósköpum menningar- byltingarinnar. Málið er sjálfsagt flóknara en svo: einna líklegast að menn muni koma upp með skýringu á byltingu þessari sem endurspeglun á valdabaráttu í forystu Kommúnistaflokksins, sem svo blandaðist saman við sér- stæða uppreisn æskumanna gegn þeim forréttindum sem ný stétt ráðamanna hafði tryggt sér eftir byltinguna. (Byggt á Ny Tid) skylda gerir samning við sína kommúnu um afnot af ákveðnu landi. í samningnum er gert ráð fyrir því að fjölskyldubúið selji ákveðið magn af vöru til ríkisins á föstu verði. Það sem fram yfir er má selja með sama hætti eða frjálsum markaði - og það er ekki síst á honum sem bændurnir græða. Þeir sem ekki vilja nota sitt land geta leigð öðrum afnotarétt- inn. Með þessu móti geta hinir athafnasamari bændur sankað að sér allmiklu landi og er ekki að sjá að yfirvöldin hafi áhyggjur af því. Það er haft eftir Zhu Liang aðstoðarráðherra, að „jafnaðarr- eglan þýðir að þeir duglegu og þeir lötu fá jafnmikið. Það gefur bændum ekki hvatningu til að ieggja sig fram“. Þegar byrjað var á þessari nýju landbúnaðarstefnu voru bændur hikandi við að taka við henni. Þeir voru hræddir við að svo kynni aðfara aðný „fjórmenning- aklíka“ og ný „menningarbylt- ing“ mundi koma yfir þá og eyði- leggja þeirra framtak. En þetta hefur brest. Yfirvöldin segjast tryggja það að hver bóndi fái afn- otarétt af sömu jörð í amk. tut- tugu ár. En hvað þá gerist veit enginn. Hitt er svo ljóst, að það verður ekki auðvelt að fá bænd- ur, sem þá hafa komið sér best fyrir til að skila aftur landinu eða deila því með þeim sem verr eru settir. Það er farið að tala um erfðarétt til landsins. Ef að sá réttur verður tekinn upp aftur, hefur Kína í reynd komið sér upp kerfi sem að verulegu leyti byggir á einkaeignarétti á landi. í Sovétríkjunum munu reyndar ekki aðeins afnotaréttur á íbúð eða eignaréttur á húsi ganga í arf, heldur og afnotarétt- ur af landskika í sveitum. En einkaskikamir sovésku eru ber- sýnilega miklu minni en í Kína nú, og hlutur samyrkjubúa í heildarframleiðslunni miklu stærri. AB tók sarnan. Kína og Indland Kínverjar hafa betur í einföldum tölusamanburði á tveimfjölmennustu ríkjum heims. f Kalkútta eiga 600 þúsundir manna hvergi höfði að halla. Það er þröngt á þingi í Sjanghæ, en það er séð fyrir brýnustu nauðsynjum. í pólitískum landalýsingum samtímans er einatt einna erf- iðast að koma sér niður á það, hverskonar samanburður er réttmætur. Það þýðir t.d. lítið að bera Kína saman við ríki í Vestur-Evrópu. En ef þetta fjöl- mennasta ríki heims er borið saman við það næstfjölmenn- asta, Indland, sem hlaut sjálf- stæði um svipað leyti og borg- arastríði í Kína lauk með sigri Kommúnista, þá koma út þessar fróðlegu tölur: Fólksfjöldi Fólksfjölgun á ári Meðaltekjur Hagvöxtur 1983 Meðalaldur Ungbarnadauði (á þúsund) Sjúkrarúm (á þúsund manns) Sjónvarpstæki Útvarpstæki Bílar Tvœr stórborgir í nýlegu hefti af Time var brugðið upp svipmyndum af tveim stórborgum í Kína og Ind- landi - Sjanghæ og Kalkútta. Myndin sem dregin var upp af Sjanghæ var svosem ekkert glæsi- leg. Húsnæðisvandræði í þessari risaborg (tæplega 12 miljónir íbúa) eru gífurleg. Það er algengt að fimm manna fjölskyldur búi í einu herbergi hver og deili eld- húsi með þrem eða fjórum öðr- um. (Það er semsagt svipað ástand í húsnæðismálum þar og var í Moskvu fyrir 20-30 árum). Kína Indland 1030 milj. 750 milj. 1.5% 2.1% 8300 kr 7200 kr 6.5% 2.1% 69 ár 50 ár 44 122 2 0.7 15-6 milj. 2.1 milj 150 milj. 27 milj. 100.000 890.000 Mengun er allslæm og atvinnu- leysi er ekki óþekkt fyrirbæri, þótt erfitt sé að fá yfirvöld til að viðurkenna það. Skortur á ýms- um vamingi og nauðsynjum hef- ur leitt til ýmiskonar mútustarf- semi og spillingar. Engu að síður, segir Time, er þetta borg þar sem séð er fyrir flestum nauðþurftum. Strætisvagnar ganga, það er nóg vatn og rafmagn og það er nógur matur. Það sem mest greinir Sjanghæ frá ýmsum öðmm risa- borgum þriðja heimsins er þó það, að þar er ekkert hyldýpi staðfest á milli hinna örsnauðu og hinna firnaríku, sem búa í eins- konar heimi út af fyrir sig. Kalkútta aftur á móti (10.2 miljónir íbúa) er einhver fátæk- asta byggð í heimi. Meira en 70% íbúanna er fyrir neðan fátæktar- mörk sem nema 240 krónum á mánuði. Jafnmargir búa í einu herbergi hver fjölskylda - og sex hundmð þúsundir manna eiga sér hvergi höfði að halla, þeir lifa og deyja á götum úti. Auk þess gengur flest á aftur- fótum í borgarrekstrinum. Eina sorpeyðingarstöðin er sífellt að bila og stundum sýnist sem úr- gangur allskonar sé að drekkja borginni. Engin innanhússalemi eru í helmingi húsanna. Um fimmta hvert hús er talið hættu- legt - og á hverjum degi hrynja hús sem em gömul og illa farin. Fyrir tólf ámm var hafist handa um að byggja neðanjarðarbraut sem átti að auðvelda fólks- strauminn um borgina - sú fram- kvæmd hefur þegar gieypt um tuttugu miljarði króna, en enn hafa engir farþegar ekið um þessa braut. (áb byggði á Ny Tid og Time) Fimmtudagur 16. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.