Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Svala Sigurleifsdóttir, formaður S(NE áhyggjufull yfir framvindu lánamála. 1400-1700 nemendur í fjárhagsvandræðum í haust. Óöryggi ríkjandi meðal þeirra sem hyggja á nám erlendis. Mynd: Atli. Þjóðarsagan Áhersla á þátt Þingvalla Jón Böðvarsson aðalfararstjóri Sum- arferðarinnar á laugardaginn kemur. íi „Það verður lögð áhersla á þátt Þingvalla í þjóðarsögunni og ég á von á því að stemmningin verði í samræmi við það“, sagði Jón Böðvarsson, sem verður aðal- fararstjóri í sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Þingvöll nú á laugardaginn, en hann hefur átt annríkt að undanförnu við undir- búning ferðarinnar. Fararstjóri verður í hverri rútu og verður rifj- að upp sitthvað frásagnarvert á leiðinni, gaman og alvara. Dag- skráin á Þingvöllum vekur að sjálfsögðu mesta eftirvæntingu. Þar mun Halldór Laxness meðal annars lesa kafla úr íslandsklukk- unni. En upphaf þeirrar bókar vekur óneitanlega tilfinningar sem tengjast þjóðarsögu og þingstað. JH. SÍNE Engin lausn Fjárþörf fyrsta árs nema er engan veginn leyst. Mennta- málaráðherra túlkar lög Lána- sjóðs námsmanna á þann veg að vafasamt má teljast. 1400-1700 nemendum er beint til banka- stjóra sem taka munu geðþótta- ákvörðun um hverjir fá og hvað mikið hver fær. Þá er um að gera. að eiga fjársterka aðila að, sem hafa velt miklu fé í gegnum bank- ann, aðrir virðast ekki eiga kost á lánum sem nema fjárþörf, sagði Svala Sigurleifsdóttir formaður SINE, Sambands íslenskra náms- manna erlendis. „Ég veit um dæmi þess að fólk sem hyggur á nám og hefur fengið lélega fyrirgreiðslu í bankanum sem það leitaði til er í hreinustu vandræðum núna. Verst er að fóik veit ekki hvert það á að leita eftir aðstoð, málið í hnút og það kemst ef til vill ekki í fyrirhugað nám“, sagði Svala. „Yfirleitt er um langtímaáætl- un að ræða þégar fólk ætlar að leggja út í nám. Túlkun ráðherra á lögum Lánasjóðsins skapar mikið óöryggi í röðum náms- manna. Þótt talað sé um að bjarga einni önn fyrir horn veit fólk ekki hvað við tekur“. Svala talaði um að nú væri ekki lengur hægt að tala um jafnrétti til náms. „Hætta er á að fólk r Utreikningar Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna eru okk- ur óviðkomandi. Ég vil leggja áherslu á að enginn fastur samn- ingur hefur verið gerður milli bankanna og menntamálaráð- herra. Það er alls ekki gefíð að við getum sinnt fjárþörf allra þeirra námsmanna sem til okkar leita. Þeir sem fara til Bandaríkjanna og Bretlands þurfa til dæmis ó- skaplega mikið“, sagði Pétur Er- lendsson bankastjóri Samvinnu- treysti sér ekki til að lifa á loftinu erlendis eða hérlendis mánuðum saman.“ „Þetta getur hæglega verið upphafið að því að gera námslán að fjárfestingarlánum. Þá fjallar málið ekki lengur um það hvort bankans við Þjóðviljann í gær. „Við lítum ekki á áætlun LÍN um fjárþörf. Við tökum á móti námsmönnum eins og öðrum við- skiptavinum sem hingað koma með lánabeiðnir. Þeir sem ekki hafa nein viðskipti við okkur, og eiga hvorki eignir né aðstandend- ur sem versla við okkur eiga litla möguleika á láni. Þannig trúi ég að sé í öllum bönkunum, því sam- komulag er ekkert fyrir hendi. Það sem gerðist var að orðsend- fyrstaársnemar lifa af haustönn- ina heldur hvort verið er að vega að íslenskri menningu. Listgrein- ar standa höllum fæti t.d. gagnvart raungreinum þegar far- ið er að meta þær eftir pening- um.“ -jp. ingar fóru á milli aðstoðarmanns ráðherra og formanns Sambands íslenskra viðskiptabanka um að bankarnir myndu að einhverju leyti mæta fjárþörf námsmanna sem annarra landsmanna“. Bankastjóri Samvinnubankans sagði að örfáir námsmenn hefðu leitað til bankans síðustu daga og þeirra málum hefði verið hægt að sinna. -jP- Verslunarmenn Obreyttan kaupmátt og endurskoðun launakerfa Ósamkomulag um prósentuhœkkanir Við höfum sett fram hugmynd- ir að samningi sem gerði ráð fyrir að kaupmáttur héldist óbreyttur út samningstímabilið til 15. aprfl og þar að auki yrði tíminn fram til þess notaður til að skoða launa- kerfíð í heild, til dæmis með tilliti til skipunar i launaflokka. Þetta sagði Sigfinnur Sigurðs- son hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur við Þjóðviljann í gær, en VR á nú í formlegum samningum við atvinnurekendur og einn samningafundur hefur þegar verið haldinn. VR var eitt þeirra félaga sem ekki sagði upp samningum fyrir 1. september. „Það hafa ekki neinar tölur verið nefndar ennþá af hvorugum aðila en við hjá Verslunar- mannafélaginu höfum sett fram þá skoðun að til að halda þeim kaupmætti sem stefnt var að, þurfi í kringum 7 prósent kauphækkun". -OS Þingvallaferð ABR: Leikir fyrir börn Börn eru að sjálfsögðu meira en velkomin i Þingvallaferð Al- þýðubandalagsins í Reykjavík á morgun. Sérstök dagskrá verður fyrir þau að lokinni útihátíðinni á Efri-Völlum. Það eru leikararnir Aðalsteinn Bergdal og Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir sem skemmta og leika sér við börnin. Námsmenn Eins og aðrir viðskiptavinir / / Utreikningar LIN bönkunum óviðkomandi Námsmenn þurfa að vera í viðskiptum eða eigafjársterka að Ríkisstjórnin Herðir innheimtu af bókum Innfluttar bœkur til einstaklinga og bókasafna tollaðar afkappi Erfiðleikar fyrir bókasöfn Tollpóststofan: Skýringin á hertri innheimtu er stœrra húsnœði stofn unarinnar! etta eru ekki upphæðir sem skipta sköpum fyrir ríkissjóð, sagði Árni Kolbeinsson í fjár- málaráðuneytinu í samtali við Þjóðviljann um innheimtu sölu- skatts á innfluttum bókum. „Þctta er fyrst og fremst gert til samræmis, samkvæmt lögum eru allar bækur söluskattsskyldar hvaðan sem þær koma og það er gert til að ekki verði misræmi milli erlendrar og innlendrar verslunar.“ Árni sagði að gilt hefðu tvær undanþágur frá söluskatti á inn- fluttum bókum og hefðu þær fengið Stjórnarráðið, Alþingi, Háskólinn, Kennaraháskólinn, Landsbókasafnið og aðrar opin- berar stofnanir. Ákveðið hefði verið að fella niður undanþágur til annarra opinberra stofnana því borið hefði á misnotkun. Hin undanþágan væri hins vegar enn í gildi en hún næði til einstaklinga sem keypu bækur fyrir minna en 250 krónur og væri sú undanþága frá 1978 og raungildi því mun lægra en þá. Ámi var spurður hvort það væri ekki óréttlátt að bókasöfn sem greinilega hefðu ekki í hyggju að selja bækur þyrftu að greiða þennan skatt. Hann svar- aði því til að erfitt væri að finna hið endanlega réttlæti í skatta- málum og endurtók að hér væri fyrst og fremst um samræmingar- atriði að ræða. Guðrún Magnúsdóttir bóka- vörður í bókasafni Norræna húss- ins sem flytur eingöngu inn er- lendar bókmenntir sagði okkur að þessi breyting væri mjög óþægiieg fyrir safnið, hér væri ekki einasta um aukinn kostnað að ræða heldur og meiri fyrirhöfn við að útvega bækurnar - því fylgdi nú stóraukin skriffinnska sem kæmi sér illa fyrir fámennt starfslið. Hún taldi líklegt að inn- kaup safnsins drægust saman nema kæmi til aukin fjárveiting. „Við pöntum aðallega inn á haustin“, sagði hún, „og því er enn eftir að sjá hversu illa þetta kemur við okkur“, sagði Guð- rún. Fram að þessu hefur innheimta á söluskatti bóka til einstaklinga ekki verið ýkja ströng, enda gef- ur hámarkið, 250 krónur, ekki til- efni til stórfelldra innkaupa. Á Tollpóststofunni var okkur tjáð að ástæða hertrar innheimtu væri nýtt og stærra húsnæði. Aðspurð- ur um hvort hér væri um að ræða fjárhæðir sem skiptu miklu fyrir afkomu þjóðarinnar svaraði við- mælandi blaðsins: „Við erum bara að vinna okkar starf.“ -gat Föstudagur 17. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.